Þjóðviljinn - 19.04.1968, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 19.04.1968, Qupperneq 10
Mikil þoka yffir Faxaflóa og við Breiðafjörð Mikil þoka, svokölluð útgreisl- unaxþoka, var yfir Faxaflóa og Breiðafirði í gær og fyrradag. Á Veðurstofunni spáðu menn því að í dag yrði ekki lengur sama hægviðrið og verið hefur, heldur norðaustan gola, þoku- laust og bjart veður. Þjóðviljinn hafði tal af veð- urfræðingi og sagði hainin að mjög eðlilegt væri á þessum tíma, að um nætur kólnaði jörð- in og loftið mikið og ef nægur raki væri fyrir í loftinu mynd- aðist þoka. Auk þess er sjórinn kaldur og var í gær frekar þunn þoka á stóru svæði útd á Fló- anum. Þokan var eins og fynr seg- ir yfir Faxaflóa og við Breiða- fjörð en annars staðar á land- inu mun yfirleitt hafa verið heiðskírt t.d. var þokulaust á Þingvö'llum, fyrir austan Fjall og í Borgarfirði. Tuttugu ára kosningaaldur orðinn að lögum Fruimivarp tál laga um breyt- imgar á kosningalögum varsam- þykkt í gaer sem lög frá efri deild Alþingis með 15 atkvæðuim gegn 2. Meginefni þeirra breytinga er að lækka kosningaaldur niður í 20 ár. Auk þess var saimþykkt tiliaga dómsimálgráðherra um framþoðsrétt aðila á vegum stjómmálaifllokika, Siglingaleiðin fyrir Langanes er enn erfið SIF, flugvél Landhelgisgæzl- unnar, fór í ískönnunarflug í gær og kom þá í Ijós að sigl- ingaleiðin fyrir Langanes erenn mjög erfið. Vakir liggja inn með Langa- niesi að sunnaanverðu, en lokast á móts við Edðisvfk og virðist ó- fært út úr ísnum þar. 11 sjö- mflur austur af Digranesi virð- is-t samfelldur ís enda, og þaða/n að Gerpi eru aðeins stakir jaik- ar og jakahópar, einkum út af Bjaimarey. Kögri og Sandvfk. Jakar þessir liggja djúpt í og sjást ömígglega illa eða ekiki í ratsjá. Ekki sést niður sunnan Gerpis, sökum þoku. Eldur f húsi við Bergstaðastræti i gærdag Föstudagur 19. april 196S — 33. árgangur — 77. tölublað. Hermenn steypa hefforingjastiórn: Stjórnarbylting gerð í Sierra-Leoneí gær MONROVIU 18/4 — Her og lögregla tóku völdin í Afríku- ríkinu Sierra Leone í gærkvöld og hafa formaður og vara- formaður hins þjóðlega umbótaráðs verið handteknir. Laust fyrir kl. 2 í gær var slökkviliðið kvatt að Bergstaðastræti 63, sem er timburhús, tvær hæðir og ris. Hafði komið þar upp eldur á neðstu hæð og lagði mikinn reyk um allt húsið. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en talsverðar skemmdir urðu á neðstu hæðinni bæði á innréttingum og innbúi, hins vegar komst eldurinn ekki upp á efri hæðina- Hús þetta er í eigu Silla og Valda. Myndin er tekin um það bil sem slökkvistarfinu var að ljúka. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.). Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir samdrætti atvinnuveganna Framkvæmdir aiúmínverksmiðju geta ekki komið í staðinn fyrir eflingu íslenzkra atvinnuvega I skýrslu sem fjármálaráðherra, Magnús Jónsson, flutti Alþingi í gær um framkvæmdaáætlunina 1968 kom fram að samdráttur í atvinnuvegunum er fyrirhugaður. Ríkis- stjórnin virðist einnig telja að ekki séu fyrir hendi brýn verkefni í eflingu íslenzkra framleiðsluatvinnuvega. Því sjónarmiði mótmælti Lúðvík Jósepsson, formaður þing- flokks AIþýðubandalagsins, eindregið. Bæði Eysteinn Jónsson og Lúð- vík Jósepsson átöldu sem geir- samlega óhæf þau vinnubrögð ríkisstjómarinnar að flytja skýrsluna um framkvæmdaáætl- un ársins 1968 á síðustu dögum þingsins, þegar ekikert tóm er til að þingmenn kynni sér bana að nokkru ráði og geti rætt hana ýtarlega. Meira að segja er hesp- að gegn um þingið frumvarpi um lánaheimild vegna framkvæmda- áætlunarinnar, og svo flutt skýrslan um áætlunina sjálfa, sem að sjálfsögðu er ómissandi sem greinargerð með lánafrum- varpinu. Franska sendiráðið heidur bókasymngu Frönsk bókasýning verður opn- uð í dag í Bogasal Þjóðmínja- safnsins af menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni og verður for- seti íslands viðstaddur athöfn- ina. Sýningin er haldin á veg- um franska sendiráðsins. Bátur strandar víð Garðskaga I þokunná í gærmorgun strand- aði 10 tonna bátur, Ema KE 36, við Garðsikaga og bað um að- sitoð. Björgunarskipið Elding var þar á næsitu slóðum og dróErmu á fflot. Kom þá í ljós að gat hafðd komið á bátinn og var taisverður leki. Froskimanni úr Eldingiu tókst að þétta lekann og komst Errna inn til Keifflaivík- ur. Logn var og bláða og var áhöfnin á Emu aldrei f neinni hættu. Franski sendiherrann og franski sendikennarinn við Háskóla fs- lands ræddu í gær við blaða- menn um bókasýninguna sem verið var að koma upp í Boga- salnum. Á sýningunni eru nokkur hundruð bækur og keenir þar ýmissa grasa. Þar eru m.a. skáld- sögur, listaverkabækur, bækur um vísindi, bamabækur og myndabækur frá Frakklandi. Er aðaltilgangurinn með sýningunni sá að kynna franska bókagerð, bæði ódýrar, smekklegar útgáfur og vandaðri, og þá um leið dýr- ari bækur. Aðeins rúmlega 20 af þeim bókum sem sýndar eru verða sendar aftur til Frakklands; og mun íslenzkum stofnunum gef- ast kostur á að eign-ast hinár bækumar. Franska bókasýningin verður opnuð kl. 4 í dag og verður opin frá kl. 2—10 í eina viku. -k Samdráttur Lúðvík kvaðst einungis drepa á fáein meginatriði í skýrslu ráð- herrans. Ljósit væri að ríkisstjórndn gerði ráð fyrir að árið 1968 verðd mjöig veruleg tilfærsia á fram- kvæmdum í landinu, og talsvexð- verður samdráttur, einnig þegar á heildina væri litið. Gert væri ráð fyirix miklu minni fjármuna- myndun en árið áður í öllum helztu greinum atvinnulifsins. Þannig væri reiknað með að f j ár- munamyndun í landbúnaði drag- ist siaman um 55 miljónir, í fisk- veiðum 365 miljónir eða um meira en helming, í vinnsiu sjávarafurða um 50 miljónir. Fjármunamyndun í vega- og brúragerð væri áætluð 35 mdlj- ónum lægri, gatna- og holræsa- gerð 20 miljónum lægri, í al- mennum hafniargerðum (að frá- talinni Straumsvík) 60 miljónum lægri. Talsverður annar sam- diráttur er áætlaður í atvinnu- lífinu. Til mótvægis kemur svo fjár- munamyndun sambandi váð Búrfellsvirkjuninia og Straums- víkurframkvæmdir, fjármuna- myndun sem fcalin er nema 885 miljónum króna aukningu. ■ Stærstu verkefnin eftir Þetta getur þýtt mjög hættu- lega tilfærslu á vinnuaflinu í landinu sem getur átt eftir að koma óþyrmilega við hina venju- legu atvinnuvegi landsmannia. Fjármálaráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að minnka all- verulega fjármuniamyndunina einmitt í atvinnuvegunum, en það myndi ekki koma að sök því þar væri ekki nú um aðkall- andi vandamál að ræða. Ég hef allt aðra skoðun á þeim málum, sagði Lúðvik. Ég tel margar greinar atvinnulífsdns svo stadd- ar að þar sé eftir að takast á við stærstu og þynigstu verkefn- in, ef atvinnuvegir okkar eiga að duga á komandi árum. Hugsazt gæti að vel mætti draga nokkuð úr kaupum á stærstu bátunum til síldveiða. En hvað líður því verkefni að byggj a upp fiskiðnað íslendinga á breið- ari grunni? Hér verður að ráð- ast í það verkefni að hefjá nið- ursuðu fiskmetis í stórum stíl. Það virðast áætlunarhöfundar telja útilokað að íslendinigar geti í ráðizt. Og hvað um íslenzka togaraútgerð? Hefur uppbygging hennar farið fram? Er endumýj- un togaraflotans lokið? Skyldi nokkru fjármagni verða varið til að byggja upp þá atvinnugrein? Talað er um að gera útfflutnings- atvinnuvegina fjölbreyttari. Það er hægt að byggja upp nýjar greinar útflutninigsatvinnuvega. En ekki virðist eiiga að verja fé til þess. ★ Tekjur sjómanna lækkuðu um 400 miljónir Mikið hefur verið talað um að aflabrestur og verðfall leggi Framhald á 7. síðu. Samkvæmt fréttum sem sam- veldismálaróðuineytinu í Londo-n hafa borizt byrjaði vaildaitalkan mieð þvi að herskólanemar sem staðsettir eru í útjaðri höfuð- borgarinmar Freetown, gerðu upp- reisn gegn liðsforingjum sínum. Símiasamband hefur verið rofið milli London og Fraeitown síðan í gærikvöldi. o o o Formaður umbótaráðsins var Juxton-Smith liðsforingi, sem stýrði yaldatöku hersins í Sierra Leone í marz í fyrra. Setti hamn borgaralega stjóm af og hefur síðan verið við völd, en setti á stofn nefnd edna í febrúar sem átti að koma aftur á borgarálegri stjóm í landinu. Valdaitakan í rrarz í fyrra átti sér stað að ný- lokmium kosninigiuim, en herinn hólt því fram að í þeim hefðu verið brögð í taiffli. Síðan hefur stjóm Juxtons-Smiths sakað ýmsa fyrrverandii ráðherra um mis- ferli í starfi og aðra spillin-gu. Pólitís'ka fflotoka hafði hún bann- að. O O O Þeir herskólanemar sem nú standa að uppreisminnii hafa að sixmiu leyti saikað yfiirmene sína uim spillingu og myndað „And- spillinigarróð hersins", i þvi eru 14 menn og er Patrick Gordon uinidiirliðþjálfli fonmaður þess. — Fréttir frá Freetowm henma að strjál skothrfð hefði heyrzt í borginni en hinir nýju valdhaf- ar virtust hafa stjóm á öllu. Janos Kadar fer sér hægt BUDAPEST 18/4 — Formaður un-gverska kommúnistafflokksinis, Janos Kadar, sa-gði í dag að ekki mundi kom-a til neinna ofsafeng- inna breytinga í Ungverjalandi. Hann sagði að flokkur sinn styddi kommúndstaflokk Tékkó- slóvakíu og Póllamds í einu og öll-u, virti sjálfstæði þeirra og vildi gott sa-mstarf við öll sósí- alísk ríki undantekningarlaust. Hann sagði u-m leið að staða Ungverjalands væri traust, og ekki ástæða fyrir skyndilegum breytingum. Um leið lagði hann áherzlu á eflingu sósíalísks lýð- ræðis, án þess þó svo lamgt væri gengið að mæla með stofnun nýrra flokka. indverjar eru andvígir banni við útbreiðslu kjarnavopna NÝJU DEHLI 18/4 — Imdverska stjórnin ákvað í dag að skrifa ekki undi-r þau drög að samn- ingi um bann við útbreiðslu kjamavopna sem liggur fyrir afvopnunarráðstefnunni í Genf. Indverjar hafa ekki borið fram breytingatiMögur við þessi drög, en meiri-hluti ráðherra indversku stjóm-arinnar mun nú á þeirri skoðun að henni beri að tatoa saman höndum við Júgóslavíu, Rúmeníu, Brasilíu og önnur riki, sem að líkindum munu bera fram slíkar breytingatillögur. Indi-r-a Gandihi forsætisráðherra hefu-r oftar en einu sinni ga-gn- rýnt drög að þessum samningi þar eð ban.n leggi takmairkanir á ríki sem ekki haf-a kjamavopn án þess að krefjast afvopnunar á þessu sviði í þeim ríkjum sem kjamavopn hafa. Urðu að vísa gestum frá en 6 herbergi stóðu mannlaus Óvarlegt er að treysta viðskiptum við ferða- skrifstofurnar, segir hótelstjórinn á Hótel KEA Um páskahelgina er skíða- landsmótið var haldið á Akur- eyri og gestakoma þar með mesta móti, stóðu 6 herbergi auð á Hótel KEIA. Ástæðan var sú að sögn Ragnars Ragnarsson- ar hótelstjóra, að tvær ferða- skrifstofur í Reykjavík sem pantað höfðu herbergi þessi sendu afpöntun á síðustu stundu. Hafði hótelið þá áður visað mörgum pöntunum frá vegna þess að fullpantað var, og höfðu ferðamenn því hætt við að koma til Akureyrar eða komið sér fyr- ir annars staðar, er afpöntunin kom fá þessum tveim ferða- skrifstofum. Ekki vissii Ra-gnar ástæðuna fyrir þessum afpwmfcunuim, sem korau sér að sjáifsögðu mjög iila fyrir hóted-ið, en samnleikurinn er sá, sagði Raginar, að óvarlegt er orðið að treysta viðskiptum við ýmsar ferðaskrifstofur. Við höfuim að sjálfsögðu rétt til að krefja ferðaskrifstofurnar uim greiðslu, og veit ég ekki hvað við gerum ef þær fara að leika þcr„nan leik. Rekstur ferðaskrifstofanna margra virðist vera orðinn hrein æviintýramennska og má t.d. nefna það að þær fá oft greitt fyrirfram hjá fólkin-u en borga okkur sivo ekki fyrr en 3-4 mán- uðum seinina. Eru þær þannig að leika sér með annarrg fé la-ngan tí-ma, sagði Ra-gnar að lokum, en rétt er að taka fram að Ferðaskrifstofan Lömd og Leiðir átti engan hlut að þessu leiðindaméli sem gerðist hér um páskahelgiha. Unglingadans- leikur ÆFK Almennur unglingadans- leikur verður haldinn i Fé- lagsheimili Kópavogs laug- ardagin-n 20. apríl n.k. Hin þekkta tániingahljóm- sveit Dýrlingamir spila. Dansað verður frá ki. 9 til kl. 12,30. ölvun bönnuð. — ÆFK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.