Þjóðviljinn - 31.10.1968, Síða 4
4 ÖÐA — ÞJÖÐíVTLJINN — Pinnm.tMdaigar 31. ototðbeaM968.
<
Ctgefiandi: Sameimngarflokkm- alþýöu — SósíalistaflQkkurinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigumður V. FriðþjóÆssan.
Auglýsingastj.: ólafur Jónsson.
Fra<mlcv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreáðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — A&kriftarveínð kr. 130,00 á mánuði. —
Lausasöduverð .krónur 8,00.
Ráðleysisfálm
J?rá því á mánudagsmorgun og til klukkan tvö í
fyrrad. fóru 110 milj. kr. í gjaldeyri út úr gjald-
eyrisbönkunum, og í vikunni síðustu fór gjaldeyrir
út úr bönkunum fyrir 240 milj. kr. Tröllasögur hafa
gengið um bæinn undanfamar vikur um gengisfell-
ingu eða aðrar ráðstafanir, og hver treystir sér til
að segja um hvenær eða hvort slíkt verður að vem-
leika? Ekki hefur einasta verið beðið um yfirfærsl-
ur fyrir frílistavörur og gjaldfallnar erlendar skuld-
ir, heldur einnig vegna skulda sem voru ekki nærri
fallnar í gjalddaga.
JJáðstafanir stjómarvalda til að draga úr gjald-
eyrissölunni nú eru einungis táknrænar fyrir
ráðleysisfálm ríkisstjómarinnar. Þessar ráðstafan-
ir eiga að hægja á gjaldeyrisgreiðslum út úr gjald-
eyrissjóðum. Gjaldeyrisdeild bankanna verður fal-
ið að fara yfir frílistavömrnar, meta gjaldeyrisum-
sóknir, til dæmis til svonefndra „duldra“ greiðslna.
Þannig þýða þessar ráðstafanir beinlínis í fram-
kvæmdinni þau gjaldeyrishöft, sem viðskiptamála-
ráðherra og forsætisráðherra hafa andmælt hvað
hatramlegast síðustu árin, m.a. kom fram sérstök
andúð á hvers kyns haftapólitík í ræðu viðskipta-
málaráðherra fyrr í þessum mánuði.
J£n framar öðm er þessi ráðstöfun ríkisstjómar-
innar enn einn áfellisdómurinn um gjaldþrota-
stefnu hennar sjálfrar. Innflutningsfrelsið, sem
mest var gumað af, er stöðugt á undanhaldi fyrir
staðreyndum efnahagslífsins. Óttinn við gengis-
fellingu sem hefur birzt í stórfelldri gjaldeyris-
eftirspum síðustu dagana er jafnframt ótti við af-
leiðingar af stefnu ríkisstjómarinnar, þeirrar
stefnu, sem hefur gróðann að markmiði lífsins,
magnar verðbólgu og hækkar þar með fram-
leiðslukostnað útflutningsins og krefst um síðir
gengisfellingar samkv. auðimagnslögmálinu.
Viðskipti og menntír
J^æða prófessors Ármanns Snævarrs háskólarekt-
ors við setningu Háskólans var þungur áfellis-
dómur um lélegan aðbúnað að skólanum. Húsnæð-
isskortur er nú mjög alvarlegt mál í skólanum og
stendur eðlilegri þróun hans að verulegu leyti fyr-
ir þrifum, sem felur í sér þá hættu að þessi æðsta
menntastofnun þjóðarinnar staðni enn meira en
orðið er og hætti þannig að gegna mikilvægu hlut-
verki sínu í þróun íslenzks þjóðfélags. En aðrar
menningarmiðstöðvar hafa einnig orðið sérstak-
lega útundan á viðreisnarárunum. Landsbókasafn
býr enn við smánarkost í húsnæði. í Listasafni rík-
isins liggja málverk undir skemtndum í lélegum
geymslum. Á þessum vanrækslutíma menntamála-
ráðherrans, Gýlfa Þ. Gíslasonar, hefur viðskipta-
málaráðherrann Gylfi Þ. Gíslason látið renna ó-
mældar fúlgur til verzlunarhalla einkabrasksins
Þessi staðreynd talar skýrara máli um stefnu rík-
isstjómarinnar en margar aðrar og um þau undur
að téður ráðherra skuli formaður flokks sem kennir
sig við alþýðu þessa lands. — sv.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Hunangsilmur
eftir SHELAGH DELANEY
NY FRUMSYNING
Leikstjóri: Brian Murphy
Eins og kunmiuigt er var , ,Hun-
angsilmur“, hið vimsæla og hug-
tækia enska leitorit fruimsýnt í
Lindærbæ um miðjan maí í
fyrra og hlaut ágætar viðtök-
ur og lof þeirra fáu sem heyrðu
það og sáu. En sýningamair
urðu ekki fleiri en þrjár í hdnu
örlitla leikhúsi vegmia höirmu-
legma veikindia Helgu Valtýs-
dóttur, en Helen, gleðikonian og
móðirin hirðulausa var síð-
asta hlutverkið sem hdnni
snjöllu og stórbrotnu leikkomiu
auðnaðist að túlka á alltof
skammri ævi; það er áreiðan-
lega öllum leikgestum ekki
sársaukalaust að minnast þess-
arra sýniniga. Nú er „Hunamgs-
ilmur“ sýndur að nýju og að
þessu sinni í Þjóðleikhúsinu
sjálfu, enda mum það haifa ver-
ið ætlunin að flytja sýniniguma
á aðalsvið leikihússins fyrr eða
síðar. Frumsýnimgim nýja var
á laugardaginn og önmiur sýn-
img í kvöld; vona má að leik-
ritið verði ekikí skammlíft um
of og áhorfendur kunni gott að
meta. Flutnmgur verksins er
mjög swipaður þeim fyrri, emda
mjög stuttur tími til æfimga —
anmað svið og stærra, ný leik-
mynd og hljóðfæraleikur, ömn-
ur leikkona í hlutverki Helenar,
og síðast en ekki sízt nýr leik-
stjóri- — þá eru breytingamar
í rauninni upp taldar. Textinn
er só sarni að heita má, em þess
má geta að Kevim Palmer
breytti síðasta atriðimu til tals-
verðra muma, færði til orðsvör
og athafmir og sleppti einstaka
hlutum, á meðal annars lýsin.gu •
Helenar á bemsku simni, en ein-
mitt sú stutta frásaga mildar
að nokkru mynd hinnar ófyrir-
leitnu léttúðardrósar; ýmsar
breytingar hans voru gerðar af
hugkvæmnd og glöggsýni, en
ekki allar til sýnilegra bóta að
mínu viti. Una Collins gerði
sviðsmyndina eins og áður og
hefur nú yfir stórum meira
olnbogarúmi aö ráða, en nýtir
vart möguleikana til fuQrar
hlítar: íbúðin er ekki eins ó-
vi'Stieg og fomfálieg og herani er
lýst í leikritimu og minnir að
anki of rnikið á vistarveru sögu-
hetjanna þriggja í „Fyrirheit-
inu“ eftir Arbuzov fyrir
skemmstu. Klæðnaður leikenda
er til sannirar fyrirmyndar sem
fyrrum, en það var einmjtt hún
sem teiknaði búningana fyrir
frumsýningu Joan Littlewood
fyrir rúmum tíu árum. Una
Collins er á förum frá íslamdi
og ærin ástæða að þakk.a henni
fyrir margháttað og gott starf,
og þarf ekki annað en minna á
„Ó, þetta er indælt stríð“ og
„ítalskan stráhatt“ sem bera
listraanum gáfum hennar greini-
legt vitmi. Leikstjóri er Brian
Murphy ungur leikhúsmaður
enskur sem þegar befur getið’
sér góðan orðstír víða um
lönd. Hiann hafði of skamma
dvöl á landi hér, en er sýnd-
lega mjög fær og smekkvís leik-
stjóri og staðsetndngar hans
verðar athygli, og naegir að
minna á sjálfan endi leifcsins.
Fjör og hraða og leifcrænan
þrótt skortir hvengi; vona má
að Brian Murphy ei.gi eftir að
koma oftar hingað til lands.
Ég hef að sjálfsögðu lýst að
nokkru efni leiksims og túlkun
leikenda og hef ekki skipt um
skoðun síðan; það væri bæði
óþarft og hégómlegt að fara að
endurtaka þau ófullkommu orð.
Leikendur eru allir þeir sömu
og fyrrum að Þóru Friðriks-
dóttur undanskilirmi, og gera
allir það sem af þeim verður
krafizt með sanngimi og sumir
betur, en eru raumar talsvert
misjafnir að aldri, hæfileikum
og rejmslu. Mér virtist Brynja
Benediktsdóttir jafmbetri en áð-
ur, en hún er helzta sögubetj-
an, hin örfátaeka, umkomulausa
kormumga stúlka sem á von á
bami með svertingja er siglir
sinn sjó. Bessi Bjamason er
eins óaðfinnanlegur og for-
Hclcn (Þóra Friðriksdóttir) og Peter (Bcssi Bjamason).
Helen (Þóra Friðnksdottir) og Jo (Brynja Bcncdiktsdóttir).
kostulegur sem áður í prýði-
legu gervi hins ríka braskara,
,,sj óræningj an.s‘‘ eineygða, orð-
heppdns drykkjurúts j>g flagara.
Þá er Gísli Alfreðsson myndar-
legur og hæfilega bamalegur
svertingi, ástrmaður Jo litlu um'
skamma stund; Sigurður Skúla-
son er ymgstur og óreyndiastur
leikendiannia og hefur á mairg-
an bátt ekki í fullu tré við sam-
starfsmenn sína, en gerir þetta
góðhjartaða viðrini að sennd-
legiri manngerð enigu að síður.
Athyglin beimist að sjálfsögðu
mjög að Þóru Friðriksdóttur
sem leikur gleðikonuna Helen í
fyrsta sinn. Hún hefur tæpast
túlkað áþekkt hlutverk áður og
er reynslunni ríkari, og þegiar
á allt er litið vinnur hún verk
sitt með fullum heiðri. Hún
spilar allmjög á einn streng,
en ofleikur ekki, túlfcar hið um-
deildia Mutverk hressilega og
fjörlega. Hún er há, spengileg
og gimileg þótt nokkuð sé
komin til ára sinna og angim
furða þótt henni takist að
krækja í hvem friðilinn eða
eiiginmanninn af öðrum, en
mætti vera dálítið mannlegri
þrátt fyirir allt þegar svo ber
undir; hún ntínnirmiigá Angelu
Lansbury sem lék Helen í New
Yoric fyrir átta árum — að vísu
aðeim® eftir myndum að dæma.
Sýndlegt er að leikkonian hefur
ekki hlotið næga þjálfun og æf-
ingartíma, en úr þvi getur hún
bætt ef „Humangsilmi“ verður
langs lífs auðið.
Garl Billich leikur á ongel og
situr á sviðinu fyrir allra aug-
um, og leikendumdr tala oftlega
beint til áheyremda, áhrif frá
episku leikhúsi Bertolts Brechts
eru deginum Ijósari og skal sízt
af öllu lagt skáldkonunni til
lasts. „Humangsilmur“ er að
vísu ekkert stórvirki, en gætt
möngum og ótvíræðum kostum
sem ég hef áður á minnzt. ÞaT
er ekki hið Ijúfa líf sem ber
fyrir augu, þvert á móti; fólk
þetta lifir í iðnaðarbænum
Salford eins og skáldkanan
sjálf, sótugum og hundleiðin-
legum stað, en lætur það ekki
á sig fá: það unir lífinu þótt
bölvað sé, lætur ekki fátæktina
og óþverann buga sig — áfemgi,
hórdómur, fíflimgar er þeirra
hálfa líf, og einstaka sinnum
finmur það örstuttar yndis-
stundir, ilm af hunangi. Skáld-
konan er alveg laius við allar
vílur og vol, talar enga tæpi-
tungu og lítur á mannlífið opn-
um heiihrigðum sjónium. Mál
henmar er hnittilegt, fynddð og
sterict og aðai henniar ósvikin
kimni og ómótstæðileg gaman-
semi; emginin þarf að iðrast
þess að harfa á verk þessarar
alþýðustúlku sem var raurnar
aðeins nítján ára þegar „Hiun-
amgsilmur" varð til. Það er
bæði skemmtilegt verk og vel
ummið fyrir mínum sjónum —
ég hef líka oftlega séð þess
getíð í nágrannalömdun/um og
jafnam með lofsamileguim hætti.
Raumar held éig að leikurinn
njóti sín bezt í hæfilega litlu
húsi, tíl að myndia á borð vdð
Iðnó; þá er anðvelt að skapa
hina réttu samvinnu ledkenda
og áhorfenda.
Á Érumsýninigu var leikhúsið
aðeins hálfsetið, og um „Fyrir-
hedtíð" sama að segja að því
mér er frá sagt. Er helft hinma
svonefndu ,,föstu frumsýningiar-
gesta“ búin að snúa baki við
Þjóðleikbúsinu? Mér finnst
næsta hvimleitt að sdtja í hálf-
tómu húsi og hlýt að spyrja:
Hverju sætír tómlaétí þetta,
hvað er eiginlega á seyði?
Á. Hj.
VERK
na
vmnn
Byggjum
gcodcildir.
Mcnntum
stmrsTólk.
Geðverndarvika
Geðheilbrigðisvikan hófst s.l.
liaugardag með opnun sýningar á
verkum vangefinna í Unuhúsi.
Sýndnguna opnaði Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri. Meðal
gesta fyrsta sýningairdag voru
forsetahjónin hema Kristján
Eldjám og frú Halldóra Eldjárn.
Á sunnudag var ritið „Ég“;
selt — önnuðust nemendur úr
M.R., M.H. og K.í. dreifingu.
Seldist allt upplagið 3000 stykki
upp á tveimur klukkustundum.
Voru þó fjölmörg bæjarhverfi í
Reykjavík útundan auk þéttbýl-
isins utan Reykjavíkur. Næstu
daga mun „Ég“ liggja frammi í
stærstu bókabúðum Reykjavíkur.
Saia rits þessa er liður í upplýs-
ingastarfsemi GHV ’68, en efni
þess eru ahnennar spumingar og
svör um geðsjúkdóma, vangefni
og ýmis félagsleg vandamál.
/