Þjóðviljinn - 16.11.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1968, Blaðsíða 4
I ^ SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. nóvember 1968. Ötgefandi: Sameiningarfloktour alþýóu — Sósíalistaflokkurinn. I itstjórar: Ivar H. Jónisson (áb), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. £ réttaritstjóri: Siguirður V. Priðþjófsson. t uglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Pramkv.stjóri: Eiður Bergmann. I itstjóm, afgreáðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. £ ími 17500 (5 linur). — Áskriftarveirð kr. 130,00 á mánuði. — Valdið til þjóðarinnar JJundruð Reykvíkinga komu saman til fundar í Austurbæjarbíói í fyrrakvöld til þess að mót- mæla gengisfellingunni og kjaraskerðingaráform- um ríkisstjómarinnar, þar með stjómarstefnunni í heild og afleiðingum þeirrar stefnu. Sá einhugur sem ríkti á fundinum í Austurbæjarbíói er aðeins dæimi um þann almenna fordæmingaranda, sem er ríkjandi meðal launafólks á íslandi gegn ríkis- stjóminni og reiknimeisturunum. Allur almenn- ingur fordæmir aðgerðir stjómarinnar og má full- yrða að stjórnin hefur aðeins minni hluta þjóðar- innar að baki sér. Svo er komið að innan stjórnar- flokkanna sjálfra ólgar óánægjan, þriðjungur á miðstjórnarfundi í Alþýðuflokknum greiddi at- kvæði gegn efnahagsráðstöfunum stjómarinnar og atvinnurekendur í Sjálfstæðisflokknum eru langt frá því að vera sáttir við ríkjandi stjórnarstefnu, sefm hefur lokað frystihúsum, leggur þunga vaxta- byrði á þýðingarmesta framleiðsluatvinnuveg landsmanna og sýnir almennt engan skilning á raunverulegum vandamálum þjóðfélagsins. JJikisstjórnin hyggst nú keyra í gegn svívirðilega árás á kjör launafólks með kaupbindingu. Raunar á það að heita svo að aðilum vinnumark- aðarins, verkalýð og atvinnurekendum, verði boð- ið til samninga um þessi mál. Ríkisstjórnin mun hins vegar aðeins semja um kjaraskerðingu. Þess vegna er ekki hægt, ófraimkvæmanlegt, að taka upp samninga við þessa ríkisstjóm um kaup og kjör verkalýðsins í landinu. Kjaraskerðingar- áformum stjómarvalda verður að mæta af fullri eiriurð og festu. Fundurinn í Austurbæjarbíói í fyrrákvöld er aðeins upphafið að voldugri mót- mælaöldu, sem rísa mun á næstu vikum og mán- uðum, haldi fjandsamlegt ríkisvald fast við áform sín um kjaraskerðingu. j þeirri mótmælaöldu er það fólkið sjálft. seim hefur forustuna. Kjömir fomstumenn í verka- lýðssamtökunum geta því aðeins orðið við kröf- um fólksins. að þeir taki á vandamálunum ábyrg- ir og með hag umbjóðenda sinna verkafólksins í landinu að leiðarljósi. Óábyrg framkoma forustu- manna, pólitískur loddaraskapur og uppboðspólitík á ekki heima í verkalýðssamtökunum í dag fremur en nokkm sinni endranær. Fólkið sjálft mun taka fomstuna geri fomstumennimir það ekki sjálfir. í niðurstöðu fundarins í Austurbæjarbíói felst sú krafa almennings, sem mun verða undirtónninn í voldugri mótmælaöldu íslenzks launafólks gegn stjómarstefnunni — krafan um „valdið til þjóð- arinnar, nýjar kosningar og stjómarstefnu“. Þá mótmælaöldu mun ekki lægja fyrr en launafólk hefur fengið að fullu rétt sinn. Hana mun ekki lægja með blíðmælum stjómarforingjanna né á- byrgðarlausum loddaraskap. — sv. BRÉFKORN TIL MEISTARA ÞÓRBERGS New York, 10. nóv. 1968. Heill og sæll, meistari! Ég tók ekkert eÆtix ljósia- dýrðinni hér í Ameríku fyrr en flugfreyjain sagði okkur að spernra beltin og búast til lemdingax á Kennedy-fluigvelli. Ég hafðí gleymt mér við að les'a eftir Þorvald Steinason í Lesbók Tímans um Katanes- skrímslið: „ ... Dýr þetta virðist hafa verið talið frekar lágfætt og klunnalegt, á hæð sem vetr- ungskálfur, langt en þó sér- staklega með langan og digr- an hala. Hálsinn var frekar stuttur, haus langur og fram- teygð trjóna. Um eyru er ekki getið, en kjaftur var stór og tennur. ekki ósvipað krókó- dílskjafti. Auga var aðeins eitt, á miðju enni ofarlega. Dýrið sá því mjög illa fram fyrir sig, því að til þess varð það að stinga trýni niður og aftur á milli framfóta ... “ Þetta síðasta olli mér eink- um heilabrotum. Af hverju þurfti dýr þetta „að stinga trýni niður og aftur á milli framfóta“ til þess að sjá al- mennilega fram fyrir sig? Er þetta ekki samn og segja að auminigja dýrið hafi helzt allt- ar þurft að ganga afturábak til að komast almennilega á- fram? Það var ekki með þetta eina auga mitt í hnakkanum. heldur ,,á miðju enni“, að vísu ,.ofarlega“. En ég spyr: Mundi nokkur — ja, til að mynda þú eða ég, jafnvel þó við værum aðeins með eitt auiga á miðjn FRÁ JÓNASIÁRNASYNI enni og það ofarlega — mund- um við sarnt endilega þurfa að iðka svonia a'króbatikk til að .sjá fram fyrir okkur? Ég hélt áfram að velta þessu fyrir mér meðan vélin hnitaði neðar og neðar, og þegar hjól hennar snertu Kennedy-völl eftir aðeins rúmllega 7 kiuktoustuinda fllug frá íslandi, ákvað ég í vand- ræðum mínum að bera þetta erfiða spursmál undir þiig, hinn átoríseraða skrímsla- fræðing Hennar Hátignar Bretadrottningar, í von um að þú gætir gefið á því einhverja visindaiega sikýringiu. Veskú, málið er hér með lagt í þín- ar hendur. Þetta var mánudaiginn 4. nóvember 1968, snemma morgunis, nákvæmlega 25 ár- um og einum mánuði eftir. að ég steig hér á land af Goða- fossi gamla í hópi nokkurra stúdenta og annarra náms- manna, toominn til útlanda í fyrsta sinni á ævinni. Við höfðum verið rúmar 3 vikur á leiðinni. 70 sinnum 7 klukkustundir og vel það. Skipalestin hafði verið látin sigla um hafið þvers og kruss í von um að kafbátar Þjóð- verja gætu þesisvegna ekki sigitað hana út. Þá þrurndu hernaðarleyndarmál yfir öll- um sjóferðum, og við vissum aldrei hvar við vorum stadd- ir. En situndum var mjög heitit, og einu sinni þóttumst við sjá fluigfiska. Samt — þrátt fyrir öll hemaðaæleyndarmiál — varð skipalestin fyrir árás þýzkra kafbáta aðeins þrem eða fjór- um sólarhrin.gum eftir að lát- ið var í haf, og hvemi'g sem siglt var út og aius'tur, austur og út, héldu þeir áfram sama djöflaganginum í heilar tólf eða þrettán nætur. Þeir höfð- ust ekki að meðan bjart var, en strax og dimmdi byrjuðu dranumar. Þetta var stór skipalest, og vegna myrkurs- ins var eirfitt að fylgj'ast ná- kvæmlega með því sem gerð- ist á nóttunni, en þegar þirti á morgnana vom komin auð bil í lestina þar sem daiginn áður höfðu siglt skip. Það var lítið sofið á nótt- unni. Menn héldu sig þá of- anþilja, og þegar mest gekk á urðu allir að vera í bjöngun- arbeltum. Það var heldur þreytandi múndering, og ef maður hallaði sér útaf á ein- hvem bekkinn í reyksalnum, þá þrengdi beltið svo að manni að þetta var eins og að reyna að sofna í faðmlögum við persónu sem lét sér að vísu annt um mann en hafði helzti mikla tilhneigimgu til að sannia manmí elskusemi síma með kröftum. Þó þurfti ekki að eíast um mauðsyn þess að trygigitega væri firá þessum þeltum genig- ið. Það voru á þeim rauð raf- hleðsluljós sem við áttum að kveikja ef við færum í sjóinn. Við sáum oft slík ljós, bvem- ig þau liðu aftur í gegnum lestima vaggandi upp og niður í takt við ósýnilegar öldum- ar, stundum nokkur samian: Þeir sem höfðu komizt á fletoa; stundum eiitt og eitt sér: Þeir sem ekki höfðu komizt á fleka. Það var stranglega bannað að raska röðimni í skipalestinni með því að vikja í noktoru frá ákveðinni stefnu og hraða, og við máttum efck- ert skipta oktour af þessum ljósum. Okkur var saigt að á eftir lestinnd fæiru sénstök þjöngumairskip sem reyndu að sinma þessu eftir því sem tími og aðstæður leyfðu ... Já, það er fljótlegra að komast hin/gað núma. En það er ekki bara fljótlegna, held- ur líka hversdaigslegra, miklu hversdagslegra, hamimgjunni sé lof. í þá daga hefði maður ekki getað gleymt sér við að lesa um Katanesstorímslið. Meira bráðum, toannski á morgun, kannski hinn. Bið að heilsa Margréti. Blessaður. Jónas. 17. janúar 1914 ranm upp mild- ur og faigiur. Þessa setningiu les- um við ef við flettum upp í bók Gunnars M. Magnúss „Árin sem aldrei gleymast". Við lesum einnig um þann stórhu'g og samstöðu sem skapaðist við stofnun Eimskipafélags ís- lands. Við lesum um drenginn sem sagði við pabba sinn, sem var embættismaður: Ég ætla að fá 50 krónur af sparifénu mínu til að kaupa hlutabréf í félag- inu; og vi ð lesum um drenginn sem átti ekki nema 20 krónur og vantaði sem sagt 5 krómur ÁLAFOSS GÓLFTEPPf L errétta undirstaðan ALAFOSS ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 úr og skartgripir KDRNELIUS ___JÖNSS0N skólavörcustig 8 og uppsagmr upp á að geta fengið hlutabréf, en áskotnuðust svo þessar 5 krónur, og hann keypti sér 25 krón-a hlutabréf. Og við lesum að Dagsbrún hafi tekið mikinn hluta af eigum sínum til kaupa á hlutabréíum. Svona var stórhugur fólksins árið 1914. Árið 1968 sem senn rennur í aldanna skaut verður að ýmsu leyti merkisár í sögu Eimskipa- félagsins. Ég er ekki í vafa um að á sínum tíma minmast for- ráðamenn Eimiskips afreka sinnia með viðeigandi stolti. En skyldu þeir mionast með gleði þeirra afrek'a, að öllum göml- um siarfsmönnum sem náð höfðu til vissum aldri, var sa'gt að faira heim á síðastliðnu sumri? Skyldu þeir þá bafia minnzt litlu diren.gjanma sem settu spiarifé sitt í það að stofnia skipiafélag, óskafoam þjóðarinniar? Skyldu þeir minn- ast þess, hversu þeir sem heim voru reknir hafa unnið Eim- skipaféliagin.u, og að þedir telja sjálfir að þeir ei-gi nokkuð eft- ir - af stairfsorku sinni? EAa skyldi binn fagri og mildi dag- ur 17. janúar 1914 vera horf- inn og glejrmdur í móðu tím- ans ásamt framlagi þess fólks sem átti enga ósk heitari en að íslendingar þyrftu ekki til ann- ama að sækja með siglingar til landsins? Mér er nær að hald.a að stjóm Dagshrúnar hafi hugs- að sem svo 1914, að hér væri tækifæri að stoapa stórum hóp manna um lamgt árabil at- vinnuöryggi, það væri skylda félagsins að stuðla að því. Það hlaut að verða gott félag sem stofniað væri með svo almenn- um undirtektum En hvað skyldi þessi sama stjóm gera ef hún vissi að núverandi for- ráðamenn félagsins tooma svonia illa fram við Dagsbrúnarmenn- ina? Það virðist svo, að nú þegar barðnar á dalnum hjá verkafólki, gleymist liugsjón- imiar og timabundnir erfiðleik- ar séu látnir bitoa á traust- asta stofni hvers fyrirtækds, verkafólkinu. Er- það svo að núveirandi for- stjór; Éimskips telji hag félags- ins bezt borgið með því að verkafólkinu sé gert sem örð- ugast' fyrir með uppsögnum í ýmsum myndum? Gerir hann sér ekki ljóst að með því veg- ur hann að þeirri hugsjón sem skapaði Eimskipafélaigið 1914? Það má vera að með slíku framferðá hækki eitthvað lítil- lega um sinn í fjárhirzlum Eim- skips. En urn leið byggir hann simn minnisvarða sem forstjóri þessia félags. minnisvarða sem hver hugsandi maður vildi' sízt eiga um starf sitt. Ég vil mega vænita þess að förstjlóird og stjóm Eimstoips íhugi vel áður en til næstu uppsagna kemur að það var al- þýðan í landinu sem gerði mönnunum frá 1914 fært að stofna Eimskipafélagið. og það er fyrst og fremst alþýðan sem garir það kleift að Eimsikipa- félaigið megi áfiram halda þeirri forystu sem það hetfur alltaf haft um siglinigar til og frá landinu. Mættum við fá enn um sinn að njóta hugmyndar- innar um samtatoadaginn, 17. janúar 1914, daginn sem var svo mildur og fagtir. Dagsbrúnarfélagi 644. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.