Þjóðviljinn - 17.11.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1968, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN’— Sunmudagur 17. nóvemter 1968. Ctgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 130,00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 8,00. Engin höft — hara fátækt jgngin höft —- bara fátækt! Þetta er ekki opinbert kjörorð Sjálfstæðisflokksins en ætti að vera það, því í því kemur fram meginhugsunin í aðgerðum flokksins og ríkisstjómarinnar. Þegar Bjarni Bene- diktsson flutti framsöguræðu sína um gengisfell- inguna tók hann fram að stjórnin teldi ekki þörf á neinum innflutningshöftum, það hlyti að koma'af sjálfu sér að innflutningurinn minnkaði. Hugmynd- in er, að fátæktin og skorturinn á alþýðuheimilun- um verði skömmtunarstjórinn. „Höft“ má engin hafa, svo þeir fáu sem velta sér í peningum geti hér eftir sem hingað til fengið hvers konar lúxus- varning innfluttan og þurfi ekki að neita sér um neitt. Hinu er ætlað að koma af sjálfu sér, að al- þýðuheimilin minnki innkaup sín svo um munar. Hugmyndin sem Sjálfstæðisflokkurinn og Álþýðu- flokkurinn byggja ráðstafanir sínar á, er kjara- skerðing alþýðu manna á íslandi; Bjarni Bene- diktsson og Gylfi Þ. Gíslason hafa ákveðið, að í heilt ár verði klipnar 20 krónur af hverjum hundrað króna seðli sem verkamenn og aðrir launþegar fá í káup. Og þetta kalla þeir á fínu máli „fjánmunát'il- færslu“; það sem rænt er af kaupi verkamannsins með 10 þúsund krónur á mánuði ög meira og minna atvinnuleysi framundan á að „færa“ til Tryggva Ófeigssonar, Ingvars Vilhjálmssonar og annarra slíkra þurfamanna hins opinbera, og það á að „færa“ þessa fjármuni til gróðalýðsins sem stór- hagnast á hverri einustu gengislækkun. r J aldarfjórðung hefur verkalýðshreyfingin undir róttækri forystu bægt frá alþýðuheimilunuim með sókn og vörn sárustu fátæktinni. Enn má rifja upp það atvik frá stríðsárunum þegar aðalforvígis- maður Sjálfstæðisflokksins rauk upp öskuvondur á samningafundi við reykvíska verkamenn og þusaði stórhneykslaður um þá ósvífni að verkamenn kynni að langa til að eignast hægindastóla í íbúð sína. Átti að fara að miða verkamannakaup við það að verkamenn gætu eignast venjuleg húsgögn í íbúð? Verkamenn og aðrir alþýðumenn hafa á þessum ald- arfjórðungi lært að gera þser kröfur til lífsins að þeir eigi þak yfir höfuðið, að þeir eigi íbúð búna sæmilegum húsgögnum, að alþýðukonur ættu einn- ig kost á heimilistækjum og þægindum í eld- húsi. Þetta hefur kostað óhemju vinnuálag, vinnu kvenna utan heimilis, vinnu unglinga og barna. Og svo illa hefur verið búið að fólki með t.d. hús- næðislán að það er í botnlausum skuldum vegna íbúðabygginga og margur er í þann veginn að missa íbúð sína. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn koma nú til þessa fólks, með rík- isvaldið að vopni, og heimta af því 20% kjaraskerð- ingu í heilt ár hið minnsta, þá er vísvitandi verið að þrýsta þessu fólki aftur í hina sáru fátækt sem áður var hlutskipti þess og loka leiðum fyrir ungu fólki að eignast heimili og stunda framhaldsnám, lifa nútímalífi. jgina von alþýðu manna um vöm gegn þessum ó- skaplegu áformum um að þrýsta henni niður í fátæktarkjör er vérkalýðshfeýfingin. — s. BRÉFK0RN TIL MEISTARA ÞÓRBERGS FRÁ JÓNASIÁRNASYNI New York, 11. nóv. 1968. Sæll aftur. Mér verður stundum þessa dagana hugsað til okkar þeg- ar við sátum saman á friðar- þingimu í Vairsjá árið 1950 með heyrnartólin í eyrunum, þrúgaðir af samvizkusemi, og streittumst við að hlusta á enska túlkinn þylja langar og þreytandi raeður frá morgni til kvölds. Þangaðtil þú slóst öllu upp í kæruleysi. Ég sá allt í einu að í svip þinn var komin einhver annarleg sæla. Þetta gerðist þegar einin Rúss- inn var langt kominn með að ryðja úr sér öllum þeim slag- orðum sem næsti Rússi á und- an hafði rutt úr sér. Ég tók tólið úr eyranu á þér sem að mér sneri og hvísl- aði: „Ertu virkilega svona hrif- inn af þessu?“ „Já“, sagðir þú. „Þú ert þá svona voðalega laiugt leiddur í Rússadýrkun- inni“. „Já“, sagðir þú. „Svo er það iíka kínverskan. Ég er búinn að stilla á kínverska túlkinn”. „Og skilur ekki orð í kín- versku, er það?“ „Nei“, sagðir þú, „en mik- ið er hún falleg. Þetta verður allt eins og yndisleg músdkk á kínverskunni“. „Ég vissi ekki að þú værir svona músikkalskur". „Jú, ég er músikkalskur, ægilega músikkalskur, á minn sérstaka máta“, sagðir þú og tróðst aftur tólinu í eyrað. Og þú hélzt áfram að njóta kínverskunnar, meðan ég reyndi eftir megni að fylgjast með öllum þessum yfirþyrm- andi ræðum af vörum enska túlksins. Ekki þó svo að skilja að ég vilji með þessu gefa í skyn að ég hafi verið svona miklu samvizkusamari þing- fulltrúi heldur en þú. Kannski var ég bara ekki nógu mús- ikkalskur til að fara að dæmi þínu. Nei, ég rifja þetta ekki upp af neinum ótuktarskap. Og það geta aðrir (t.d. vinur þinn Matthías) spurt þig, og reynd- ar mig líka, hvað orðið hafi af þeirri halelújastemimningu sem ríkti þar í Varsjá fyrir 18 árum — hvort nú mundi hljóma nokkur verri músikk í vissum eyrum i vissum parti heimsins en rússneskar ræð- ur í kínverskri versjón. Ojá, tíimamir breytast. Enn eru þó margir menn óþreyt- andi við að halda ræður. Og aðrir ekki eins óþreytandi að hlusta á þær. Kannski hafa þeir fyrmefndu aldirei í sögu mannkynsins verið eing fjöl- mennir á einum stað og hér í sölum Sameinuðu þjóðanna í New York. Sérstaklega virð- ast þeir njóta sín vel í svo- kallaðri þriðju nefnd þar sem ég hef lengstum setið af ís- lands hálfu þessa einu viku sem liðin er síðan ég kom hingað. Nefnd þessi hefur til athugunar ályktun mikla um félagsmál og ýmis mannrétt- indi og er einbum skipuð fé- lagsfræðingum, sálfræðing- um, uppeldisfræðingum og öðrum slíkum fræðinguim, bæði kvenkyns og karlkyns og alveg er það makalaust hvað þetta fólk hefur mikið vit á öllu. Ég held ég hafi bara aldrei kynnzt ööru eins, nema kannski einu sinni á landsfundi framhaldsskóla- kennara í Reykjavík. í heila tvo daga var rætt um það fram og aftur hvort ályktunin skyldi taka af skar- ið um óumdeilanlegan rétt fólks til að ráða því sjálft hvað það eignaðist mörg böm: breytingartillögur á breyting- artillögur ofan, og síðan breytingartillögur við breyt- ingairtillöigur við breýtingair- tillögur. Stundum er maður kominn á fremsta hlunn með að stilla á kínverskuna. Þang- að til viðkomandi ályktunar- grein er loks samþykkt efnis- . lega nær óbreytt frá sinni upprunalegu mynd. Ég mætti þó skammast mín fyrir að kvarta undan því hlutskipti mínu að eiga sæti : ]>essiari nefnd. Óneitanlega er i þarna margt gott og gáfuiegt til málanna lagt, og ályktun þessi er tvímælalaust hið merkasta plagg. Ákvæðið um barneignimar hefur til að mynda mikla þýðingu sem móralskur stuðningur við allt það fólk sem trúir á páfann í Róm og hefur því ekk; enn mannað sig upp í það að brúka hina frægu Pilllu né ann-að slíkt sem þeim herra- manni er svo illa við. Semsé, þama var verið að fjalla um eitt hið alvarleg- asta vandamál sem margar þjóðir eiga nú við að stríða. og ekki sízt þaer fátækustu: offjölgunina. Og í nefnd þess- airi kemst m-aður í skilning um sitthvað sem maður ekki vissi áður varðandi þetta vanda- mál og fjölmörg önnur. Meira um það seinna. Blessaður. Jónas. Vísindafélag íslendinga 50 ára 1. des n.k. Afmælisins minnzt með útgáfu, ráðstefnu og hófi Vísindaifélag íslendinga var stofnað 1. desember 1918 af 10 háskólaikennurum. Höfðu þeir prófessoramir Ágúst H. Bjarma- son .og Sigurður Nordal stefnt öll.um háskólakennuirum til fundar þennain dag „til að ræða um stofnun félags, er ynni að því að eifila vísindailega starfsemi hér á landi“. Stofnendur voru þessdr: Ágúst H. Bjarnason, Bjarni Jónsson frá Vogi, Einor Amórs- son, Guðmundur Finnbogason, Guðmundur Hannesson, Jón J. Aðdils, Magnús Jónsson Sig- urður Nordal, Sigurður P. Sívertsen og Stefáin Jóns- son. Fyrsti forseti félagsins var Ágúst H. Bjamason prófessor. Eini stofnandi fédaigsins, sem enn er á lifi. er prófessor Sig- urður Nordal. Næstir honum að aldri í félaginu korna þeir dr. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrver- anidi hagstofustjóri (félagi 1919) og Steingrímur Jónsson, fyrr- verandi forstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur (fél-agi 1922). Núverandi stjóm fólagsins skipa þessir menn: Halldiór Halil-dórsson prófessor, forseti, Hreinn Benediktsson prófessor, ritari, og Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, gjaldkeri (í fjar- veru Guðmundar E. Sigvalda- sonar jarðfræðings, sem um þessar mundir dvelst í San Sal- vador). HTutvarki sínu hafur fólaigið aðallega gegnt með útgáfustarf- semi, og hefur þessi starfsomi einikum skipzt í tvennt: útgáfu rita og gireina. Meðal þess merk- asta, sem fólagið hefur gefið út eru HeMuritin svo nefndu Thc Eruption of Hckia 1947-1948, scm margir islenzkir vísinda- menn hafa saimið. Afmælisrit 1 tilefni oímælisins verður gefið út ritið Scientia Islandica — Scicnce in Iccland. Aðalrit- stjóri er dr. S-turia Friðriksson, en meðritstjórar dr. Hreinn Benedi'ktsson, dr. Jóhannes Nordal, dr. Öla-fur Bjamason, dr. Sigurður Þórarinsson og Þcnbjörn Sigurgeirsson prófess- or. I ritinu verða fræðilegar greinar um mai-gvísleg efni, bæði hugvísindaleg og raunvís- indaleg. Höfundar eru þessir: Siigurður Nordal, Anne I-Iolts- ma'Pk, Ame Noe-Nygaard, Bjami Jónsson, Walter H. Adey, ÁskeM og Doris Löve, Peter Hallberg, Sigurður Helga- son, Inigiimar Óslkarsson, Hans Kuhn, R. W. Johnson og Hall- dór Hallldórsson. Eru flestir greinarhöfunda ýmist re-glulegir félagar eða bréfafélagar í Vís- indafélaiginu. Grein Sigurðar Nordals, sem fjallar um stofmum félagsins og aðdraganda hennar, er á ís- iieinzku. Aðrar greinar eru sum- ar á ensiku, aðrar á þýzku. Eikki hefur enn verið ákveðið, hvort afmœilisiritið verður upphaf að vísiindaleigu tímairiti, sem kæmi út áriega. Fer það eftir ýmsum aöstæðum, m.a. fjárhag félags- ins, sem berst mjög í bökikum vegna mikillar og kostnaðar- samrar útgáfusarfsemi. Vísindaráðstefna Dagana 27. og 28. nióvember gengst Vísindafélagið fyrir ráð- stefnu, sem annars vegar á að fjalila um þróun íslenzkra vís- inda síðast liðin 50 ár, en hins vegar um fi-amtíðarhorfur þoirra. Ráðstefnan verður haldin í há- tíðusal Hásikóla íslánds. 1 undirbúniingsnefnd ráðstefn- unnar eiga þessir féllagsmenn Vísindafélagsins sæti: Sturla Friðriksson, flormaður, Jakob Benodiktsson, Þoi-bijöm Sigur- geirsson og Þorleifur Einarsson. Dagskrá ráðstefnunnar verður á þessa leið: 27. nóv. Kl. 14.00-16.00 Forseti félaigsins setur ráð- stefnuna. Þróun íslenzkra vís- inda síðustu hálfa öld: Próf. Einar ÓI. Sveinsson: Þróun hug- Til íþrótta og útivistar má treysta Heklu sportfatnaðinum og hlífðarfötunum. Þá gegna Iðunnar skíða-, skauta- og knattspyrnuskórnir mikilvægu htutverki í heilsurækt pjóðar- innar að ógleymdum Gefjunar svefnpokum og ullarteppum til ferðalaga. ÖRUGG TRYGGING VERÐS OG GÆÐA. vlsinda 1918-1968. Pi'óf. Sigurður Þórarinsson: Þróun jarðfræði 1918-1968. Sigurður Pétursson dr. phil.: Rannsóknir á dýra- og gróðurrí'ki Islands. Steingrimur- Hermannsson, framkvæmdastj. Rannsóknarráðs: Yfirlit um fjárveitingar til ísilenzkfa vís-- inda. KI. 16.30-18.30 .Ásita/nd og framtíðarhorfur: .Tón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunarinnar: Hafrann- sóknir. Þórður Þorbjarnarson dr. phil.: Fiskiðnaður. Sturla Frið- riksson dr. phil.: Búnaðarrann- sóknir. 28. nóvember Kl. 14.00-16.00 Jaikob Gíslason., orkumálastj.: Orkumál. Baldur Líndal, verk- fræðinigur: Iðnaðairmál. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur: Jarð- vísindi. Kl. 16.30-18.30 Prófessor Ólafur Bjamason: Læknisfræðirannsókn: Prófessor Halldór Halldórsson: Málfræði- ranmsóiknir. Jónas Kristjánsson cand. mag.: Textafræði og bók- menntarannsóknir. Próf. Magn- ús Már Lárusson: Sagnfræði. Auk félaga Vísindafélagsins hefur prófessorum Háskólans, sem ekki eru félagsmenn, verið boðin þátttaka í ráðstefnunni, en auk þess ráðherrum, ráðuneytis- stjórum og stjórnum nokkurra félaigasamtaka, svo sem Nátt- úrufræðíngafélaigsins, Jarð- fræðafélagsins, Stærðfræðafé- Frambald á 9. síðu. IÐNAÐARDEILD SÍS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.