Þjóðviljinn - 17.11.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1968, Blaðsíða 1
Sunnudagur 17. nóvember 1968 — 33. árgangur — 250. tölublað Lifskjaraskeriingin mun orsaka algert neyðárástand meðal alls jtorra verkafólks Svohljóðandi tillaga kom fram á fundi stjómar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Húsavíkur 11. nóvember og var sajmiþykkt sam- hljóða: „Fundur í stjórn og trúnaðar- ráði Verkalýðsfélaga Húsavíkur, haldinn 11. nóv. 1968, mótmælir harðlega þeirri gengisfellingu, sem ríkisvaldið ákvað í dag. Sú lífskjaraskerðing, sem hún mun óhjákvæmilega hafa í för með sér, er svo gífurieg, að hún hlýtur að orsaka algert neyðar- ástand meðal alls þorra verka- fólks. Er það álit fundarins að al- þýðusamtökin séu nú knúin til að snúast til varnar þegar i stað‘‘. Arnór. 4> 1000 byggingamenn missa atvinnu fyrir 1. des. Innbrot á skrifstofu Dagsbrúnar: Myndirnar hér fyrir ofan cru teknar á skrifstofu Dagsbrúnar í gær- riiorgun. Á myndinni til vinstri sjást verkfæri þau, sem innbrots- þjófarnir skildu eftír á innbrotsstaðnum, m. a. rafmagnsborvél. Á myndinni til hægri sést Guðmundur Erlendsson rannsóknarlögreglu- maður virða fyrir sér vettvanginn, en fremst á myndinni sést skáp- urinn og hurðin liggja á gólfinu. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Stolið var á annað hundrað þús. kr. □ I fyrrinótt var brotizt inn á skrifstofur Dagsbrúnar og stolið þar peninigum á annað hundrað þúsund krónum. Höfðu þessir peningar verið geymdir í rammbyggilegum peningaskáp í afgreiðsluborði. Þó virðast þjófamir hafa skil- ið eftir bankabækur og ávísanir — bæði útfylltar og óút- fylltar. Var samt ekki búið að ganga úr skugga um það í gær. □ □ □ □ □ Kunnugt er að Efnahagsstofnunin hefur lát- ið gera könnun á væntanlegum samdrætti við byggingarframkvæmdir og tekið þar mið af Búrfellsvirkjun, Straumsvík, Breiðholti og nokkrum fleiri verktakafyrirtækjum í byggingarframkv. á Rvíkursvæðinu. 1. október unnu við þessar framkvæmdir 2592 menn og er gert ráð fyrir að fækka þeim niður í 1623 menn 1. desember næst- komandi. Þannig verða 969 menn búnir að missa vinnuna hjá þessum verktökum í byrjun desember og er ekki vitað til þess að þessir menn hverfi að neinu á vinnu- markaðnum. Þetta eru geigvænlegar niðurstöður, þegar haft er í huga að venjulega fer að dragast saman vinna í desember, janúar og febrúar. Er þannig geigvænlegt atvinnuleysi fyrir- sjáanlegt hjá byggingarmönnum hér á R- víkursvæðinu svo að ekki sé nú minnzt á landsbyggðina. Gengisfelling ríkisstjórnarinnar örvar ekki Framhald á 9. síðu. Verkamannafélagið Dags- brún heldur félagsfund í dag kl. 2 e.h. í Iðnó og verða þar mjög þýðingarmikil mál á dagskrá. Fyrir fundinn verður lögð tillaga um uppsögn kjara- samninga við atvinnurekend- ur og auk þess verður aðal- mál fundarins að ræða efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar og þá stórkostlegu lífs- kjaraskerðingu sem þær hafa í för með sér, svo og hvemig verkalýðshreyfingin geti snú- izt til varnar lífsafkomu fé- laga sinna og tryggt þeim mannsæmandi kjör í fram- tíðinni. Þá verður og rætt um félagsmál á fundinum. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna á fundinn og beðnir að sýna skírteini við innganginn. Almennur fundur á Akureyri í kvöld í kvöldí heldur Alþýðubandalagið fund í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri. — Framsögumenn verða Ragnar Arnalds og Lúðvík Jósepsson. Fundurinn hefst klukkan 8.30. — Frjálsar umræður. Það var ljót aðkoma á skrif- stofur Dag’sbrúnar í gaermorgun og lágu pappírar og skjöl eins og hráviði um allar skrifstofur enda hafði skrifborðsskúffum verið hvolft í leit að verðmæt- um. Við peningaskápinn höfðu þjófamir skilið eftir ýmiskonar verkfæri, sem þeir höfðu haft meðfarðis eins og rammaginisbor, tvo meitla, ásláttarhamar, jám- sög, skrúfjám og stjönnubor úr loftbor. Fyrst virðast þjóflamiir bafa rofið gat. á peningaskápinn að ofan með rafmagnsbor og ætlað að komast þá leið inn í skápinn en vaxið það svo í augum. að þeir hættu við hálfnað verk. Þá virðast þeir hafa snúið sér að því að saga lamimar á hurð peningaskápsins í sundur og tek- izt að glenna hurðina frá með meitlum. Síðan hafði verið auðveldur eftirleikur að brjóta upp inngróp- uð peningahólf og peningakassa í skápnum, sagði rannsóknarlög- reglan í gær. Guðmundur J. Guð- Framhald á 9. síðu. Sextán ára stúlku er saknað í Hafnarfirði og augiýsti lög- reglan þar eftir stúlkunni. — Stúlkan hafði farið í fússi að hciman frá sér á miðvikuóags- morgun og hefur ekki komið heim síðan. Hún hafði þó sézt á miðvikudag og fimmtudag, en síðan hefur ekki til hennar spurzt. ÚTIFUNDUR ASÍ í DAG KL. 1530 Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar □ Alþýðusamband íslands efnir til útifundar í dag kl. 15.30 við Miðbæjarskólann um efnahags- aðgerðir ríkisstjórnarinnar og kjaraskerðingu al- mennings. Ræðumenn á fundinum verða: Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, og Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Fundarstjóri verður Hannibal Valdimarsson og mælir hann lokaorð. Jón SiguTðsson formaður Sjómannafélagslns □ VERKAFÓLK OG LAUNÞEGAR eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og sýna með því, að launastéttirnar eru ákveðnar í að hrinda þessari stórfelld- ustu árás sem gerð hefur verið á lífskjör almennings í landinu og hika ekki við að krefjast kauphækkana til þess að vega upp á móti kjaraskerðingunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.