Þjóðviljinn - 16.04.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1969, Blaðsíða 10
1Q SÍBA — ÞtfÓÐVI'LJINN — Miðvikudagur 16. aprffl 1969. \ ROLAND GYLLANDER: HÆTTA Á FERÐUM 10 hring fólil lítill láskólifur niður úr skammhlidinni á kassanum. Tom sikildi að þetta var eins konar' segullás. Hann virtist að einhverju leyti vera sikýringin á brottför Bennys til Ástrálíu — og þá um leið skýringin á ]>ví að Tom skyldi nú vera að Jeika hlutverk Bennys. Hann starði eins og dáleiddur. „Félaginn" snéri plötunni í hina áttina og kólfurinn dróst upp í hoki sína á ný. Hann horiði á það sem hann hafði milli hand- anna með eins konar ofstæki i svipnum, en auðvitað gerði Tom sér það ljóst, að náunginn var alldrukkinn. — Þarna sétðu, ha? Bkkert Mjóð, enginn smellur- Furðuleg hákvaemni, skakkar ekki hárs- breidd. Ég er búinn að reyna þetta á hundrað þúsund læsing- um með ágætum árangri — hann er óslítandi! Heyrðu — fjandinn hafi það, það hlýtur einhver að hafa áhuga. Geturðu ekki reynt afbur við karlhrossið hann Sponge? Sjáðu til — maður viil vera hugsjónamaður og gefa Lok- læs tfiorkaupsréttinn, fyrst maður vinnur nú einu sinni þar. Skil- urðu? Hann starblíndi á Tom. — Það er aíveg magnað hvað þú hefur breytzt. Bn þú skilur það? Hugsjón, ha? Bkki svíkur fyrir- tækið. Sýna ósíngirni, hugsa ekki um einn saman ávinninginn. Bera höfuðið hátt og hugsa um vellferð fyrirtækisins. Siðvenjur Dg ' allt heila gillið- Skilurðu? Hann | sló Tom bylmingshögg á brjóst- ið. — Svona hefðirðu átt að taka hann, lagsmaður, þá hefðirðu hitt beint í mark... Hann var truflaður í ræðu sinni- Á öldum síðustu hlátra- skallanna kom Mártin siglandi inn í bókastofuna og ófrítt and- li-tið ljómaði af kátínu. HARGREIÐSLAN Hárgreiðsl ustofa Kópavogs Hrawitungu 31. Simi 42240. Hárgreiðsla Snyrtingar. Snyrtivörux. Fegrurarsérfræðingur t staðnum. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 — Hver þremillinn — Benmy og Ullman — af hverju í ósköpunum komið þið ekki inn til okkar? Verið ekki að stinga saman nefj- um um þessa gömlu lásdruslu, hagið ykkur eins og menn og tal- ið við fólk... — Þú — þú. ... Ulman var með allan hugann við hina ást- fólgnu uppfinningu sína og heyrði ekki annað af orðum Martins en „gamla lásdruslu“. — Veirtu ekki að tala um það sem þú hef- ur ekki vit á... Þú... þú.. .heyrðu mig nú... En orð hans köfnuðu í háreyst- inni þegar hinir úr hópnum rudd- ust inn í bókastofuna. Ullman skrifaði Tom bakvið eyrað um leið og Martin rétti að honum fullt glas og einhver lagði plötu á fóninn. Priscilla hafði fyllzt eirðarleysi og sparkaði teppunum frá: — Ég vil dansa! hrópaði hún. Og þar með var brennt fyrir það að Tom gæti haldið áfram hinum fráleitu ramnsóknum sín- um. Hver talaði upp í annan þótt enginn hlustaði og „Fjandakorn" var með ur.darlega tilburði: sennilega var hann að reyna að herma eftir einhverjum. Tom losaði sig við glasið upp i bóka- hilluma, gaut augunum til Ull- mans og Priscillu. Ölvaði verk- fræðingurinn „stóð þar sem. bainn var komion og tautaði í sí- fellu „Þú... þú“ og bisaði við að ! vefja lásnum inn í vasaklútinn aftur, og stúlkan var búin að sparka af sér skónum og dansaði ein eftir tónlistinni með höfuðið reigt og augun lokuð, og Tom hugsaði með sér, að þó væri hvor- ugt þeirra ringlaðra eða bliindara en hann sjálfur. 5 Hikandi rödd símastúlkunnar heyrðist í þriðja sinn: — Er ekki enn komið samband? — Nei, sagði Tom og hann varð að stilla sig til að urra ekki. — Reynið einu sinni enn — S.A. Lannwood forstjóri, þér hljótið einhvem tima að haffa afgreitt símtal við hann. — Hann var farinn að þreytast á símaafgreiðslunni hjá Ltok-læs. — Juú, sagði hún vandræða- lega, — ég gerði það sem ungfrú Ohlson sagði mér, en þegar ég ýtti þama á... Tom fékk aldrei að vita hvað hún ýtti á, en áhrifin lótu ekki á sér standa- Illileg rödd Mar- tins kvað við: .. .og reyndu í öllum bænum að komast að því hvemig þeir hafa getað losað rembúrsinn á þrem dögum, já, þrcm dögum áður en þeir fengu tryggingar- skírteini og ... Halló? — Lifandis ósköp virðistu geð- vondur. — Fjandinn sjálfur — er þetta Benny? Hvað varð eiginlega af þér í nótt? Við héldurn að þú hdfðir álpazt í sjóinn og vorum að enda við að hringja í iögregl- una. — Tryggingarskírteinið? — SkiptibDrðið er í óstandi í þessu fjandans fyrirtæki. Og símastelpan er alger græningi og veit ekki hvaða tappar eiga að fara í hvaða göt. Og samt skilst mér að hún sé gift. Ég var að tala við tryggingarbióm þegar þú sleizt. Vildirðu rpér eitthvað? — Ég ætlaði að tala við hann föður þinn, en þetta er rétt hjá mér með skiptiborðið. Hvar held- ur Sponge höfuðsmaður sig annars á þessum tírna dags? — Eins og stendur skilst mér að hann sé hér í húsinu ein- hvers staðar, ég veit ekki hvar. Bn ég get gefið þér samband við pabba gamla — ef skipt:- borðið samþykkir það. — Taktu áhættuna. Eruð þið annars að vinna í öllu fyrir- tækinu í dag? Það er laugardag- ur. — Við erum að koma Dkkur upp aukafrídegi. Spemnitu nú greipar, ég gef þér samband . . . Hann gerði það með árangri. Rödd Lannwoods forstjcra heyrð- ist í símanum og Tom ruddi úr sér eins og þulur á isknattleik: — Það er Benny, Grianath á ég við, mér þykir leitt að ég skyldi sofa yfir mig og svíkjast um að mæta í Eplavífc hjá frú Maríu eins og ákveðið var, ég get kanmski bætt fyrir það með því að tala við hana síðdegis •í staðinn og láta sem ég fari burt í kvöld eða á morgun og svo gæti ég kannski fengið tvö þúsund og fimm hundruð kall- inn minn undir eins, það kæmi mér mjög vel, hvað segið þér um það? — Ha . . .? Undrunin var óþarflega mikil, i hugsaði Tom og endurtók valda kafla úr fyrri rununni. Forstjór- inn hreyfði enigum andmælum og Tom lagði tólið á og hringdi næst í leigubílastöð. Leigubíllinn kom skjótt á vettvang og í sólskini og mistri ók hann í vestur yfir Trane- j bergsbrúna í áttina að Úlfasundi. i Iðnaðarsvæðið var með kyrrlát- | um heigisvip og bílhjólin óku skröltandi yfir teinana sem lágu þvert yfir Jóhannesviðarveginn. Hvergi rau'k úr verksmiðjureyk- háfum. En á skrifstofu lásaverksmiðj - unnar var allt á ferð og flugi: það glamraði í ritvélum, símar hringdiu, reiknivélar spýttu út úr sér óendanleguim talnadálkum. Það var eins og allir hugsuðu aðeins um eitt: helgina sem í vændum var og hann varð að taka á honum stóra sínum til að fá nothæfar upplýsingar hjá önugri stúiiku, sem hafði reyndar ekki séð Sponge höfiuðsmann og hafði enga hugmynd um hvert ham-n gæti snúið sér og vissi reyndar ekki neitt um neitt. Tom komst óáreittur upp á"efistu hæð- ina og fann höfuðsmanninn í fundarherbergi fyrir innan sal- inn, þar sem hann hafði drukk- ið hanastél kvöldið áður. Eng- inn þeirra sem hanm mætti á leiðinni virtist þekkja aftur „Benny Thordgren". Höfiuðsmaðurinn var að ræða við lágvaxinn mann með endur- skoðunarsvip, sem var einmitt að stinga niður skjölum í tösku sína og búast til brottferðar. Tom beið meðan herrarnir kvöddust áður en hann ávarp;iði höfuðsmanninn sem neri saman höndum á leið frá því að kveðja gest sinn. — Jæja, kæri Benny, hvað liggur þér á hjarta? Harm minnir á rektor í drengja- skóla, hugsaði Tom og sagði: — Það var út af þessum lás. — Lás? Sponge höfuðsmaður tók ekki við sér undir eins. Tom varð að útskýra þetta nánar: — Já, ég hitti Ullman í gær. Heima hjá Martin. , BIBLÍAN er Bókin handa fermingarbarninu Tökum að okkur viðgerðir, breytingar, viðbyggingar, gler- ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn- ig menn til flísalagninga og veggfóðrunar. Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp til sveita. — Vönduð vinna með fullri ábyrgð. — Sími 23347. íslenzk frímerki ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Álfhólsvegi 109. — Sími 41424. — (Bezt á kvöldin). Þvoið hárið lír LOXENE-SIianipoo — og flasan fer SKOTTA — Er þér ljóst að þú hefur aðeins fimm Wiukkustumdiir tii Etð þvo þér áður en við förum á ballið? Tilkynning til bifreiðastjóra Þeir viðskiptamerm, sem enn eiga ósótta sólaða hjólbarða frá árinu 1968, vinsamleg- ast vitji þeirra sem fyrst, annars verða þeir seldir fyrir kostnaði. BARÐINN h.f. Ármúla 7. Sími: 30501. Auglýsingasíminn er 17500 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavéiar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi sumarbústaði og báta. Varahlutaþjónusta. Viljum sérstaklega benda á nyja gerð einhólfa elda- véla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.