Þjóðviljinn - 09.08.1969, Page 4

Þjóðviljinn - 09.08.1969, Page 4
4 SlÖA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 9. ágiúst 1969. — tnálgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðvlljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson fáb.), Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Slgurður V. Frlðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Slm! 17500 (5 línur). — ÁskrTftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Status quo pyrir ári gerðust dag hvem í Tékkóslóvakíu a't- burðir sem vöktu sívaxandi athygli hvarve’tna í Evrópu. Sósíalistar í Tékkóslóvakíu höfðu um langt skeið unnið að því að breyta stjórnarstefnu sinni í mjög verulegum atriðum, en oneginatriði breytinganna var að hefja lýðræði til öndvegis á öllum sviðum, enda verður raunverulegur sósíal- ismi ekki framkvæmdur án lýðræðis. Þessar breytingar höfðu tendrað áhuga og eldmóð með- al Tékkóslóvaka, þar spratt upp almennari s’tjóm- málaáhugi en í nokkru öðru Evrópulandi, og sósí- alistar hvarvetna í Yestur-Evrópu fögnuðu þess- um umskiptum mjög. Þau urðu hins vegar ekki viðbrögð valdamanna í Sovétríkjunum og nokkr- um fylgiríkjuim þeirra í Austur-Evrópu, heldur mótmæltu þeir æ harkalegar stefnu sósíalista í Tékkóslóvakíu og náðu þær deilur hámarki í ág- úst í fyrra. En 21sta ágúst var allt í einu bund- inn endir á þær umræður með þeirri alkunnu stórveldaaðferð að senda óvígan her inn í landið, láta vopnin kæfa rökin og binda endi á lýðræðið. Með þeirri innrás þverbrutu Sovétríkin síendur- teknar stefnuyfirlýsingar sínar um sjálfstæði sósíalískrá flokka ög heilagan rétt hverrar þjóð-' ar til þess að velja sér stjómarfar. Síðan hafa Tékkóslóvakar búið við vaxandi þrýsting herveld- isins, framkvæmd hafa verið hin stórfelldustu mannaskipti í valdastöðum í trássi við allar lýð- ræðisreglur og sérstök áherzla hefur verið lögð á að kæfa frjáls skoðanaskipti. Eftir á hefur verið reynt að réttlæta þessa hern- aðarinnrás með því að hún hafi verið óhjá- kvæmileg til þess að vernda frið í Evrópu; breyt- ingar þær sem sósíalistar í Tékkóslóvakíu hafi verið að framkvæma hafi ógnað kenningunni um status quo, óbreytt valdahlutföll, en status quo sé forsenda friðar. Þannig eiga áhrifasvæði stór- veldanna að vera grundvöllur friðarins, það svo- kallaða valdajafnváegi sem mælt er með eld- flaugum, kjamavopnum og eiturgashylkjum. Sam- kvæmt þeirri kenningu geta Bandaríkin að sjálf- sögðu tryggt valdajafnvægið af sinni hálfu með því að beita herafla gegn vanþóknanlegum þjóð- um á áhrifasvæðum sínum, enda hefur hið vest- urheimska stórveldj framkvæmt þá kenningu hvarvetna um heim síðan síðustu heimss’tyrjöld lauk og skilið miljónir líka eftir í valnuim. gá svokallaði friður sem tryggður yrði með því að risaveldin beittu ofurvaldi sínu hvarvetna um heim yrði illur og valtur. Mannkynið þarf á öllu fremur að halda en óbreyttu ástandi, status quo, jafnt sá meirihluti mannkyns sem á í dag- legu návígi við skortinn sem smáríki er ekki fá að ráða málum sínum sjálf. Á íslandi geta þeir einir aðhyllzt þessa stefnu sem eru reiðubúnir til þess að dæma þjóð sína til þess hlutskiptis að una bandarísku hernámi um ófyrirsjáanlega framtíð. — m. í mylkminá. Þýðandi Ellert Sigurbjömsson. 20,55 Gróður á háfjölLum. Kanadísk mynd um háfjalla- gróður og dýralíf. Þýðandi Og þulur Jón B- Sigurðsson. 21- 10 í kvennafangelsi (Caged) Bandarísk kvikmynd gerð ár- ið 1950- Leikstjóri John Crom- well. Aðalhlutverk: Eleanor Parker, Agnes Mooréhead, Ellen Corby, Hop Emerson, Jan Sterling og Lee Patrick. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Myndin er ekki við hæfi bama. 22.45 Dagsikrárloik. Föstudagur 15. ágúst 1969 20 00 Fréttir- 20.35 Furðufuglar. Vefaraffiugl- unum í Afriku kemur miklu betur saman en mönnunum, þrátt fyrir einstakt þéttbýli. Þetta er fimmta myndin í flökknum „Svona eram við“. Þýðandi og þulur Óskar Ingi- marsson. 21,00 Eintómt léttmeti. f þsettin- um koma fram Thore Skog- man, Lily Berglund, Kjerstin Deflert, Raj og Topsy, Káre Sundelin, Rospiggarna og Tjadden Hallström. Þýðandi Dóra Hafsiteinsdóttir. (Nord- vision — Sænska sjónvarpið) 21.40 Dýrlingurinn. Innlflytjend- umir. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. 22.30 Erlend málefni. 22- 50 Dagsikrárlök. Laugardagur 16. ágúst 1969. 18 00 Endurtekið éfnii. Ferðin til tuniglsáPis. Mynd um för Apollo 11. Þýðandi Markús öm Ant- onsson. Áður sýnd 3- ágúst s-1. 20.00 Fréttir. 20-25 Brögð Loka. Teiknimynd um eflni úr Snorra-Eddu. Þul- ur Óskar Halldórsion. (Nord- vision — Sænsika sjónvarpið) 20-40 Peggy Lee skemmtir- Auk hennar kemur fram Bing Crosiby. Þýðandi Kristmann Eiðsson. . 21.25 Getum við orðið 100 ára? (21. öldin). Þróun læknavís- indanna á síðari árum og horfur á lemgri l'ífdögum mannsins.- Þulur Pétur Pót- ursson. 21.50 Stúlkan á fbreíðunni. (Cover girl) Bandarísk fcvik- mrynd frá árinu 1944. — Leiksitjóri Oharies Vidor. Að- alihluitverk Gene Kelly, Rita Hayworth, Plhil Silvers- Þýð- andi Dóra Hafsteinisdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Carlos Salzadeo og Marcel Toumier. 20.45 í jöklanna skjóli. Mynda- flokkur gerður að tilhlutan Skatftfellingafélagsins í Bvik — á árumum 1952-54, 1. hluti- Uppsikipun í Vík í Mýrdal, veiði í sjó og vötnum- Mynd- imar tók Vigfús Sigurgeirason- Þulur Jón Aðalsteinn Jónsson. 21-15 Hláturinn Jengir lífið. Leitazt er við að svara spum- ingunni, hvenær hlátur verð- Magnúsonar ásamt Ragnari Bjarnasyni flytja nokkur lög. Kvartettinn skipa auk Kristj- áns Guðmuindur Steingríms- son, Árni Scheving og Jón Sigurðsson- 20.45 Sögur eftir Saki- Sögu-rnar heita Lovísa, Elgurinn, Sveim- hugar, Óvinurinn og Tober- mory- Þýðandi Ingibjörg Jóns- dóttir. 21.30 Leningrad. Mýndin greinir frá sögu borgarinnar, allt frá geirssonar. Umsjónarmaður Helgi Sæmundsson. 21.00 Á flótta. Línudansarinn, Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir- 21.50 íþróttir- Sundlkeppni Dana fslendinga og Svisslendinga, sem fram fór í Kaupmanna- hölfn nú fyrir skömmu. 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 13. ágúst 1969. 20.00 Fréttir- 20-30 Hrói Höttur. Reimleikar Sjónvarpið næstu viku Sunnudagur 10. ágúst 1969 18.00 Helgistund. Séra Þorberg- ur Kristjánsson, Bolungarvík. 1815 Lassi. Gjöfin- Þýðandi Höskuldur Þráinsson- 18.40 Villirvalli í Suðurhöfum- Framhaldsmyndaflokkur fyrir böm, 2. þáttur. Þýðandi Hösk- uldur Þráinsson. 19 05 Hlé. 20-00 Fréttir. 20-25 Einleikiur á hörpu. Ann Grififiths leikur verk eftir Dussek, Alias Parisih-Alvars ur innilegastur. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænsfka sjónvarpið). 21.45 Ráðalhaigurinn. Brezkt sjónvarpsleikrit etftir Norrnan Rogner- Aðalhlutverk: Lee Montague, John Franklyn Rpbbins og Barbara Lott. Þýðandi: Kolbrún Valdemars- dóttir. 22-35 Dagsfcráillok. Mánudagur 11- ágúst 1969. 20.00 Fréttir- 20.30 Jazz. Kvartett Krístjáns því er Pétur mdkli Rúsisakeis- ari lét reisa hana á bökkum Nevu í byrjun 18. aldar, tti vorrá táma. Þýðandi og þul- ur Gylfi Pálsson. 22-25 Dagsikrárlok. Þriðjudagur 12- ágúst 1969- 20.00 Fréttir. 20.30 Bókaskápurinn- 3 dönsk Ijóðskáld: Johannas V- Jensen, - Axel Juul og Tom Kristen- sen- Guðjón Halldórson les ljóð í þýðingra Magn-úsar Ás- Sunnudaginn 10. ágúst kl. 20.25 leikur ANN GRIFFITHS á Alvars, Carlos SaJzadeo og Marcel Toumier. hörpu verk eftir Dussek, Alias Parish- Rósherg C. Snædul fímmtugur Enn hetfur það sannazt, sð „lílfið manms h-ratt fram hleyp- ur, hafandi enga bið“, því að nú kem-ur í ljós að Rósberg G. Snædal, sem aldit til -þessa hefur ekki látið aldu-r eða arm- æðu á sér fes-ta, hefur ekki komizt hjá því að verða ifimm- tugur á þessum hásumardegi og þrátt fyrir unglégt yfirbragð og æskuglaða lund, verðu-r hann nú að teljast kominn í fullorðinna tölu og fetar nú upp á sextugs- aldurinn á eftir okk-ur hinum, sem einu sinni vorum Ifka un-g- ir. Rósberg er óþarft að kynna í löngu máli og allrasízt fyrir les- endum þessa blaðs- Hann er löngu þjóðku-nnur, bæði atf verk- um sinum og því sem han-n er sjálfur- Rósberg er fæddur 8. ág. 1919 að K-árahlíð í, Laxárdal í Húna- þingi. Laxárdalur þessi reyndist við nánari athugun vera haindan takmarka hi-ns byggilega heims og er nú eyddur að mannabú- sitöðum að mesitu, en um þær mundir sem Rósberg var ,að alast þar upp, var þar ríkjandi fjörugt man-nl-íf og örlagaríkt. Foreldrar Rósbergs voru hjón- in K-lemensína Klemensdóttir og Guðni Sveinsson- Ekki munu þau haía verið efnum þúin á veraldarvísu, on í lágreistu koti þeirra mun þó hafa leynzt sá auður, sem mörgum kotunginum höfiur reynzt drjúgt og farsælt veganesti, og eitt er víst, að margur langskólagen-ginn menn- in-garvitinn mætti sérlega ötfunda Rósberg af því hressilega, kjam- góða og gróskuríka tupgu-taki, er hann hefur numið í einangrun afdalsins. Þó að Rósherg hafi aðeins not- ið skólamenntunar einn eða tvo vetur í Reykholtsskóla, hefur það, ásannt heimanfylgjunni dugað honum allvel til að rækja hin ma-rgvíslegustu störf með góðum árangri og verða þar að manni. 'Hér á Afcureyri heíur hann átt búsetu síðan árið 1941. Á því tímabili hefur hann fengizt við verkamannavinnu, trésmíði, múrverk, blaða-^ mennsku og margvísleg ritstörf ása-mit bókaútgáfu, barnakennslu, verðgæzlu og skrifstofus-törfum og mun þó tæpast allt talið- Á þessum árum halfa komið út eftir hann eftirtaldar bætour: Ljóðabókin Á an-narra gfjóti, 1949, smásagnasafnið Þú og ég 1941, ljóðakverið í Tjamar- skarði, 1957, Fólk og fjöll, ferða- og sagnaiþættir, 1959, 101 hrinig- henda, 1964. Þá sá hann um út- gáfu Húnvetningaljóða, sem var hin m-yndarlegasta og kom út árið 1955 'og auk þess hafa kom- ið út eftir hann ýmsi-r smábæk- lin-gar ög vísnasöifn, sem of langt yrði upp áð telja. Segja má að vísnagerðin hafi orðið hans sér- greim og er hann löngu viður- kenndur eion snjallasti vísna- smiður sinnair samtdðar. Þegar í upphafi veru sinnar hér á Akureyri gerðist Rósberg þátttakandi í verkalýðsbarátt- unni og hefur alla tíð síðan staðið þar í fylkinga-rbrjósti, fyrst sem ritstjóri „Verka- mannsins" og sdðan í stjóm verkalýðssamtakanna. Hann hdfu-r ætíð fyligt og átt samstöðu með þeim stjómmóla- samtökum, er róttækust vöru á hverjum tírna, og reynzt ötull og ósórplaeginn liðsmaður, en hefur ekki kært sig um að ger- ast hirðmaður eins eða neins. Rósberg er maður viðræðu- góður, hvort sem rædd em stjómm-ál, bókmennitSr, þjóðleg fræði eða gamanmál. Hann er því aufúsugestur hvar sem hann kem-ur og vinsældir hans ná langt út fyrir raðir saimherja, svo að í öllum flokkum og stétt- um á hann vini ög góðkunn- ingja, sem rneta hann mikils. Kona Rósbergs er Hólmfríður dóttir Magnúsar Bjömssonar frá Syðra-Hóli á Ska-gaströnd, hins kunna fræðimanns og menning- arifrömuðar. Hólmfríður er hi-n ágætasta kona -og húsmóðir og hafa þau hjónin eignazt sex böm, sem öll eru uppkomin, mannvænleg og öndvegisfölk. Margir munu vilja senda Rós- berg og fölskyldu hans hlýjar óskir á þessum degi. Þar við vil ég bæta þessari fátætolegu kveðju með þakMæti fyrir góða vináttu og glaðar stumdir á íiðn- um árum. 8/8 1969, Einar Kristjánsson. Iðnskólinn í Reykjnvík Námskeiðsgjald fer. 250,00 fyrir hverja rlámsgrein aukapróf vegna væntanlegrar skólasetu á næsta skólaári hefjast 18. ágúst n.k., ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram í skrifstofu skól-ans dagana 11. og 12. ágúst. Námskeiðsegjald kr. 250,00 fyrir hverja námsgrein greiðist við innritun. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.