Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. október 1969 — 34. árgangur — 219. tölublað. Einn september kaldari i ■ Meðalhiti í Heykjavík i september var 6,1 stig og er það 2,5 stigum kaldara en í meðal- ári. Árin ’63, ’54, ’48 oK ’24 var septemberhiti svipaður og aðeins einn september befur ver- ið kaldari á öldinni. Var það september 1918 en þá var hit- inn 5,5 stig. Blaðið fékk þessar upplýsing- ar hjá Öddu Báru Sigfúsdóttur, veðurfræðingi. Um úrkomuna í mánuðinum og veðrið í siumar sagði hún eftirfarandi: „Skýlaust lögbrot" Blaðamaður l'jóðviljans bafði í gærkvöld samband við póstmeistarann í Rvk. Matthías Guðmundsson. Sagði Matthías að opnun og lestur bréfa eins og mælt er fyrir um í orð- sendingu ISALS, væri ský- laust lögbrot. — Vitnaði Matthías m.a. í sjöttu gr. póstlaganna máli sinu til stuðnings. Friðrik í 2.-3. sæti í Afsenu í 5. umferð á millisvæðamót- inu í Aþenu gerði Friðrik Ólafs- son jafntefli við Tékkann Jansa, Stoppel vann Hort og Nicevskí vann Forintos en jafntefli gerðu Lombard og Pedersen, Gheorghíu og Kokkoris. Aðrar skákir fóru í bið. Staðan eftir 5 umferðir er þá þessi: 1. Gheorghíu 3 ðg 1 bið- skák, 2. - 3. Friðrik og Pedersen 3, 4. - 6. Jansa, Nicevskí og Húb- ner 2V2 og 1 biðskák, 7. - 9. Kok- koris, Fórintos og Hort 2%, 10. Matulovic 2V2 og 2 biðskákir, 11.-13. Spiridinov, Suer og Stop- pel 2 og 1 biðskák, 14. Shjape- ras IV2 og 1 biðskák, 15. Csom 1 og 4 biðskákir, 16. - 17. Levi og Wriglj-t Vi og' 2 biðskákir, 18.. Lombard Skrifstofa álversins opnar og lætur lesa bréf starfsfólks! í S A L Straumsvík, 6. 10. 1969 HJk/ss ORÐSENDING Til: Allra starfsmanna ÍSAL Málefni: Einkapóstur Hér með tilkynnist að öll bréf til starfsmanna, sem send eru á vinnustað og ekki eru sérstaklega merkt, „Persónulegt“, ,,Einkamál“ eða eitthvað slíkt, verða opnuð og lesin á skrifstofunni. Starfsmenn eru hér með beðnir um að láta merkja einkapóst sinn sérstaklega á ofángreind- an hátt, og ennfremur að sjá til þess að einka- póstur verði helzt ekki sendur á vinnustað. Framkvæmdastjórn Halldór H. Jónsson. ingu þeirri, sem hann hefur lát- ið í póst, þangað til henni er skil- að til viðtaikanda, og getur hann þannig krafizt þess, að hún sé endursend, afhent ■ öðruim en þeim, sem utanáskriftin segir bl um, eða ráðstafað henni ,á annan hátt“. Með þessari grein er sendandi rétthæsti aðil- inn unz sending er kom- in i hendur viðtakandia. í 19. grein, staflið a segir uim afhend- ingu póstsendingar: „Póstsending- ar skal afhenda þeim, seim utan- áskriftin segir til um eða þeirn, sem viðtaikandi hafur gefið um- boð til þess að taka við sending- unni- — Uim afhendingu pós-t- sendiinga til ópersónulegra við- takenda, svo sem firma, hluta- félaiga, stofnana o.s.frv. setur póststjórnin nánari fyrirmæli . . •“ 1 staflið b sömu laigagreinar eru Ofanrituð orðsending hafði ver- ið hengd upp á vinnustöðum í Straumsvík í gærmorguh. er sta rfsfólkið lcom á vinnustað. Starfsmaður álverksmiðjunnar hafði samtoandi við blaðiö og lét vita af þessurn atburði og, annar starfsimiaður verksmiðjunnar hafðd bripað texta þessarar til- kynningar niður. Auðljóst er að þessi tilkynnin.g og framkvæmd hennar er brot á póstlögunum. 1 póstlögunuim 31/1940, V. kaiflla, 18. grein um afihendingu póstsendinga segir „Sendandi heifur ráðsitöfunarrétt yfir send- tilgreind undantekningarákvæði: „Þessar sendingar má aflhenda öðruim en þeim, er utanáskriftin segir til um: 1. Sendingar frá eða til manna, sem eru í fai.. lsi skal afhenda eftir því, sem reglugerð fangelsisins mælir fyrir, eða til. ránnsóknardómara. 2. Sendingar sem dómiarar eða lögreglusitjórar eða önnur yfirvöld, er með sér- stökum löigum hafa öðlazt slikt vald, úrskurða að skuli afhentar sér, skal aflhenda samkvæmt úr- skurðun.um.“ Síðan koma ákvæði um sendingar til ómyndugra og fleiri slík undantekningai-tilfelli. Hins vegar kveður 6. grein póst- laganna svo skýrt á um þetta mál að af eru tekin öll tvímæli: „Eigi má helclur neitt af þvi, sem látið er á póst til flutnings opna né lesa af óviOkomandi mönn- um.“ Úrkoma í september var 116 millimetrar, sem er 60% um- fram meðallag og er þetta mesta septemberúrkoma frá ’59 að telja. Þrátt fyrir mikla úrkomu voru sólskinsstundir 109 og er það í rösku meðallagi. Sé litið á sumarið í heild þ. e. mánuðina júní-sept. kemur í Ijós að frá 1920 hefur ekkert sumar verið jafh úrkomusamt og sl. sumar nemia sumarið 1959, en þá mældist 371 millimetri á sumrinu öllu, en nú 351. Aftur fyrir 1920 ná samfelldar mæl- ingar ekkd. Sumarið hefur ver- ið 0,6 stigum kaldara en í með- alári og er það með kaldari sumrum. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 461 og hefur aðeins sum- arið ’55 reynzt sólarminna frá því að mælingar á sólskins- stundum hófust 1923. Á ' Akureyri var meðalhiti septembermánaðar 6,1 srtig og er það 1.7 stigi kaldara en í meðal- ári. Úrkoma var þar 19 milli- metrar sem er 2/5 af meðalúr- komu, en sól var 30% umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði var með- alhitinn í sept. einnig 6,1 stig og úrkoma 89 mm. Meðalhitinn á Hveravöllum var aðeins 0,9 stig og er þetta langkaldasti september þar frá því að mæl- ingar hófust þar ’65. Meðaltal septembermánaðar '65 - ’68 var 3,6 stig. Úrkoma var mikil á Hveravöllum, 111 mm og sól- skin mældist þar í 117 klukku- stundir. Þing Alþýðusambands Norðurlands: Brýn nauðsyn að rétta hlut iaunafólks hið allra fyrsta Kinvevskir hermcnn á landamærunum vid Sovétrikin AKUREYRI 7/10 — Þing Alþýðusambands Norðurlands var sett á Akureyri laugardaginn 4. október kl. 3.30 í Alþýðuhúsinu. Þingið sóttu 50 fulltrúar frá 16 félögum en alls eru í sambandinu 20 félög með um fimm þúsund félagsmenn. Þingforseti var kjörinn Óskar Garibaldason frá Siglufirði og varafonseti Jón Karlsson frá Sauðárkrókl. Ritarar þingsins voru kjömir Kolbeimn Friðbjarn- arson og Árni Bjöm Árnason. Mörg mál voru rædd á þinginu en ein'kum kjara- og atvinnomál. Vínkosningin tekin gild Á fundi bæjarstjórnar Haínarfjarðar í gær var vísað frá tillögu, er Árni Gunnlaugsson flutti, og vat þess efnis, að bæjar- stjórn tæki ekki gilda nið- urstöðu sikoðanakönnunar þeirrar er fram fór fyrir skömrnu um það hvort veita bseri veitingahúsinu Skiphól vínveitingaleyfi. Jafnframt samþykikti bæj- arstjómin að vísa niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar til úrskurðar , dómsmála- ráðuneytisins, en eins og kunnugt er urðu úrslit hennar þau, að meirihlut- inn var með veitingu vín- veitingaleyfisins. Þá var lögum sambandsins breytt nokkuð í samræmi ,við lög Al- þýðusambands íslands. A þinginu kom fram þung gagn- rýni á kjaraskerðingarsamninga þá, sem gerðir voru 1968 og 1969 og var talin brýn nauðsyn þess hið fyrsta að rétta hlut Iauna- fólks og snúa við á þerrri braut, sem farin hefur verið sl. tvö ár í Icjaramálum. Formaður sambandsins var kjörinn Björn Jónisson alþingis- maður, og aðrir í miðstjóm vara- formaður: Jón Helgiason A'kur- eyri, ritari: Jón Ingimarsson Ak- ureyri, meðstjórnendur: Kolbeinn Friðbjamarson Sigluifirði og Tryggvi Helgason Akureyri. Vara- menn í miðstjórn: Jón' Ásgeirsson Akureyri, Albert Jóhannesson Hrísey ög Kristinn Jóhannesson Skagaströnd. í sambandsstjórn vom kjörin: Óskar Garibaldason Siglufirði, Hulda Sigurbjörnsdóttir Sauðár- króki, Líney Jónasdóttir Ólafs- firði, Guðrún Sigfúsdóttir Húsa- vík, Amþór Pálsson Raufarhöfn, Ólína Hjálrnansdóttir Siglufirði, Freyja Eiríksdóttir Akureyri. Jón Karlsson Sauðárkrólci, Rúnar Þor- leifsson Dalvík og Hálcon Hákon- arson Akureyri. Endursikoðendur vom kjörnir: Ingólfur Ámason og Ólaflur Stef- ánsson og til vara ÞóroddurSæ- mundsson. . Þinginu lauk um kl. 7 á sunnu- dagskvöl'dið og sátu fulltrúamir kvöldverðarboð samibiandsins. — J.í. Sovézkir hermenn á landamærunum við Kína Nýr ritstjóri vi§ Alþýðublaðið í Alþýðublaðinu í gær er frá því skýrt. að um sl. mánaðamót hafi verið ráðinn nýr ritstjóri að blaðinu og verður hann stjórnmálaritstjóri þess og jafn- framjt ábyrgðarmaður. Er það Sighvatur Björgvinsson stud. ökon. Sighvatur, sem er sonur Björgvins Sighvatssonar á ísa- firði, hefur látið að sér kveða inna,n Sambands ungra jafnað- armanna og á nú sæti í mið- stjórn Alþýðuflokksins. Enginn fastur stjórnmálaritstjóri hefur verið við Alþýðublaðið frá því Benedikt Gröndal lét af því starfi sl. vor. Kristján Bersi Ólafsson verð- ur áfram ritstjóri, þótt hann hætti sem ábyrgðarmaður blaðs- ins. Þá verður Sigurjón Jó- hannsson, sem verið hefur um skeið fréttastjóri Alþýðublaðs- ins, nú ritstjórnarfulltrúi en við starfi fréttastjóra tekur Vilhelm G. Kristinsson. en hann hefur verið blaðamaður við Alþýðu- blaðið sl. tvö ár. Kínverska fréttastofan tilkynnir: Viiræóur hef jast nú senn rnilli stjórna Sovétríkjanna og Kína um landamærin Kínverjar segjast vilja „allsherjarlausn" á grundvelli gildandi samninga og ráðstafanir nú til að afstýra frekari árekstrum PEKING 7/10 — Stjómir Kína og Sovétríkjanna hafa, að sögn kínversku fréttastofunnar „Nýja Kína“, orðið á- sáttar um að hefja viðræður um landamæradeilur ríkj- anna. Talsmaður sovétstjórnairinnar kvaðst síðdegis í dag ekki vita neitt um slífct samkomulag. f frótt k'ínversku frétitiasfof- unnar er sagt að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær viðræð- uirnar hefji'St. en þær verði haldnar í Peking og muni að- stoðarU'tanríkisróðherrar land- anna ræðast við. Kínverska fréttastofan segir að Kínverjar séu reiðubiinir til að leifla „allsherjiarliausnar". á landamæradeilum Kína og Sov- étríkýanna á grundvielli gildandi samninga. Þeir muni hins vegar leggja til að þegar verði gerðar ráðsfcafianir til þess að afstýra frekari árekstrum á landamær- unum. End'a þótt Kínverj ar segist þannig vera fúsir ti’l að semja á grundvelli gildiandi samninga tekur fréfct-astofan fram að þeir siamningar hafi verið ranglátir og þeim hafi verið neytt upþ á Kínverja af rússneska heims- vekiinu á sí-ðari Muiba 19. ald- ar og í upphafi þeirrar 20. þeg- ar hvorki rússnesk né kínversk alþýða bafi haft völd í löndum sínum. í tilkynningu fréttastofunnar er saigt að Sjú Enlæ forsætis- ráðherra bafi lagt til við Kosy- gin, forsætisróðherra Sovétríkj- anna, þegar þeir hittust í Pek- ing 11. september, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að draga úr hernaðaraðgerðum í landamæraihéruðunum — annað- hvort þannig að herirnir yrðu fluttir frá landamærunum eða með þvi að hvorugur þeirra íæri inn á hin umdeildu landsvæði". Kínverjar telja að slíikar ráð- staf anir séu nauðsynlegar til þess að talast sé við í samlyndi um landamærin — „án nokk- urra ógnana" hvaðan sVo sem þær koma. f tilkynningu kínversku frétta- stofunnar eru Sovétríkin sögð bera alla ábyrgð á þeim árekstr- um sem orðið hafa á landamær- unum og lögð er áherzla á að þótt Kínverjar hafi fallizt á þessar viðræður feli það engan veginn í sér að hugmyndafræði- legar deilur þeirra við forystu- menn Sovétríkj'anna hafi verið jafnaðar. eh jafnframt er tek- ið fram að þessi ágreiningur ætti ekki að spilla friði á milli Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.