Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 10
10 siðá — vaó&vwmm — Ms&tísk^a&m 8. t&mœ t969. ETT3 SKÁLDSAGA EFTIR MARY DUTTON ið þið ht>num af öllu sem þið eign- izt? — Hann er presturinn ofckar, sagði Thee- — Allir í Mount Car- mel kirkjunni gefa bróður Amos eitthvað. — Jæja, en við skulum koma aftur upp að húsinu. Ég vona bara að Pekfc gamli sé ekki með bjúgu og saltkjöt í sér, svo að þið étið hann upp til agna. Við hlógum öll og tfórum heim að húsi. f bakgarðinum teiknuð- um við ferhyrninga í flagið, fund- um glerbrot og lékum okfcur stundarkom i paris, en það var ekki sérlega gaman. Josie var of silaleg- Hún gat ekki hoppað al- mennilega lengur. Hún var orðin þreytt áður en Donie líom í bak- dymar og kaflaði á þau. Ég sat í tröppunum, át eina pem í viðbót og hugsaði um eitt Ðð annað. — Hæ, þama úti! Pabbi stóð í bakdyrunium og kallaði til mín. — Hvað er að frétta úr skólanum og utanúr heimi? Ég spennti greipar, lyfti þeim og gerði Allt-í-lagi merkið fyrir pabba qg- hann brosti Og gaf mér sama merki. Svo fór hann úr dyrunum og inn í eldhús til mömmu- f rauninrii var ég ekfci að skrökva; ég var bara ekki til- búin til að tala um þetta allt. Ég geri ráð fyrir að pabbi hafi' lika haft sínar áhyggjur, þvi að eftir andartak sprakk hann í loft upp. Ég skildi minnst af þvi sem hann sagði, vegna þess að mamma sagði í sífellu Jim Jim Jim, en surnt heyrði ég þó. Hann skyldi líundur heita elf hann sæti undir fleiri af þassum skítabænum hans Willa,garola Jacksons og mamma sagði Jim! enn einu sínni, og pabbí sagði: — Ég geri það etoki, jafn- vel þótt allt Arkansas fari fjand- ans til- Af ávöxtunum skuluð þér þefckja þá, er ekki svo? Hann ól hann upp! Hann gerði hann að þessari nautheimsku sadistabuillu! Ég var svo sem ekkert hrifin af bænum hans Willy Jacksons heldur. Hann var í útliti eins og Norðanvindurinn sjállfur og svo sagði hann alltaf það sama- Tal- aði um eikkjur og munaðarleys- ingja t>g að ok'kur vantaði regn. Og í lokin minnti hann Guð á að vera ofckur hæli og sikjöldur í þessu lastabæli syndar og sorg- ar. Ég fór inn til að leggja á borð- ið fyrir kvöldverðinn. — Mamma! kallaði ég um kvöldið þar sem ég sat í þvotta- balanum hjá eldavélinni- — Mamma, heldurðu að ég megi fá endur? 30 HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31 Simi 42240. Hárgxeiðsila. Snyrtingar. Snyrtivðrur. Pegrunarsérfræðingur 6 staðnum Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dodó Laugav. 18. III. hæð (lyfta) Síml 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistoía Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 — Fá hvað? Ég heyri ekki til þín! I setustofunni lækkaði mamma útvarpið og kom fram í eldhús og leit inn fyrir eldavél- ina. — Hvað er það sem þú vilt? — Bndur? Heldurðu að ég megi fá endur? — Endur? Mamma varð svip- þung. — Jæja, það haifði mér ekki dottið í hug. Af hverju í sköpunum viltu eignast endur? Hvað kom því af stað? Ég skruþþáði á mér aðra il- ina. — Moskítóa sagði að þú hefðir átt endur þegar þú varst lítil. — Endur? sagði mamma enn einu sinni. — Ég hef aldrei átt önd á ævi minni. Ekki svo að sikilja að það sé neitt atihugavert við endur, en ég hef aldrei á.tt önd- Af hverju í ósköpunum sagði hún það? Þú hlýtur að hafa misski'lið hana. Ég jyfti .hinum fseíinum. ~ Hún var að tala við hinar kennslukonurnar í dag pg hún sagði að þú hefðir verið indæl, lítil stúlka og þú hefðir rekið endurnar þinar á lélegan mark- að! Ég er kannski vitlaus, en ég er ekki heyrnarlaus. Ég lyfti báðum fótum upp yfir balabrún- ina og lét mig síga niður þang- að til ekkert stóð uppúr nema nefið- Síðan settist ég upp og skimaði eftir mömmu. Mamma stóð enn hjá eldavél- inni, en hún sagði ekki neitt og hún var að fitla við pi'lsið sitt með. fingrunum. — Kjáni, sagði hún loks. — Þetta þýðir ekki að ég hafi endi- lega átt anöahjörð- Fól'k segir þetta bara þegar —: Jæja, það er hennar álit og ekki rneira með það. Hún teygði sig eftir hand- fclæðinu sem hún hafði hengt á stólþak. — Flýttu þér upp úr balanum. Þú sullar allt gólfið út- ‘ Ég steig uippúr balanum og þurrkaði mig. Mamma lagði aftur af stað inn f setustofuna. Þegar ég teygði mig elfitir sloppnum datt mér annað í hug- — Mamma! kallaði óg aftur. — Mamma, er Josie með orma? Mamma kom aftur fram í eld- húsdymar- — Hamingjan sanna; hvemig ætti ég að vita það? Hvað gengur eiginie^a að þér í kvöld? — O, ekkert. Ég stóð þarna stundarkom og hélt á sloppnum mínum og rifj- aði u.pp með sjálfri mér, -þegar Neevy frænka hafði sagt að Jarð- hneta litla væri með orma og við höfðum hellt í hann terpen- tín-u og honum halfði bara versn- að. Josie var of feit til að hlaupa í hrimgi kringum húsið eins og Jarð'hneta hafði gert. Og á föstudaginn var ég auð- vitað húin að gleyma öllu um Upplesti-ardaginn. Ég hafði stein- gleymt honum þangað til á föstu- daginn eftir matarhlé þegar Mosfc- ítóa fór að kalla lcralckana upp. Og ég vissi að ég varð að finna upp á einhverju í sikyndi, ann- ars væri úti um mig- Ég var heppin. Moskítóa kall- aði nafnið mitt síðast þennan dag, og þá var ég búin að rifja upp sögu sem ég gat sagt. Það var bók sem ég hafði fundið í kof- fortinu hennar mömmu einn ri gn i ngard agi n n. Ég stóð hjá boi'ðinu mínu og leit í kringum mig. ' — Ég ætla að segja frá bóto sem ég Ias í sumar. Ég togaði upp skálmina á hnjábuxunum mínum og leit á Moskítóu- Hún andvarpaði og úr augnaráði henn- ar mátti lesa: ég-veit-þú-kannt- ekki-að-lesa, en hún kinkaði þó kolli og benti mér að halda áfram. — Bókin hét: Slæm stúlka. Og hún er um þennan strák og stelpu sem — — Thorpe! Skerandi rödd Mosk- ítóu barst ylfir stofuna og hin buxnaskálmin mín selg- Ég var búin að segja mömmu að þær væra alltof stórar. — Þú mátt setjast. Moskítóa var á svipinn eins og ég hefði gert hana hrædda.' — Þetta er nóg. — En ég er ekki búin. Ég er rétt að byrja. Þau átba enga pen- inga þessi stelpa og sitrátour og hún átti þetta þá — Moskítóa ýtti mér svo haika- lega niður í sætið að sprungan í sætinu klemmdi mig. Ég stóð aftur upp þótt báðar skálmarnar sigu. — Og svo var læfcnir í bókinni sem vildi — Moskítóa stóð yfir mér oglæsti klónum í axlirnar á mér. Hún var eldrauð i framan þegar hún dró mig fnam í ganiginn og ýtti mér upp að vegg- — Þú stendur þama kyrr þang- að til ég sendi hin börnin heim og hef tíma til að tala við þig. Komdu ekki aftur inn í þessa stotfu fyrr en þú getur hugsað og talað eins og siðuð lítil stúlka! Ekki fyrr en þú getur beðið af- sökunar- Dyrnar lokuðust á eftir henni og ég stóð upp við vegginn, út- skúfuð og niðurlægð. Þegar skólabjallan hringdi þustu krakkarnir framhjá án þess að líta á mig. Þá vissi ég hvað var að og hvað mér bar að gera- Það var ekki rmn sök, en ég ætl- aði að gera það samt. Ég sneri húninum varlega til að opna dyrnar og rak höfuðið inn , fyrir- .Moskítóa leit upp frá sfcriifborð- inu. — Jæja? — Ég biðst afisökunar, sagði ég. — Ég biðst afsökunar á því að báðar skálmarnar sikyldu vera niðx-um mig meðan ég sagði sög- una, en þær eru bai'a alltof stór- ar. Ég sagði henni mömmu það þegar hún var að sauma þær- Ég flýði fram ganginn og út um dyrnar að bílnum, sem Leo var búinn að fylla og lét bíða eftir mér. — Þú vissir það. Martin sat á tröppunum sínum og skóif forina af góðu skónum sínum. Hann gekk mikið og skóm- ir hans vora alltaf foragir- James opnaði vasahnífinn sinn til að hjálpa Martin að skafa for. Ég fór inn í húsið og kom til baka með blauta rýju til að þvo skóna- Við sátum öll í tröppunum hjá Martin og hreinsuðum skóna hans, Þetta var á laugardagsmorgni í góðu veðri <og trén allt í kring vora rauð og gul. Himinninn var heiður og blár. — Þú veizt að litlar stúlkur eiga ekki að lesa bækur sem mæð- ur þeirra fela í koílfortum. Þeg- ar þú fannst hana í koffortinu hennar Venie hefðirðu átt að vita betur. Þetta var þér að kenna, skal ég segja þér, og stóð ekki í neinu sambandi við — við föt- in þín. En hvernig þér datt í hug — Martin leit niður til mín og hristi höfuðið. Svo sagði hann: HUSMÆÐUR! Hvað er betra í dýrtíðinni en lágt vöru- verð? Matvörumarkaðurinn opinn til kl. 10 á kvöldin. — Gjörið svo vel að líta inn. Munið hið lága vörjiverð. Vöruskemman Grettisgötu 2. A EINUifí STAÐ Fáffi þér íslanzk gólfteppi fr<5« WmuiwP Hltima •TEPPAHUSIO Ennfremur ódýr EVLAN teppf. Sparið tíma og fyriifiöfn, og verztið á einum stað. ISUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PBOX13111 Buxur - Skyrtur - Peysur - jr Ulpur - o.mJL Ö.L. Laugavegi 71 — Sími 20141 SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stœrðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði og báta. Varahlutaþjóiiusfa. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 — Sími 33069. HÚSAÞJÓNUSTAN s.f. MÁLNINGARVINNA ÚTI-INNI Hreingerningar. lagfærum ýmis■ legt s.s. qólfdúka. flísalögn. mós- . aik, brotnar rúður og fleira. Þéttum steinsteypt þök. — *Bindandi tilboð. ef óskað er. SÍMAR: 40258 og 83327 íslenzk frímerki I’ f<’ ný og notuð kaupir hæsta verði RICHARD RYEL Háaleitisbraut 37 (áður Kópavogi). Sími: 84424. — (Bezt á kvöldin). Frímerki - Frímerki Hjá okkur er úrval íslenzkra frímerkja. Hvergi lægra verð. — Reynið viðskiptin. Frímerkjaverzlun GUÐNÝJAR Grettisgötu 45. Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.