Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.10.1969, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVILJI'NN — Miðvifcudagur 8. ofctóber 1969. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljan3. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús KJartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýsingastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar. prentsmlðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 llnur). — Askrlftarverð kr. 150,00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10,00. Verður þessi leið reynd? p'orvígismenn auðfélagastefnunnar hafa dregið í efa að unnt sé að lifa góðu lífi á íslandi án innrásar erlendra auðfélaga í íslenzkt atvinnulíf. Lúðvík Jósepsson andmælti þeirri kenningu á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins á Akureyri um helgina, og sýndi fram á að „íslendingar geta lifað góðu lífi í landinu og tryggt sér hér jafngóð kjör og betri en það bezta sem við þekkjum hjá öðrum þjóðum“. Hér þyrfti ekkert atvinnuleysi að vera, allir vinnufærir menn geta haft arðbær störf við atvinnuvegi landsmanna sjálfra, sé byggt á þeim auðlindum sem þjóðin á og þær hagnýtt- ar. Atvinnuleysinu væri hægt að útrýma strax ef tækifærin væru notuð og breytt um stjómar- stefnu. Lúðvík taldi upp í nokkrum greinum þau atriði seín Alþýðubandalagið telur mest aðkall- andi, en þau eru þessi: pesta þarf kaup á 15 nýtízku togurum. Árleg framleiðsluverðmæti þeirra mundu nema hálf- um öðrum til tveimur miljörðum króna ef afli þeirra væri unninn að verulegu leyti í landinu. Aukning á frystum fiski sem nemur 30 þúsund tonnum árlega væri auðveld með eðlilegri endur- nýjun bátaflotans og samfelldari og haganlegri rekstri; Slík aukning myndi færa þjóðarbúinu við- bótargjaldeyristekjur sem næmu hálfum öðrum miljarði króna á ári. Ríkisvaldið hafi forgöngu um að koma upp niðursuðu- og niðurlagningariðn- aði svo hægt sé að fullvinna ýmsar ítegundir sjávaraflans. Að nokkrum árum liðnum ætti sú framleiðsla að nema tveimur miljörðum króna í útflutningsverðmæti á ári, ef höfð er hliðsjón af framkvæmdum Norðmanna. Á sviði iðnaðarins er nærtækast að tryggja fulla nýtingu þeirra iðnað- arfyrirtækja sem þegar eru í landinu, með breyttri viðskiptastefnu og sanngjörnum og nauðsynlegum lánum til iðnaðarins. Skipasmíðar á þegar að gera að fastri framleiðslúgrein og ’t'ryggja að allir fiski- bátar landsmanna verði byggðir innanlands. Upp verði komið fullkoimnum veiðarfæragerðum og nýjum iðnfyrirtækjum einkum til að vinna úr inn- lendum hráefnum. Með þessum ráðstöfunum væri hægt að auka framleiðsluverðmæti iðnaðarins um 2-3 miljarða á ári. Skipuleggja verður landbún- aðarframleiðsluna til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Jafnframt verður að tryggja betur en nú er að bændur fái saimbærileg launakjör við aðrar vinnándi stéttir. Með breyttu skipulagi, nýj- um framleiðslugreinum og með fullvinnslu á skinnum og ull og öðrum framleiðsluvörum land- búnaðarins gætu tekjur þjóðarbúsins af landbún- aði aukizt um einn miljarð króna á ári. Jgr áætlun sem þessi framkvæmanleg? Vantrúar- mennirnir svara því sjálfsagt neitandi. Ríkis- stjórnin, ráðherrar Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins, halda að erlend auðfélög vilji endilega „hjálpa“ íslenzku þjóðinni. Alþýðubandalagið treystir því hins vegar að stórsókn þjóðatinnar að aleflingu íslenzkra atvinnuvega í eigu landsmanna sjálfra sé fær leið. — s. 30 ára leikafmæli Ævars R. Kvarans Tók bakteríuna í menntaskóla - og hef ekki læknazt síðan.. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum frumsýn- ir Þjóðleikhúsið „Betur má ef duga skal“ eftir Peter Ust- inov á föstudag, og verður höfundur viðstaddur frum- sýninguna. Önnur tiðindi í sambandj við sýningu þessa eru þau, að með henni er haldið upp á 30 ára leikaf- majli Ævars R. Kvaraas; þar af hefur hann leikið 30 ár hjá Þjóðleikhúsinu en hann var einn af fyrstu fastráðnu Ieik- urum þess. Ablaðamannafundi í gær sagði Ævar, að hann hefði haft gaman af að fást við þetta verk Ustinovs, enda héldi hann mikið upp á þann höfund (Ævar hefur einnig þýtt leikinn). Það fjallar, sagði hann, fyrsit og fremst um uppreisn ungu kynslóðar- innar gegn hefðinni. Ég leik þama brezkan hershöfðingja sem hefur barizt í fjögux ár í Ausiturlöndum og er orðinn fullur efásemda á þá iðju — en þegar hann kemur heim hafa þau tíðindi gerzt, að börn þessa virðulega yfirstétt- armanns hafa horfið frá normölu lífi að tekið upp siðu hdppía. Börnin bafa þegar neytt móður sína til uppgjaf- ar og nú er komið að föðurn- um: felst spenna leiksins í því hvernig hann muni bregð- ast við. Enskir segja gjarn- an að gamanleikur byggist á „mikilvægi hins óvænta“. og það er einmitt það óvænta og frumlega í þessu verkil að viðbrögð þessa reynda og gxeinda manns, hershöfðingj- ans. verða öll önnur en bú- ast mætti við. Þetta er sem sagt gaman- • leikur, en það kemur ekki í veg fyrir það að margt er þar sagt gáfulegt um áiekstra kynslóðanna — þetta er bæði skemmtilega gert og svo fjall- að um mál sem víða eru ofar- lega á baugi og eiga áreiðan- lega eftir að berja að dyrum hér hjá okkur með einhverj- um hætti: má vera að menn verði þá betur undir búnir ef þeir kynnast þessu leikriti Ustinovs. Þetta leifcafmæli mitt var í raun og veru í fyrra, en 1938 lék ég mitt fyrsta alvar- lega hlutverk hjá Leikfélag- inu. Það var ákveðið að hald- ið skyldi upp á það í sam- bandi við verk Ustinovs, en það færðdst svo til eins og gengur. Leikbafcteríuna hafði ég svo tekið áður í mennta- skóla. eins og margir góðir menn. Árið 1935 lék ég í Herranótt, í Henrik og Pern- illa, eftir að mér hafði verið frýjað karlmennsku — spurt hvort ég í raun og veru þyrði Ævar Kvaran. ekki upp á svið með allt þetta leikarablóð í æðum. Og þótt ég þjáðist þá af feimni, ánetj aðist ég sviðinu og hef ekki sloppið síðan. Ég lék svo • í Rakaranum í Sevilla í skóla, leifcritin.u eftir Beaumarchais — einn skólabróðir minn setti við það músík og orti; það var Gylfi Þ. Gíslason. En upphaf leikferils míns er svo rakið til aðstoðar- prestsins í „Sfcím sem segir sex“ - eftir norska höfundinn Oskar Braathen. Ég fór í há- skóla og tók lögfræðipróf 1941, en lék alltaf með Leik- fél-aginu. Síðan gerði ég það upp við mig að leiklisf. og lögfræði færu ekki saman, ég yrði að velja — og þá settist ég aftur á skólabekk og fór til Englands til náms 1945 og var þar í tvo vet- ur. Með opnun Þjóðleikhúss gafst mér tækifæri tdl að vera í hópi fyrstu fastlaun- aðra leikara íslenzkra — og lögfræði hef ég ekki séð sið- an. Við opnunina lék ég bæði í Nýjársnóttinni og Islands- klukkunni. Ég hefi unnið mik- ið við útvarpið, bæði flutt erindi, leikið og fært í leik- búning skáldsögur afa míns, Einars Kvarans — nú síðast hef ég unnið að sögunni Sam- býli. Ég taldi mig lánsmann að vera íastráðinn við Þjóðleik- húsið, en ég kynntist einnig fómfúsri áhugamannastarf- semi úti á landi. Mig lang- aði til að gera eittbvað fyrir þetta fólk og stofnaði Banda- . lag ísl. leikfélaga og var for- roaður þess fyrstu sjö árin. Ég hefi lífca sfcrifað eina bók fyrir áhugamenn, þá fyrstu á íslenzku — handbók um verkefnaval, leikstjóm, ýmis- leg tæknileg atriði, „Á leik- sviði“ heitir þessi bók- Og ég hefi hug á að skrifa aðra bók, um framsögn, og mun vinna að því í samvinnu við málfræðing. Síðan 1947 hefi óg rekið leikskóla. al- mennan undirbúningssfcóla fyrir áhugafólk og svo fyrir þá sem hafa þreytt undirbún- ingspró-f í leikskólana. 23.380 á mánuði Færeyska Lögþingið hefur samþykkt láigmarksfcauptrygg- ingu til handa sjómönnum á færeyska fiskiflotanum og er hún söigð nema 2000 færeysk- um krónum, eða nálægt 23.380,00 íslenzkum krónum á mánuði. Ástæðan til þessarar samþykktar er sögð fyrst og fremst sú, að vanir sjómenn haía ráðið siig til vinnu í landi í Færeyjum sem hefur verið mifcil að undanförnu. Á hinn veginn hafa hinar ýmsu fisk- veiðar Færeyinga gengið mis- jafnleiga svo þetta var talið nauðsynlegt. Undirstaða þjóð- arbúskapar Færeyinga eru fiskveiðar. Með þessiari sam- þykkt Lögþingsins er því slegið föstu, að þinginu beri skylda til, að sjá um á hverjum tíma, að þessi undirstaða sé eins sterk og mögulegt er að hafa hana. Perúveiðar byrja illa 1. september hófust Ancho- veta-veiðamar við Perú- Fyrs-ta vifca veiðanna var algerlega mislukkuð svo' slikt er óþekkt þar um slóðir áður. f stað 300.000 smálesta afla yfir vik- una,. sem hefur verið hið venjulega, veiddust nú aðeins 50.M0 smálestir fyrstu vikuna. Fjöldi sikipa hafði ekki orðið var við veiði. Breytist þessar veiða.r að einhverju leyti. mun aukast eftirspurn eftir fiski- mjöii, sem nú er frekar vöntun á á htnum ýmsu mörkuðum. Danir ógilda laxveiðibannið Eins og menn vita af frétt- um frá s.l. vori var samþykkt bann við úthafslaxveiðum á ráðstefnu í London og skyldi bannið gilda yfir Norður-Atl- anzhafið. Atkvæði gegn bann- inu greiddu þá fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð og Vestur- Þýzfcalandi. Slíkar samþykktir voru svo einnig gerðar á fundi í Varsjá. Til þess að slífcar samþykktir öðlist gildi verða öll* lönd sem liggja að Norður- Atlanzhafi að samþyfckja þær. Nú hafa Danir tilkynnt að þeir séu staðráðnir í að hafa þessia samþykkt að engu og þar með ógilda hana. Segja þeir að það sé engan veginn vísindalega sannað að slífcar úthafslaxveið- ar ha-fi skaðleg áhrif á laxa- stofninn, og þar til slíkt hafi verið sannað vísindalega taki Danir efcki þátt í neinu slíku banni. Telja danskir visinda- menn hættutalið af úthafslax- veiðunum meira í aett við skipulagðan áróður en visindi. Laxveiðarnar undan Vestur- Grænlandi hafa nú á þessu hausti það sem af er veiðitíma, orðið meiri en nokkru sinni áð- ur. Þarna stunda dönsk. fær- eysk og norsk skip veiðar. Samkvæmt fréttum frá Nor- egi voru Ála'sundssklpin sem stunda veiðar þarna búin að fá eftir fáa daga frá 19—25 smálestir af laxi. Á sam-a tima var mjög treg þorskveiði á þessum miðum svo skip leituðu þaðan á Nýfundnalandsmið. Samkvæmt dönskum aflaskýrsl- um vairð veiði dönsku skip- anna undan Norður-Noregi 230 smálestir af laxi á sl. vori. Hraðfrystur, sjóveiddur lax er nú í geysilega háu verði á heimsmarkaði og eftirspurn mikil eftir honum. Norðmenn slá met Kringum 10. september s.l. var loðnuafli Norðmanna á þessu ári við það að ná 7 miiljónum hektólítra. Mörg skipanna sem stundað hafa þessat veiðar í allt sumar voru þá hætt í bili og sögðust vera að hvíla skipshafnirnar. Sam- anburður við loðnuveiðar Norð- manna 1968 er 5,4 miljónir hektólítra, sem þá var líkt met- veiði. Verðmæti aflans upp úr sjó er talið vera um 90 milj- ónir n.fcr. eða yfir ellefu hundr- uð.miljónir isienzkra kr. Framleiðsla á hundafóðri Á síðustu árum hafa vaxið upp framleiðslufyrirtæki í Nor- egi sem byggja tilveru sína á framleiðslu á hundafóðri úr fiski. Fyrfr nokkru var sagt frá einu sliku fyrirtæki í norsk- um blöðum, sem er staðsett í Kristiansundi á Norðmæri. í blaðinu Fisfcaren 15. sept. s.l. var svo sagt frá því, að Brödr! Aarsæther í Álasundi sem er þektot fyrirtæki á sviði fisk- framleiðslu og sölu fiskafurða hef ði byrj að f ramledðslu á hundafóðri árið 1963 og hefði framleiðslan farið vaxandi. Á s.l. ári framleiddi fyrirtækið hundafóður úr 3000 tonnum miðað við slægðan, nýjan fisk. Salan á hundafóðri það ár nam 2 miljónum norskra króna, eða í kringum 24 miljónir og 600 þúsund ísl. kr. Hundafóðrið er framleitt úr fullþurri skreið en hráefnið er ufsi. Þetta er verksmiðjuiðnaður, varan seld á markaði í smyrt.i- legum umbúðum, sem bafa all- ar sömu lögun og þyngd. Brödr. Aarsæther hafa selt sitt hunda- fóður til Svíþjóðar. Finnlands. Danmerkur og V-Þýzfcalands og auk þess á innanlandsmarkað í Noregi. Kristiansundsfj'rir- tækið hefur selt á svipaða markaði, en nú undirbýr það fyrirtæki einnig sölu á þess- ari vöru á Bandaríkjamarkaði. Fram undir þennan tíma hafa bandarískir framleiðendur á hundafóðri verið einráðir. ekki bara á heimamarkaði. heldur lika á Evrópumarkaði. Sam- keppnin á þessum markaði er því sögð nokkuð hörð. Hröð þróun Sú þróun í norska síldar- og fiskimjölsiðhaðinum sem byrj- aðj þegar bræðslusildarafurð- irnar féllu hvað mest í verði á mörkuðum, heldur áfram, þó verðið fari nú sífellt hækkandi aftur. Þessi þróun beinist að því. í stærri og stærri mæli, að hætta að sekkja mjölið, en í þess sitað geymia það í þar t.il gerðum geymslum sem eru ekki ósvipaðar heyturnum að útliti. Mjölinu er svo dælt lausu um borð í flutningaskip og aflest- að í svipaða geyma i uppskip- unarhöfn. Kringum 25% af Framhald á 9. síðu i !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.