Þjóðviljinn - 12.10.1969, Blaðsíða 3
terwnídagwr 12. oiktbófoer 1969 — ÞJÓÐVlitJ'II'nsr — SlÐA 3
Góðt/r gesfur á íslandl, BJarimar GJerde, frá Noregi
Eins og kunnugt er hefur dvalizt hér á landi
Bjartmar Gjerde, einn forstöðumanna Fræðslu-
sambands norsku verkalýðssamtakanna og flutt
erindi um fræðsluimál verkalýðssamtakanna í
Noregi. í umræðum að loknum erindunum kom
m.a. fram að íslenzkri verkalýðshreyfingu stend-
ur til boða að færa sér í nyt öll þau gögn.
fræðsluefni og bækur, sem AOF hefði útbúið eða
gefið út. Ennfremur sagði Gjerde að verkalýðs-
félögunum stæð^ til boða að senda menn á ein-
hver þeirra 200 námskeiða, sem árlega eru hald-
in á vegum AOF um ýmis efni. Myndu frændur
okkar Norðmenn reiðubúnir að greiða dvalar- og
námskostnað fyrir þá íslendinga sem slík nám-
skeið myndu sækja.
Þetta og margt fleira kemur fram í frásögn af
erindum Bjartmars Gjerdes, sem birtist hér les-
endum blaðsins.
Skóli uorska Alþýðusambaudsins í Sörmarka.
Baui íslenzku verkalýissamtökunum
stuðning við fræðslustarfsemi hér
Hér í blaðinu var fyrir nokkr-
uim dögum skýrt frá komu Bjart-
mars' Gjerde eins af forstoðu-
mönnum Fræðslusambands
norsku verkalýðssamtakanna,
AOF, en hann kom hingað til
lands á vegum stjórnar Fi-æðslu-
og mcnningarsjóðs ASl, fyrir
milligöngu Norræna hússins.
Gjerde hélt hér tvo fyrirlestra
í Norræna húsinu, ■ sinn hvort
(kvöldið, en þriðja kvöldið-
greindi Stefán ögmundsson,
form- Fræðslu- og menningar-
sjóðsins frá stöðu fræðslumála
‘í ÍÚ.'1 '°verkalýðsihreyfingu og
störfum sjóðsstjórnarinnar að
þeirn.
1 umræðum að þessum fyrir-
lestrum loknum skýrði Gjerde
frá því, að ísienzku verkalýðs-
samtökunum væri heimilt að
færa sér í nyt öll þau gögn,
fræðsluefni og bækur, sem AOF
hefði útbúið eða gefið út og
mættum við þýða og laga að
staðlháttum og þörfum okkar
það sem henta þætti. Þá kvað
hann Fræðslusambandið réiðu-
búið að taka á móti manni til að
kynna sér starfsemi þess og til-
högun fræðslumála hjá norsku
verkalýðsforeyfingunni. Og —
síðast en ekki sízt — sagði hann
að verkalýðsfélögunum hér stæði
til boða að senda menn á ein-
hver þeirra 200 námskeiða, sem
árlega eru haldin á vegum AOF
uim ýmis eíni, Myndu frændur
okkar, Norðmenn, reiðubúnir að
greiða dvalar- og námskostnað
fyrir þá ísilendinga sem slík
námskeið myndu sækja- — Þetta
er sannarlega vel boðið.
1 fyrri fyrirlestri sínum rakti
Gjerde fyrst sögulegan, aðdrag-
• anda að fræðslustarfi meðal al-
þýðu í Noregi al'lt frá miðri síð-
ustu öld og fram til ársins 1932,
þegar Fræðslusambandinu var
komið á fót. — Á þessurn tíma
höfðu verkalýðssamtökin í Finn-
landi, Svíþjóð t>g Danmörku
þegar komið fastri skipan á
fræðslumál sín og skýrði Gjerde
frá skipulagsfoyggingu fræðslu-
samfoandanna í þessum löndðm.
— Norðmenn voru þannig, sagði
hann, síðastir Norðurlandaþjóða
(ef ísland og Færeyjar eru frá-
talin) til að mynda víðtæik
fræðslusamtök undir iörystu
verkalýðsforeyfingarinnar- Or-
sakir þess taldi hann vera klofn-
ing þann sem hrjáði hreyfing-
una um og eftir 1920- Eftir sam-
einingu verkalýðshreyfingarinn-
ar, 1927, komst skriður á
fræðslustanfið og 1931 samiþykkti
'þing Alþýðusamfoandsins (Lo)
Bjartmar Gjerde
að kbma á fót fræðsdusambandi
með líku sniði og í Danmörku-
Á fyrsta starfsóri þass voru
starfræktir 47 kvöldskólar og
haldin voru 57, 1—4' daga nám-
skeið sem um 3000 manns tóku
þátt í. Lengi'i eða skemmri nám-
skeið hafa síðan ætíð verið einn
umfangsmesti þátturinn ■ í
fræðslustarfi AOF og verkaiýðs-
félaga.
Árið 1933 keyptu verkalýðs-
samtökin óðalssetur í grennd við ,
Osló og þar var miðstöð fræðslu-
starfíseminnar þar ■ til Alþýðu-
sambandið' hóf að reisa hinn
glæsilega skóla, sem kenndur er
við Sormarka. Sá skóli, sem er
í fallegu umhverfi skammt tfrá
Ósló, tók til starfa 1939- starf-
semi hans lá hinsvegar alveg
niðri frá því nazistar hernámu
landið og fram yfir stríðslok.
Eftir stríð voru gerðar veiga-
miklar breytingar á skipulagi^
AOF, jafnhliða , því sem starf-
semi þess 'var aukin. M.a- tók
þá til starfa Folkets brevskoie
(Bréfaskóli alþýðu) og Norek
Folkeferie (Ferðasfcrifstofa al-
þýðu). SöiTnarkaskólinn var i
fyrstu rekinn sem almennur lýð-
háskóli en nú fara þar einkum
fram lengri og skemmri nám-.
skeið fyrir trúnaðarmenn bg
starfsmenn verkalýðsfélaga. —
Lengstu námskeiðin standa yfir
í 12 vikur.
Nú eiga 52 samtök aðild að
AOF og af þeim er Alþýðusam-
bandið langstæi*st með 575.000 j
félagsmenn en næst kemur j
nor.ski Verkamannaflokkurinn j
með 170 000 félagsmenn. Meðai
aðildarsamtakanna eru ýmis
æskulýðsfélög, bindindisfélög,
kristileg samtök, stúdentafélög,
söngfélög o- fl.
Gjerde skýrði í þessum fyrri
fyrirlestri sínum ýtarlega frá
einstökum þáttum í starfi AOF,
s-s. fræðslu- og útgáfustarfsemi.
Ennfremur vék hann að sam-
vinnu fræðslusambandanna á
Norðurlöndum um s. n. Genf-
skóla, en þar er um að ræða 2ja
mánaða námskeið sem bæði fara
fram í Genf og París og haldin
ei-u í samstarfi við UNESCO og
ILO (Alþjóða vinnumálastofnuin-
ina). Þessi námskeið, sem einkum
fjalla um alþjóðlegt samstarf
verkalýðshreyfigarinnar, eru
styrkt fjárhagslega af ríkis-
stjómum þátttöku'landanna.
Sagðist Gerde vona að íslend-
ingar gætu tekið þátt í þessu
samstarfi.
Varðandi fjárhagslegar hliðar í
fræðslustarfsemi AOF í Noregi
kom það fram að á sl. ári
narri styrkur opinberra aðila, rik-
is,' sveitarfélaga og fylkja,, sám-
anlagt rúmum 5 milij. n- kr.
- I síðari fyrirlestri sínum sem
Gjerde nefndi: Fullorðnisfræðsla
á vorum dögum, ræddi hann um
það, hvernig hinar öru breyting-
ar í atvinnuháttum og starfs-
skiptingu iðnaðarþjóðanna ei-u
stöðugt að leiða til úreldingar
þess fyrirkomulags (og hugsun-
, arháttar) að menn geti í eitt
skipti fyrir öll aflað sér nægi-
legrar menntunar og starfskunn-
áttu með því að sitja tiltekinn
áraifjölda á skólabekk á unga
aldri. — Þeir tímar væm
skammt undan að á starfsævi
sérhvers manns yrði með nokk-
urra ára millibili að gera ráð
fyrir námi í einhverri mynd og
tillit yrði að taka til þessa í
fræðslustarfinu og raunar einnig
í atvinnu- og efnahagslífi.
I Noregi væri bilið milli þekk-
ingar kynslóðanna stöðugt að
Framhald á 9. síðu.
Guðjón Jónsson, járnsmiður
Geta ber þess, sem vel er gert
HEILSUYERND 1 ÍÐNAÐI , 1
HÁVAÐl
OG
HEYRNARTJÓN
L'1:T1R SÖREN SÖRENSON
heilbvigöisíulltrúa
Vinnustaður er sá sitaður ut-
an heimilis sem hefur mest á-
hrif á heilsu og líðan starfandi
fólks.
Aðbúnaður, hollustuhættir og
öryggisbúnaður á vinnustöðum
er því veigamikið atriði fyrir
allt verkafólk og af þeim sök-
um varðar það miklp hvernig
stofnanir eins og heilbrigðis-
eftirlit og öryggiseftirlit haga
starfsemi smni.
Verkaiýðsfélög hafa látdð
þessi mál til sín taka, en ættu
þó að láta enn meira að sér
kveða í þessu efni.
Það er þvi mikilsvert að
starísmenn heilhrigðiseftirlits
ræki störf sín vel, þó að heil-
brigðissamþykktiir og reglu-
gerðir marki að sjálfsögðu
þeirra starfssvið.
Sinn beirra manna sem haft
hefur á hendi heilbrigðisef'tir-
lit, á vegum eftirlitsmanna borg-
arlæknisembættisins um ára-
bil Sören Sörensen hefur öðl-
azt traust verkafólks og trún-
aðarmanna þess.
Sören Sörensen heíur ekki
aðeins rækt þessi störf sín vel,
einnig hefur hann aflað sér
stöðugt nýrrar þekkingar varð-
andi verkeíni sitt og þá um
leið íylgzt með nýjungum.
Á vinnustöðum í iðju og
iðnaði er ýmislegt sem getur
hiaft áforif á heilsu manna, en
verkaifólkið gerir sér ekki grein
fyrir að varast þurfi t-d. sam-
setningu andrúmslofts, ýrnis
eiturefni og ekki sízt hávaða.
Sören Sörensen hefur í nokk-
ur skipti fluitt fræðsluerindi
um þessi efni hjá Félagi járn-
iðnaðarmanna og einnig hefur
Sören samið sérstaka grein
varðandi hávaða og áforif há-
vaða á heilsu fólks og var sú
grein birt í tímaritinu „Iðnað-
armál“. Þessi þáttur í starfi
Sörens sem heilbrigðiseftirlits-
manns er mikilsverður. Því
aðeins getur verk.afólk gætt
heilsu á vinnustöðum að það
viti hvað varasf beri.,
Nú hefur grein Sörens Sör-
ensens um hávaða og áhrif
hans verið gefin út sérprent-
uð á vegum atvinnusjúkdóma-
deildar Heilsuverndairstöðvar
Reykjavíkur og ber sérprentun-
in heitið „Hávaði og heyrnar-
tjón“, jiafnframt ber bækling-
urinn yfirskriftina „Heilsu-
vernd í iðnaði — 1“, sem mun
tákna að fyrirhuguð sé áfram-
haldandi útgáfa á fræðslurit-
um varðandi þetta feíni. Vara-
börgai'lækinir, Bragi Ólafsson,
mun hafa haft forgöngu um út-
gáfu þessa fræðslubæklings.
Grein þessi er rituð til þess
að þaikka höfundi fyrir hans
þátt í fræðsluriti þessu og út-
gefanda fyrir útgáfuna og einn-
ig til að vekjja athygli verka-
fólks og samtaka þeirra á þess-
um þætti í starfi atvinnusjúk-
dóm'adeildar.
Síðast en ekki sízt vill undir-
ritaður óska eftir að áfram-
hald vefði á út.gáfu íræðslurita
varðandi heilsuvernd á vinnu-
stöðum.
Því aðeins getur verkafólk
varið heilsu sína gegn atvinnu-
sjúkdómum að það þekki or-
sakirnar og kunnj við þeim
varnir.
Giið.ión Jónsson,
járiismiður.
Útgtífandi:
Atviuuusj úkdómadt’ild Heilsuvcrndarstöðvni'
Reykjavíkui'. 1969.