Þjóðviljinn - 08.11.1969, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1969, Blaðsíða 3
I ÞJÓÐVmjmN — SlÐA 3 Á móti EFTA-nefnd Framháld a1 1. síðu. á i ðnlá nasj óösgj aldi. Hann nefndi ennfremur að tekjur iðn- lánasjóðs hefðu verið 60.9% úr Reytkijavlk 1963 en 60.3% 1968. Braigi kvaðst ekki viljá taka afstöðu með eða móti EFTA a þessu sitigi mólsins, en taldi o- þarfa að samþykkja sérstaka nefndarskipun á vegum borgar- stjómarinnar, enda væru sitarf- andi starf&hópar á vegum iðn- aðaraðila, sem skiluðu áliti inn- an nokkurra vikna. Lagöi Bragi til að tillögunni yrði visað til atvinnuimélanefndar borgarinnar. Jón Snorri Þorleifsson lýsti eindregnum stuðningi borgarfuill- trúa Alþýðubandalaigsins við til- lögu PYaimsókinarmanna. Sagði Jón það óeðlilega málsmeðferð að visa málinu tii atvinnumála- nefndar. Hún hefði nægum öðr- um verkefnum að sdnna. Ef borgarstjórnin ætlar að láta sig hagsmuni borgarbúa í fram- tíðinni einhverju-skipta ber henni skyldia til þess að fylgj ast vand- lega með EFTA-mólinu. Iðnað- arfyrirtæki í Reykjaivík væru yfirledtt smávaxin — 4-6 þeirra hefðu 100 eða fledri í atvinnu, en 40% Reykvíkinga hefðu atvinnu sína við iðju og iðnað í mörgum smáum fyrirtækjuim. Ennfremur tóku til méls Eiinar Á gústsson og Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarfulltrúaa- Al- þýðuflo'kksdns töluðu ekki — létu nægja að láta málsvara hins stjómarflokiksins lýsa áliti rfkis- stj óm a rflokikan n a. Fór að lokum fram nafnakall um frávísunartillö'gu íhaidsins. Þeir sem sögðu já — þ.e. voru á móti því að skipuð yrði sér- stök nefnd á vegum borgarinnar — voru: Óskar Hallgriimsson ■ (A), Björgvin Guðmundsson (A), Úlf- ar Þórðarson (S), Auður Auðuns (S), Birgir Isleifur Gunnarsson (S), Braigi Hannesson (S), Geir Kallgrímss'on (S), Gísli Hailldórs- son (S), Þórir Kr. Þórðarson (E) og Magnús L. Sveinsson (S). — Nei sögðu Kristjén Benedikts- son (F), Si.gurjón Bjömsson (AB), Einar Ágústsson (F), Guðmundur Vigfússon (AB) og Jón Snorri Þorleifsson (AB). AMI SKIPAUTGtRB RIKISINS M/S BALDUR fer vestur um land til ísafjarð- ar 11. þ.m. Vörumóttaka mánu- dag. M/S HERÐUBREIÐ fer austur um land í hringferð 14. þ.m. Vörumóttaka mánudag, þriðjudag og miðvikudag. M/S ÁRVAKUR fer vestur um land í hringferð 15. þ.m. — Vörumóttaka mánu- dag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. HERBERGI ÓSKAST ,..Herbergi óskast til leigu fyrir ensk hjón til janúarloka. Upplýsingar í sima 11765 (skrifstofutími). ! sjúklingi í skjól svo runnið geti af honum og hann orðið viðræðu- hæfur um sín mál. Á þetta ekkert skylt við aðstoð til „útigangs- manna“, enda þeim nú séð fyrir sínu nœturskjóli. Til að standa undir kostnaði mun Áfengismálafélagið nú um helgina hefja söfnun hundrað krónu framlaga og mun hópur ungs fólks fara um borgina í þessu skyni- Verða fræðslubæklingar ÁMl og verklýðsfélaganna af- hentir sem kvittun fyrir framlagi og vonar framkvæmdastjóm ÁMÍ að þannig fáist nokkurt rekstrar- [ fé um leið og fræðsluefni um áfengismálin er útbýtt- Með útgáfu bæklinganna er það fræðslustarf ÁMl haf jð, sem hing- að til hefur tafizt vegna- reksturs leiðbeiningastöðvarinnar, og þakk- ar ÁMl þann árangur eingöngu skilningi og velvilja Verkamanna- j félagsins Dagsbrúnar, Verzlunar-, mannafélags Reykjavíkur og Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sem kostað hafa útgáfu ritlinganna. Ritin eru „13 þrep alkóholismans“, ætlaö mönnum er vita eða grun- ar að þeir neyti áfengis í rýmra meðallagi og þurfi e-t-v- þar um að bæta. „Þú skalt — skalt ekki“ er ætlað þeim sem ekki drekka sjálfir, en búa við dryk'kjuskap annarra og „Hvernig þekkist alko- holisti?" er alhliða athugun á vandamálinu og ætlað almenningi til yfirlits um þróun alkoholism- ans- Auk bæklinganna þriggja hefur ÁMl gefið út smápésa, „Það er barið að dyrum“ með kynningu á starfsemi félagsins. Hundruð þúsunda mótmæla stríðinu NEW YORK 7/11 — Um naestu helgi er ætlunin að önn- u-r lota mótmælanna gegn Vietnarmstríðinu í Bandaríkj- unum verði. í skeyti frá fréttaritaira norsku fréttastofunn- ar NTB í Bandaríkjunum er sagt að búizt sé við að 200.000 — 500.000 manns muni taka þátt í mótmælagöng- unni eftir Pennsylvania Avenue framhjá forsetabústaðn- um, Hvíta húsinu, að þinighúsinu og þaðan að minnis- merkinu um George Washington þar sem ætlunin er að halda fund. Þessi mótmæli eru framhald af þeim sem áttu sér stað um gervöll Bandaríkin 15. október sl. og kölluð voru „moratorium". Dómsmálaráðuneytið banda- ríska hefur sagt frumkvöðlum mótmælanna að það geti ekki fallizt á að gangan fari þá leið sem áður var lýst og er því við borið að ráðuneytið hafi fengið vitneskju um að hópar mótmæl- enda ætli að stofna til vandræða. Nefndin sem annast framkvæmd mótmælanna hefur þverneitað að fara aðra leið en þá sem þegar hefur verið ákveðin — og segir hún göngumenn hafa leyfi samkvæmt stjórnarskránni til að gangia hvar sem þeim sýn- ist. Þessi fjöldaganga er aðeins einn þáttur mótmælanna sem fyrirhuguð eru í Washington um næstu helgi. Þannig eir ætlunin að 40.000 manns gangi í tvö- faldri röð frá hermanna- og þjóðhetjukirkjugarðinum í Ar- lington yfir Potomac-fljót að Hvíta húsinu. 40.000 Bandaríkja- menn eru taldir hafa fallið á vígvöllum Vietnams. Leyfi hefur verið fengið til þessarar „dauðagöngu“, en hver göngumanna á að vera fulltrúi fyrir bandarískan hermann sem týnt hefur lífi í Vietnám. Sumir göngumanna munu auk þess bera spjöld með nöfnum þorpa í Suður-Vietnam sem bandarískar sprengjur hiafa jafnað við jörðu. A K R A N E S : Aljjýðubandalagsfólk Akranesi Félagsfundur í Rein sunnudaginn 9. nóv- ember kl. 3. Stjórnin. Krístniboðsdagurinn 1969 Athygli kristniboðsvin'a og annaira velunnara ís- lenzka kristriiboðsins er vakin á því, að kristni- boðsdagurinn hefur verið fluttur frá pálmasunnu- degi til annars sunnudags í nóvember. Samkvæmt því verður kristniboðsins minnzt og gjöfum til þess veitt viðtaka við ýmsar guðsþjónustur og samkomiur á morgun. Á vegum Kristniboðssambandsins og kristniboðs- félaganna verða eftirtaldar samko’mur á morgun í Reykjavík og nágrenni: AKRANES: Kl. 10.30 f.h. Barnasamkoma að Vesturgötu 35. — 2,00 e.h. Guðsþjónusta í kirkjunni. — Konráð Þorsteinsson préd. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. — 8.30 e.h. Kristniboðssamkoma í samkomusal K.F.U.M. og K. Vesturgötu 35. Konráð Þorsteinsson talar. HAFNARFJÖRÐUR: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskóli K.F.U.M. og K. í húsi félaganna við Hverfisgötu. — 8,30 é.h. Kristniboðssamkoma á sama stað. Myndir frá Eþíópíu. Bjami Eyjólfsson talar. — Einsöngur. REYKJAVÍK: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskóli kristniboðsfélaganna Stórholti 70. — 8.30 e.h. Kristniboðssamkoma í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg. Séra Jóhann Hannesson, prófessor. og Halla Bach- mann, ki'istniboði, tala. — Fréttir frá kristniboðinu í Eþíópíu. — Einsöngur. Á öllum stöðu’m verður gjöfum til íslenzka kristni- boðsins í Eþíópíu veitt viðtaka, svo og við guðs- þjónustur. — Sjá nánar í messutilkynningum. Vinir óg velunnarar kristniboðsstarfsins eiu beðn- ir að sækja guðsþjónustur og samkomur dagsins. SAMRAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA. íöfigt.lS Aðstoðaríæknir Staða aðstoðarlæknis við lyflækningadeild Borg- arspítalans er laus til umsóknar. Upplýsingar varð- andi stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur við Reykjavíkurborg. Staðan veitist í 6 eða 12 mánuði frá 1. janúar 1970. Umsóknir. ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf. sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur fyrir 10. des. n.k. . Reykjavík. 7. nóvember 1969. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. ÚTBOÐ Flutningur starfsfólks á Rjúpnahæð Pós.t~ og símamálastjórnin óskar eftir til- boðum í reglulegan flutning starfsfólks pósts og síma allt að 5 mönnum til og frá Sendistöðinni á Rjúpnahæð og útvarps- stöðinni á Vatnsenda. Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu radíótæknideildar, Landssímahúsinu við Austurvöll, 4. hæð gegn 500,00 króna skila- gjaldi. Tilboð verða opnuð kl. 10 f.h. fimmtudaginn 13. nóvember n.k. á sama stað. PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN. V +. . ■ ' ' ’i ' ■■■ i ■■■".■. :,v,:ví 4NÝJAR BÆKUR FRÁ HEIMSKRINGLU LEIKRIT SHAKESPEARES Fjórða bindi af þýðingum Helga Hálfdanarsonar: Allt í misgripum, Anton og Kleópatra, Vindsor-konurnar kátu. Verð ób. kr. 410,00, ib. kr. 500,00, skinnb. kr. 600,00 (+ sölusk). INNAN HRINGSINS Ný Ijóðabók eftir Guðmund Böðvarsson. Verð ób. kr. 290,00, ib. kr.-370,00 (+ sölusk). Það sem ég hef skrifað Úrval úr ritgerðum Skúla Guðjónssonar á Ljótunnarstöðum. Verð ób. kr. 360,00, ib. kr. 450,00 (+ sölusk.). UPPELDI UNGRA BARNA Hagnýtt fræðslurit um uppeldi bama fyrstu átta æviárin, samið af fjórtán sérfróðum höfundum. Matthías Jónasson sá um útgáfuna. Verð ób. kr. 320,00, ib. kr. 440,00 (+ sölusk.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.