Þjóðviljinn - 31.12.1969, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.12.1969, Blaðsíða 9
MiðvtaidagMr 3CU deseartbier 1969 — ÞJÖÐVIE-rmN — SlÐA Q ið til lengdar að halda uppi frum- stæðum, dýrum iðnaði fyrir heimamarkað í skjóli verndar- tolla. En betra er að veifa röngu tré en öngu! Allar iðnaðarþjóðir hafa byrjað með frumstæðan rekstur, og með tímanum hefur útflutningsiðnaðurinn tekið við. Fáránlegt er, að byrja iðnþróun- arskeiðið með því að kæfa mik- inn hluta þess smáiðnaðar, sem fyrir er í landinu. Og miðað við langan þróunarferil iðnaðarþjóða er fráleitt að vænta þess að ís- lenzkum iðnaði nægi tíu ára að- lögunarskeið. -t*- ugljóst ætti að vera, að næstu árin þarf þjóðin á að halda ölium þeim atvinnutækjum, sem unnt er að halda gangandi- Skipulagður stuðningur við útflutningsiðnað — í staðinn fyrir EFTA-aðild — gæti verið með ýmsum hætti, eins og hér hefur verið bent á. Það er þá fyrst, þegar veruleg gróska er komin í atvinnulífið og útflutningsiðnaðinn fer beinlínis að skorta vinnuafl, að réttmætt getur verið að fórna óhagkvæm- um smáiðnaði í þágu arðbærati atvinnurekstrar með gagnþvæm- um tollasamningum við önnur ríki og lækkun verndartoUa. Mestu máli skiptir þó, að rík- isvaldið skilji forystuhlutverk sitt og gangist fyrir skipulegri iðn- væðingu samkvæmt fyrirfram gerðum áætlunum, en láti ekki allt reka á reiðanum af lotningu fyrir lögmáli hins frjálsa fram- taks, eins og núverandi ríkis- stjóm .hefur gert. Þörf er á öflugri ríkisstofnun, sem beinlínis ungar út nýjum iðn- fyrirtækjum á ýmsum sviðum og. tryggir þeim eðlileg vaxtarskil- yrði. Slík stofneat þarf að safna ' um sig kunnáttu- og hæfileika- mönnum og hafa sjálfstætt frum- kvæði tU að hraða iðnvæðingu landsins. í bráðum áratug höfum við Alþýðubandalagsmenn hamtað á því, að niðursuðu- og niðurlagn- ingariðnaðurinn muni áfram hjakka í sama farinu, nema ríkis- valdið hafi forystu um að koma upp öflugu útflutningsfyrirtæki, sem skipuleggi markaðskönnun erlendis og selji íslenzkar niður- suðuafurðir víðs vegar að af land- inu undir einu vörumerki. En viðkvæðið hefur ævinlega verið, að engir markaðir væru fyrir hendi og þessar tillögur hafa ekki fengizt afgreiddar á Alþingi. Dýrmætur tími hefur glatazt vegna sinnuleysis stjórnarvalda, en nú loksins er að komast skrið- ur á málið, eftir að ítarleg at- hugun á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefur sýnt, að mjög stór' og góður markaður er fyrir hendi. .Augljóst er, að ef þessi iðn- grein á eftir að vaxa verulega á næstu árum, er það ekki vegna þess að tollprósentan í nokkrum Evrópulöndum hafi lækkað, heldur fyrst og fremst vegna hins, að byrjað er að beita skynsam- legum vinnubrögðum. ■■■ ráleitustu tunmælin um áhrif EFTA-aðildar er sú kenning Hannibals Valdimarssonar, að kaupgjald hér á landi hljóti að hækka til jafns við launakjör í flestum EFTA-ríkjum. Að sjálf- sögðu eru áhrifin þveröfug. ís- lenzk framleiðsla verður við- kvæmari en áður fyrir hvers kon- ar verðhækkunum innanlands, og því má búast við, að lögð verði á það stóraukln áherzla að halda kaupgjaldi í lágmarki af þeim að- ilum, sem ekkert sjá nema launa- Iiðinn í útgjöldum fyrirtækja. Hvers vegna er kaupgjald á ís- landi svo Iágt sem raun ber vitni, þrátt fyrir miklar þjóðartekjur? Hvers vegna, hjakkar verklýðs- Iireyfingin í sama farinu ár eftir ár og hörfar jafnvel aftur á bak nú seinustu árin? Til eru þeir, sem telja sér hag í að sá eitri sundurlyndis og tortryggni innan verklýðshreyfingarinnar og hafa því einfalt svar við öllum slíkum spurningum: Forystan hefur svik- ið — forystumennirnir brugðizt! Og alltaf verða einhverjir grunn- hyggnir til að taka undir slík rnn- mæli. Varla eru þó margir hugsandi menn, sem ímynda sér í fullri al- vöru, að verklýðshreyfingin eða forysta hennar geti ráðið launa- kjörum í Iandinu með faglegri baráttu einni saman. Flestir hafa væntanlega orðið varir við, að í landinu er ríkisstjórn, sem hikar ekki við að beita gengislækkun- um miskunnarlaust í tíma og ó- tíma til að halda niðri kaupgjaldi. Víðast annars staðar er ekki hreyft við gengisskráningu nema í ýtrustu neyð — kannski einu sinni á nokkrum áratugum. Hér hafa verið 4 gengisfellingar á 9 árum. Skýrast kom þetta í ljós sumarið 1961, þegar verklýðs- hreyfingirt reyndi að bæta hag kunþega eftir gengisfellinguna miklu 1960 og knúði fram tæp- lega 13% kauphækkun með löngu verkfalli. Þá liðu aðeins nokkrar vikur, þar til gengið var fellt sem nam nokkurn veginn sömu prósenttölu. Þannig hefur þetta þrátefli gengið nokkuð lengi. Og þannig mun það ganga, Burt með atvinnuleysið. Gegn kjaraskerðingu. Frá íundi um atvinnuleysismálin á Austurvelli í fyrravetur. þangað til sigur vinnst á póli- tíska sviðinu og lífskjör breytast til batnaðar með gjörbreyttri stjórnarstefnu. Eftir aðild íslands að EFTA mun núverandi ríkisstjórn verða óprúttnari en nokkru sinni fyrr að beita gengislækkunum hlífðar- laust til að halda niðri kaupgjaldi. Þetta kom berlega fram í umræð- um á Alþingi um EFTA-málið- Einnig ræddi Guðmundur Magn- ússon, prófessor, sérstaklega um gengislækkanir sem hagstjórnar- tæki í skýrslu sinni til ríkisstjórn- arinnar og taldi víst, að breyting- ar á gengi yrðu framvegis enn ó- hjákvæmilegri aðferð en áður til að vega upp á móti launabreyt- ingum. bandalagið, langsterkasti pólitíski aðilinn í verklýðshreyfingunni, mun að sjálfsögðu taka þátt í þeim átökum með fullum stuðn- ingi við kröfuna um mjög veru- legar kjarabætur. En jafnframt hlýtur flokkurinn að vara við 6- rökstuddri bjartsýni um árangur af faglegri baráttu einni saman. VerldýðshreyfLngin ræður ekki' við ríkisstjórn, sem brýtur gerða samninga, breytir umsömdum launakjörum með nokkrum pennastrikum og beitir gengis- fellingum eins og þrælasvipu. Ríkisstjórnin verður að falla. Því aðeins má vænta bfeytinga til batnaðar, að þær verði knúðar fram við kjörborðið. erklýðshreyfingin er í þeirri erfiðu aðstöðu, að með ládausti kjarabaráttu stendur hún í mesta lagi í stað. Við aðgerðaleysi eru Iífskjörin á hraðri niðurleið, enda hafa valdhafarnir hvorki getu né vilja til að hafa hemil á verð- bólgunni og eru nú jafnvel að undirbúa stóraukið frelsi kaup- sýslumanna til að hækka álagn- ingu. Með vori renna út samningar flestra verklýðsfélaga og búast má við hörðum átökum. Alþýðu- ða svo aftur sé spurt: Hvers vegna er kaupgjald á íslandi svo lágt, þrátt fyrir miklar þjóðar- tekjur? Hvers vegna hefur verk- lýðshreyfingin mátt sín minna hér en víða annars staðar? Að sjálfsögðu vegna þess að flokkur innlendra og erlendra atvinnurek- enda, Sjálfstæðisflokkurinn, er yf- irgnæfandi sterkasta aflið í þjóð- félaginu og hefur lengi verið. Hægriöflin hafa kunnað þá list að skipa sér saman í þétta fylkingu, en verklýðshreyfingin hefur enn ekki eignazt nægilega stóran og öflugan sósíalískan flokk. En sá tími kemur. Eitt ár er nú liðið síðan Alþýðubandalag- ið var endurskipulagt og gert að sósíalískum stjórnmálaflokki. Al- þýðubandalagið er í dag forystu- flokkur í röðum laimþega og hef- ur öll skilyrði til að verða hinn stóri, sósíalíski fjöldaflokkur. Ég tala um sósíalískan flokk, vegna þess að ég álít það dlgangs- Iaust að skapa öfluga vinstri- hreyfingu til þess að taka völd í landinu og marka nýja stefnu, nema hún sé reist á sósíalískum hugmyndum og þannig grund- völluð á hinni einu fræðikenn- ingu vinstrimanna, sem talizt get- ur heilsteypt og raunhæf Iausn á vandamálum nútmaþjóðfélags- Við þurfum einmitt flokk, sem hefur ótvírasða afstöðu í grund- vallarstefnumálum og sameinar það bezta í sósíalískri hreyfingu fyrr og síðar. Álverksmiðjan í Straumsvik, fyrsta erlenda stórfyrirtæklð á íslandi. þessu sambandi hefði kannski að Iokum mátt minnast nokkrum orðum á starfsemi hóps manna úr Sósíalistafélagi Reykjavíkur, sem að undanförnu hefur gert árang- urslausar tilraunir til að stofna sjálfstæðan flokk. Ástæðan til þess, að það tókst ekki, mun hafa verið sú, að nær engir fengust dl þess utan af landi. Hefur klofn- ingsiðja þessara manna verið mátt- Iausari en svo, að farandi sé um það mörgum orðum. Aðeins meira hefur borið á þeim Bimi og Hannibal, enda eiga þeir báðir sæd á Alþingi. Hins vegar verður það að teljast raunaleg kaldhæðni, að einmitt á þeim tíma, þegar mest reið á fyrir verklýðshreyfinguna og stjórnarandstæðinga almennt að ná sem mestri samstöðu gegn hægriöflumun, skuli forseti og varaforseti ASÍ ákveða að rjúfa raðirnar með því að taka afstöðu í EFTA-málinu til stuðnings þeirri ríkisstjórnarstefnu, sem leiðir til aukins atvinnuleysis, hækkaðs söluskatts og aukinna á- hrifa útlendinga í atvinnulífi landsmanna. Þólitískur hringsnúningur þeirra Björns og Hannibals vekur óneitanlega nokkra undrun þeirra, sem áður hafa með þeim starfað. Þeir stofna flokk, Stm hefur enga afstöðu í umdeildasta utan- írkismáli samtímans, NATO- málinu, — vaaitanlega vegna þess að þeir vilja engan styggja. Þeir stinga höfðinu í sandinn, og segjast vilja lúta niðutstöðu þjóð- aratkvæði. Þess háttar skollaleikur er þó ekki líklegur til að auka á virðingu þeirra. Jafnvel málgagn þeirra Nýtt land — Frjáls þjóð hefur eðlilega fyrirlitningu á slíkri hentistefnu. í ágætum pisdi í nýútkomnu blaði (39- tbl.) er flokki Hannibals og stefnu hans í NATO-málinu Iýst á óvenjulega hreinskilinn hátt: „Það hlýtur að vera eitt meg- inhlutverk stjórnmálaflokks að veita forystu, taka afstöðu og kynna hana og rök málsins fyrir flokksmönnum sínum og kjósend- um öllum og biðja þá að meta flokkinn á þeim grundvelli. Flokk- ur sem víkur sér undan þessum beiska kaleik, sem neitar að taka þátt í að móta skoðanir almenn- ings af ótta við að móðga ein- hvern hóp kjósenda, flokkur, sem hrekst stjórnlaust undan veðri og Vindum almenningsálitsins, ei ekki stjórnmálaflokkur heldui hludaus rennistigi eða færiband fyrir metorðagjarna stjórnmála- braskara, sem engar skoðanir hafa og segjast því vera öllum sam- mála. Slíkur flokkur hefur engu lýðræðislegu hlutverki að gegna** Að fenginni þessari snörpu á- drepu á hentistefnuflokka og „færibönd fyrir stjómmálabrask- ata" þarf ekki miklu við að bæta. Rétt er þó að taka það fram, þótt það skipti ekki máli, að í ofan- greindri grein er ritstjórinn fyrst og fremst að ræða um afstöðu Framsóknarflokksins í EFTA- málinu, en varla leynir það sér, að hann er með NATO og nýja flokkinn í huga. Ég vil að lokum óska les- endum Þjóðviljans og lands- mönnum öllum gæfu og gengis á nýu ári. Árið 1970 verður mikið átakaár, bæði hvað snertir kjaramálin og stefnuna í atvinnumálum. Á þessum áramótum heitum við Alþýðubandalagsmenn því að vinna enn sem fyrr af alefli fyrir bættum lifskjörum almennings og nýjum og betri stjórnarháttum i land- inu, og ekki er á því vafi, að vinnandi fólk á fslandi mun í vaxandi mæli styðja okkur að því marki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.