Þjóðviljinn - 31.12.1969, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.12.1969, Blaðsíða 8
g SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Mdiðvikiuidagiuir 31. desamlber 196«. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðuhandalagsins: ÁRAMÖTAHuGLEIÐING Ei ^ins og flestum mun kunnugt hefur atvinnu- og efnáhagsástand á íslandi farið versnandi jafnt og þétt seinustu árin undir forystu núverandi ríkisstjórnar. Á því ári, sem nú er að Ijúka, hefur enn frekar sigið á ógæfuhliðina. Alla mánuði ársins hefur verið verulegt atvinnuleysi — mest í febrúar, þegar tala atvinnulausra komst hátt á sjötta þúsundið. Um seinustu mánaðamót vpru rúm- lega tvö þúsund skráðir atvinnu- lausir, og má telja víst, að sú tala hafi hækkað allmikið síðan, en yfirleitt er ástandið alvarlegast í janúar qg febrúar. Þessi háa tala atvinnulausra er þeim mun í- skyggilegri, þegar haft er í huga, að til viðbótar munu vera um 500 iðnaðarmenn í vinnu erlendis, og á þessu ári hefur um eitt þúsund manns flúið land og flutzt bú'- ferlum til annarra lahda. Óhætt er að segja, að ytri að- stæður hafi í heild verið fremur hagstæðar á þessu ári. Að vísu brugðust síldveiðarnar, en varla hefur það komið neinum á ó- vart, enda hefur beinlínis heyrt til undantekninga seinustu tvo •áratugi, að síldveiði væri verulega mikiL1' Að öðru leyti má segja, að útflutningsframleiðslan hafi gengið ágætlega á þessu ári og fiskafli verið mun meiri nú en oft áður. Við þetta bætist, að verðlag á sjávarafurðum hefur farið riijög hækkandi á öllum sviðum og hefur meira að segja sjaldan verið hærra í ýmsum greinum. Af þessu má vera ljóst, að ekki dugar að skella skuldinni á óvið- ráðanlegar ytri aðstæður, og ætti flestum að vera farið að skiljast, að harðærið stafar af mannavöld- um. Stjórnarstefna valdhafanna, mótuð af kapítalískum hagfræði- kreddum, virðist allt ætla að fæta á kaf. Viðskipti dragast saman og neyzla á öllum sviðum minnkar, t.d. hefur neyzla á kjöt- og mjólk- urvörum dregizt töluvert saman, og byggingariðnaðurinn er í al- geru lágmarki. H ver eru svo bjargráð ríkis- stjórnarinnar út úr öllum þessum ógöngum, sem hún er búin að J) Ef litið er áskýrslur uim síld- arafla seinustu tvo áratugi Clodna meðtalm eftir að þaar veiðar hófust) kemur í ljós, að á tímabilinu 1949—1955 var afflinm 32 — 84 þúsund tonn, á áruniuim 1956 — 1960 var aflinn 101 —182 þús- tonn, á ánun- um 1961 — 1967 326—895 þús- tonn og árið 1968 207 þús- tonn. A árinu 1969 hefur síldar- og loðnuafli smnilega verið um 225 þús- tonn (var 223 þús- tonn i nóvemberlok). Annar fiskaifli (þ-e. allur ann- ar fiskur en síld og loðna) hef- ur breytzt furðulega lítið frá ári til árs; á tírnabilinu 1949 —1968 hefur' aflamagnið verið öll ár- in milli 318 og 464 þúsund tonn, og þó aðeims fjórum sinnum verið yfir 400 þús- tonn- A ár- inu 1969 var fiskafli (annar en síld Og loöna) á að gizka 425 þús tonn (var um 416 þús- tonn í nóvemtoerlok) og er það mesta aflamagn f 14 ár. Heildarafiaaukning frá því í fyrra er um 18%> .en verðmæt- isaukning töluvert meiri vegna iiaarra verðs- koma þjóðinni í? Lausnarorðið virðist vera fundið: atvinnurekst- ur útlendinga. Talsmenn stjórnar- flokkanna ræða það af miklum áhuga, að þegar ísland verði kom- ið í EFTA muni bandarískir framleiðendur setja hér upp at- vinnurekstur til að fullvinna vör- ur, er eiga að fara á EFTA-mark- að. Vantrú stjórnarflokkanha á sjálfstæðum, íslenzkum atvinnu- rekstri hefur aldrei komið Ijósar fram. Þeir telja það helzt til ráða, að íslenzkt atvinnulíf verði útibú erlendra auðhringa — eins konar millilendingastaður fyrir útlenda atvinnurekendur. , Svo er mikil trúin á þetta ný- fundna bjargráð, að irínganga ís- Iands í EFTA er endanlega á- kveðin, á sama tíma og 'talizt get- ur líklegra en nokkru sinni fyrr, að meirihluti EFTA-ríkjanna sprengi það bandalag innan tíðar og gangi inn í Efnahagsbandalag Evrópu, EBE. H ugmyndin á bak við Efna- hagsbandalagið er, eins og flest- um mun kunnugt, hugsjónin um Bandaríki Evrópu og þann ávinn- ing, sem þjóðirnar eiga að hafa af því að fella niður landamæri, sameinast undir einni yfirstjórn og láta vörur og vinnuafl renna. hindrunarlaust milli landa. Að sjálfsögðu eru það Bandaríki, Norður-Ameríku, sem höfð eru til fyrirmyndar. Hlutverk EFTA er talsvert ris- Iægra. Þar er fyrst og fremst um að ræða sameiginlegt afnám verndartolla til þess að ódýrari framleiðsla eigi auðveldara með að útrýma þeirri dýrari. Með því að stuðla að því að varan sé að- eins framleidd, þar sem hún er ó- dýrust, er ætlunin að koma á hag-, kvæmari verkaskiptingu aðildar- þjóða í milli. Slíkur reginmunur er á EFTA og EBE, að því aðeins er réttlæt- anlegt að ræða um bæði þessi bandalög í sömu andránni, að hverjum manni á nú að vera orð- ið ljóst, að EFTA er fordyri að Efnahagsbandalaginu. Sá sem kominn er í EFTA er óhjákveemi- lega á hraðri leiö" inn í EBE, vit- andi eb"a óafvitandi. stórþjóðir Evrópu geti haft hag af að verða enn stærri. Sameigin- legt afl þeirra verður meíra tíl sóknar og varnar, fyrirtækin verða stærri og tröllslegri og at- vinnulíf á hverjum stað arðvæn- legra frá sjónarhóli hagfr'æðinnar, en að sama skapi einhæfara. En spurningin, sem mestu máli skiptir, hlýtur að vera: Mun fólk- inu líða betur? Oft vill það gleymast, að með auknum þjóðar- tekjum er ekki allt fengið. Verka- maður í úthverfi Chicago með fasta vinnu getur til dæmis yafa- laust keypt meiri vörur fyrir laun sín en verkamaður á Akranesi eða bóndi í Skagafirði. En ekki er víst að sá bandaríski lifi þess vegna miklu betra lífi. Auður og fjárhagsleg velsæld geta skapað alvarlegri vandamál, eh þeim var ætlað að Ieysa, ef illa er á haldið. happadrýgra að vera borgari í stórríki frekar en smáríki? j Tvö stórveldi béra nú ægis- hjálm yfir önnur ríki jarðar. Ég hef ítt þess kost að kyruiast báð- um þessum stórríkjum af eigin raun nú í seinni tíð. Þótt alltaf sé varhugavert að draga miklar á- lyktanir af því, sem séð verður í nokkurra vikna heimsókn, getur það þó tæplega farið fram hjá neinum, sem að garði ber, að bæði þessi risaveldi eiga í óvenjulegum innri erfiðleikum, hvort með sín- um hætti. , Iegum hætti. Margt bendir til þess, að smærri ríkin í Austur-Evrópu muni eiga hægara með að smeygja sér úr þessari sjálfheldu alræðislegra stjórnarhátta, þegar þau fá tækifæri til þess og utan- aðkomandi íhlutun linnir. í miðstýrðu stórríki er hætt við, að skipulagið verði því þung- lamalegra sem ríkið er stærra. Leiðin upp í æðri stöður virðist vera afar seinfær í Sovétríkjun- um og endurnýjun hæg, enda er meðalaldur manna í forystuliði ó- venjulega hár. Sú spurning er Ragnar Arnalds E ða hefur það almennt reynzt Bandarískt þjóðfélag er áber- andi sjúkara en hliðstæð kapítal- ísk ríki í norðanverðri Evrópu; andstæðurnar milli ríkra og fá- tækra milli hvítra og blakkra hafa sjaldan verið eldfimari, glæpir og ofbeldisverk eru margfalt algeng- ari en víðast annars staðar og fer fjölgandi og hvers konar félagsleg vandamál hrúgast upp, en verulegum hluta ríkistekna et varið í vígbúnað og svívirðilegan styrjaldarrekstur víða um heim. Valdaaðstaða auðhringa í her- gagnaiðnaði og áhrif þeirra á her- mál og hergagnakaup er eitt háskalegasta innanmein Banda-' ríkjanna og veldur vaxandi á- hyggjum þar í landi, og jafnframt má fullyrða, að Bandaríkin séu eina þróaða auðvaldslandið, þar sem hættan á fasistískri valdatöku getur talizt raunverulegur mögu- leiki, enda jarðvegurinn þegar fyrir hendi. Vandamál hlns SQáíalíska risa- veldis er allt annars eðlis, enda er hagkerfi þess ekki þjakað áf þess háttar innri andstaíðum. Þar er hins vegar urh að ræða stirðnað skriffinnskukerfi, .5gm seint ætlar að haggast og kemur enn í veg fyrir, að hvers-koharíandleg sam- skipti, sem byggjast á skoðana- frelsi, fái að blómgast með eðli- talsvert áleitin, hvort það sé ekki að nokkru leyti vegna tröllvaxinn- ar stærðar, að svo hörmulega seint og illa gengur fyrir mannlegan mátt í Sovétríkjunum að brjót- ast undan ofríki skriffinnskuveld- isins. Ég held sem sagt, að reynslan af tröllvöxnum ríkjasamsteypum sé síður en svo tíl ávinnings fyrir hugmyndina um Bandaríki Ev- rópu a. m. k. út frá sjónarmiði hins almenna manns, og sízt af öllu hvetjandi fyrir smáríkin í út- jaðri álfunnar. 1 seinni tíð heyrist þó oft full- yrt, að íslendingar yrðu býsna illa settir, ef flest EFTA-löndin rynnu inn í Efnahagsbandalagið og ís- land stæði eitt af örfáum Vestur- evrópuríkjum utan við hið nýja Evrópubandalag. Því er þá gjarn- an bætt við, að íslendingar hlytu að dragast aftur úr öðrum þjóð- um og einangrast. Nú er það svo, að ísland hefur aldrei gengið í Bandaríki Norður- Ameríku, og vonandi eru ekki margir sem sjá eftir því. Ekki hefur heldur verið'talað um ein- angrun fslands í því sambandi. Þó er ekki að efa, að þróunin innan- lands hefði orðið með gjörólík- um hætti, ef ísland hefði hætt að vera sjálfstæð efnahagsheild- Að vísu hefðum við sennilega hagn- azt á, stórum markaði og stöðugu gengi, en jafnframt sopið af því seyðið að vera útkjálkabyggð í víðlendu ríki. Þeir sem athuga þróunarferil útkjálkabyggðar, hvort heldur í Bandaríkjunum eða á Bredands- eyjum munu áreiðanlega geta sannfærzt um, að ekki höfum við mikils misst að hafa haldið okkur utan við Bandaríki Norður-Ame- ríku öll þessi ár. Og ekki verður séð, að missirinn verði meiri, þótt við stöndum utan við Bandaríki Evrópu. Að íslenzkir menn skuli tala um hættulega einangrun, af því að við viljum vera sjálfstæð þjóð, er aðeins dæmi um ein- kennilega öfugsnúið hugarfar. F orfeður okkar, sem tryggðu þjóðinni fullveldi, byggðu gerðir sínar á þeirri bjargföstu trú, að íslendingar myndu bezt geta nýtt möguleika sína með því að standa sem sjálfstæð efnahagsleg eining og halda sjálfir um alla tauma. Þeir litu ekki á sjálfstæði lands- ins fyrst og fremst sem metnáð- armál, tengt þjóðerni okkar, menningu og tungu. Þeir þekktu það af sögunni, að sjálfstæðið er framar öilu öðru fjárhagslegt hagsmunamál, og þeir vildu tryggja, að íslendingar yrðu ekki afrur rnjólkurkýr erlendra auð- manna. f augum þeirra var ís- lenzkt sjálfstœði frekar en nokkuð annað réttminn til að stjórna straumi fjármagns, framleiðslu og vinnuafls inn og út úr landinu og forgangsréttur íslenzkra ríkis- borgara til að hagnýta auðlindir lands{ns. f slendingar eru enn ekki komn- ir inn í Efnahagsbandalagið, og langt er enn þar til Bandaríki Evrópu sjá dagsins ljós. En eng- um getur dulizt, að undir forystu núverandi stjórnarflokka er stefnt í þessa átt. Inntak hins íslenzka sjálfstæðis fer rýrnandi. Farið er að hleypa útlendingum inn í at- vinnulíf landsmanna í stórum stíl og gefa þeim kost á að flytja arð- inn af vinnu íslenzkra manna út úr Iandinu. Álverksmiðjan var fyrsta erlenda stórfyrirtækið, og mörg önnur munu á eftir fylgja, ef núverandi valdamenn ráða ferðinni áfram. Með inngöngu í EFTA erum við sviptir réttinum til að vernda innlendan iðnað með tollum. Jafnframt heitum við því að opna Iand okkar upp á gátt fyrir hvers konar erlendum varn- ingi um alla framtíð og hvernig sem á stendur í íslenzku efnahags- lífi. Þannig eru hagfræðiformúl- ur, fegnar að láni hjá háþróuðum auðvaldsríkjum, látnar ryðja burt stig af stigi þeim réttindum, sem þjóðin hafði tryggt sér með langri baráttu og heilbrigð skyn- semi hafði kennt henni, að óhjá- hvaímilegt væri að styðjast við í miskunnarlausri samkeppni þjóð- anna. Hvað verður svo næsta skrefið? Enn er það ekki ljóst, en flest bendir tíJ þess, að næst á dagskrá verði aukaaðild að Efnahags- bandalaginu. H .3' ai m ér gefst ekki ráðrúm til að rök- ræða allar hliðar EFTA-málsins. En helztu rökin fyrir aðild hafa tíðum verið orðuð eitthvað á þá leið, að á íslandi yrði ekki byggð- ur upp verulegur útflutningsiðn- aður nema landið væri í tengslum við stóran markað. • Þess háttar orðalag er þó mjög villandi, því að við aðild að EFTA opnast hvorki nýtt markaðssvæði, sem áður var lokað né neinir nýir sölumöguleikar. Það eina sem gerist er, að fyrir útflutta iðnað- arvöru til EFTA-ríkis fáum við heldur hærra verð en áður eða sem nemur núverandi innflutn- ingstolli í viðkomandi ríki. Nákvæmlega sams konar stuðn- ing væri hugsanlegt að veita ís- lenzkum útflutningsiðnaði eftir öðrum leiðum, án þess að fs- land gengi í EFTA. Við gætum til dæmis ákveðið að greiða styrk úr sameiginlegum sjóði til sér- hvers framleiðanda, sem seldi ís- lenzka vöru í EFTA-landi og næmi upphæðin tolli í viðkom- andi landi. í samanburði við EFTA-aðild ynnist með þessu, að íslenzkur iðnaður, sem byggir á innanlandsmarkaði, nyti áfram tollverndar og fengi áfram að vaxa og þróast. Þær þúsundir miljóna króna, sem spöruðust þjóðinni við, að innlendum smá- iðnaði væri hlíft (atvinnuleysis- styrkir, sem ekki þarf að greiða, skatttekjur ríkissjóðs, sem ekki falla niður o. s. frv.), næmu fyrst um sinn miklu hærri upphæðum, en styrkirnir til útflutningsiðnað- arins. Þetta er ekki sett hér fram sem tillaga, heldur sem dæmi um, að útflutningsiðnaðinn má styrkja með' ýmsum öðrum hætti en EFTA-aðild. LítUs háttar tilfærsla á f jármagni innanlands hefði ná- kvæmlega sömu áhrif, án þess að neikvæð áhrif EFTA-aðildar kæmu til. E FTA-aðiId veitir íslenzkum iðnaði aðlögunarfrest í tíu ár. Enginn veit, hvernig landinu verður stjórnað á þessu tímabili. Útflytjendur iðnaðarvara verða að sjálfsögðu að vera undir það bún- ir, að íslenzkt efnahagslíf eigi eftir að fara allmargar kollsteypur á næstu árum. Þeim þarf ekki að koma á óvart, þótt verðbólgan verði áfram. tvisvar til þrisvar sinnum meiri en í öðrum EFTA- ríkjum, eins og hún hefur verið nú í þrjá áratugi, og raunar aldféi meiri en í tíð núverandi stjórnar. A. m. k. að óbreyttri stjórnar- stefnu er hætt við, að íslenzkur iðnaður búi við talsvert lakari vaxtarskilyrði á þessvtoi örlaga- ríku 10 árum, sem íjliönd fara, en iðnaður annarra EpTA-ríkja, jafnvel þótt ríkisstjórnmni tækist áfram að halda Iaunum/verkafólks lægri hér en í viðkon&ndi Iönd- um. Hvar á vegi verður íslenzkur iðnaður staddur.þegar'hin skefja- lausa samkeppni skel% yfir með fullum þunga? Það virðist enginn geta gizkað á, enda engar áætlan- ir fyrir hendi um iðnvæðingu Iandsins. Að sjálfsögðu getur'verið hæp-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.