Þjóðviljinn - 03.01.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVHJŒNN — Iaaiuigartíialglur 3. janúar 1970.,
Sjónvarpið næstu viku
málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis ■—
Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv-stjóri: EiSur Bergmann.
Ritstjórar: lyar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Slgurður V. Friðþjófsson.
Ritstj fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500
(5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr, 10.00.
Kjarabaráttan er stjórnmál
r'
áramótagrein formanns Alþýðubandalagsins
Ragnars Arnalds ræddi hann um atvinnuleysið,
kjaramálin og kjarabaráttuna framundan. Um
leið og flokksformaðurinn vísaði til að Alþýðu-
bandalagið, „langsterkasti pólitíski aðilinn 1 verka-
lýðshreyfingunni mun að sjálfsögðu taka þátt í
þeim átökum með fullum stuðningi við kröfuna
um mjög verulegar kjarabætur,“ varaði hann við
órökstuddri bjartsýni um árangur af verkalýðs-
baráttunni einni saman. „Verkalýðshreyfingin
ræður ekki við ríkisstjóm, sem brýtur gerða samn-
inga, breytir umsömdum launakjörum með nokkr-
um pennastrikum og beitir gengisfellingu eins og
þrælasvipu.“
r
| fraimhaldi hugleiðinga um nauðsyn stjórnmála-
baráttunnar jafnframt baráttu verkalýðsfélag-
anna varpar Ragnar Arnalds fram þeirri spumingu
hvers vegna kaupgjald á íslandi sé svo lágt'sem
raun ber vitni þrátt fyrir miklar þjóðartekjur.
„Hvers vegna hefur verkalýðshreyfingin ■ mátt sín
minna hér en annars staðar?“ spyr Ragnar, og
svarar á þessa leið: „Að sjálfsögðu vegna þess að
flokkur innlendra og erlenda atvinnurekenda,
Sjálfstæðisflokkurinn, er yfirgnæfandi sterkasta
aflið í þjóðfélaginu og hefur lengi verið. Hægri
öflin hafa kunnað þá list að skipa sér saman í
bétta fylkingu en verkalýðshreyfingin hefur enn
ekki eignazt nægilega stóran og öflugan sósialísk-
an flokk. En sá tími kemur. Eitt ár er nú liðið síð-
an Alþýðubandalagið var endurskipulagt og gert
að sósíalískum stjórnmálaflokk. Alþýðubandalag-
ið er í dag forystuflokkur í röðum launþega og
hefur öll skilyrði til að verða hinn stóri sósíalíski
fjöldaflokkur.“
pormaður Alþýðubandalagsins leggur áherzlu á
hvers konar flokkur Alþýðubandalagið er: „Ég
tala um sósíalískan flokk, vegna þess að ég álít
það tilgangslaust að skapa öfluga vinstrihreyf-
ingu til þess að taka völd í landinu og marka nýja
stefnu nema hún sé reist á sósíalí^kum hugmynd-
um og þannig grundvölluð á hinni einu fræðikenn-
ingu vinstri imanna, sem talizt getur heilsteypt og
raunhæf lausn á vandamálum nútímaþjóðfélags.
Við þurfum einmitt flokk, sem hefur ótvíræða af-
stöðu í grundvallars'tefnumálum og sameinar það
bezta í sósíalískri hreyfingu fyrr og síðar.“
Ful1 þörf er að minna á stjórnmálaþátt kjarabar-
áttunnar. Engin ríkisstjórn á íslandi hefur jafn-
herfilega misbeitt valdi Alþingis og ríkisstjómar
til þess að ómerkja og gera að litlu árangur og
sigra verkalýðshreyfingarinnar og sams'tjórn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins nú um
áratugs skeið. Og í Efta-umræðunum og þing-
skjölum Efta-málsins fólust ótæp fyrirheit að
beita framvegis gengislækkunum enn fremur en
hingað til í því skyni að stela af alþýðu ávinn-
ingnum af kjarabaráttu hennar, og hefur þó ríkis-
stjómin sannarlega verið mikilvirk á því sviði. — s.
Sunnudagur 4. janúar 1970.
18,00 Helgistund. Séira Jón
Thorarensen, Nesprestakalli.
18,15 Stundin okkax. Kanadísk
jólamynd. Stúlkur úr Þjóð-
dansafélagi Reykj'avíkur
dansa álfadans. Karíus og
Baktus. Leikrit ef-tir Thor-
bjöirn E'gner. Leikstjórl Helgi
Skúlason. Leikendur: Sigríð-
ur Hagalín, Borgar Garðars-
son og Skúli Helgason. Kynn-
ir Klara Hiimarsdóttir. Um-
, sjón: Andrés Indriðason og
Tage Ammendrup.
19,00 Hlé.
20,00 Fréttir.
20,20 Jólalög. Sigrún Harðar-
dó'ttir, Guðmundur Emilsson,
Sigurður Ingvi Snorrason og
Snorri Örn Snorrason flytja.
20.35 Gamlar syndir. Corder
læknir tekur sér fyrir hend-
ur að lækna stelsjúka konu.
Þýðandi Bjöm Maitthíasson.
21,25 Einleikur á celló. Erling
Blöndal Bengtsson leikur
sólósvítu nr. 1 í G-dúr eftir
J. S. Bach. Upptaka í sjón-
varpssal.
21,40 Svipmyndir frá Suður-
Ameríku. Brezki ferðalangur-
inn James Morris skyggnist
um í ýmsum rikjum Suðúr-
Ameríku og dregur ályktanir
af því, sem fyrir augu ber.
Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
22.35 Dagskrárlok.
Mánudagur 5. janúar 1970.
20,00.' Fréttir.
20.35 Hollywood og stjömurn-
ar. Óskarsverðlaunin, seinni
hluti. Þýðandi Júlíus Magn-
ússon
21,00 Oliver Twist. Framhalds-
myndaflokkur garður af
brezka sjónvarpinu BBC eft-
ir samnefndri skáldsögu
Charles Dickens. 9. og 10.
þáttur. Stjómandi Eric Tayl-
er. Persónur og leikendur:
Oliver Bruce Prochnik
Frú Maylie Noel Hood
Rose Maylie < Gay Cameron
Bumble Willoughby Goddard
Frú BumWe Peggy Thorpe-
Bates
Monks Joihn Carson
Faigin Max Adrian
Bill Sikes Peter Vaughan
Nancy Carmel McSharry
Harry Maylie John Breslin
Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt-
ir. — Efni sáðustu þátta:
Sikes flýr og skilur við Oli-
ver slasaðan eftir misheppn-
að innbrot. Oliver nýtur
hjúkrunar og vemdar hj'á
frú Maylie og Bose,. fóstur-
dóttur hennar. Monks kemst
að aðsetursstað Olivers.
Bumble kvænist Comey.
Hún hefur undir höndum
nisti, sem st<^lið var af móð-
ur Olivers eftir að bún lézt.
21.50 Ivan Ivonovich Bandarisk
mynd, gerð árið 1966, um
daglegt líf sovézkra hjóna
og tveggja bam-a þeiinra.
Þýðandi og þulur Gylfi Páls-
son.
22,40 Dagskrárlok.
Þriðjudagur 6. janúar 1970.
20.00 Fréttir.
20,30 Drengjakór Jakobskirkj-
unnar í Grimsby. Söngstjóri
Robert Walker. Upptaka í
sjónvarpssal.
20.50 Maður er nefndur . . .
Jón Helgason, prófessar.
Magnús Kjartansson. rit-
stjóri ræðir við hann.
21,20 Belphégor. Nýr fram-
haldsmyndaflokkur í 13
þáttum gerður af franska
sjónvarpipu. Leikstj. Claude
Barma. Aðalhlutverk: Juli-
ette Greco, Yves Renier.
René Dary, Chrisitiane Del-
aroche, Sylvie og Francois
Chaumette. 1. og 2. þáttur.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt-
ir. Dularfull vera virðist
ver.a á sveimi í Louvre-lista-
safninu í París. Ungur náms-
maður laetur loka sig þar
inni til þess að rannsaka
málið.
22,10 Nóbelsverðlaunahafax
1969. I. hluti. Ræ-tt er við
bandaríska eðlisfræðinginn
Murray Gell-Mann og sam-
starfsfólk hans. Þýðandi og
þulur Þorsteinn Vilhjálms-
son, eðlisfræðingur. Spjall-
að við brezka efnafræðinig-
inn Derek Barton, norska
efnafræðinginn Odd Hassel
og samstarfsfólk þeirra. Þýð-
andi og þulur Bragi Áma-
son. (Nordvision — Sænska
sjónvarpið).
22,40 Dagskrárlok.
Miðvikudagúr 7. janúar 1970.
18,0ch Gusítur. ATLt er gott, sem
endar vel. Þýðandi Ellert Sig-
urþjörnsson.
18,25 Hrói höttxir. Öttaslegni
skraddarinn. Þýðandi Ellert
Sigurb j ömsson.
18.50 Hlé.
20,00 FréttiT. §>-•
20,30 Griðland íaríuglannn I.
Viðlendar votmýrar suður í
Andialúsíu haf.a um aldir var-
ið áningarstaður flestra teg-
unda norrænna farfugla. Nú
er ætlunin að ræsa mýrarn-
ar fram og gera svæðið
byggilegt;. og lýsa myndirnar
áformum þessum og baráttu
náttúruverndarmanna gegn
þeim. Þýðandi Ingibjörg
Jónsdóttir. (Nordvision —
Norska sjónvarpið).
21, Víddir. Kanadísk mynd í
léttum dúr um Mutföllin í
tilverunni.
21,la Miðvikiudiagsm'yndin:
Sagan af Jónatan, bróður
mínum. (My Brother, Jon-
athan) Brezk mynd gerð
eftir sögu Francis Brett
Young. Leikstjóri Harold
French. Aðalhlutverk: Micha-
el Denison, Ronald Howard,
Dulcie Gray og Stephen
Muirray. Þýðandi Bríet Héð-
insdó'ttir. Tveir bræður, sem
virðast eiga fátt sameigin-
legt, en örlög þeirra og ást-
ir tengjast þó með óvænt-
um hætti.
Föstudagur 9. janúar 1970.
20,00 Fréttir.
20.35 Griðland farfuiglanna II.
Seinni þátturinn um áning-
arstað norrænna farfugla í
votmýrum Andalúsíu. Þýð-
andi Ingbjörg Jónsdóttir.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
21,05 í léttum dúr. Sænskir
listamenn flytja lög úr ýms-
um áttum. (Nordvisdon —
Sænska sjónvarpið).
21.35 Harðj axlinn, Tvær
flugur í einu höggi. Þýðandi
Þórður Örn Sigurðsson.
22,25 Erlend málefni. Umsjón-
' armiaður Asgeir Ingólfsison.
22.45 Dagskrárlok.
Laugardagur 10. janúar 1970.
16,00 Endurtekið efni: Stilling
og meðferð sjónvarpstækjia.
Jón D. Þorsteinsson, verk-
fræðinguir sjónvarpsáns, leið-
beinir. Áður sýnt 8. marz
1969.
16,15 Mallorca. Kvikmynd um
sænsku eyjuna Mallorca í
Miðjarðarhafi, náttúru henn-
ar, söigu og þjóðlifið, eins og
það kemur íslendingum fyr-
ir sjónir. Myndina gerðu Ól-
afur Ragnarsson, Þórairinn
Guðnason og Sigfús Guð-
mundss-on. Áður sýnt 23.
júní 1969.
17,00 Þýzka í sjónvarpi. 11.
kennslustund endurtekin. 12.
kennslustund frumflutt. Leið-
beinandi Baldur Ingólfsson.
17.45 íþrpttir.
HLÉ
20,00 Fréttir.
Maður er nefndur Jón Hclgason
— sjónvarpsþáttur þriðjudag-
inn 6. janúar.
20,25 Heiðin og heimalöndin. 1
mynd þessairi, er Sjónvairpið
lét gera s.l. sumar, er fylgzt
með ferð Kristleifs á Húsa-
felli og Ólafs i Kalmans-
. tungu í Borgarfirði til sil-
ungsvedða á Am.arvatnsheiði,
og bruigðið er upp myndum
af fjárbúskiap Guðmundiax
bónda á Húsafelli. Kvik-
myndun: Ernst Kettler. Um-
sjón: Hinrik Bjarnason.
20,50 Smart spæjari. Heila-
þvottahúsið. Þýðandi Ránn-
veig Tryggvadóttir.
21,15 Tónlistin er mitt líf.
Ungversk mynd án orða um
ungan listamann, sem vegna
slyss verður að leggja frá sér
hljóðfæri sitt og bíða í ó-
vissu, unz í ljós kemur, hvort
hann geti nokkru sinni leik-
ið á það aftur.
21.00 Víddir. Ranadísk mynd í
ið. Leikrit eftir tékkneska
höfundinn Jan Otcenasek.
Leiksitjóri Áge Lindman. Að-
alhlutverk: Anitra Invenius
og Lars Passgár. Þýðandi
Dóra Hafsteinsdóttir. (Nord-
visdon — Finnska sjónvarp-
ið). Þegar Gyðingaofsóknir
standa sem hæst í Prag árið
1942, .tiittir ungur piltur
stúlku af Gyðingaættum, sem
.r,flytja á n auðu n togij
og reynir að forða henni fra
bví að ienda í klóm nazista-
Nokkur orð í belg
Út af ritdeilum þeirra Ólafs
Guðmundssonar tilraunastjóra á
Hvanneyri og Benedikts Gísla-
sonar frá Hofteigi, æda ég að
leyfa mér að leggja orð í belg.
Ég ætla ekki út í neinar ritdeilur
við þessa menn, sem báðir eru
mér meiri að verðleikum, enda
löngu þjóðkunnir. En þó langar
mig til að koma smá ritgerð á
framfæri. Ég er alinn upp á stóru
myndarheimili á Reykjum í 'Mos-
fellssveir, en ajdrei gengið á bún-
aðarskóla, en samt tel ég mig hafa
nokkra þekkingu á búnaðarmál-
um- Ég æda mér ekki að blanda
mér í þann hluta þessa máls, sem
kalla mætti persónulegan. Aðeins
ræða faglegar hliðar málsins. Ég
þakka Benedikt frá Hofteigi fvrir
þessar heyvérkunartilraunir; það
er ekki að bera í bakkafullan Iæk-
inn að gerðar séu tilraunir í þessu,
svo mikið eiga bændur í húfi um
allt land að vel takist með fóður-
öflun handa búpeningi.
Ég hef eina tillögu fram að
færa í þessu máli: að Benedikt
Gíslasyni frá Hofteigi verði falið
af landbúnaðarráðherra milliliða-
lausc, að gera þessar tilraunir
sjálfur, við þær a.ðstæður, sem
Benedikt telur æskilegar; ekki
væri úr vegi að það færi það mik-
ið magn af heyi í tilraunirnar, að
telja mætti nokkurt forðabúr fyrir
nágrannahéruð, verði þau illa á
vegi stödd.
Búvísindamenn ríkisins ættu
að hafa aðgang að tilraununum.
Þetta er í rauninni stórmál sem
ekki verður afgreitt á þennan h/itt
sem verið hefur. Ríkið hefur
skyldur við alla, ekki hvað sízt
við alla þá, er af alhug vilja
leggja sig fram í svona málum.
SigmSur Sveinsson.
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
MarsTradingCompanyhf
AogBgæðafíokkar uugaveg ios
sfmi 1 73 73
4