Þjóðviljinn - 05.02.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.02.1970, Blaðsíða 4
4 SJÐA — ÍAÍÖEKVIUINN — Finnmjtudiagiuir 5. fefarúiar 1®70. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —- Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. ......... Ritstjórar: ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. • Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Rítstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Ranglát löggjöf gvo 'fjarri réttarvitund þjóðarinnar getur löggjöf verið að óhjákvæmilegt sé að hafa hana að engu. Þetta gerðist 1942, svo dæmi sé tekið úr ís- lénzkri stjórnmálasögu. Ríkisstjórnin sem studd- ist við hvorki meira né minna en tvo öflugustu stjómmálaflokka landsins, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, hafði sett þvingunarlöggjöf gegn verkalýðshreyfingunni, bannað verkföll og sett gerðardóm til að skammta íslenzkum verka- mönnum og öðrum launastéttum kaup og kjör. Gífurleg viðurlög gátu legið við ef verkalýðsfélög brytu gegn lögunum. Það var því ekki gert opin- berlega, en öðrum baráttuaðferðum beitt. Snemma árs flutti Nýtt dagblað (nafnið Þjóðviljinn var bannað af erlendum hernámsstjórum) ritstjórn- argrein um skæruhemað sem baráttuaðferð gegn þvingunarlögum ríkisstjórnarinnar og fyrir kjara- bótum í trássi við þau. Skæruhernaður brauzt út. Verkamennimir á vinnustöðunum risu upp með skyndiverkföllum og staðbundinni baráttu, og reyndust ósigrandi. Afturhaldsríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins sundrað- ist með „heitrofabrigzlum“ á báða bóga, og mátt- laus bráðabirgðaríkisstjórn varð sjálf að koma fram fyrir Alþingi og biðja það að afnema tætlurn- ar af gerðardómslögunum, þvingunarlögunum gegn verkalýðshreyfingunni. Og árið 1942 varð alþýðunni ár stórfelldra sigra, jafnt í kjarabarátt- unni og á stjórnmálasviðinu. Jjetta rifjaðist upp við umræður á Alþingi fyrir nokkrum dögum þegar þar voru á flækingi fyrir þinginu bráðabirgðalög rríkisstjórnar íhaldsins og Alþýðuflokksins um flugmannadeiluna í fyrra. Þingmenn Alþýðubandalagsins lögðu áherzlu á, að með setningu þeirra og annarra laga í flugliðadeil- um undanfarin ár væri svo komið að samnings- réttur þeirra um kaup og kjör væri afnuminn í reynd, a’tvinnurekendur 'treystu því að hver kjara- deila yrði leyst með þvingunarlöggjöf. Þegar slíkt gerðist enn í deilunni í fyrra var þess vegna brugð- ið fast við. Tveggja daga verkfall, sem bannað var með lögum, fór fram eins og til stóð, og samning- ar voru gerðir nokkrum dögum eftir lagasetning- una eins og þvingunarlögin væru ekki til. Einbeitt framkoma hlutaðeigandi vinnustétta gerðu lögin að vesælu pappírsgagni. Skæruhernaður sjómanna á loðnuflotanum er í fersku minni. Og víst er að sjómenn þurfa ekki að láta bjóða sér aðra eins ósvífni og þvingunarlögin frá desember 1968 eru. Með þeim þvingunarlögum afhentu þingmenn í- haldsins og Alþýðuflokksins útgerðarmönnum milli átta og níu hundruð miljóna aflaverðmæti að óskiptu af afla ársins 1969, að þvi er sjávarút- vegsráðherra Alþýðuflokksins upplýsti á Alþingi. Væru 'sjómenn einhuga í bará'ttu gegn slíkurn ó- rétti, gæ'íu einnig þessi þvingunarlög orðið að engu. — s. Hugdetta. — Kvinnuhasamum að ljúka. — Ekki sama hver á í hlut Kæri póstur! Ég ræðst í að skrifa þér aítur vegna þess hvað þú tókst vel í síðasta bréf frá mér (um raforku- mólin og heyverkun Bene- dikts). Síðan hef ég lesið skýrslu sérfræðingsins frá Hvanneyri, athuigasemdir Benedikrts og tai hans í Degi og vegi. Og enn er ég á bandi Benedikts, þó fundust mér tölurnar um að láta vatnið gufa burt úr heyinu nokkuð háar, að einu leyti var ég ekki sammála honum, að allt- af sé bezt að herma eftir náttúrunni, því margt bafa mennimir gert betur en hún og að vísu einnig mairgt verr. En það fannst mér gott hjá honum, að það er til vansa að láta gerlana brenna ork- unni úr grasinu til að láta það sjálfí mynda naegan hita til uppgufunar. eins og á sér stað í súgþurrkun. f>vi datt mér í hug hvort ekki mætti gera tilraun með að spara hitaorku bæði í heyinu og aðfengna orku með því að byggja lítið hús með alveg þéttum veggjum og þaki mjög vel einangruðu og raka- þéttu á innra bprði. Innan í húsið yrði siðan sett það gras er þurrka ætti í hóflf eða grindur; síðan væri kapp- kynt, og frá þjóðhagslegu sjónarmiði . væri auðvitað bezt að nota rafstrauminn, heitu lofti blásið gegnum grasið líkt og gerist í lestum á eikarbátum, þegar verið er að ná úr þeim rakanum til að forða þeim frá bráðafúa, því það er hitinn sem nær rakanum úr hinni þéttu eik, 'og hvað vaeri þáð ekki mik- ið léttara fyrir hann að ná honum úr jafn losaralegu efni og grasið er? í>á væri það aðal þrautin eftir, að ná rak- anum úr hinu heita raka- mettaða lofti. Þeir hafa leyst það í sambandi við eikar- þurrkunina um borð í bát- unum, því ebki að reyna sömu tækni og þeir? Þetta þéttir rakann og safnar hon- um í geyma, svo að hægt er að vita hvað margir lítrar komu í það og það skiptið, þannig að í notkun gæti það orðið þannig að bóndinn myndi vita hvað í hólfið faeri af grasi og hvað marga lítra af vatni það innihéldi, síðan léti hann það vera í þurrkun þar til bann gæti lesið af sfcala á geyminum að það væri full þurrt. Þetta er nú bara hugdetta, ef til vill marklaus. má vera að hún yrði notandi, í bezta falli gæti hún orðið heppileg lausn í riigningarsumrum. Inn á 'annað atriði kom Benedikt sem virðist vera orðið dálítið feimnismál og ekki laust við að gæti af því pólitísikra áhrifa, en það er sú handvömim, sem hefur átt sér stað þegar Áburðarverk- sm'ðian var hönnuð og byggð, að hún er látin fram- leiða Ammoníumnítrat áburð sem er sýramdi og breytir þar engu, þótt sfcírður sé g’æsi- nafninu Kjarni, en ekki Kalk- saltpétur sem hefur basisk áhirif. Ef það hafa verið inn- lendir aðilar sem réðu því að verksmiðjan er byggð svona án þess að láta rann- saka áður hverskonar áburð- ur hentaði íslenzkum jarð- vegi bezt, þá befur það verið mikil glópska. Einhvemtíma las ég það að lána.rdrottinn sá, er léit fé í bygginguna hafi sett það skilyrði að það yrði Ammoní- umnítrat verksmiðja svo að á stríðstímum yrði hægt að breyta henni í sprengiefna- verksmiðju (og reyndar montaði Mogginn sig af að Kjaminn hefði reynzt vel til sprenginga við Búrfell.) Að vísu horfir málið öðru vísi við ef það hefur verið undir- lægjuháttuir sem réði. Þeiirt kemur þetta ef til vill ékki mikið við fjármáliajöfrunum úti í beimi, þeir fá lánið greitt og ef stríð yrði hafa þeir hér spren gief naverk- smiðju sem stórykí hernað- arþýðingu Islande og þar með hættu allra landsmanna. En allt uim það er það enn- þá sttærri glópska ráðandi manna hér heima, að viður- kenna ekki sbaðreyndir og flýta sér sem fyrst að gera viðeigandi ráðstafanir og breytingar á verksmiðjunni til samræmis við þarfir Is- lands, því þar yrði litlu til kostað miðað við það ástand sem ríkir í ónýtum túnum, lélegu fóðri og óheilbrigði í búsmala, sem bitnar svo á , landslýð beint og óbeint og ef þeir kunna að skammast sín, að láta ekki kartöflu spekúlantinn é Mogganum skrifa meira á móti hinum merku kaltilraunum á Hvann- eyri. Vertu sæll, ég óska þér margra góðra tilskrifenda og sem lengstra lífdaga. J. S. Hvenær skyldu okkar hátt- virtir alþingismenn koma því í verk, að afljúka þessu bölv- uðu kvenn askó jafrumvarpi ? Þeir hafa setið á rökstólum undanfama daga og vikur, þráttað og rifizt og ekki kom- izt að neinni niðurstöðu. BlÖð hiafa verið yfirfull af frétt- um, ungair kvinnur úr títt- nefndium skóla safnað undir- skriftum og sagt að hjá þeim vseri allt í lagi og að undir- skriftum hinna, sem þó væru margfalt fleiri, bæri ekki að taika sem almennilegum heim- ildum, heldur aðeins gaspri nokkurra ábyrgðarlausra að- ila. Hverju á maður að trúa? Hvað skal gera? Á að upp- hefja raust þeinra sem vilja kynferðislégan fasisma, eða hinna sem vilja það gamla og góða? Vandið er erfitt og • valið ei gott, segir einhvers staðar í góðum heimildum, , (a.ð ég held. . .). Þéss vegna spyr ég: Hvað á að geira við blessaðar stúlkuldndumar? V. Fyrir stuttu kom mál nökk- urra pilta fyrir dóm í Kópa- vogi, en þeir stöðvuðu um- ferð í smátíma á Kópavogs- brúnni fyrir nokkrum mán- uðum. Var þetta er nemend- um úr Gagnfræðaskóla Kópa- vogs var smalað í „sigbt- seein,g“ á Keflavíkurflugvöill, og lýsti annar hópur ung- linga andúð sinni á ferða- lagi þessu, sem var í boði Bandaríkjamanna, með því að stöðva bílinn. Einn þess- ara pilta hafði samband við Bæjarpóstinn og kvaðst ó- ánægður með að hann fékk áminningu á sakarvottorð sitt og tveir piltar aðrir, fyr- ir að teppa umferð á fyrr- nefndum stað. Sagðist piltuirinn hafa spurzt fyrir um hwort fleiri hefðu fengið áminningu t.d. un.gur hemámssinni sem tróð niður íslenzka fánann í stimpingum sem urðu á brúnni — eða ökumaður bíls sem ók inn í hóp fólks svo að mesta mildi var að ekki hlauzt af slys. Fékk hann þær upplýsingar að löigreglu- stjórinn í Kefliaivík hefði sagt að bifreið þessari, var af Vellinum, mætn afca ■ utan Vallarins — og fékk enginn áminningu á sakar- vottorð nema þremerming- aimir sem fyrr greindi frá. — Það er ekki sama hver í hlut á, sagði pilturinn að endingu í símtali við Bæj- arpóstinn. Ingólfur A. Þorkelsson: x Samskólar eru þjóí- félagsleg nauisyn I Morgunblaðinu s.l. föstudag er ítarleg frásögm af stúdenta- fundinum s.l. miðviikudag um réttindi til haruda Kvennaskól- anum til að brauitskrá stód- enta. Þar er vitnað í næðu mína á fundinum þannig: ,,Hann sagði, að það væri út í hött að tala um aftórhaldsstefnu í sam- bandi við óskir Kvennaskólans um menntadeild, þetta væri þvert á móti framfarastefna.“ Þama hefur blaðamaðurinn ruglazt í ríminu, þetta voru ekki miín orð. Ég sagöi, að það væri afturhaldssjónarmið að vera á móti nýrri menntabraut. Mér þýkir miður, að hvorki Morgunlblaðið né Þjóðviljinn skuli birta kjama ummæla minna, eins og Tímiinn geirir. Ég vil alls efcki, að skoðun mín í þessu efni Sari á milíli mála, og þess vegna sting ég nú nið ur peinna. Á fumdinum lét ég hana skýrt í ljós og áréttá hana hér með. Gamla stúentsprófsglorian er úr sögunni Kvennastólinn á að fá heim- ild ti'l að brautskrá stúdenta, þó moð þeírri breytingu, að piltum verði veittur aðgangur að menntadeildinni. Rökin íyr- ir skoðun minni eru þessi: Kvenmagfcölinn verður að geta fullnaegt nýjum og vaxamdi rnenntunarkröfum. Stúdents- prófið hefur nú svipað gildi og gaignfræðaprófið áður (þó að því undanskildu, oð gagnfræða- próf hefu.r aldrei veitt rétt til inngöngu í háskóla). Eftir ör- fá ár verður krafizt stúdents- prófs til inmgömgu í Kennara- skóHa Islands. Hjúkrunarskóli íslands mun væntanlega krefj- ast stúdentsprófs til inngöngu áður en langt uim líður. En í þessa skóla hafa Kvennaskóla- stólkur sótt mjög miikið. Skól- inm. fer þvi aðeins fram á að halda stöðu sinni í menntakerf- inu og veita svipuð réttindi og áður. Nú kann einhver að spyrja: Mega ekki aðrir gaignfræða- skölar fá sömu réttimdi? Jú, þvi ekki það. Á næstó óratugum munu að líkindum spretta upp margar menintadeildir og menntaskólar. Vonandi Mða ekki mörg ár þar til 50% af árganigi Ijúka stúdentsprófi i einhverri mynd eða hliðstæðu prófi. Gamla stúdents prófsglorí- an er úr sögunni. Konur og karlar hafa sömu menntunarþarfir Það á alls efcki að miða’ nýj- ar menntunarleiðir við kyn- ferði, heldur ýmiss konar störf í þjóðfélaganu og ekki sízt við breytta þjóðfélagshætti. Saimiskólar er stefnan hér á landi og á að vera það. Krafa uim nýtt skref í gaignstæðia átt er íhaldssaimí við'horf, sem ég er andvígur. Rannsóknir er- lendis staðfesta réttimæti þess að skipa báöum kynjum saman í skóla og ennÆremur sarnan í bekki. Konur og kariar hafa sömu ‘ menntónairþarfir. Skól- arnir búa nemendur undir margs konar störtf í þjóðfélag- inu. Þar vinna karlar og kon- uir samian. Miklar breytingar á atvinnuiháttum og þjóðlífi kmiýja fconuna í stöðugt vax- andi mæli út í atvinnulíÆið. Af þessu leiðir, að leggja verður aukna áherzílu á samstarf kynj- anna í skólunum og ennfrem- ur á samáhyrgð karls og konu innan heimilis og utan. Sam- skólar eru því bednilínis þjlóð- félagsleg nauðsyn. Frá sjónar- hóli nútímamainna er þetta svo augljóst og sjálfsaigt, að etoki ætti að þurfa að ræða það frekar. Viðvíkjandi því sem ég sagði á fundinuim um réttindi kvenna vil ég taka fram: Hér á landi hafa konur jafnrétti í orði (lagallega), en ekki á borði (í atvinnulílfinu). Konur hafa sýnt furðulegt tómlæti gagnvart því mdsrétti, sem þær eru beittar á vinnutmiarkaðin- um. Og hvers vegna sitór bara ein kona á þingi og sárafáar í sveitar- og bæjarstjómum? Vonandi reka konur fljótlega af sér sllyðruorðið og tafca til höndunuim í þjóðmólunum og tryggja sér jafnrétti á við karla- Aukin þátttaka kvenna í stjómmiálum yrðd þjóðinni á- reiðanlega til mikitts góðs. MáliS er ekki flokks- pólitískt Á umræddum stúdentatfundi reyndu nokkrir ræðumenn. af vejkum rruætti að blanda flokfcspólitík inn í deilumar. Mólið er alls ekki flokkspólit- ískt. Enginn fflokkur, utan Sjólfstæðisflokkurinn (Lands- fundarsamiþykktin), hefur tekið atfstöðu sem slíkur. Skoðanir innan allra flokka em rnjög skiptar- Frumimælendur á fund- inum töluðu efcki í nafini flofcka, heldur sem einstakling- ar og á eigin ábyrgð. Allt tal um tflokkspóOitíska afstöðu er því út í blóinn. Reykjavík 31. janúar. VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐIN Lagerstaerðir miðað við murop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270sm Aðrar staerðir.snníðaðar eftir beiðni. GLUGGAS WIIÐJAN Síðumúja 12 - Sími 38220 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.