Þjóðviljinn - 12.02.1970, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.02.1970, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — PiMimtudagur 12. febrúar 1970- , Söluskattur Drá'ttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórð- ung 1969, svo og nýálagðar hækkanir á ööluskatti éldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið gréidd í síðasta lagi fyrir 16. þ.m. Dráttarvextimir eru \Vz% fyrir hvem byrjaðan mánuð frá gjalddaga, s-em var 15. jan. s.l. Eru því lægstu vextir 3% og vérða innhéimtir frá og með 16. þ.m. — Sama dag hefst án frekari fyrirvara stöðvun atvinnurekstrar þeirra, sem eigi hafa gért full skil. Hafnarfirði, 11. febr. 1970. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. 10% afsláttur af öllu kaffi þessa viku. Gerið helgarinnkaupin ’tímanlega. MATVÖRUBÚÐIR Nemendur MH og aðrir Halldór Blöndal spjallar um rasðumennsku fímmtu- daginn 12. fébrúar í skólanum M. 8,30. Allir velkomnir. Málfundafélag Menntaskólans við Hamrahlíð. Rannsóknarstoð Hjartaverndar óskar að ráða eftirfarandi starfsfólk: 1. Hjúkrunarkonu til starfa við hóprannsókn á Akranesi frá 1. ínarz til 30. júni. 2. Meinatækni til starfa við hóprannsókn á Akra- nesi frá 1. marz til 30. júní. 3. Meinatsekni .til starfa eða allan daginn í rann- sóknarstöð samtakanna, Reykjavík. 4. Ritara til starfa við rannsóknarstöðina í Reykja- vík. Góð kunnátta í vélritun og ensiku og einu norðurlandamáli er nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu Hjarta- vemdar, Austurstræti 17, fyrir 18. febrúar n.k. ÁVARP vegna Angmagssalik Taeplega sex hundruð kíló- metra vestur frá Látrab.iargi er svæði bað sem í fomum ritum var kallað: Krosseyjar, á aiusturströnd Grænlands. Um langan aldur huldist minningin um tiivist bess móðu þeirri, er samskipta- leysi veldur. — í>að var ekki fyrr en eftir miðja síðustu öld. að sSimgöttgur þangað tókust að nýju méð rannsóknarferð Danans Gustaivs Holm. Þama er aðalmiðstöð byggðar Græn- lendiniga á austurströnd Græn- lands. — Á sieinustu árum hefur aðalþorpið: Angmasalik lik vaxið upp í um 800 manna bæ, þar sem öli samfélags- þróun hefur gengið í þá átt að skaipa betri afkomumögu- leika fyrir fólkið og að bygg.ia upp hjá því þá menningu, sém við tedjum okkur ekki geta verið án. Núna filutti útvarpið okkur þá hörmulegu fregin, að ofsa- veðrið, sem gekik yfir þann 6. febrúar hafi rutt þessu þorpi næstum því í rúst. Slíkur atburður, svona ná- lægt okkur, hlýtur að vekja, okkur til umihuigsunar umþað hvílfkt voða ástand hlýturað rfkja þama núna á þessum tíma. — Daiglega heyrum við um veðurfarið þama Margir íslend-ingar hafa einnig séð þetta þorp á seinni árum, síðan flugferðir hófust þang- að. — Það er því ekki ólfk- legt að kunninigsskapur hafi orðið með Islendingum og þessu fidlfci. Tilgangur minin með þess- um línum er því só að skora á landia mína að bregðast nú veil við og lóta eittihvað af hendi rakna, sem fljótlega gæti hjálpað þessum nágrönn- ,um okkar í neyð þeirra. Ég sendi öllum dagMöðum bæ.iarins þessa óskorun ogbið þau að birta hana, sem og greiða fyrir fólki, sem kæmi tál þeirra með fórnfýsi sína. — Það væri lika einstaWega vel viðeigandi, ef kirkjuytfir- völdin okkar sæju sér fært að gangast fyrir hjálpsemi í þessu skyni. Með fyrirfram þaikkilæti, Reýkjavík, 8. febrúar 1970- Ragnar V. Sturluson. T rotskistar hsndteknir PRAG 9/2 — R.úmlega 30 ung- menni hafa verið handtekin í Prag og Pilzen fyrir þátttöku í pólitískum öfgasamtökum. Inn- anríkismiáilaráðuneytið skýrðd frá því í s.l- mánuði, að samtök þessi væru starllandi í landinu og hyggðu á að steypa valdhöfum af stóli. Var sagt, að samtök þessi væru m.a. bygigð upp á skoðun- um Trotskys. Námskeiö fyrlr tol Istarf smenn Fjármálaráðuneytið efnir til námskeiðs í næstu viku I R- vík um EFTA-tollameðferð- Verða þátttakendur 67; tollstarfs- menn í Reykjavík og úti á landi — og starfsfólk í verzlur.um og iðnaði. Björn Hermiannsson deildar- stjóri í ráðuneytinu sagði að námsfceiðið yrði haldið þriðju- dag, miðvikudag og fimmtudag í næstu yifcu. Fullitrúi frá danska fjánmálaráðuneytinu, A. Presterud, flytur fyrirlestra þessa þrjá daga, um tollameð-. ferð á vörum é EFTA-svæðinu. Þama verða sem fyrr segir tollstarfsmienn, inn- og útfflytj- endur og svo menn frá iðnaðar- samitökunum. Námskeiðið fer fram í Norræna húsdnu. FRiMERKI 1 fomöld, eða á öldunum fyrir Kristsburð, höfðu menn óljósa hugmynd um löndin norðan Danmerkur. Frá þéim tímum mun upprunnið orðið Últíma Thule. Er talið að landkönnuðurinn gríski, Pyt- heas, sem uppi var um 300 árum fyrir Kristsburð, hafi notað það um hin ókönnuðu iönd í norðri, og gat þá þetta nafn, eftir þvi sem visinda- mienn nú á dögum álíta, ótt , við Hjaltlandseyjar, Noreg eða Island. Það átti því ekki illa við að nefna verzlunarstöð norðarlega á vestunströnd Grænlands þessu nafni. Hún var stofnsett árið 1910 og var stofnandinn hinn kunni Græn- lands-könnuður Knud Rasm- ussen, sem þá hafði í nokkur ár verið í rannsóknarleiðangri um Norður-Grænland. Þetta land — Grænlamd — er stærsta eyja í heimi. Að vísu er Ástralía stærri, en á hana verðum við að líta frem- ur sem meginland, enda sér- stök heimsálfa. Grænland er hluti af damiska konumgsríkimu, en hefur þó sín eigin frímerki. Það mun hafa verið árið 1938, sem fyrstu póstfrímerkin komu út, en áður höfðu komið út svo- kölluð bögglamerki (Pakke- porto) Thule-frímerkin komu út árið 1935 og voru gildandi að- eins í Thule-héraði umhverfis verzlunarstöðina. Annars var það svo, að á árunum fyrir 1938 fengu Grænlendingar all- an póst sinn fluttan burðar- gjaldsfrítt og jafnvel allt til ársins 1959 var póstur frá Dan- mörku til Grænlands fluttur ókeypis. Eins og áður er sagt var það Knud Rasmussen, sem stofnaði. Thule-stöðina árið 1910 og átti hún því 25 ára afmæli 1935, enda var þeissi frímerkja-útgáfa það ár af- mælisútgáfa verzlunarstöðvar- innar. Voru þá liðin tvö ár frá dauða K. Rasmussen Hamn var fæddur árið 1879, danskur að ætt, en uppalinn í Græn- landi. Rasmusen stundaði nám í Kaupmannahöfn og að loknu stúdentsprófi var hann um skeið með Löppum norður á Finnmörk. Kynnti hann sér hreindýrarækt, enda varð hanm síðar hvatamaður þess, að hreindýr voru flutt frá Noregi til Grænlands í til- raunaskini. Knud Rassmusen gerðist áhugasamur landkönn- uður á Grænlandi á fyrsta áratugi þessarar aldar. AlTsfór hann sjö langar könnunar- ferðir um byggðir og óbyggðir Grænlands og þá oft á hunda- , sleðum. Oft hafði hann vetur- setu meðal Eskimóa, enda var hann orðinn vel að sér i tungu þeirra. Hann safnaði og skráði mikið safn af þjóðsögum Grænlemdinga og a.m.k. einá bók gaf hann út á máli Eski- móa Knud Rasimussem andaðist 1933. Árið 1960, 24. nóvember, var gelfið út grænlenzkt frí- merki með mynd hans. Er sú útgáfu til minningar um 50 ára afmæli Thule-stöðvarinn- ar. Þetta frímerki er rautt að lit og verðgildi þess 30 aurar. Um Thule-merkin er það að segja, að uþplag þeirra var uim 250 þúsiund sett. Megnið af þessum frímerkjum mun hafa verið selt til frímerkjasafnara, . því að póstþjónusta og notkun frímerkja til bui'ðargjalds mun hafa verið hverfandi lítil norður þar. Mikil þátttaka í sýningunni „Heimilinu" komandi vor - Svo sem áður hefur verið skýrt frá verður efnt til stórr- air sýningar í Sýningarhöllinni í Laugardai dagana 22. maítil 7. júní n.k. Er hér um aðræða fyrstu heimilissýninguna, sem haldin hefur verið hérlendis, er svipar til hinna vinsælu „id- eal home“ sýninga* erlendis. Nafn sýningarinnar erHEIM- ILIÐ — „Veröld inman ve@gja“ en fyrirtækið Kaupstefnan — Reykjavik, sem áður hefuir haildið margar stórsýningar hérlendis, stendur fyrir henni og skipulegigur. Undirbúningur ' sýniingarinniar hofur nú staðið í 10 mónuði og miðar vel á- fram. Þáitttaka í sýningunni vair boðin út í vetrarbyrjun gagnvart hugBamilegum aðiTum, voru umdirtefctir þegar mrjög góöar, og má nú segja að mest ailllt sýningairsvæðið sé fiúH- pamtað, og biðiisti myndastum vissa hluta þess. — 80 sýnlngaraðilar Aðilair, sem nú þegar hafa staðfest þátttöku eru um 80 — innílendir- framleiðendur, er- lend fyrirtæki og umboðsmenn þeirra, opinberar stofnanir qg félagssamtök aðila, er veita heimiilinu þjónustu. — Munu sýningamar skipta þúsundum í mikluim fjölda vöruflokka á sviði alls þess er snertir mý- tízku heimilisreksitur. Má bú- ast við því að svipur sýning- arinnar verði hinn geðþeikkasti, enda undirbúningstími rúmur. Sérsýning í nýjum sal Þá er í undirbúningi og at- huigum sérsýning á sportvörum, <í>- viðleguútbúnaði, veiðitækjum o-þ.h. í 200 fienm. nýjum sal. sem nú er fýrst verið aðopna í suður-enda Sýmiingárhailllar- innar. Þá er og hugsanlegt að hliuti útisvæðisins, austan meg- in við Sýningarhöllina verði notað fyrir áfcveðna vöruflokka, svo sem garðtæki, báta, lítil sumiarhús o.þ.h. Fræðslu- og skemmtidagskrár Auk sýminigarmuna og ým- issar stairfsemi í sýnimgar- deildunum sjálfuim verður margt annað um að vera á sýningunni. 1 undirbúnin.gi eru um 20 sfcemmitidagskrár, sem fram iniunu fara á sérstakilega byggðum palli fremst á áhorf- endasvæðinu, og sjást mun vel til úr adalsailnuim, og mun Svavar Gesits hafa með hendi umsjón þess efnis. Þá verða nær daiglega flutt stutt fræðslu- erindi um einstaka þætti heim- ilishallds í veitingasai Sýnimga- hallarinnar, sórS'takir sýningar- trúðar verða til staðar til á- naegjuauka fyrir yngistu sýn- mgargestina o.sirv. A ðstoðarlæknastöður Þrjár aðstoðarlæknisstöður við Barnaspítala Hrings- ins í Landspítalanum eru la-usar til umsóknar. Stöðurnar veitast til 6 mánaða, tvær frá 1. apríl 1970 og ein frá 1. júlí n.k. Laun samkvæmt kjara- samningi Læknafélags Reykj avíkur og stjórnar- nefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf, sendist stjómamefnd ríkisspítal- anna, Klapparstíg 26, fyrir 13. marz n.k. Reykjavík, 10. febrúar 1970. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.