Þjóðviljinn - 25.02.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.02.1970, Blaðsíða 8
 g SÍBA — í»JÓÐVILJINN — Miðviteudagur 25. febrúar 1970- hugsa sér. Ef skórnir hennar ongfrú Gallaghan höfðu þotið firarn og aftur, svo að augað gat varla greint þá, þá var sama haegt að segja um skóna mína og reyndar líka skóna hans, þótt hann væri dálítið ölvaður. Mér var innanbrjósts eins og ég gæti flogið og í hvert skipti sem ég tók undir mig stökk, vissi ég að ég nísti hjarta móð- ur minnar. í>að hafði ekki verið að ástæðulausu að hún bafði heimtað að ég sæti hjá henni og Mustaði á skrafið í kerlingun- um um fósturlát og annað slíkt. Hún hafði alltaf viljað að ég faeri í einu og öllu að vilja henn- ar. Ef til vill gerði hún það í góðri trú, en samt kom það úf eins og hálfgerð harðstjórn. Við dönsuðum hvert einasta tiibrigði af ræl sem við þekkt- um og hættum ekki fyrr en Jock náði ekki lengur andanum. I>á var mér ljóst að virðing mín var farin veg allrar veraidar. Jafn- vel Watty þagði. Hann skildi mætavel ískalda kurteisi móður minnar þegar hún bar fram þá ósk að kveðja og fara heim. Það hafði runnið ögn af Alick frænda, og hann var líka dálít- ið miðuir sín. Það var auðfund- ið af þrjózkulegum svipnum og frekjulegu fasinu. Við vorum ekki fyrr komin rnn fyrir dyrnar heima, en hún heliti sér yfir mig. — Fyrr má nú vera sýningin á sj álfri sér! En ég var kaldari og harðari en nokkru sinni fyrr og ég lét ekki undan. — Þú hafðir ekkert við það að athuga, þegar ungfrú Call- aghan dansaði. — Ungtfrú Callaghan er efcki af sams konar ætt og við, skal ég segja þér, Henrietta. Hennar ætt er ósiitin röð af saumakon- um! — En ég hef oft dansað áð- ur. — Efcki opinberlegia eins og trúðúr. Það var hægtf að sjá Gamla krónan i fullu verógildi BÓKA- MARKAÐURINN V Iðnskólanum ^ EFNI SMÁVÖRUR VJ TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla, — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 18, III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68 ruth park: gull I tá 49 á þór fótleggina alveg upp að hnjám. — Og þessa líka fínu fótleggi, sagði Alipk frændi í viðurkenn- ingartón. — Það hefði ég ekki haldið um Tatty! — Þegiðu, Alick, hvæsti móð- ir mín. — Það var fordæmi þitt sem lokkaði stúlkuna út í þessa fásinnu. Við erum ekki fyrr komin hingað til lands en allir lífshættir okka-r fara úr skorð- um. Hefði þetta kannski kom- ið fyrir í Skotlandd? — Skotland hefði að minnsta kosti skolli gott af slíku, sagði Alick frændi reiðilega, en rétt strax var rödd hans orðin blíð- leg og sannfærandi: — Heyrðu mig nú, Margaiet, vertu nú ekki of höirð við stúlkuna. Hún er ekkd annað en ung stúltoa, og þú ert að reyna að gera bana að gamalli belju. Síðan fór hann út úr stofunni syngjandi viðlag- ið við „ilmandi romm í saft“ og gaf miig örlögum mínum á vald. — Ég líð hvorki þér né öðr- um að gera fjölskylduna að at- hlægi, sagði hún og var nú fok- reið. — Þetta er fjaðrafok út af engu, svaraði ég. Ég var enn hörð og ósveigjanleg og naut þess. — Mér þykir leitt ef ég hef orðið þér til skammar. En það hef ég ekki. — Ég veit ekki hvemig þú ert að verða, Tatty, sagði hún. — Ég hélt ég hefði alið þig sóma- samlega upp. En það er heldur óskemmtilegt hvemig þú læt- ur. Annaðhvort glennirðu þig á opinberum stiað, eða þú gengur um súr og geðvond. Já, þú ert geðvond, endurtók hún eins og við sjálfa sdg, og mér varð ljóst að henni lá fXeira á hjarta en það sem komið hiafði fram í fyrsta reiðikastinu. Ég var orð- in þreytt og niðurdregin af öllu þessu og hefði helzt viljað fana út úr stfofunni. — Hvað hefur eiginlega komdð fyTÍr þiig? spurði hún. — >ú hefur hagað þér eins og geðvond kerling síðan Currency sagði okteur að hún ættfaði að giftast. Ég segi þér satt að ég vil ekki hafa að þú gangir urn eins og þrumuský og eitrir lofitið í tering- um þig. Ég hef meira að segja oftar en einu sinni séð þig leggja hönd á drengdna, jafnvel þegar þeir áttu það ektei skilið. Þetta var rótt og ég hatfði skammiazt mín fyrir það, og ég skammaðist mín enn. — Taktu þig á eða segðu mér ástæðuna! hrópaði hún. Ég vissi ekki, hvað ég átti að segja. Ég gat ekki að því gertf þótt ég litj illiilega út. Svipur mdnn var þannig, hörundið gul- leitt og augun grábrún og einna likust hörðum steinum. En hið innra var ég enginn stednn og yrði það aldirei. Þögn mín hlýt- ur að hafa valdið henni gremju, því að allt í einu stökk hún að mér og sló mig utanundir. — Þú ert jafnþrjózk og bann faðir þinn. með þessa löngu efri- var og alla þverúðina og eng- inn má vita hvað þér býr í brjósti. Ég vissi vel að hún iðraðist samstundis, en hún gát ekki ráð- ið við sig. Þetta var margra ára niðurbæld beiskja i garð föður míns fyrix þá byrði sem hann hafði lagtf á hana, allt frá því að hún var ung og óörugg og illa íær um að taka á sig slíka byrði. — Þú ert afbrýðisöm! Þú öf- undar Currency vegna þess að hún heíur náð sér í eiginmann og þú ert hrædd um að þér lán- ist það aldrei. Já, það er skýr- ingin. En þu hefur líka gilda a- stæðu til að vera öfundsjúk, heldurðu að þér takist nokkurn tim-a að ná þér í mann, þegar þú gengur um alla daga geðstirð og önug og tekur svo allt í einu upp á því að haga þér eins og gála á opinberum srtað. Svona djúpt hafði hún aldrei fyrr tekið í árinni og þegar hún hafði mælt þessi orð, rétti hún skyndilega úr sér og taútaði með rödd sem var bæði vansæl og iðrunarfull: — Þetta leyfist mér ekki að segja við mina eigin dóttur. — Þú ert búin að segja það samt, mamma, svaraði ég. Ég ætlaði að snúa mér við og fara, því að mér leið svo illia. Þa greip hún í handlegginn á mér. — Tattfy, ó, Tattfy! Nú yar hún með tárin í augunum en ég vildi ekki sjá það. — Láttu mig vera, mamma. Nú faðmaði hún mig að sér, en mér stóð alveg á saima. Ég gat hvorki endurgoldið atlot hennar né farið burt. Ég stóð bar,a eins og þvara meðan bún grét við öxl mér, þrýsti mér að sér og tautaði öll þau orð sem ég hatfði þráð að heyra alla æví, en komu nú alltof seint. Loks lét hún armiana síga. — Ég vissi það -ekki, Tatfty, Ég gerði mér þetfta ekki Ijóst með Pigallo. Hún var ekki lengur móðir mín. Og hún yrði það aldrei frama-r. Við varum tvær konur sem bjuggu undir sama þaki. Oft fórum við í taugarnar hvor á annarri, eins og títt er um konur. En við urðum að lokum beztu vinkonur. Hún lagði hönd- ina á Handlegg mór. — Mig lan-gar til að segja þér eitft, Tatty. >ú ert hughraust. Þú hefur aldrei látið Currency gruna neitft, er það? — Nei, tautaði ég og vax nið- urlút, því að ég fann hvemig tárin leituðu. á hak við augna- lokin, og ég vissi, að færi ég að gráta, gæti ég ekki hætt. — En hugprýði gerir sorgina ekki léttbærari. Hún andvarpaði. — Og mér var ekki alvara þeg- ar ég sagði þetta um hann föð- ur þinn, telpa mín. Guð veit að ég hef aldrei iðrazt eins ein- asta andairtaks með honum. Síðan sa-gði hún eins og hún skildi það ekki almennilega: — 0, Tatty! Pigallo! Þú ert befcur komin án hans. Þú ert sterk og stælt stúlka og þú getur orðið góð eiginkona fyrir betri mann en hann. Reglulegan karlmann, sterkan og traustan. Hún and- varpaði. — En alltatf skal það ganga þannig til, að stúlka eins og þú verður ástfangin af manni eins og honum! Með því er náttúran víst að sanna að þrír og einn eru fjórir. En ég er víst ekki rétta manneskjan til að fjasa um það! — Líður það aldrei hjá, mamroa? spurði ég og ótffcaðist svar hennar, því að mér fannst sem ég gæti ekki afborið mörg ár einmanaleika og brostinna vona, og verst af öllu var hin bitra afbrýði. — Jú, sérhtaklega af því að þú ertf ung. En ég trúði henni ekki. En upp frá þessu sýnd-i hún mér meiri tiilitssemi, spurði um álit mitt í stað þess að þvinga skoðunum sínum upp á mig, og hún tók meira að segja upp á því að hrósa mér stföku sinn- um, þótt það léti stundum upp- gerðarlega í eyrum, svo óvön var hún því. Ég vorkenndd henni og var reið sjálfri mór, vegrna þess að ég hafði vanmetið bana; engjnn gat vitað hvílika örvíln- un og einmanaleiik hún hafði orðið að þola sín megin við vegginn, meðan ég gekk um hin- um megin við múrinn, önug og afundin að hennar áliti. En það var um seinan fyrir okkur að vera opinskáar og hreinskilnar hvor við aðra. Fá- lætið og afskiptaleysið hafði stfaðið of lengi. En samt var mér það hugg- un að hún skyldi álíta mig hug- prúða. Þannig er mannfólkið nú einu sinni gertf. Við viljum ekki Glertæknihf. sími:26395 Framleiðnra tvöfalt einangrunargler og s]áum um ísetningar á öllu gleri. Höfum 3ja, 4ra og 5 mm gler, útvegum opnan- lega glugga. — Greiðsluskilmálar. GLERTÆKNI HF. Sími: 26395. Ingólfsstrœti 4. BOKABUÐIN HVERFISGÖTU 64 — tilkynnir: Mikið úrval af eldri forlagsbókum. Sum- ar af þessu/m bókum hafa ekki sézt í verzlunum í mörg ár. Danskar og enskar bækur í fjölbrey'tfu úrvali. — Komið og sjáið og kynnizt bók- unum og hinu lága verði. BÓKABÚÐIN HVERFISGÖTU 64. Þvoið hárið íir LOXENE-Sliainpoo — og flasan fer GRENSASVEGI 8 TIL ALLRA HRflA Dag* viku- og mánaöargjald J Lækkuð leigugjöld 22-0-22 /y 7 BÍLALEIGAN 'AIAJRf RAUDARÁRSTÍG 31 Vetrarútsaian stendur yfir. GÓÐAR VÖRUR Á GJAFVERÐI. Ó. L. Laugavegi 71 —’ Sími 20141.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.