Þjóðviljinn - 25.02.1970, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1970, Blaðsíða 1
B8S9S8 Miðvikudagur 25. íebrúar 1970 — 35. árgangur — 46. tölublað. Söluskattur hækkar fram- færsluvísitölu um 3,2 stig • Sú hækkun á söluskatti sem kemur til fram- kvæmda um nsestu mán- 48 siSna Akureyrar- blaS A sunnuðaginn, 1. marz, gefur Þjóðviljinn út veg- legt aukablað um Akureyri- Blaðið er 48 síður og verð- ur dreift í hvert hús í kaupstaðnum. Guðrún Þ. Egilson, blaðamaður Þjóð- viljans, tók efni í Akureyr arblaðið í ferð sinni nyrðra fyrir nokkru og er hennar vegurinn og vandinn af efni Akureyrarblaðsins. Þjóðviljinn væntir þess að Iesendur hans um allt Iand kunni vel að meta blaðið — ekki þá sízt Akureyringar. t blaðinu eru viðtöl við á 3. tug manna og kvenna á Akureyri. Flest hinna Sítærri fyrirtælkja í bænuim eru sótt heim, og má þar m.a. nefna 1 iðnfyrirtæki SlS, Lindu, Sana, Niður- suðu K. Jónssonar h.f., Slippstöðina h-f. Útgerðar- félag Akureyringa o.fl. Þá sikýrir Jalkob Frímannsson kaupfélagsistjóri frá hinni miargþættu starfsemi KEA á Akureyri. Rætt er við sikólameist- ara og nokkra nemendur MA,, framkvæmdastjóra Leikfólags Akureyrar, safn- vörð Náttúrugripasafnsins og formann Tónlistairfólaigs- ins. Krisitján frá Djúpalæk fer á kostuim í viðtali, sem nefnist: „Ef þú gefur mér á kjaftinn í dag, færðu sjálf á hann á morgun“, Ingi- mar Eydal söngkennari og hljómsveitarstjóri fjallar um dægurlagamúsik, ung- lingavandamál o.fl. og Stefán Bjarman leiðir (les- a-ndann inn í Akureyri lið- inna tíma. Einnig er rætt við bæjar- stjórann, Bjama Einarsison, Jón Ingimarsson bæjarfull- trúa Aiþýðubandalagsins og þá er víðbai við frú Soffíu Guðmundsdóttur sem s/kipar efsta sæti á lista floksins í n.k. bæjar- stjórnarkosningum Rós- berg G. Snædal skýrir frá Fratmlhald á 3. siðu. aðamót mun hækka vísi-‘:: tölu framfærslukostnaðar u’m 3,2 stig. En hækkunin verður meiri hjá lágtekju- fólki sem hefur mun þrengri neyzlu en vísi- tölufj ölskyldan. Hins vegar mun ætlun ríkisstjórnarinnar sú að þessi hækkun á fram- færsluvísitölunni komi ekki fram í kaupgjalds- vísitölu, að því er Gvlfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra og fleiri ráðherr- ar hafa lýst yfir. Aðferð- in til þess á að verða sú að fella niður söluskatt á soðningu og greiða niður söluskattshækkun á smjöri og kjöti. Þannig er á nýj- an leik ætlunin að hefja vísitölubrellur til þess að koma í veg fyrir að launa- fólk fái bætur fyrir verð- hækkanir. Alþingi kvatt saman á mánudag I gær barst Þjóðviljanum eft- irfarandi fréttatilkynning frá íorsætisráðuneytinu: Forseti íslands hefur að til- lögu forsætisráðherra kvatt Al- þingi til framhaldsfundar mánu- daginn 2. marz 1970 kl. 14.00. Fyrirspurnir til Jóhannesar Nordals vegna hótels við Suðurlandsbrautina Eins og kunnugt er, er nú unnið að því að þreyta • flakinu af bílahöll Kr. Kristjánssonar við Suðurlandsbraut í hótel. Er vissulega þörf á því að bæta aðstöðuna hér í bænum fyrir móttöku ferðamanna, en í sambandi við breytingar húss þessa í hótel vakna nokkrar sérstakar spurningar, sem vert er að leita svars við, m.a. 'með tilliti til þess að þær gefa tilefni til þess að ætla að hér sé um að ræða eina af aðferðum einkaframtaksins til þess að notfæra sér aðstöðuna í banbakerfinu til þess að bjarga sér upp á sker. Þjóðviljinn beinir því eftirfarandi spurningum til Jó- hannesar Nordals, Seðlabankastjóra: Hverjir „eiga“ nýja hótelið? Á ríkið einhvem hlut í því? Hefur Seðlabankinn látið fé í hótelið? Ef svo er hve mikið, hver hefur heimilað þau fjár- útlát og hversu mikið ætlar Seðlabankinn að leggja fram? Eins og kunnugt er hefur það mjög tíðkazt að undan- fömu að ríkið hefur gripið inn í rekstur einkafyrirtækja, þegar rekstur þeirra hefur borið upp á sker. Dæmin frá Álafossi, Sana, Slippstöðinni sanna að þetta virðist vera orðin algild regla. Enn er athyglisvert í þessu sambandi að þau fyrirtæki sem keppa við þessi óskabörn ríkisstjóm- arinnar láta sér í léttu rúmi liggja þó að ríkið styrki keppinauta þeirra með fjárframlögum og mismuni þannig fyrirtækjum í sömu giæin stórlega. Aðalfundur Nl.f.í.K. / kvöld Aðalfunduir Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna verður haldinn í kvöld, miðviku- dag, í Félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21. Fundurinn hefst kl. 8.30. Auk veniuleaira aðaifundar- starfa les Margrét Jónsdóttir úr Sálminum um blómið eftir Þór- berg Þórðarson. Kaffiveitingar. Félagskonur eru beðnar að at- huga að fundurinn verður í kvöld, miðvikudag, ekki fimmtu- dag eins oe seslr í fundarboði. SföSvasf Sfálvik vegna efnisskorfs? Allt útlit er nú fyrir að skipasmíðastöðin Stálvik í Garðahreppi verði senn að stöðva starfscmi sína vegna efnisskorts. Hefur skipa- smíðastöðin tekið tvo yfir- vinnutíma af mönnum sin- um og auk þess mun fimm mönnum hafa verið sagt upp störfum af þessum á- stæðum. Stálvík hefur að undan- förnu verið allumsvifamik- il skipasmíðastöð og bundu forráðamenn stöðvarinnar miklar vonir við. að ný lánatilhögun Fiskveiðasjóðs breytti stöðu fyrirtækis- ins mjög ’ til batnaðar. En eins og kunnugf er var á- kveðið fyrir nokkru — ekki sízt vegna mikils þrýstings frá verklýðsfélöE'unum — að Fiskveiðasjóður hefði 50 milj. kr. til ráðstöfun- ar í því skyni að lána skipasmiíðastödvum \>egna skipasmíða endia þótt kaup- endur hafj ekki verið tryggðir fyrirfram. eins og reglan var áður. Nú mun fyrirgreiðsla Fiskveiðasjóðs hins vegar hafa brugðizt — a.m.k. þessari skipasmíðastöð. Er það ákaílega alvarleg stað- reynd, bæði með tilliti til atvinnunnar og eins vegna þess að skipasmíðastöðin hefur nú i smíðum skip sem tefzt ef ekki verður leyst úr vandamálinu, auk þess sem þegar liggja fyr- ir pantanir um smíði á skipum í Stálvík. Brotizt inn Brolizt var inn í Glaumbæ rétt fyrir kl. 4 í fyrrinótt. Sást til tveggja pilta, 17-18 ára, hvar þeir skriðu inn um eldhúsglugg- ann. Löigreglan gómaði pilta á staðnum og gáfu þeir þá skýr- ingu að þeir hefðu verið í leit að áfenigi. Eldur hjá Sindra Nokkrar skenundir urðu er kviknaði í Sindra-smiðjunni í Borgartúni síðdegis í gær. Hús- ið er á einni hæð; jámgrinda- hús. Kviknaði í út firá járn- herzlu og komst eldur j þakið. Urðu slökkviliðsmenn að rifia hluta af þakinu og gekk þá slökkvistarfið firemiur fþótt fyr- ir sig. Andriki á ■p • •• « • / lornmni Skömmu eftir háðegi í gaer er þessi mynd tekin niður við Tjörn og sýnir þar fuglaiífið hversdags. Þá er minna af heimsókn- um fólks með brauð handa fuglunwm. Þarna hópuðust fuglarnir tugum saman til kmtunnar og og teygðu sig eftir ætinu. Var þar margan munninn að metta og eiginlega stóð ekki tjl að gefa svona mrrguni fuglum brauð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.