Þjóðviljinn - 10.03.1970, Síða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1970, Síða 6
w * 6 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 10. rruarz 1070 Hvaða áhrif hafa líf- og efna- fræhileg vopn á almenna borgara? Niðurstöður rannsókna, er Al- þjóðataeilbrigðismálastofnunin (WHO) lét gera varðandi áhrif Iíf- og efnafræðilegra vopna á almenna borgara, voru nýlega raeddar af framkvæmdastjórn stofnunarinnar í Genf. Skýrsl- an er samin af 18 sérfræðing- um frá 11 löndum, og er hcnni einkum beint til heilbrigðisyfir- valda I hinum ýmsu Iöndum. Þegar skýrslan var lögð fram, saigði dr. M.G. Candau forsitjóri WHO, að hún varpaði Ijósi á afni, sem hingað lil hefði verið sveipað hokiu fá- fraeðd og villlandi upplýsinga. Skýrslan dregur m.a. eftirfar- andi atriði fram í dagsljósið: — Líf- og efnafræðileg vopn eru sérstök ógnun við almenna borgara, vegna þess að bau lenda af handaihófi og eins vegna hins að þegar þeim er beint að ákveðnu marki í hem- aði, getur bað leitt til þess að þau lendi á aJmennum borgur- um á umræðu svæði, án þess til þess sé ætlazt. — Beiting Mf- og efnafræði- legra vopna i stórum stíl — eða jafnvel í smærri stíl þegar um tilteknar gerðir slíkra vopna er að ræða — getur or- sakað sjúkdóma í svo stórum stfl, að lyf og læknisihjálp hlut- aðeigandi lands hrökkvi hvergi nærri til. — Víðtæk notkun líififræði- legra vopna getur einnig vald- ið varanlegum breytingum á um/hverfi mannsins með afleið- ingum sem enginn fær séð fyr- ir endann á. — Hugsanleg áhrif líf- og efnafræðilegra vopna veirða ekki auðvéldlegia séð fyrir, vegna þess að svo mörg breyti- leg atriði komia þar til álita, at- riði sem varða veðurfar, líf- fræði, farsóttir og umihverfi- — Enda þótt háþróuð hemað- arkerfi séu nauðsynleg, ef beita skal líf- og efnafræðilegum vopnum með hemaðarlegum árangri gegn stórum skotmörk- um þar sem almennir borgar- ar búa, þá geta einstakar árásir og skemmdarverk við ákveðn- ar aðstæður borið árangur, þeg- ar um slík skotmörk ræðdr, án þess grípa þurfi til háþróaðr- ar tækni. Margar lff- og efnafræðdiegar blöndur eru vel fallnar til hernaðar. 1 skýrsiunni er getið nokkurra, sem sennillegt þykir verði framleiddar í því skyni að valda dauða., tímalbundinni lömun eða örmögnun. Forstjóri ILO, David Morse, lætur af störfum Forstjóri Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO), Banda- ríkjamaðurinn David A. Morse, hefur tilkynnt að hann láti af störfum 31. maí n.k. Eftirmaður hans verður valinn af stjórn ILO. David A. Morse var fyrst val- inn forstjóri ILO 1948 og hefur þannig veitt forstöðu alþjóðlegri stofnun lengur en nokkur annar. í embaettistíð hans hefur fjöldi aðildarríkja ILO vaxið úr 55 upp í 121. Framihald á 9. síðu. -<S> Efnafræðileg vopn. Eftirtalin banvæn efnafræði- leg vopn eru nefnd: Efni tfl að skadda lungun, blóðgas, blöðru- gas eins og t. d. sinnepisgas, taugagas og lyf til að eitra mat- væli. Lyf sem valda tímabundinni lömun eða getuieysi með því að dreifa tímabundum sjúkdóm- um eða valda tímabundnum sál- rænum eða líkamslegum trufl- unum. Meðal þeirra eru sýkla- kynjuð eiturefni sem hafa áhrif á meltingarkerfið. eálræn lyf eins og LSD og BZ sem veldur andarteppu. Þessi lyf geta ver- ið lífshættuleg, og þess vegna gerðu menn sér einu sinni i hugarlund, að þau myndu geta leitt til „mannúðlegs“ hemað- ar. örmögnunarlyf eru skilgreind sem vopn, er geti með skjótum hætti valdið tímabundinni ör- mögnun, sem vari þó ekki leng- ur en fómarlambið væri undir áhrifum þeirra. Meðal þeirra em táragas og önnur efnafræði- leg lyf sem valda hósta, hnerra, uppköstum og verkjum. Þessi lyf em oft notuð af lögregl- unni til að dreifa mannfjölda og leysa upp kröfugöngur eða mótmælaaðgerðir, en um 15 þessara lyfja hafa einnig verið notuð í hernaði. Þau em ekki með öllu hættulaus. Fólk sem þjáist af andjþenigskim eða lungnakvefi getur orðið illa úti. Lyf banvæn jurtum hafa færzt í au'kana á síðustu ámm. Um 50.000 lestum af slíkum lyfjum hefur verið dælt yfir Vietnam til að eyðileggja mat- arforða endstæðingsins og svipta hann skjólinu sem gróð- urinn veitir honum. Þessi lyf geta einnig verið beinlínis skað- leg mönnum, með því að þau menga neyzluvatn og matvæli. A.m.k. eitt þeirra lyfja, sem nefnd em í skýrslu WHO, valda líkamlegri vansköpun hjá til- raunadýmm. Banidaríkjastjórn hefur nú stöðvað notkun þessa lyfs. Líffræðiieg vopn. Gagnstætt etfnafræðilegum vopnum hefur Hffræðilegum vopnum aldrei verið bedtt í hemaði. Á skránni yfir þau lyf, sem líklegast er taiið, að tekin verði í notkun, em veirusmitau- ir eins og gula, innflúensa eða bólusótt; beinkramarsmitanir eins og t. d. taugaveikisfaraldur, og sýklasmitanir eins og drep- sótt, miltisbmni og taugaveiki- bróðir. Vöruflutningar með skipum og járnbrautariestum aukast •rf> Hin mikla aufcning á vöru- flutningum með tank- og farm- skipum yfir höfin og með jám- brautarlestum yfir löndin um nálega allan heim er tekin til meðferðar í janúarhefti Töl- fraeðirits Sameinuðu Þjóðanna, United Nations Monthly Bulle- tin of Statistics. o Á sérstökum töflum er yfirlit um siglingar heimsins, og töl- urnar í heild og einnig tölur ytflr veigamestu svæði leiða í ljós, að magn flutninganna eyikst stöðugt. Allt magnið fyrir hvers konar flutninga var 1380 miljón lestir árið 1963, en 2090 miljón lestir árið 1968 — og nemur sú aukning 51%. Á tímabilinu jukust flutningar með tank- skipum um 58%, en með íarm- skipum 45%. Á sama tíma jókst flutningamagn mieð jémbraut- um um 32% í Ástralíu, 30% í Afríku, 27% í Sovétríkjunum, 20% í Norður-Ameríku, 16n/n í Suður-Ameríku, 10% í Asíu, og 9% í Evrópu. (Frá S. Þ.J. Fagna aðgerðum uags fólks gegn eiturlyfjamisnotkun Aðalfiund/ur Áfengisivama- nefndar kvenna í Reykjiawík og Hafnarfirði var haldinn 26. febrúax. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar á fundinum: „Fundurinn fagnar Því, að ungt fólk hefur hafizt handa gegn eiturlyfjanotkun og óskar þvi allrar farsældar í því máli og skorar á unga fólkið að taka áfengismálin sömu tökum. Sömuleiðis gleðst fundurinn yfir því, að meiri aðgæzla verð- ur höfð um lyfjagjöf lækna. Núverandi stjóm Áfengis- vamanefndar kvenna í Beykjia- vík skipa þessax konur: Fríður Guðmundsdóttir, form., Kristín Halldórsdóttir, varaíorm., Jó- hanna Steindórsdóttir, gjald- keri, Jóhanna Eiríksdóttir, rit- ari. — Meðstjómendur: Ágústa Erlendsdóttir, Ragnhildur Gísla- dóttir og Heiga Gl-uðmundsdótt- ir. Skrifstofa nefndiarinnar, Von- arsitræti 8, er opin þríðjudaga og föstudaga frá kl. 3-5. breytingar. Bæði efnafræðileg lyf og veirur era talin eiga þátt í að valda krabbameini hjá mönnum. Ennfremur geta á- kveðin etfnafræðileg og smitandi lyf orsakað alvarlega fóstur- sköddun — í því sambandi eru þekkastir rauðu hundamir og thalidomid-lyfið. „Gagnslaus fyrirhöfn“ 1 skýrslunni er einnig drepið á áhrif líf- og efnafræðilegra vopna á hlutverk WHO sem ráðgjafa ríkisstjóma og það m. a. tekið skýrt fram, að væri reynt að koma upp vamarkerfi gegn þessum vopnum, myndi það einungis leiða af sér mjög víðtækia og a. m. 1. gagns- lausa fyrirhöfn. Ennfremur myndi slík fyrirhöfn geta vak- ið ótta um tortímingu í öðrum löndum. Gagnkvæm tortryggni myndi því næst valda enn frek- ari dreifingu líf- og efnafræði- legra vopna og vaxandi víg- búnaði. I lok skýrslunnar segir: Með hliðsjón af magni og styrkleika þeirra vopna seirn þegar eru fyrir hendi og þróun niýrra og enn hættulegri vopna, er brýn nauðsyn að uppræta sem allra fyrst alla þörf fyrir þessar hemaðarkynjuðu rann- sóknir. Það er þvi ljóst, að það hlýtur að vera mannkyninu fyrirbeztu, að hrandið sé í framkvæmd sem fyrst þeim ályktunum sem gerðar hatfa verið um líf- og efnafræðileg vopn af Allsherj- .arþingi Sameinuðu þjóðanna og AOlþjóðaheilbrigðismiálastofnun- inni. (Frá S. Þð. Frá Feneyjum. Tortíming vofir yfir Feneyja-borg Aðeins fáir af öllum þeim þús- undum ferðamanna, sem árlega koma til Feneyja, hafa nokkurn grun um þá alvarlegu hættu, sem steðjar að borginni. En staðreynd- in er sú, að áður en 100 ár eru liðin gætu Feneyjar verið eilíflega glataðar — sokknar í lónið. Litkvikmynd í enskri útgáfu, sem nýlega var send á markaðinn af Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), gefur Ijósa hugmynd um, hvað er í húfi og í hverju vandinn er fólginn. Æ fleiri flóð af völdum storma, hægfara hækkun vatns- borðsins vegna þess að eyjan sem borgin stendur á er að smásökkva, skemmdir á grunnum húsa og haiia, og mengun andrúmsloftsins frá nálægum iðjuverum sem spill- ir marmaranum — öll þessi atriði fela í sér dauðadóm, nema gerðar séu skjótar og víðtækar ráðstaf- anir. ítalska stjórnin hefur þegar í samvinnu við UNESCO skipað al- þjóðlega ráðgjafanefnd fyrir Fen- eyjar, sem er byrjuð að kljást við vandann með því að gera upp- drætti og búa til ný síki, öldu- brjóta og flóðgáttir til að hafa hemil á vatnsmagni síkjanna. Venice in Peril, eins og mynd- in nefnist á enslcu, er 16 mínútna kvikmynd, sem panta má frá upp- lýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóð- anna í Kaupmannahöfn, H. C. Andersens Boulevard 37. (SÞ). ú>- Áætlað tjón. 1 skýrsilunni er etonig að finna útredkninga um áætlað tjón í borgum af ýmsum stærð- um og á ólíku félags- og efna- hagsstigi. Kemur þar ótvirætt í ljós, að enda þótt skotmarks- svæði sé ekki sérlega þéttbýlt, gieta áhrif af árás einnar einustu flugvélar orðið svo víðtæk, að þau skapi sjúkdómavandamál í stærri stíl en áður hefur þekkzt. Lífífræðilegu vopnto eira hættulegust, segir í skýrslunni. Af þekktum efnafræðil. vopn- um eru það einungis tauga- gas e.t.v. botulin-eitrið (sem veldur banvænni matareitrun), sem hægt er að bera saman við líffræðilegu vopnin rmeð tflliti til sikaðræðis. Sem dæmi er það niefnt í skýrslunni, að einungis 4 smá- lestir af „sarin“, sem er tauga- gastegund, geti banað tugum þúsunda manna í etoni borg Annað gas, VX, í sama magni og við hagstæð veðurskilyrði, getur haft áhrif á 6 fertefló- metra svæði og banað milli 50.000 og 180.000 manns. Minni- héttar skemmdarverk á vatns- bólum með botulin-eitri eða LSD geta valdið stórfelldum truflunum og snert tugi þús- unda mamna. 1 skýrslunni er lögð áherzla á það, að við útredkningana á áætluðum manndauða hafi ver- ið gengið út frá mjög smávægi- legum og takmöirkuðum árás- utm, sem margar þjóðir geti nú þegar gert og æ ffleiri muni geta gert i náinni framtíð. Áhrifin, þegar til Iengdar lætur. Sérfræðingamir hafa einnig metið hin langdrægu áhrif af völdum líf- og efnafræðilegra vopna, eins og t. d. ólæknandi sjúkdómiar, áhrif sem konna í Ijós síðar, myndun nýrra sjúk- dómsorsaika og breytingar á umhverfinu. Meðal seinvirkra áhrifa, sem líf- og efnafræðileg vopn geta haft, netfnir skýrslan krabba- mein, fóstursköddun og stökk- Hrísgrjónaakrar þar sem voru mýrarfen í Guíneu Láglendið við strendur Guíneu dregur árlega til sín regn sem nemur 2.500 mm, og mánuðum saman á hverju ári liggja stór svæði undir vatni. Oldum saman hafa þessi svæði skartað grænu og virzt vera frjósöm, en í rauninni hafa þau verið eins ófrjó og sjálf Sahara-eyði- mörkin. Nú er verið að þurrka mýrarnar og koma í veg fyrir eyðileggingu af völdum rigninga með ræsum, þannig að akrar með nýsán- um rísi bylgjast nú fyrir hlýj- um Atlanzhafsvindum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) hefur veitt rúma miljón dollara til annars áfanga verkefnis, sem tekur þrjú ár og er á vegum Matvæla- og iandbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í samvinnu við ríkisstjórn hins vestur-afríska lýð- veldis, sem sjálft ieggur fram 825.000 doilara. Árlegar hrísgrjónaþarfir Guníeu aukast um 10.000 smálestir, og landið flytur þegar inn yfir 40.000 lestir árlega. Guíenubúar hafa lengi horft iöngunaraugum til mýrlendanna við ströndina, sem liggja rétt of- an við sjávarmál, því að þeim var ijóst, að hægt mundi vera að rækta þar hrísgrjón, en ríkis- stjórnin hefur ekki árært að leggja til atiögu við það stóra verkefni að verja svæðin flóðum og aðvífandi ásókn sjávarins. FAO hóf aðstoð við Guíneu árið 1963 með því að hjálpa land- inu til að endurheimta nokkur hundruð hektara á óshólmasvæð- inu. Jafnframt voru könnuð af- mörkuð svæði, sem síðar væri hægt að heimta með enn stærra átaki. Verkið, sem var fjármagnað af þróunaráætluninni (UNDP), var að tilhlutan FAO falið einkafyrir- tæki, Harza Engineering Comp- any í Chicago, sem sendi hóp sér- fræðinga til Guíneu. Bandaríski hópurinn vann að mestu t kvik- syndi og bauð byrginn regntím- anum frá júlí til nóvember, en þá verður allt vatnsósa. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður höfðu sérfræðingarnir lokið fyrsta áfanga verkefnisins í árslok 1969- Þeir höfðu endurheimt 2.000 hektara Iands og auk þess unnið að rannsókn á vatni, jarðvegi og staðháttum. Jafnframt höfðu þeir gert tilraunir með ýmsar rísteg- undir sem báru mikinn árangur. Sé flogið yfir þessi svæði nú, verður fyrir augum einkennileg sjón, þar sem skiptast á tiltölu- Iega þurr svæði þakin rísgróðri og stór svæði sem liggja undir vatni. Þeir 1.154.000 dollarar, sem UNDP hefur lagt fram, og þeir 825.000 dollarar, sem Guíneu- stjórn leggur fram, eiga að tryggja áframhaldandi vinnu að þessu verkefni næstu þrjú ár. Þúsundir hektara eru þurrkaðir af Guíneu- stjórn með hjálp sérfrasðinga frá FAO. Jafnframt nota sérfræðing- arnir tækifærið til að gera ýmiss konar tilraunir í því skyni að leggja grundvöll að landbúnaði framtíðarinnar: hvaða rístegundir séu bezt fallnar til ræktunar, hvaða áburðartegundir henti bezt, hvaða skordýraeitur eigi bezt við og hvaða nýtízku landbúnaðarað- ferðir séu hentugastar. Þeir leit- ast einnig við að koma til liðs við eldri landbúnað með því að kenna bændum betri aðferðir en þeir beita nú. Auk alls þessa eiga sérfræðing- arnir að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um hentugustu aðferð- ir til að koma hrísgrjónum í verð, setja á stofn samvinnufélög og lánakerfi. Sjö FAO-sérfræðingar eiga ennfremur að kenna lands- mönnum landbúnaðartækni og hrísgrjónarækt. FAO útvegar vél- ar, áburð, skordýraeitur og verk- færi, en ríkisstjórnin útvegar öll tæki til framræslu og þurrkunat landsins. Innan þriggja ára gera sérfræð- Ingar FAO sér vonir um að geta — á grundvelli reynslunnar sem þeir hafa aflað sér af þessu verk- efni — veitt Guíneubúum hollráð um, hvernig landið fái endurbato: Framhald á 9. síðiu. t i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.