Þjóðviljinn - 03.04.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.04.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudatgua- 3. apriíl 1970. Körfuknattleikur Það er naTjðsynílegt að hver íþróittamað'ur og hver íþrótta- hópur hafi að einihverju ó- kveðnu miarkmiði að stefna. Piltar sem haía stundað æf- ingar samvizkusajmlega í mörg ár eiga skiihð að fá að reyna kraftana við jafnaldra sina meðai annarra þjóða. Þessir drengir sem tóku þátt í Evr- ópu-keppni unglinga í körfu- knattleik eru ekki lélegri efni- viður en gengur og gerist. En grátlega litið kiunna þeir í körfu'knattleik eftir öilll þessi ár. Hver ber ábyrgðina á því að þessir drengir eru alveg eins og ratar á ölium sviðum körfunnar? Hvar eru uppal- endumir, hvar eru leiðarljós- in, hvar eru þessir svoköll- uðu þjálfarar? Hvaö hafa þessár strókar verið að gera öll þessi ár síðan æfingar hófust? Hvað hafa meistara- fflokksmenn og aðrir í hinum grónu félögum, t.d. KR, IR, KFR, Ártmanni, verið að gera á æfingum hjá jmgri flokk- unum? Hafa þeir verið að segja til, eða eingöngu verið að leika sér. Það er töluverður ábyrgðar- hiuti að taka við dreng 10-12 ára gömium, og hadda áhuga hans vakandi. Þaö er erfiðara að kasta í körfu, heidiur en. að sparka eða kasta í mark. Það er ekki langt síðan ég heyröi „leiðbeinanda" í yngsta flókíki edns félags hér í Reykjavík, vaéla yfir þvi að af hverjum fimm drengjum nýjum sem kæmu á æfingar hjó sér, kasmu fjórir ekkiaft- ur. Og ástæðan sem hann færði fyrir þessu áhugaieysi drengjanna var að körfumar væru of hóar. Staðreynddn er þó ekki sú að þær séu of há- ar, heldur þarf langan tíma og vinnu til að gera körfu- knattleiildnn skemmtilegan, svo að menn með litið þolgæði gefast fljótt upp. Við getum tekið stökkskotið edtt út úr, alia þá agnúa sem þarf að sverfa af mönnum og "úlar þasr hjáHparhreytfingar sem hver maður þarfnast tdl þess að lokurn komi út galialaus stíll. Það er ábyrgðarieysi hjá eidri körfuknattleiksmönnum -þegar þedr verða vitni að því, að auk Birgis og Agnars hjá IR, Kplbeins og Kristins S. í KR og Þóris í KFR, skuli einung- is þrír menn, Jón Sigurðsson, Sigmar Karlsson og Kristinn Jörundsson, koanast í iands- liðið. Bins er skortur á háum miðherja orðinn mjög baga- Frá Icik íslenzka og enska unglingalandsliðsins í körfuknatt- leik á dögunum. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). legur. Miðherja sem væri vemiega virkur, kynni að blekkja frá vítaiinu og nota skrckkinn við körfu. Þar væri venkefni fyrir Helga Jó- hannesson, eina manninn sem hefur kunnað að vinna úr miðherjastöðunni. Eitt er víst að veirðá ekkert að gert, verð- ur ísienzka landsliðið í körfú- knattleik eftir nakkur ár al- mennt aðhlátursefni, heirna sem eriendis. Eiríkur B. Hvernig er málshafturinn 11. MFND SVAR NM unglinga í handknattleik Island — Noregur í kvöld „Við erum nokkuð bjartsýnir" sagði Jón Kristjánsson formaður unglinganefndar HSf „Ég held að við getum verið nokkuð bjartsýnir, sagði Jón, þegar við inntum hann eftir möguleikum Islands til sigurs í þessu móti. Þó vil ég taka fram, að liðinu ókkar hefur alls ekki gengið vel í aefingaleikjum sín- um í vetur, en nú síðustu vik- umar hefur þetta verið að lag- ast og ég held mér sé óhætt að segja, að liðið sé orðið allgott. Við vorum allt annað en bjart- sýnir um og fyrir áramótin og það sem helzt var að hjá piltun- um var þrekleysi. Við höfum því lagt aukna áherzlu á þrek- æfingar, undir stjóom Reynis Ölafssonar, og ég fullyrði að þó tímdnn hafi ekki verið langur, þá hefur honum tekizt ótrúlega vel að ná þreki piltanna upp. Nú og með auknu þreki kemur að sjálfsögðu meiri hraði í leikinn, en einmitt þetta tvennt var það sem mest vantaði hjá liðinu í þeim æfingaleikjum, sem það lék í vetur. Þá var meiningin að hafa sömu leik- berfin og A-landsliðið var með, en með hliðsjón ai£ árangri þeirra í HM þá ákváðum við að hafa aðeins eitt kérfi, en raa aa err. srr g/na w» tsr-t. *-r leggja þess í stað aukna áherzlu á „blokkeringar" eins og nú virðist vera þróunin. — Eru nokkur forföll í lið- inu? „Nei, sem beitur fer þá hafa allir þeir leikmenn, sem meidd- ust hjá okkur í vetur, náð sér, en sannarlega var útlitið allt annað en gott um tíma. Ég vona svo að þær fréttir sem heim berast verði góðar fréttir, sagði Jón að lokum. Vissulega taka allir undir það og gaman verður að fylgjast með hvort íslenzka u-landsliðið stendur sig betur en A-landslið- ið okkar gerði í HM, þótt svo að þesisum tveim mótum verði ekki jafnað saman. Þama ætti að sjást, hvort sú breyting og framfarir á handknattleitonum, sem gróiiiileg var á HM, hefur náð til unglinganna á Norður- Framhald á 7. síðu. Reykjavíkurmói í badminton Reykjawíkurimiót í badminton hefst í VaHshúsinu lauigardag- inn 4. apríl og úrslit verða háð sunnudaginn 5. aprfl. Keppt verður í medstarafl. og 1. flokki toairla og kvenna. Þátttakendur eru um 50 meðal þeirra allir beztu badminton- menn landsdns og er ekki að eíla að keppni verður jöfn og skemmtileg. Vailiur og KR sjá um xnióttið. á þángi. Aths. mín) sem ætlað var að afnema verðlagseftir- Utið rétt fyrir páskana . . . Aillþýðuflokksmienn . . . tóku hagsmuni neytenda fram yfir allt annað og réðu úrslitum málsins . . . Þessu frumvarpi (Gylfa Þ. Gíslasonar. Aths. mín) var ætlað að verða til þess að leysa upp það Utla verðlagseftiriUt, sem hefur ver- ið hér á landi. Þetta átti að heimila verzluninni frjálsa álagningu. Reynslan kennir Is- lendingum, að þetta þýðir aðeins eitt: álagningin átti að hækka, vöruverð átti að hækka. Og hver átti að borga brúsann? Auðvitað neytend- ur . . . Nú árar betur og það er rétt, að ekki má eyðileggja það, sem unnizt hefur. En rétt er að gera sér einnig ljóst, að meðan auramir streyma í kassa fyrirtækjanna, hefur ekki að sama skapi batnað hagur þeirra, sem minnst hafa í þjóðfélagi okkar. Nú- verandi rikissitjóm verður, að krötflu Alþýðuflokksins, að gera betur við almannatrygg- ingar, auka tekjuskiptingu þjóðfélagsins (hvað sem það nú þýðir. Aths. mín.), létta byrðar hinna launalægstu, og gera alvarlegar umbætur í húsnæðismálum. Tilgangurinn með efnahagslegri starfsemi er að öll bjóðin, ókiki aðeins hluti hennar, njóti sem beztra lífskjara. Það er krafa Alþýðu- flökksins f dag, að unnið verði að því marki.“ Eins pg sjá má er þessi grein samin af upþhöfnu skopskyni. A henni er aðeins einn ljóður; aprílgabb á að vera svo sennilegt að sem flestir trúi því. Lýsingamar á hlutverki Alþýðuflotoksins í íslenzkum stjórnmálum eru hins vegar mun fráleitari en sú kenning ríkisútvarpsins að Hallgrimstum eé í rauninnl dulbúin frönsk, eldflaug. — Austri. Islenzka landsliðið á Norð- uriandamótinu i köríubolta Bráðlega hefst í Osló Norð- urlandakeppni í körfúknattleik. Þangað senda Islendingar lands- lið sitt, en það hefur nú verið valið og er skipað eftirtöldum mönnum: Baítoverðir: Þorsteinn Hallgrímsson ÍR, Kristinn Jörundsson ÍR, Jón Sigurðsson Á, Kolbeinn Pál&son KR og Gunnar Gunnarsson UM-. FS. Framiherjar: Aniton Bjarnason HSK, Agnar Friðriksson IR, Þórir Magnús- son KFR, Hjörtur Hansson LU- GI og Birgir Ö Birgis Á. Miðherjar: Kristinn Stófánsson KR og Einar Bollason KR. Nýjar reglur Pínu-körfuknattleiksnefndin sem í eiga sæti Búgi Þorsteins- son, Kolbeinn Pálsson og Sig- urður Helgason hefur nú lokið störfum. Starf hennar hefur verið þýðing nýrra reglna fyr- ir yngstu þátttakendurna. Mér virðist starf þetta vera vel af hendi leyst og er nú komin út bók, sem inniheldur þessar regl- ur. Þetta er verulega áhrifaonik- il bók ,ekki sízt vegna hinna fjölmörgu mynda, sem prýða hana. Svona bók er einmitt kjör- in til að vekja áhuga þeirra yngstu á reglunum. Þetta er vel unnið verk og við þökkum þess- um mönnum vel unnið starf. Eiríkur B. Apr- ílgabb Ýmsir iðka þann sið lsta apríl að gabba náungann. Slfk gamansemi tíðkast mjög á vinnjustöðum og í skólum, og .á síðustu árin hafa fjöl- miðlunartæki átt sinn þátt í þessari skemmtan og oft tekizt býsna vel. Einnig í ár létu ýms fjölmiðlunartæki reyna á hugkvæmni sína með misgóð- um árangri, en samt fengu þeir fáu menn sem sjá Al- þýðublaðið að njóta apríl- í spaugs af sérlega snjöEu tagi. Féklk blaðið þá ágætu hugmynd að leggja fonustu- gnein sína undir aprílgabbið, og sýndi höfundurinn, Bene- dikt Gröndal, að hann hefur gott lag á þeim framúrstefnu- sttl, kenndum við fáránleik, sem mjög hefur verið í tízku síðustu árin. Hinn spaugsami varaförimaður AlþýðuflokiksT ins komst m.a. svo að orði 1 gamangrein sinni: „Verðlagsmál eru mdkið rædd í blöðunum þessa daga í tilefni af þvi, að Eggert G. Þorsteinsson felldi heildsala- frumvarpið (sem Gylfi Þ. Gíslason flutti og mælti fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.