Þjóðviljinn - 03.04.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVIÍtiJINiN — Fösiudaiguir 3. ajœíl 1970. —- málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsls — Útgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fuiltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur iónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavðrðusL 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Eining gorgarstjórnarkosningamar í Reykjavík verða mjög afdrifaríkar. Auðvitað skiptir það mjög miklu máli hvernig sjálfum borgarmálunuim er stjómað, að þar komi markviss félagsleg stefna í stað stuðnings við gróðahyggju og brask. En hér koma mörg fleiri atriði til. Yfirráð íhaldsins yfir Reykjavík eru homsteinn undir gervöllu valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins, Qg þvi hljóta lands- málin og afstaðan til núverandi ríkisstjórnar að móta kosningabaráttuna að verulegu leyti. Völdin í Reykjvík eru svo mikilvæg, að ef stjóm- arflokkamir fá nú þann skell sem þeir verðskulda, mun ríkisstjómin ekki standast stundinni leng- ur; slík málalok myndu breyta sjálfri stjórnmóla- þróuninni á íslandi. Þeir menn sem telja að nú- verandi ríkisstjóm fylgi rangri og háskalegri stefnu og sé þar að auki orðin duglaus og þreytt, hafa í borgarstjómarkosningunum tækifæri til þess að binda endi á feril hennar og blása nýju lífi í stjómmálaþróunina á íslandi. Af öllum þessum ástæðum hefði það verið mjög árangursrík baráttuaðferð ef vinstrimenn og launamenn í Reykjavík hefðu komið sér saman um eitt sameiginlegt framboð, til dæmis fyrir til- stilli verklýðsfélaganna, og háð þessa örlagaríku baráttu af þeim þrótti sem eining getur tryggt. Al- þýðubandalagið kannaði gaumgæfilega hver tök væru á slíkri samvinnu, en því miður reyndist hún ekki framkvæmanleg, m.a. vegna þess hve mikil pólitísk sundrung er innan verklýðsfélag- anna í Reykjavík. Engu að síður er hugmyndin rétt', og vinstrimenn þurfa að hafa hana að leiðar- Ijósi í öllum athöfnum sínum. í því sambandi er vert að minna á að Alþýðubandalagið var einmitt stofnað í þeim tilgangi að tryggja einingu launa- manna í baráttu við atvinnurekendur og aftur- haldsöfl; það var Alþýðusamband íslands sem átti hugmyndina að stofnun Alþýðubandalagsins og Alþýðubandalagið hefur alltaf haft náið samband við samtök launafólks í öllum störfum sínum. Starfsemi Alþýðubandalagsins hefur miðast við það að þar væri svo hátt til lofts og vítt til veggja, að allir einlægir vinstrimenn gætu tekið þátf í stafi samtakanna, þótt þá greindi á um ýms mál, enda hefur Alþýðubandalagið, þegar á hefur reynt, verið eini málsvari launafólks í sveitarstjómum og á alþingi. gf menn fylgja hugmyndinni um einingu alþýð- unnar í baráttunni fyrir bættum kjörum og aukinni félagslegri stefnu í stjórnmálum verður henni aðeins hrundið fram með því að efla Al- þýðubandalagið. Það stoðar ekki að kjósa flokka sem telja sig vinstrisinnaða í orði en bregðast ein- att í verki þegar á reynir. Þaðan af síður stoðar að elta lukkuriddara og ævintýramenn sem geta fengið því einu áorkað í verki að eyðileggja at- kvæði í þágu íhaldsins. — m. Sjómenn óska aiildar að Lífeyrissjóði Vestf jaria" Sunnudaginn 22. marz s.l. efndi stjórn Alþýðusambands Vestfjarða til ráðstefnu á Isa- firði til stofnunar lífeyrissjóðs á vegum aðildarfélaga sam- bandsins og kjósa honum bráða- birgðastjóm, eins og ráð er fyrir gert í fyrirmj'nd að reglugerð fyrir iífeyrissjóði stéttarfélag- anna, en reglugerðartiliaga þessi er nýiega komin frá nefnd AI- þýðusambands Islands og Vinnuveitendasambands Isiands, sem samkvæmt samningunum frá 19. maá 1969 hafði þetta verkefni á höndum. Aðildarfélög A.S.V. eru 15 og hafa 9 þeirra ákveðið aðild að sameiginlegum lifeyrissjóði. Verkalýðsfélögin í Barða- strandasýslu, Strandasýslu og Bolungarvík hafa enn ekki tek- ið ákvörðun um aðild að þéssum sjóði eða öðrum, en vonandi verður ekki langt að bíða af- sitöðu þeirra. Á fundinum á Isaifirði komu fram eindregnar óskir um að sjómenn á félagssvæðinu verði aðilár að „Lífeyrissjóði Vest- fjarða” (Tillaga um það nafn á sjóðinn kom fram á fundinum). Skipstjóra og stýrimannafélagið Bylgjan, en félagssvæði þess er Vestfirðir allir, svo og smærri hópar iðnaðarmanna hafa sýnt Herfileg mismun- un í lánveitingum Fiskveiðasjóðs Lúðvík Jósepsson og Bjöm Pálsson átöldu í fyrrad. á Alþingi að lántalkendum hjá Fiskveiða- sjóði á undanfömum árum hefði verið herfilega mismunað á þann hátt, að filestir hefðu fengið lán með gengisákvæðum en , aðrir hefðu sloppið við þau ákvaeði. Lúðvík taldi það sérstakiega ein- kennilegt, eÆ bankastjórar hefðu tailið einkum ára til þess aðvedta mönnum lán án gengisákvæða snemma árs 1967, og þá einung- is vissum aðilum. Sjávarútvegsmállaráðherra,. Bgg- ert G. Þorsteinsson svaraði fyr- irspum firá Bimi < Pálssyni um gengistryggingu iána í fyrir- spumartíma sameinaðs þimgs. — Mæltist Lúðvik til þess að öllum alþingismönnum yrði send skýrsfa ráðherrans um þetta mál, oglof- aði Eggert því. áhuga á að gerast aðilar að sjóðnum, en til þess þarf að gera smávægilegar breytingar á reglugerð. Eundurinn kaus tvo menn í bráðabirgðastjóm af hálfu stétt- arfélaganna, þá Björgvin Sig- hvatssson og Pétur Sigurðsson ísafirði, til vara Guðmund Frið- geir Magnússon Þingeyri og Eyjólf Bjamason Suðureyri. Samþykkt var að beina þvi til stéttarfélaganna sem að sjóðn- um standa, að kjósa nú þegar menn í fuUtrúaráð samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Fulltrúaráðið er æðsti stjómun- ar-aðili ' sjóðsins ,og verður fyrsta verkefni þess að ræða og ganga frá reglugerð til endan- < legrar samþykktar. Einhugur ríkti um, að þetta stórmál atvinnustéttanna megi fara sem bezt úr hendi, almennt álit fundarmanna var að grund- völlur lífeyrissjóðsims verði bezt tryggður með samstöðu sem flestra og helzt allra aðildarfé- laga A.S.V: (Frá A.S.V.) Styrkur til nema úr strjálbýli-nu Gyifi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra svaraði fyrirspum á Alþingi í fyrrad. u mfyrirætil. rík- isstjórnarinnar varðandi lOmilj- ónir króna sem veittar voru á fjárlögum til að jafna aðstöðu- mun skólaneima í strjálbýlinu til framhaHdsskólanáms. Svaraöi ráðherrann þvi, að upphæðinni yrði varið þannig að nemendum í framlhaldsskólum sem fjarri væru heimilum sín- um og ekki hefðu fengið heima- vist yrði veittur mánaðarlegur styrkur, tvö hundruð nemendium í gaignfræðaskólum 850 kr. á mánuði í sjö mánuði, og 1050 nemenduim í menntaskólum, kennaraskóa, tækniskódum o. fll. 1000 kr. í átta mánuði. 1 und- irbúningi væri löggjöif um þetta miál. VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm - 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smíðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MiÐJAN Síð'úmúja 12 - Sími 38220 úr og skartgripir .. KDRNBfUS JÚNSSON skólavördustig 8 Skólastjórar og yfirkenn- arar á fræðsíumóti í sumar Þríðja fræðslu- og kynn- ingarmót Skólastjórafélags Is- lands, fyrir skólastjóra og yfir- kennara í skólum skyldunáms- stigsins, verð.ur haldið að Laug- um í S-Þing„ dagana 19.-25. júní í sumar. Á þinginu verða fluttir fyrir- lestrar og erindi um mörg helztu mál, sem efst eru í hugum skólamanna í dag. Inngangser- indi mótsins flytur próf. Matt- hías Jónasson; Nemandinn í skóiakerfinu. Þá verða flutt er- indi um starfsaðstæður og starfshætti skólastjóra, skýrslu- og áætlanagerð í skólum, mála- kennslu í barnaskólum, skóla- mál dreifbýlisins, endurmennt- un kennara, bókasöfn og Ies- stofur í skólum, skólasjónvarp, eðiisfræðikennslu og sálfræði- þjónustu. Þá munu menntamálaráðherra og skólastjóri kennaraskólans sitja fyrír svörum um þau mál, sem eru í brennidepli meðal skólamanna í dag, ný lagafrum- vörp, ný fræðsMög og reglu- gerðir, nýjungar í skóiarrtálum, Kennairasikólann og kennara- menntunina Margir kunnir skólamenn og ræðumenn flytja fyrirlestra, erindi og ræður á mótinu, og eru meðal þeirra: Próf. Matthías Jónasson, dr. Broddi Jóhannes- son, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gunnarsson verkfræð- ingur, Sigurður Þorkelsson full- trúi, Hörður Bergmann dönsku- kennari, Heimir Áskelsson enskukennarí, Valgarður Har- aldsson námsstjóri, Jóhann Skaptason sýslumaður, Stefán Ólafur Jónsson námsstjóri,<5> Stefán Júlíusson bókafulltrúi, Benedikt Gröndal alþm. for- sitöðumaður fræðslumyndasafns ríkisins og öm Helgason eðlis- fræðingur. Auk þessara fyrirles- , ara taka margir skólastjórar meðal þátttakenda virkan þátt í störfium þingslns. Hinn 21. júní hlýða mótsgestir á messu í Skútustaðakirkju, en eftir messu þiggja mótsgestir hádegisverðarþoð stjórnar kísil- gúrverksmiðjunnar við Mývatn. Síðar um daginn verður verk- smiðjan skoðuð Þriðjudaginn 23. júní verður farið til Húsavíkur, mannvirki sknðuð og síðdegiskaffi drukkið í þoði þæjarstjómar Húsavíkur, Þátttakendur munu gera sér ýmislegt til gamans og skemmt- unar meðan á mótinu stendur. M.a. verður Þingcyingavaka og flytur Jóhann Skaptason sýslu- maður aðalræðu kvöldsins, Jakobína Sigurðardóttir skáld- kona les upp, Karlakór Reyk- dæla syngur, þá verður píanó- leikur og fjöldasönigur. Þá koma fram hinir landskunnu hagyrð- ingar þeirra Þingeyinga: Egill Jónasson, Baldur Baldvinsson, Páll H. Jónsson o.fl. Lokahóf mótsins hefst með kvöldverðarboði menntamála- ráðherra dr. Gylfa Þ.: Gíslasonar og flytur hann ávarp, en aðal- ræðu kvöldsins flytut'dr. Broddi Jóhannesson skólastjóri. Þá verður einnig hiljóðfæraleikur, upplestur, einsönigur, gamanvís- ur, fjöldasöngur og dans. Skóiastjórafélag Islands 10 ára S.í. verður 10 ára 12. júni í sumar ,og verður afmælisins minnzt á mótinu á kvöldvöku laugardaginn 20. júní Undanfarin tíu ár hefur fé- lagið unnið að fræðslu- og kynningu meðal félagsmanna. Það er og hagsmunafélaig skóla- stjóra oig yfirkennara, en féilag- ar, sem eru um 140 talsins víðs veigar um iamd, eru aðafllega skólasitjórar barna-og unglinga- skóla, skyldunámsstigsins, en samkvæmt lögum félagsins geta skólastjórar annarra skóla einn- ig verið félagar, ef þeir vilja, og mót félagsins eru öllum skóla- stjórum opin meðan húsrúm leyfir. S.í. hefiur staðið fyrir þrem fræðslu- og kynningarmótum, að Laugum S.-Þing. 1963, að Laugavatni 1966 og að Laugum nú í sumar 1970. Félagið hefur tekið upp samvinnu við sænsk og norsk skóla- og kennarasam- tök pg efndi til fyrsta námskeiðs isl. skólastjóra í Svíþjóð í sam- vinnu við akadamíuna og lýð- háskólann í Kungálv vorið 1969. Þá retour félagið smnarbúðir fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra við Þingvallavatn og að Laugum f S-Þing. Félagið gefur út Skólastjórann, fjölritað til- kynningablað, en hann kemur úf prentaður í tilefni imþtsinsnaAi Laugum og 10 ára afmæli fé- lagsins. öllum félagsmönnum, skóla- stjórum, yfirkennurum, náms-’~ stjórum og mötoum þeirra er heimil þátttaka í Laugamótinu, svo og öðrurn skólastjórum, meðan húsrúm leyfir. Þátttöku- eyðublöð hafa verið send öllum félagsmönnum. Aðrir geta feng- ið þau hjá formanni. Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst og skriiflega og senda til S.l. póst- hólf 2, Hafnarfirði. Alls hafa um 80 manns boð- að komu sína til Lauga. Kennurum og öðru áhugafólki á svæðinu umhverfis Laugar er heimilt að hlýða á einstök er- indi, sem flutt verða é mótinu. Stjóm Skólastjórafélags Is- lands skipa: Hans Jörgensen R- vik, form., Vilbergur Júlíusson, Garðahreppi, ritari, Páll Guð- mundsson Seltjarnamesi gjald- keri og meðstjómendur Gunnar Guðmundsson og Óli Kr. Jóns- son Kópavogi. ÚTB0Ð Landsvirkjun heur ákveðið að bjóða út eftirgreind tvö verk við Þórisvatnsmiðlun: 1. Vatnsfellsveita: Skurðgröftur um ein miljón rúmmetnar, er ljúka skal á þessu ári. 2. Stíflugerð við Þórisós um 600 þús. rúm- metrar, er ljúka skal á næsta ári. Útboðsgögn fyrir hvort verk verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlands- braut 14, Reykjavík, frá og með föstudeg- inum 3. apríl n.k. Tilboð verða opnuð í skrifstofu Landsvirkj- unar þriðjudaginn 5. maí n.k., kl. 14,00 Reykjavík, 23. marz 1970 LANDSVIRKJUN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.