Þjóðviljinn - 28.04.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.04.1970, Blaðsíða 7
Þ'riðjudaigur 38. aparÆI 1070 — ÞJÓÐ’VTLJlNiN — SÍÐA ’J Þjóðleikhúsið tuttugu ára: f.\örður Valgarðsson eftir Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri: BENEDIKT ÁRNASON Sviðsmyndir og búningar: GUNNAR BJARNASON Þjóðl<?ikhúsið hefur starf'að í tvo áratuigi og minniist þess at- burðar með íburðarmikilli sýningu á „Merði Valgarðs- syni“, síðasta sjónleiknum sem Jóbanni Sigurjónssyni, mesta og frægasta leiksikáldi fslend- inga auðnaðist að ljúkia áður en bann féll í valinn lanigt fyrir aidiur fram; sýningin var að sjálfsögðu mikil háitíðaTStund, ég óska leiíkhúsinu til hamingju og þakkia liðna diaga. Fyrir tíu árum gaf leikbúsið út afmælis- rit, og í það ritaði ég dálítið ljósi á þassum tímamótum, þær að næstu ár færi leikhúsinu gnótt nýrra kjarngóðra ís- lenzkra leikrita og hæfra ungra leikendia — og þá ætti hin mik- ilvægia stofnun ekki að þurfa að kvíða komandí degi“. f>að verður því miður tæpast sagt að óskir þessar hafi rætzt, mér virðist leikhúsið í flestu standa í svipuðum sporum og fyrir tíu árum. Ástæðumar eru auðvitað margar: fámenni þjóðairinnar, firáfaU stórbrot- inna listamianna, ónógar fjár- Höskuldur (Hakon Waage) og Hildigunnur (Kristbjörg Kjeld). yfirlit um margþætt starf hdnn- ar langþráðu stofnunar og stöðu í íslenzku menningairlíffi, reyndi jöfnum höndium að benda á það sem vel hafði ver- ið gert eða ágætlega og hitt sem miður fór að mínum dómi. Þjóð'leikhúsið hefur notið hylli almennings og um leið sætt margvísleigri gagnrýnj edns og vera ber, en um þau mál má hafa orð Steins Steinars skálds að „margt var misjafnt talið við meðferðina og valið“. Mig langar til að vitna ; lokaorð greinar þeirrar sem ég áður nefndi, en þau eæu á þessa leið: „Það er von mín að ann- ar áratugur Þjóðleikhússins færi því miarga sigra, og þar skorti aldrei listræna einbeitni og sannan vilja til framf'ara og stórra átaka, starfsgleði og heilbrigða bjartsýni. Og sér- stakiar óskir hlýt ég að láta í veitingar svo eitthvað sé nefnt; oftlega hefur vist verið meira hugsað um fjárhirzluna en sjálfa ldsitina, og illt til þess að vita. En ég vil engu að síður bera fram sömu óskir og fyrr- um, hægt er að vona og bíða. ★ „Mörður Valgarðsson“ eða „Lygarinn" öðru nafni, hefur aldrei verið sýndur fyrr á landi hór, og má undarlegt heita; í raun og veru hefði Þjóðleik- húsið átt að glíma við hið vandasama verk á vígsludögum sínum eða skömmu síðar. „Mörður“ var frumsýndur í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn 15. febrúair 1918 og mjög til flutningsins vand- að; hann hlaut engu að síður fremur ómilda dóma og átti litl- um skilningi áhorfenda að mæta. Leikurinn mun bafa ver- ið gaminn að eggjan danskra leikhúsmianna, en sumdr landiar Jóhanns töldu það helgibrot og hálfgert hneyksli að skáldið skyldi sækja efni sitt í sjálfa Njálu, eihbverja meistaraleg- ustu sögu sem samin hefur verið, og þess hefur leikritið orðið að gjalda allt til þessa dags; það stendur í skugga meira listaverks og stærra og svo mun æ verða. Hins er ekki að dyljast að „Mörður Val- garðss©n“ er verk mikils og þroskaðs skálds og ber ýms beztu merki höfundar síns, birt- ir grimmileg örlög, snjallar mannlýsingar, næmt skyn á flókið sálarlíf, innsæi i mann- leg hjörtu, einlæga föðurlands- ást; rómantíska sfcrúðmælgi er þar lífca að fínna, og þarf eng- um á óvænt að komia. Atburðir og söguhetjur eru sóttir í Njálu og mjörr fáu breytt, sag- an fioma er Jóhanni heilög bók og reynisf honum stundum fjötur um fót. Að mínu viti eru helztu gallar verksins þeir að þráfaldlesa er talað um atbuirði sem gerðust áður en leikurinn hefst: utanför Grims og Helga, víg Lýtings og Þráins Sigfús- sonar framar öllu. og vikið er að sögunni um Hallgerði og bogasfrenginn oftar en ég fái talið; mér er næst að halda að réttast væri að sleppa sum- um orðsvörunum með öllu. Engu að siðuir bætir skáldið ýmsu við frá eigin brjóisti og ber þar hæst upphaf fimmta þáttar þá er Mörður kemur að Bergþórshvoli örskömmu fyrir brennuna og Skarphéðinn svipt- ir óþyrmdlega af honum grim- unni, og er reyndar að þvi kom- inn að drepa bann. Sú máttuga lýsing bregður skýru ljósi yfir sj.úkt sálarlíf hins fyrirlitlega lygana og rógbera og hlýtur að geyimast í föstu minni. Það virðist næsta torskilið í söig- unni hversu fljótir Njálssynir og Kári eru að trú,a sfcefjalaus- um lygum Mairðar og vinna að ráðum hans það óheyrilegia níð- ingsrverk að vega Hösfculd, hánn unga, alsaklausa og drengilega goða, en ÖU þau mál verða senriilegri og fyllri í meðförum Jóhanns. Annars er hér hvorki tími né rúm til að bera saman leikritið og söguna, en það verður eflaust siðar rækilega gert af færum manni. FuIIyrða má að lýsingin á Merði Valgarðssyni sé gerð af meistairahöndum, endia Jóbanni sýnilega efst í huiga, en hitt ekkert áhlaupaverk að skipa slíkum manni í fremsta sætið í leáknum. Mörður Jóhánns er hræddur um konu sina fyrir Skarphéðni, afbrýðissemin bæt- ist ofan á mannvonzku hans, öfund og und'irferli og knýr hann til illverkanna. Það er þessi djúpstæða lýsing sipilltr- ar sálar sem framar öllu gef- ur leikritinu gildi; Jóhann hef- ur ekiki aðeins áhuga á Merði, bann vorkennir þrátt fyrir allt þessum ótoappamanni. Leikritið er torvelt viðfangs og svo mannmargt að allir leik- endur Þjóðleikhússins eiga þar einbverjum skyldum að gegna, stórum og smáium. Leikstjóri er Benedikt Ámason og leggur mikla rækt og alúð við verk hin® frærga frændia síns, en hef- ur ekki ailtaf erdndi sem erf- iði, fær ekki við allt ráðið. Sýningin er glæsileg á ýmsa : a- y. : Þórkatla og Miörður Valgarðsson (Herdís Þorvaldsdóttir og Baldvin Halldórsson) semii; gervdð gott og útíit og framkoma sannfærandd, efcki sízt í uppbafi fimmta þáttar, hinu minnisverða aitriði sem áður var getið. f annan stað get ég ekki fellt mig við Skarp- héðin Rúriks Haraldssonar og eflaiust framar öllu vegna þess að andlitsgervi hans er mein- gallað og bæði synd og skömm að fara þannig með eins gervi- legan mann og Rúrik er. Skarp- héðinn á að vera sú glæsi- lega hetj.a sem allir þekkja úr Njálu og er þó öillu mannlegri og skapfellilegri ; leikritinu. En lítið fer fyrir glæsibrag og gáfum hins karlmannlega ofur- huga á þessum stað, hinum tor- ráðna mannj sem kveður ljóð- ið faigira í brennunni i leikslok; hann vixðist oftasf allt of ruddiafenginn, grófgarður, jaín- vel hiedmskur. NjáM og Bergþóru er vel borgið í traustum höndum Róberts Amfinnssonar og Guð- bjargar Þörbjarnardóttur, þau eru samvalin og samtafca. Ró- bert leggur mesta áherzlu á sáttfýsi Njáls og einlægan frið- arvilja og flytur fallega ræðu hans í veizlu Höskulds. Sjálf- ur á Hösfculdiur mdklu hlut- verki að gegna, en það er lagt á ungar og lítt reyndiar herð- ar. Hábon Waage er tvímæla- laust efnilegur leikari og mjög geðfelldur í sjón og raun, en nokfcuð ungæðisieg framsögn hans og framganga duldist þó ekki, og mjög að vonum. Hildi- gunnur er einhver stórbrotn- asta og máttuigasta mannlýsing í leiknum og falin Kristbjörgu Kjeld. Það sópar óneitanlega að henni, en framan af eru orð hennar og túlkun ekki nógu sannfærandi, en þegar búið er að vega Höskuld nær hún á- gætum tökum á hlutverkimi, birtir mikla ástriðu, ósveigjan- legt stolt og faefnigimi hinnar sfcapstóru konu í akýru ljósi. Ævar R Kvanan er Flosi og leifcur bans nokkuð mdsjafn; hann er ekki veruleg'a aðsóps- mikill höfðingi, en tekst vel að sýna að Flosi er seinþreyttur til vandræðanna. Valur Gisla- son fer mjöig látlaust og eðli- lega með hlutverk Valgarðar gamla, traustur í sjón og raun og sannur kraftur og dulinn eldur í orðum bans. Gísli Al- freðsson er skörulegur sem Grimiux Njálsson og Sigurður Skúlason fer snoturlega með Mutverk Helga bróður hians, en brýnir of mikið röddina. Þá er Gunnar Eyjólfsson ágsetur Kári, mjög vasklegur maður og gervilegur, en hdnn frækni kappi kemur reyndar mjög lít- ið við sögu í Iedknum. Enn eiga tvær konur talsverðum skyldum að gegna. Önnur þeirra er Þorgerður móðir Höskulds, en Anna Guð- miundisdottir lýsir ósveigjan- Framihald á 9. síðu Njáll og Bergþóra (Róbert Arnfinnsson og Guðbjörg Þorbjam- ardóttir). lund, en vekur vart hrifningu margra og veldur efflaust sum- um vonbrigðum. Minna varð úr sumum hlutverfcunum en mátt hefði ætla, brennan ekki eins tilkomumikil og eíni standia til, á meðal annars vegna þess að beitingu ljós- anna virðist áfátt á þeim stað, og sviðsmyndimar sumiar ekki hiafnar yfír gagnrýni, en þær eru verk Gunnars Bjiamiason- ar. Jóhaun ætlaðist að sjálf- sögðu til raunsærra lýsdnga faguirs landsliags og híbýla, en hér ©r ekki um eiiginleg leik- tjöld að ræða, heldur stílfærða leikmuni sem breytt er á ýmsa vegu og oft af ærnum hagleik; í baksýn er stuðlaberg sem virðist i góðu samræmd við loftið í leikhiúsinu. Gjáin í for- leiknum er mér sizt að skapi, en þegar tjaiddð er dregið frá sést maður standa grafkyrr á háum tröppum og líkist mynda- styttu, en það er raiunar Val- garður grái. Búningar Gunn- ars Bjaimasonar eru litríkir, fallegir og miargbreytilegir og lofa meistarann og mjög í anda söguialdar. Leifur Þórarinsson hefur samið sérkennilegia og viðeigandi tónlist við leikinn. Þýðing Sigurðar Guðmunds- sonar arki'tekts er mér vel að skapi, riituð á hreinu og við- felldnu nútíðarmáli. Baldvin H'alldórsson leikur Mörð og er tvímæialaust rétt- ur maður á réttum stað, en þó að undarlegt megi kalla er óralangt síðan að honum bafa verið fengin viðamikil hlut- verk. Baldvi’n tekst mjög vel að sýna hin mörgu andlit Marð- ar, tungumýkt hans, flærð, veikleika og logandi afbxýðis-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.