Þjóðviljinn - 06.05.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1970, Blaðsíða 4
4 6®0A — ÞJÓÐVILjJ’T'NN — Miðrvikiudagur 0. miatf 1970. — málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjó5frelsis — Cltgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmana Ritstjórar: Ivar H. fónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: SigurSur V. FrlSþjófssoa Ritstj.fulltrúl: Svavar Gestsson. Auglýsíngastj.: Olafur lónsson. Rltstjórn, afgrelSsla, auglýsingar, prentsmlSja: SkólavðrSust. 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00 Einnig mái ísiendinga því er nú þegar fengin löng reynsla að í hvert skipti sem ráðamenn Bandaríkjanna tala um frið í Indókína hyggja þeir á auknar styrjaldar- aðgerðir. Undanfarna mánuði hefur Nixon Banda- ríkjaforseti boðað þá kenningu að hann ætlaði að draga úr styrjöldinni í Víetnam, kalla heim liðs- sveitir og stuðla þannig smátt og smátt að frtði. Furðumargir hafa lagt trúnað á þessi fyrirheit, m.a. dró verulega úr baráttunni gegn styrjöldinni í Víetnam innan Bandaríkjanna. En á sama tíma og Nixon hafði frið á vöruim lét hann í verki undirbúa stórauknar árásir. Bandarísku leyni- þjónustunni var falið að skipuleggja valdarán í Kambodju, og þegar landið hafði verið svipt þjóð- legri forustu, réðust bandarískar hersveitir og málaliðar inn í landið. Fréttamenn greina frá því hvernig styrjöldin er háð; himinninn myrkvast af flugvélaflotum sem varpa sprengjum og bensín- hlaupi yfir sveitaþorpin; síðan kemur landherinn, brennir hvert hús og myrðir það fólk sem ekki kemst undan á flótta — en gefur síðan upp tölur um að svo og svo margir „kommúnistar“ hafi ver- ið felldir. Á sama tíima eru stórfelldar loftárásir á Norður-Víetnam teknar upp á nýjan leik, og barátta Bandaríkjanna gegn þjóðfrelsisfylkingunni, í Laos er mögnuð. í stað þess að Nixon þóttistj ætla að draga úr hinni villimannlegu styrjöld í i Suður-Víetnam hefur hann magnað hana svo að bandarískir hermenn sinna nú blóðverkum sínum í öllum ríkjum Indókína. pramferði Bandaríkjastjórnar hefur vakið við- bjóð og reiði um allan heim, mótmælaöldu jafnt meðal almennings sem ríkisstjóma. Þó eru til valdamenn sem virðast hinir ánægðustu. f>egar Jónas Ámason spurði að því á þingi í fyrradag hver væri afstaða íslenzku ríkisstjórnarinnar til þessara válegu atburða, kvað Emil Jónsson stjórn sína enga afstöðu hafa tekið. Hún hefur að sjálf- sögðu ekki haft tíma til að sinna smámunum eins og þjóðarmorðum á dögum hinnar skefjalausu ál- gleði. Ekki hafa hernámsblöðin heldur tekið þátt í hinum alþjóðlegu mótmælum; blaðamenn þeirra hafa í staðinn þegið boð uim að skoða herstöðina í Keflavík, væntanlega til þess að ganga úr skugga um að bandarísk stjómarvöld gætu veitt Islend- ingum sömu vemd og ástunduð er í Indókína. giðferðileg ábyrgð á glæpaverkunum í Indókína hvílir einnig á þeim ríkisstjómum sem eru í hemaðarbandalagi við hið vesturheimska stór- veldi, ekki sízt þeim sem lagt hafa land sitt und- ir herstöðvar Bandaríkjanna. Afstaðan til þjóða- morðanna í Suðaustur-Asíu er einnig íslenzkt innanlandsmál. Þegar menn gera það upp við sig hverjum flokkum þeir ætla að veita brautargengi eru þeir einnig að taka afstöðu til styrjaldarmnar í Indókína. — m. Grunnt er á mannúðinni, — Bilið milli „verkalýðsflokkanna.“ — Hver eru árslaun Jóhannesar Nordals? — Ættu að líta í eigin barm. Nýlega birtust í Þjóðviljan- im tvser greinar um málefni afbrigðilegra og vangefinna. Fer því fjairri, að fjiallað bafj verið nægilega um það mikla þjóðfélaigslega vanda- mál, en vonandj hefur þefta vakið einbverja til umbugs- unar á því. í viðtölum þeim, sem hér um ræðir, er farið mörgum orðum um nauðsyn mennta- stofnana og heimila fyrir þessi olnbogaborn, en einnig er drepið á þá nauðsyn, sem er breyttur hugsiunarháttur hins almenna borgara gaign- vairt afbrigðilegum og van- gefnum. Verður aldrei nóg- samlega brýnt fyrir almenn- ingi að temja -sér umburðar- lyndi og biálpsemi gagnvart þessum borgurum, þvi að sáík-t er siðferðileg skylda okkar allra. og enginn veit nema hann eigi sjálfur eftir að standá andspænis því vandamáli að þurfa að annast afbri’gðilegt barn, og finna, hve grunnt er á mannúð og manngæzku á þessu sviði: Ég kannast við unga stúlku, sem varð afbrigðileg upp úr veikindum, og sú mannlega grimmd. sem hún hefur mætt sökum þess. tekur enigu taii. í>að er í sjálfu sér nægilegt vandamál að fyrir einstak- linga á hennar þroskastigi eru engar stofnanir né önnur félagsleg aðstoð. en hvar sem hún hefur komið, hefur hún orðið fyrir bryllilegu aðkasti og áreitni. Börn og fullorðn- ir baf a hent gaman að greind- arskorti hennar. foreldrar hafa jafnvel bannað börnum sínum að leika við hana, og mannúð og skilningur eru af sivo skornum skarrwnti, að úti- lokað er að £á henni a-uðveld störf, sem hún hefði þroska til að gegna, en hún er ekki það sem við köllum vangefin. Hún er aðeins ein af hundr- uðwm þessi stúlka. fómar- lamb grimmra örlaga. Hví reynum við ekki að létta und- ir með henni í stað þess að leika hiana ennþá grárra en örlögin? P.R. Rétt f þessu heyrði ég nýj- asta tilbrigðið j móðursýkis- kantötu íhaldsins okkar út af ellefumenningunum frægu — (sem að vísu voru sextán). Varð þess Muti tónverksins ísmeygilega felldur inn í nöld- urþáttinn um daginn og veg- enn, en kraitinn, sem flutti hann núna, heitir Siigurður Guðmundsson. Undraðist hann m.a. stórum duig og áræðj ís- lenzks æskufólks. endia þekk- ir hann þetta af eigin raun. Hann hefur um árabil stjóm- að einni af þeim stofnunum kerfisins, sem leggja sig í lím3 um að eera ungu fólki lífið sem leiðast. Það er lítið hervirki, að tugur röskra stráka stjakar meinléysfslegum hjónaleysum út úr lítilsigldri stofnun í lág- reistu húsi. Ef brýnir hags- munir islenzkra námsmanna, — að ekki sé minnzt á þarf- ir sósíalískrar byltingar — krefjast siíks lítilræðis, þyk- ir mér nú ekki á það horf- andi. Má það heita undravert. að svo lítils þarf við til að þúsundlhöfðaðir fjölmiðlar Kerfisins froðufelli í krampa- kenndum móðursýkisflogum dag eftir dag* En slælegur þykir mér Mut- ur Þjóðviljans í þessu máli. Sér nú á, að hann er ekki lengur málgagn byltingasinn- aðs flokks. Byltingarboðskap Stokkhólmsávarpsins, sem raunar var kjami þesis — hefur blaðið meðhöndlað líkt og gert var við óhreinu börn- in hennar Grýlu. Ég er m.a.s. ekkj alveg viss um hvort blaðið télur kjaraikröfur námsmannanna réttmætar. Er þá ályktun kerfiskrat- ans ef til vill rétt, að á sama tíma og Alþýðuflokkurinn befur færzt til hæigri við Sjálfstæðisflokkinn, hafi bilið milli „verkalýðsflokkanna beggjia" mjókkað. Franz Gislason. Hérna eru nokkrir ungir menn að vinna hjá mér og i morgunkaffinu vorum við m.a. að velta því fyrir okkur hvað yfirlaunaskammtari rík- isins, Jóhannes Nordal, hefði sjálfur 1 laun. Hvað skyldi hann hafa alls: Sem banka- stjóri, formaður nefnda og auk þess í ótal nefndum öðr- um. í bílastyrk. risnu og margskonar friðindi önnur. Vill ekkj Bæjarpósturinn koma þessari spurningu á framfæri fyrir miig: Hvað hefur Jóhannes Nordal f árs- laun? — Kona f Norðurmýri. Bæjarpósturinn hefur kom- ið spurningunni á framfæri. Og nú verður Jóhannes að svara. Núna hneykslast forsvars- menn Sjálfstæðisflokksins mjög á námsmönnum fyrir aðgerðix þeirra, en sumir þessara forsprakka mættu muna eigin æsku í Heimdalli. • Ég man til dæmis eftir þeim Davíð Ólafssyni og Matthíasi Johannessen fyrir utan sov- ézka sendiráðið. þar sem þeir stjómuðu ólátum og ýmsir viðstaddra urðu fyrir meiðsl- um af hálfu þeirra sem for- sprakkarnir siguðu á undan sér. Og sumir þessara manna. sem í dag hneykslast mest og hrópa úr hæstum stólum, ættu að líta í e'>in barm áður en þeir fara að úthrópa námsfólk sem gríp- ur til örþrifaráða til þess að fá leiðrétt kjör sín. Verkamaður. Sélfræiiþjénusta í skólum innan SASÍH trtatr Aðalfundur Samtaka sveitarfé- laga í Reykjaneskjördæmi var haldinn í samkomuhúsinu á Garðaholti Iaugardaginn 4. apríl. H jálmar Ólafsson bæ jarst jóri flutti skýrslu stjórnar, en hann hefur verið formaður samtakanna frí stofnun beirra. 1 skýrslu for- manns kom fram að starfsemi þessara ungu samtaka er orðin umfangsmikil og fjölþætt. Stjómin hefur haft mikið sam- starf við þingmenn kjördæmis- ins og með þeirra aðstoð fengið nokkurt framlag á fjárlögum til að hefja byggingu á heimavistar- skóla í Krísuvík, en þar er fyr- irhugað að byggja skóla í sam- vinnu við sumarbúðanefnd þjóð- kirkjunnar Þá hefur einnig feng- izt 10 miljón króna lántökuheim- ild til rannsókna á iarðhitasvæð- unum í Krísuvík og Trölladyngj- um. Fyrir forgönigu samtakanna var á síðastliðnu hausti ráðinn sál- fræðingur, sem gegnt hefur því í kjördæminu öm He!rra.son sál- fræðingur, sem gengt hefur þvi starfi í vetur flutti fróðlegt erindi á fundinum um starf sitt og sál- fræðiþjónustu almennt. Kom fram almenn ánægja með þessa tilraun og samþykkti fundurinn tillögu frá stjóminni um að veita sálfræðingnum starfsaðstöðu og skrifstofuaðstoð á tveim stöðúm í kjördæminu og ráða annan sál- fræðing til starfa á næsta skóla- ári. Kópavogskaupstaður hefur um langt skeið haft nokkra sál- fræðiþjónustu í sínum skólum, en aðrir skólar í kjördæminu hafa enga slíka bjónustu haft fyrr en nú í vetur Á þessi starfsemi vafa- laust eftir að aukast verulega á næstu árum. Á liðnum vetrl hefur verið unn- ið að því. fyrir forgöngu bæjar- stjómar Kópavogs að stPtfna hlutafélag með þátttöku sveitar- félaganna f Reykjaneskjördæmi. til að annast framleiðslu og blöndun olíumalar Á aðalfund- inum fluttu þeir Ólafur G. Ein- arssom sveitarstjóri og ólafur Jensson verkfræðingur erindi um það mál og urðu um það nokkr- ar umræður. Stjóm Samtaka sveitarfélaga f Reykjanoskjördæmi var öll end- urkjörin en hana skipa Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri, formaður, Sigurgeir Sigurðsson sveitarstjóri og Svginn Jónsson bæjarstjóri i Keflavík í varastjóm mi’Kpis:^ inn Ó. Guðmundsson Hafnárfirði. Salóme Þorkelsdóttir, Mosfells- sveit og Pétur Jónsson Vatns- leysuströnd. Stjórn og vaxastjórn Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi, talið frá vinstri: Hjálmar Ól- afsson Kópavogj, Salome Þorkelsdóttir Mosfellssveit, Sigurgeir Sigurðsson Seltjarnarnesi, Sveinn Jónsson Keflavík, Pétur Jónsson Vatnsleysuströnd, Kristinn Ó Guðmundsson Hafnarfirði. Listi Alþýðubandalagsins á SuBureyri Framboðslisti Aiþýðubanda- lagsins á Suðureyri er þann- ig skipaður: 1. Gestur Kristdnsson, skipstjóri 2. Birkir Friðbertsson, bóndi 3. Þórarinn Brynjólfsson, verkamaður 4. Kristjana Friðbertsdóttir, frú 5. Einar Guðnason, skipstjóri 6. Hafsteinn Sigmundsson, skipstjóri 7. Sigurður Ingimarsson, stýrimaðu-r 8. Valgeir Hallbjömsson, stýrimaður 9. Gísli Guðmundsson. vigtarmaður 10. Jóhannes Pálmason, sókn ar prestur. Þrír framboðslistar hafa ver- ið lagðir fram til sveitar- stjórnaikosninga á Bíldudial —- K-listi, listi óháðra kjósendia er borinn fram af Alþýðu- bandalagsmönnum, Framsókn- armönnum og stuðningsmönn- um Hannibals Valdimarssonar. Listinn er skipaður eftirtöld- um mönnum: 1. Pétux Bjamason skóla- stjóri 2. Björn Magnúsison : vélstjóri 3. Ingimar Júlíusson verka- maður 4. Halldór G. Jónsson, bóndi 5. Guðmundur R. Éinarsson Framhiald a 9. saðu t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.