Þjóðviljinn - 31.05.1970, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1970, Blaðsíða 5
Sunniudagur 30. maí 1970 — ÞJÖÐVTLJINN — SlÐA g Hvenær fara ellilaunþegarnir í kröfugöngu? Fátt er svo með öllu illt . . . Það var a.m.k. éitt gott við að þingmenn stjórnarflokkanna skyldu fella tillögu stjórnarandstæðinga á alþingi í vor um að hækka ellilaunin um 15 %: Það vakti athygli. Það vakti fólk til umhugsunar um kjör aldr- aðra, kom af stað blaðaskrifum, fólk fór að velta fyrir sér, hvernig væri eiginlega hægt að lifa á 3774 krónum á mánuði eða 6793 krónum fyrir hjón. Auðvitað er það ekki hægt með núverandi verðlagi, enda voru svör margra eldri borgara, sem Þjóðviljinn spurði að þessu, öll á einn veg: það er útilokað að lifa á ellilaununum einum. Og hvernig lifir þetta fólk þá? Jú, það nýtur stuðnings bama sinna, það fær kannski viðbót- arstyrk hjá bæjar- eða sveitarfélagi eða það býr á elliheimili og fær tvöföld ellilaun fyrir kostn- aðinum. Með þessu er því séð fyrir sárustu nauð- þurftum, en ekki heldur meira, eigi það ekki eignir eða hafi aðrar tekjur en ellilaunin sér til framfæris. Félagsleg aðstoð við aldraða er heldur ekki sérlega beysin. Á því sviði, eins og svo mörg- um öðrum sem krefjast róttækra félagslegra úr- ræða, erum við Islendingar enn langt á eftir ná- grannaþjóðum okkar, þótt viðurkenna beri, að a.m.k. Reykjavíkurborg hefur sýnt viðleitni í þessa átt. En viðleitni er ekki nóg ef undirstöðuna vantar og undirstaðan hlýtur að vera mannsæm- andi laun, — líka þótt þau heiti ellilaun. Hvern- ig getum við varið það að láta eldri borgarana sem búnir eru að vinna þjóðfélaginu allt sitt líf, varla hafa fyrir nauðþurftum? Og það einmitt þessa kynslóð, sem nú er um og yfir sjötugt og mest hefur þrælað og byggt upp fyrir okkur. Vissulega er það óverjandi. Enda hafa stjórnar- liðar ekki einu sinni reynt að verja samþykki sína um að skammta öldruðu fólki og öryrkjum 187 krónur til viðbótar á mánuði eða 336 kr. fyrir hjón, þ.e. 5,2% hækkun, um leið og þeir sjálfir urðu að viðurkenna opinberlega að kaup- máttur ellilaunanna hefði lækkað um 16.2% frá 1967, og var hann þó aldrei mikill fyrir. Kannski hefur kynslóðin sem fæddist um og fyrir aldamótin þegar þrælað of mikið og hefur ekki þrek til uppreisnar. En fulla ástæðu hefði hún, ekki síður en unga fólkið, sem nú er svo duglegt við að vekja athygli á sínum málstao með mótmælaaðgerðum, til að láta rödd sína heyrast og það hátt. Kannski líður heldur ekki á löngu, áður en þessi hagsmunahópur, því það er hann, binzt samtökum, og hver veit nema við eigum eftir að sjá eldri borgarana faxa í kröiu- göngu um götur borgarinnar? Aðalatrið að fá ellilaunin hækkuð og það svo um muni „Opið hús“ hjá eldri borgurum í Tónabæ (Ljósm. Þjóðv. A.K.l. Tvisvar í viku er Tónabær, — annars samkomustaður ungling- anna, lagður undir félagsstarf- semi eldri borgara Reykjavíkur. Á mánudögum er þar ívokölluð flokkastarfsemi, þ.e. áhugahópar sinna sínum hugðarefnum og fá tllsögn og Ieiðbeiningar, en á miðvikudögum er „opið hús“, þá spilar fólk á spil, sér kvikmynd eða annað skemmtiatriði og drekkur saman kaffi, slær m.a.s. stundum upp balli. Á miðvikudögum er hér líka bókaútlán Borgarbókasafnsins, — mikið notað, og á miðviku- dögum situr hér kona, sem Þjóð- vil.jinn átti viðtal við um að- stæðuraldraðra, Ása Ottesen, sém rækir upplýsingastarf fyrir aldraða á vegum Félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar, segir þeim hvemig og hvert á að snúa sér til að fá t.d. uppbót lífeyris éða aðra félagslega aðstoð sem borgin læbur í té. — Hverjir geta fengið slíka uppbót, Ása, og hve há getur hún orðið? — Uppbót lífeyris er algerlega háð efnahag einstaklinganna og Ása Ottesen misjöfn eftir því og varla hægt að tala um hámark eða lágmark. Eigi fólk ekki eignir né hafi aðrar tekjur en ellilaunin er hér leið til að fa þau eitthvað hækk- uð og fer það gegnum elli- málafulltrúa borgarinnar, en hækkunin fer alltaf eftir mati tryggingaráðs. Tvöföldun elhlíf- eyris fá þeir sem dveljast á elli- héimili, annars er 80% af elli- launum það alhæsta sem hægt er að fá til viðbótar, en borgin veitir að auki vissa félagslega aðstoð í sambandi við húsaleigu og lyfjakaup. — Og kemst fólk af með þétta? — Það virðist gera það, en hvérnig það fer að því er mér hulin ráðgáta. Ég spyr ekki fólk, sem til mín kemur, það getur verið viðkvæmt mál hverjum og einum, svo er það trúnaðarmál, sem milli okkar fer. — Hvaða verkefni eru það einkurn er Félagsmálaráði og Félagsmálastofnuninni eru ætl- uð að þvi er snertir aldrað fólk? — Saimfcvæmt saimlþykkt sem gerð var í borgarstjórn 1967 er það ýmisikonar aðstoð við að komast á vistheimili og við hæfckun ellilífeyris, þegar skil- yrði eru fyrir hendi eins og það er .orðað. Félagsmálastotfnunin á að hafa milligöngu um útvegun heimahjúkrunar og heimilis- hjálpar, en sh'kt hefur ekki ver- ið fyrir hendi sérstaklega fyrir aldrað fólk fram að þessu, fyrr en nú alveg nýlega, að komið hefur verið á fót vísi að slíkri þjónustu Og er verið að byrja að efna til námskeiða í heima- hjúkrun aldraðra. Ég tel þesisa þrúun áfoaflega já- kvæða og finnst að heimilis- hjálp og heimahjúkrun ættu allir ellilífeyrisiþegar sem á því þurfa að halda að geta fengið sér að kostnaðarlausu. Á sama hátt finnst mér að ókeypis lyf og læknisihjálp, eins allir ellilaunþegar ættu að fá og þeiit fá sem d.veljast á sjúkrahúsum eða elliheimilum, þvi ég er á því, að það eigi að styrkja fólk til að vera sjáltf- bjarga á eigin heimili sem allra lengst, bæði vegna þess, að það er hagkvæmara fyrir samfé- lagið, og ekki siíður hins, að fólk vill það yfirleitt helzt sjálft og líður bezt þannig, sé ekki um sjúklinga að ræða. Til verkefna Félagsmálaráðs í þágu aldraðra má telja félags- starfsemi eldri borgaranna í Tónabæ, sem hefur heppnazt mjög vel þetta ár sem hún hef- ur verið og áreiðanlega verið mikil þörf fyrir hana. Það sýn- ir aðsóknin sem alltatf fer vax- andi. Margar fleiri huigmyndir um starf Félagsmálaráðs á þessu sviði hafa kömið fram, en flest- ar aðeins á pappírnum ennþá, eins og t.d. hugmyndir um að byggja sérstakar íbúðir fyrir aldrað fólk. Hjúkrunarheimili er þó í byggingu. Satt að ségja er starfsemi fyrir aldraða hér á landi í burðarliðnum og ótelj- andi verkefni sem eftir er að leysa ef við eigum að komast eitthvað nálægt því sem gert hefur verið á þessu sviði t.d. á Norðurlöndunum, ekki sízt í Svíþjóð. Nú hefur þú kynnt þér mál- efni aldraðra erlendis og hér heima og kynnzt eldra fólki all- náið gegnum starf þitt hér í Tónabæ. Hvar finnst þér að skórinn kreppi helzf hjá þessu fólki? — Það er enginn vafi, að fyrst og fremst er ellilífeyririnn alltof lágur, eins og hver maður getur reyndar sagt sér sjálfur, og þjóðinni til sfcammar að búa þannig að einmitt þessari kyn- slóð, sem búin er að byggja allt upp fyrir okkur. Það ætti að vera lágmark að fólk, sem búið er að vinna þjóðfélaginu allt sitt líf geti lifað örugglega í ellinni. Ekki svo að skilja, að þetta fólk sé að barma sér. Eins og ástandið er í þjóðfélaginu með sívaxandi dýrtíö vantar allan almenning fé á milli handa, og Margrét Guðnadóttir prófess- or, sem skipar fjórða sæti á framboðslista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavik, hefur átt ríkan þátt í mótun heilbrigðis- málastefnu flokksins og í því sambandi að sjálfsögðu ckki sízt haft í huga aidrað fólk og öryrkja sem þa.nn hóp er einna verst er nú búið að í okkar þjóðfélagi. Sneri blaðið sér til hennar til að spyrja um heil- brigðismál aldraðra. — Hei'brigðisþjóinusta s@m aildrað fólk nýtur sérstaklega er ákaflega tafcmörkuð, segir Mar- grét, og eiginlega varla öonur en að borguð ei-u fyrir það s j úkrasamlagsigjöldin. Aldrað fólk fær sivo sörnu þjónustu og þá ekiki sízt ellilaunþegana, sem fá innan við 4 þúsund krónur á mánuði. AUövitað hefur tfólk engin sérvandamál af því að það er gamalt, vandamál þess eru þau sömu og amnars fólks, einstaklingsbundin að sjálf- sögðu, en verða oft enn erfiðari úrlausnar vegna lágra tekna. I okkar þjóðfélagi eru það li'ka ævinlega eldri aldursflokkamir sem fyrst eru afskornir frá vinnu þegar kreppir að í at- vinnulífinu, svo margir hatfa Framhald á 6. síðu. aðrir hjá sjúkrasamlaiginu, þ.e. ódýra þjónustu heimilislæknis, fría sjúkraihúsilegu og hluta sjúkrasiamlaigsins upp í lyfja- kostnað. En eins og allir vita er hluti sjúkrasaimlagsins í lyfjakostnaði mdsjafn.. Vegna þess að eldra fólfc þarf oft á sérlyfjuim að halda verður lyfjakostnaðuirinn oft stór útgjalda/Iiðiuir hjá þessu fólki, ekki sízt með tilliti til hversu tekjulágt það er. Það er nógu erfitt að gera sér í hugat- lund, hvernig fólk á að geta framfleytt sér á hinum smán- arlega lága eilliflífeyri, hvað þá að það bæti á sig kostnaðarlið- um eins og lyfjafcostnaði, svo ekki sé minnzt á hjúkrun eða aðstoð í heiimiahúsum. Þessa hluti fær fólk sér að kostnaðarlausu, liggi það á sjúkrahúsum, og mér virðist það ekki nema sjálfsaigt og rétt- mæt krafa að þeir sem hafa framfærslu sína af eHlih'fteyri eða örorkúbótum, njótí hins samia, þótt þeir dveijist í heima- húsium. — Á að sfcilja þetta svo, að aldrað fólk eigi að dvteljast og liggja heima hjá sér í lengstu lög, þótt það sé veikt? — Auðvitað eikki, sé það al- varlega sjúkt og þarfnist þeirr- ar læknisimeðferðar og umönn- unar sem aðeins er hægt að veita á sjúkraihúsum. En mór finnst eiga að stetfna að því, að bæði aldraðir og öryrkjar, sem eiga eigið heimiili, dveljist á þeim sé þess nokkur kostur, og sé ek!ki á sjúkrastofnunum til langdvala. Sé fólkið ekki fár- sjúfct er því líka oftast komið fyrir á stotfnunum sem fremur eru einskonar gæzluheimiili en sjúkrahús. Sama fólk gæti oft séð um sig sjálft, fengi það smáve'gis aðstoð. Áreiðanlega getur fæst eldra féffc kostað slfka aðstoð — til þess er búið að ganga of hart að sparifé þess með gengislækkun eftir gengislækkun og fleiri ráðstöí- unum. Oftast er heilsufar aldraðra þannig, að þótt þeir þurfi á að halda læknisetftirliti og ein- hverri hjúkrun, koma hjúfcrun- arheimili að mieira gaigni en sjúkrahús. Fulfl þörf er á, að Reykjavíkurborg byggi silík heimili fyrir þá einstakliniga, sem geta ekki notíð hjúkrunar Margrét Guðnadóttir með öðrum hættí. En fyrir hina, sem geba í rauninni séð um sig sjálfir og vilja það helzt og eru sem betur féc meiri hlutinn, er það miklu hagkvæmara, bæði fyrir samtfé- lagið og þá sjálfa, að svo sé bú- ið um hnútana, að þeir séu að- stoðaðir við það, að þeir géti t.a.m. notið hjúkrunar og feng- ið lyf sér að kostnaðarlausu, þegar þess gerist þörf, rétt á sama hátt og etf þeir dveP.dust á sjúkralhúsi eða eilliheimiili. Eins og öðru fólki líður flest- um öldruðum og öryrkjum bezt í eigin uimhverfi. Hvort sem þeir búa einir eða með fjölskyldu sinni er eðlilegast að þeim sé gert Mleift að dvelj- ast þar sem lengst. Þótt heils- an sé tekin að bila og fólk sé jafnvel rúmliggjandi að ein- Framhald á 6. siðu- Aidraðir ættu að fá hjákrun, lyfog heimilishjálp ókeypis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.