Þjóðviljinn - 31.05.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1970, Blaðsíða 6
0 SfÐA — i>JÖÐVIL.JTNTSI — SoiiMiudagur 31. maí 1970. Hcr sitja þeir Guðmundur Arnlaugsson og Lúðvík Albertsson og spá í tölur; þeim til aðstoðar er Sig- rún Dungal, en úti í öðru homi sitja sjónvarps menn og fylgjast með. — (Ljósmynd: Sjónvarpið). Litið inn á æfingu flutnings á kosningadagskrá Stærsta átak sjónvarpsins ÞaO var uppi fótur og fit í sjónvarpinu á föstudaginn, þeg- ar við litum bar inn sem snöggvast. Verið va,r að æfa og prufukeyra viðamikla kosninga- dagskrá, sem hefst kl. 11 í kvöld og stendur til kl. 2 e.m. eða ef til vill lengur. Svo að segja allt starfsfólk sjónvarps- ins hefur lagt hönd að liessu verki. sem er sennilega stærsta átakið, er fyrirtækið hcfur gert á hinu stutta skeiði sínu. 1 þann mund, sem við kcwn- um inn, heyrðum við Ásgeir Ingó'lifsson að lesa fyrstu kosn- ingatölur frá Reykjavík. Sam- kvæmt þeim hafði Sjálfstasðis- flokkurinn 10 menn inni, Fi-amsókn tvo og Alþýðubanda- lagið sömuleiðis, Alþýðuflokk- urinn einn, en frjáisilyndir jnenn og Sósíalistafélagið eng- an. Til aiilrar hamingju, að okk- ar dómi, var hér um heimatil- búnar tölur að ræða, og vænt- anilega verða úrslitin, sem Ás- geir les fyrir okkur í nótt með öðrum hætti. Ásgeir vair raunar staddur uppi í Austurbæjar- skóla, þar sem hann verður einnig í kvöld og fylgist með talningu atkvæða. Sjónvarpiö hefur komið upp miMum við- búnaði þar, og á að senda það- an beint út. Myndin frá Aust- urbæjarskólanum er send upp i t.urn Iðnskólans, þaðan sem hún verður síðan send upp í sjón- varp. Þetta er í fyrsta sinn, sem sjónvarpið sendir beint úr öðrum stað en sjónvarpsstöð- inni, og ekki var annað að sjá, en þessi æfing gen.gi að óskum. Þegar þessar fyrstu tollur voru komnar, beindust spjótin að reikningsmeisturunum, þeim Lúðviíki Albertssyni fulltrúa og Guðmundi Arnlaugssyni rektor, en þeim heiðursmönnum kynnt- umst við í sjónvarpsdaigskránni um síðustu ailþingiskosningar. Þá höfðu þeir meðferðis giríð- armikHa tölvu, en að þessu sinni verða þeir að láta sér nægja reiknivéla-r og hyggju- vit, því að ekfki er grundvöllur fyrir tolvumotkun í sveitar- stjómarkosningum vegna fjölda kjördæma. Raunar spá þeir ekki fyrir öll kjördæmin, aðeins þau stærstu. Og þeir Guð- mundur og Lúövík spáðu nú éftir þessum gervitölum, en að því loknu var filutt stutt kyik- mynd um Reykjavík og rakin saga hennar i sfórum dráttum, og þá voru flutt viðtöl, sem Eiður tilkynnti, að tekin hefðu verið fyrr um daginn. Þetta reyndust nú viðtöl úr síðustu alþingisikosningum, því að ný ko'sningaviðtöl verða vitaskuid ekiki til reiðu fyrr en á kiosm- ingadaginn. Því næst komu nýj- ar töluir frá Ólafsfirði, auðvit- að heimati'lbúnar líka, þá var brugðið upp svipmyndum f.rá staðnum, rakinn helzti fróðlek- ur um hánn, og svona var haldið áfram. — Og þetta er sem sé það, sem við eigum von á á kosn- inganóttina? spurðuim við Ólaf Raignarsson, sem hefur umsjón með þessari fjölibreyttu daigsikrá ásaimt Eiði Guðnasyni. — Dagskráin verður ennþá fjöilibreyttari, — svaraði hann. Við reynum að nýta til fulln- ustu alla þá möguleika, sem sjónvarpið hefur, þetta er lang- stærsta viðfa.ngse£nið, sem við höfum gilímt við till þessa, Fyrir utan upplestur á kosningatölum, viðtölum, kosningasipár og ann- að sllífct Eytjum við stutta fræðslu- eða kynningarþætti um all.la kaupstaði landsins um það leyti, sem tölur þaðan ber- ast, og einnig höfum við safn- að að okkur myndum úr ölilum hreppum, þar sem kostur er. Þá verða hér í sjónvarfesall svo- kaililaðir sniliingar, þ.e. nokkrir menn, fróðir og skemimtilegh', sem snafcka saman um hitt og þetta viðví'kjandi kosningum o.ffl. og þeigar línur verða farn- ar að skýrast komia hingað tals- menn framboðsflókikanna í R- vík og ræðast við um væntan- ieg úrslit. Auik þessa höfum við ýimiss konar efni til að grípa til, skemmtiþætti og annað silíkt, og svo verða nofckrir aug- lýsingaþættir, í og með til að hvfla mannskapinn í stúdíó- inu. — Það- segir sig sjálft að miargt af þessu verður ekki hægt að vinna'fyrr en' á kösn- ingadaginn? — Kosnin.gaiviðtölip verða auðvitað að bíða þangað til þá, en það er meðal annars mein- ingin að senda flugvél út á land og taka viðtöl á ýmsuim stærstu stöðunum. En ýimislegt höifulm við getað unnið fyrir- fram, m.a. þessair fræðslu- og kynningarmyndir fi-á kaupstöð- unum. Við Eiður höfum verið að undirbúa þetta í um það bil mánuð, og það er imeira í kríngum þetta en margan grunar, m.a. þainf að láta gera spjöid með naifni hvers ednasita sibaðar á ilandinu, þair sem kos- ið er, viða að sér myndum og upplýsingum o.ffl, Helzba nýjungin í þessari dag- skrá er ubanhússendingin, en hana höfum við ekki reynt fyrr. Með þessu móti getum við fengið kosningatö’urnar úr R- váiki umi leið og þær eru kunmar, og sá háttur verður haifður á, að Torfi Hjartarson fonmiaður yfirkj örstj órnar les þær upp í Austurbæjanskióilan'um, — Og hvenær verða dag- storárlofkin? — Um tvöleytið. Þá verður sennilega noktourn veginn víst, hvemig þetta hefur farið, en talningu utankjörstaðaatkvæða í Reykjavfk lýkur akfci fyrr en nm Kl. 5, sivv> að við getum eklki birt úrsilitin héðan. Hins vegar JSggja úrslit. frá ýmsum stöðum væntanlega fyrir á þeim tiimá, en e£ sérstakilega stendur á, framilengjum við, dagskrána eitthvað gþc mi^ .k ■ i ■ || dtirai;] ™>f?j 1 \.jj i<i jj jlra | j jj jjjim. 'ií'if 5S Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsfadingCoflipanyhf Aog B gæðaflokkar Laugaveg103 sími 173 73 Tervlenebuxur kurlmanm aðeins kr. 795,00. Ó. L. Laugavegi 71 — Sími ?,0141. Aðalatriðið að Framhald af 6. síðu. haft lélega atvinnu um árabil áður en þeir komast á ellilauna- aldurinn. — Hvernig álítur að þurfi í framtíðinni að vinna að mál- efnum aldraðra? — Fyrst og fremst með meira félagslegu framtaki og félags- hyggju i öllum atriðum. Gera Gera þarf fólki kleift með ýmis- legri félagsiegri aðstoð cg þar með töldum sfórhækkuðum elli- lífeyri, að þúa á eigin heimili eins lengi og það kýs. Algert neyðarbrauð finnst mér að þrengja því saman á gamal- dags elliheimilum, en alina bezt ef ungt fólik og gam.alt gæti búið sairnan í húsum og bland- að geði hvert öðru til gagns og gamans. Framtíðarlausnin verðu.- þó sennilega eitthvað í stíl við það sem farið er að gera í Sví- þjóð. Þar hafa risið upp þjón- u stumi ðstöðvar fyrir eldra fólk og átti ég kost á að skoða ein;a slíka í Mákney og verð að segja, að þegar ég hugsa sjálf til elliáranna fira'mundan, held ég, að ég kysi helzt að búa við slíkiair aðstæður. Þjónustumiðstöðin er fyrir fjórar stór.ar blokkir og rekin í sambandi við elliheimili, sem reyndar er ka'llað giistiheimili. Þar eru bæði einstaklings- herbergí með sérsnyrtingu. og hjónavistarverur með gtofu, svefnherbergi og baði. Tólf manns búa á hverjum gangi og hafa sameiginlega borðstofu. dagstofu og eldhús, þar sem þeir geta lagað kaffi og fleira smávegis fyrir sig og gesti hína. Reynt er að hafa allt sem heimilislegast, fólk getur t.d. valið hvort það notar eigin húsgögn eða húsgögn frá heim- ilinu og starfskonur ganga í venjulegum klæðnaði en ekki hvítum sloppum eins og á spítala. Fól'kið sem býr í blokkunum getur fengið frá þjónustiumið- stöðinnj ræstingu og mat ef það vill, og fyrir það er sérstak- lega mikið öryggi, að geta hve- nær sem er leitað til lækna- vakitarinnar á gistiheimilinu og fengið hjúkrun ef á þari að hialda. Það nýtur lífca annarra sameigiinJIegra þaeginda mieð heimilinu. þar er t.d. salur til skemtanahalds, stór herbergi til allskonar tómstundastarfia, m.a. smíðasalur og vefstofa, sem líka er notuð við vinnu- lækningar fyrir gigtveikt fólk. Þar er leikfimi'Sialur, sem jafn- framt er notaður til kvi'k- myndasýninga. Þama er líka haft opið hús fyrir gesti úr nágrenninu og aldrað fólik í hverfinu á þess kosit að kiaupa sór þarna bæði mat og kaffi á kostnaðarverði. Örlítill bás í anddyrinu vaikti aithyiglj mína, en þar var bankaþjónusta. Þar leysti fólk- ið út ávísun á ellilaunin sín og borgaði sjálft uppihaldið. í þjónustumiðstöðinni er líka verzlun fyrir íbúana og einnig sala á varningi sem það fram- leiðir sjálft í tómstundum sín- um. Auðvitað er rekstur svona miðstöðvair dýr, svo óg spurði sérstaiklega, hvort hún væri aðeins fyrir þá sem hafa hæstu eftirlaunin, en í Sviþjóð eru eftiriaun 60% árstekna miðað við 115 tetojuhæstu ár ævinnar; en mér var sagt, að eitt væri látið yfdr alla ganga. Hins veg- ar borgar fólk misjafnlega milcið, en óheimilt er að taka af nokkrum manni, bvort sem eftiriaun hans eru há eða láig, meira en svo að hann eiigi eftiir 1'20 kr. sænskar á mán- uði til einikaa'fnota. Ég held, að hér á landi væri full þörf á einhverju í líkingu við þessa þjónustumiðstöð og í framtíðinni hlýtur að koma að slíkri félagslegri lausn á hús- næðismálum aldraðra, við get- um ekki baldið áfiram að láta einhver féla'gasamitök byggja einhvers konar elliheimili, það hljóta að verða riki og bær sem standa að þessum málum. Nú or loks búið að fá afslátt á fiairgjöldum strætisvagnanna fyrir rfdraða. en mér fyndist að þaö mættj gjarna ganga lengra. t.d. •: sambandj við aðr- ar samgönguir. 1 Danimörku eru ellilaun hækki lækkuð fargjöld fyrir elHilaun- þega baeði með jámbra'Utum og flugvélum og þar eru skipu- lagðair ferðir fyrir þetta fólk m.a. til sólariandanna, fyrir mjög vægt, veirð. Þar eru það samtok ellilaunþega sjólfra sem gangast fyrir þessu og fleiri hagsmunamálum sínum, hefur þeim t.a.m. tekizt að fá helm- ingsafsl'á'tt á sjónvairpsigjöldum. Hér vantar aílveg sambæti- leg hagsmunasamtök ellilauna- þaga, þeir eru 11 prósent tojósenda hér. í Reykjavilk og ég tirúí vart öðiru en þeim tækist að bæta kjör sín að ýmsu leytj ef þeir byndust um það sam'tökum. Aðalatriðið er þó nú að fá ellilaunin hækkiuð og svo um muni. — vh Hjúkrun, lyf og heimilishjálp Framhald af 6. síðu. hverju leyti mundi það oft nægja því að fá t.d. dagllega 1—2ja tíma hjálp. En auðvitað þyrfti hún að vera því að kostn- aðarlausu, þannig að það væn samibærilegt að liggja heima og ligigja á 'sjúkraihúsi og f<Mk sé ekki hreint og beint tilneytt að liggja ,á sjúkraihúsi af fjárhaigs- ástíéðum. Jafnvel þótt aldraður sjúfclingur búi á heimiili með öðrum, getur staðið þannig á, að hann sé einn langtímum saman. Jafnvel þótt húsmóðir sé heima þyrfti hjúfcrun að vera fáanileg, því efciki er víst, að hjsmóðirin haifi tíma, þrék eða kunnáttu til að hjúkra öldruðum rétt.1 Með sl'íku fyrirkomulaigi væri um leið létt miklu af sjúfcra- húsuinuim og veitir efciki af. Jafnframt gætu hjúkrunarkon- ur, sem ekiki hafa aðstöðu til að vinna fuilla vinnu, ferngið tækifæri til að vinna stund úr degi. Námskeið í hjúkrun í heiimahúsuim fyrir.. konur, ,hús- mæður eða aðrar, sem vildu vinna við slíkt, þyrfti að halda reglulega. Þá væri að- stoð við aildraöa sem sikipulögð væri aif opinberum aðilum sjáilfsagt heppilegt tæfcifæri skólafólki sem vildii taka að sér smávegis auka'VÍnnu með námi. Á líkan hátt mætti ef til vill líka skipuileggja aðstoð á hinn veginn. þ.e. fá eldra fólik til barnagæzTu. Þær konur seim vinna úti, haifa mjög oft leyst sín bat-nagæzllumál mieð að fá eldri konur tíl þessara starfa og hafur það gefizt báðum aðilum vel. — Þú vilt kannski bara al- veg leggja elliheimiin niður? — Etoiki segi ég það nú, a.m.k. eklki þau sem gamla fóllkinu lííð- ur vel á og þar seim það getur áfram átt eitthvert einkailiíf og haft sína hduti kringum sig. En ég er hinsvegar sannfærð um að mjög margt eldra ftólk ef ektoi flest vill helzt búa á eig- in heimili, eins lengi og það getur, og mér finnst sanngjai-nt að það fái það og sé aðstoðað t'il þess, bæði með aukinmi heil- brigðisþjónustu og lfka með sérstaklega byggðum og inn- réttuðum íbúðum fyrir éldra fóifc. Það sama á við uim ör- yi’kja. 1 fjölbýlishúsum, sem byggð eru á végum borgarinn- ar væri t.d. heppilegt að nota neðstu hæðirnar í þesxu sikyni, því það er heppiTegast að búa þessu fólfci heimili meðail anm- arra borgarbúa þainnig að það einangrist efcfci; það er mdklu betra fólagsleiga að vei'a í eðli- legu umhverfi innanum ailTa aTdursifloikikai, en ekki lokaður inni á eimhverri sérsfófhun bara aí því að imiaður er aldraður eða vaníheill. Aldrað fólk hefur lítoa venju- lega m,jög gaman af því að um- gangast sór ymgra fólk, ekiki sízt ungt íólfc og böm, og.'mieiri umr gangur og nánari kynni aildurs- flokkanna væru áreiðanlega báðuim til gagns. — Nú er flest fólk dæmt tiT að hætta vinnu þegar það er sjötugt og er miargt mjög óá- nægt með það. Teilur þú, að þessi ráðstöfun sé nauðsynleg af heils'ufarsástæðuim? — Satt að segja held óg að filest fólk sé bú.ið aö slldTa nægi- legu ævistarfi þega,r það er uim sjötugt og mætti þá vel fara að hvílla sig, þótt segja mieigi, að ástæðulaust sé aö miða þetta við eitt afmiæli. Það er áreið- anlega m,jög erfStt að finna meðailvegiinn með þetta, það er svo einstaikttinigsbundið, h.vað fólk vill og hvað það þolir og getur. Það er ansd ritot .í ototour Islendingum,, vinnuþrælkunar- sjónairmiðið, ekki sízt í eildri kynslóðinni, mörgu fiólKki líður beinlfnis ilila, sé það ektoi sí- vinnandi, enda hiefur margt aif því ekki kynnzt öðru á ævimni. Æskittegast fyndist mér að fólk fengi að dmaiga smátt og smátt úr vinnunni að edgin vild; gæti t.d. stytt vinnutímann íyrir sjö- tugt og haldið áfram að ein- hverju Teyti eftir þann aildur, bœði breytinigin yi-ði ekki eins snögg og titt að það hefði áfram einhver viðfangsefmi. Einsb og ég se3í,*^?f 1r þett3r svo einstakilinigBbundið, að fóllk- þarf að geta ráðið því að ein- hverju leyti sjálft, hvenær það> hættir að fullu. Margir hlakka mikið til að Tosna undan vinn- unni og geta þá sinnt öðrum hugðarefn uim, en það er líka skiljanlegt, að þeir sem þá verða að miestu leyti að'gerðar- lausir eigi erfitt með að sætta sig við það. Hins vegar hef ég grun um, að ástæðan ;til að margt fóttk villl endilega halda áfram fúlllri vinnu sé efnahags- leg og hún er þá Tfká fylHTeg.a skiljamleg, því hvernig í ósköp- unu.m á fól'k að geta lifað á elttilaunum einum? — vh BILASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILLINGAR HJÚLASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Látið stilla i tíma. M Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 Hemlaviðgerðir ■ Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. ■ Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvog) 14 - Simi 30 1 35.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.