Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.06.1970, Blaðsíða 7
Föstudaigur 5. júní 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Evrópa á móti Suður-Ameríku Framhald af 2. s/ðu. þegar honum lenti hörkulega saman við einn af bakvörðum Israels x Sovétrikin áíram I 1. riðli þykir flestum allar líkur á að gestgjafarnir, Mexí- kómenn, og sovézka liðið muni halda áfram keppni f undan- úrslitum, en þó er einnig rétt að forðast allar fullyrðingar um það. Belgar sýndu mikla yfir- burði í leik sínum við E1 Salva- dor á Aztec-leikvanginum í Mexíkóborg, og þótt sovézka liðið næði jafntefli við gest- gjafana á sunnudaginn, sýndi það svo frábæra knattspyrnu framanaf og lengstaf síðari hálfleiknum að það ætti að vera nokkuð öruggt um að komast í undanúrslit ásamt Mexíkó- mönnum. 4 evrópsk, 4 amerisk Samkvæmt þessu ættu eftir- talin lið að keppa í undanúrslit- um: Mexfkó, Sovétríkin, Uru- guay, ítalía, Brasilía, England, Vestur-Þýzkaland og Perú, þ. e. fjögur evrópsk og fjögur suð- uramerísk lið og kemur þetta vel heim við þá staðreynd að einmitt í þessum heimsálfum er knattspyrnan iðkuð aÆ mestum áhuga. I riðlunum fjórum er eftir að leika þessa leiki: 6. júní: Sovétríkin—Belgía (1. riðill), Uruiguay—ítalía (2. rið- ill), Rúmenía-Tékkóslóvaikía (3. riðill), Perú—Marokkó (4. riðill). 7. júni: E1 Salvador—Mexíkó (1. riðill), Svíþjóð—Israel (2. rið- ill), Brasilía—England (3. riðill), Vestur-Þýzkaland—Búl garía (4. riðill). 10. júní: E1 Salvador—Sovét- ríkin (1 riðill), Sviþjóð—Uru- guay (2. riðill), Brasilía—Rú- menía (3. riðill), Vestur-Þýzka- land—Perú (4. riðill). 11. júní: Belgía—Mexíkó (1- riðill), ltalía—Israel (2 riðill), Tékkóslóvakía—England (3. rið- ill), Marokkó—Búlgaría (4. rið- ill). LISTSÝNING RÍKHARÐS JÓNSSONAR í VIÐBYGGINGU MENNTASKÓLANS (CASA NOVA) OPIN DAGLEGA FRÁ KL. 2 TIL 10. Hjúkrunarkonur Hjúkrunarkonur óskast á Heilsuvemdarstoð Reykjavíkur. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, fyrir hádegi í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Læknisstaða Við handlækningadeild Landspítalans er laus til umsóknar staða sérfræðings í brjóstholsskurðlækn- inguin. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og stjómarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, náms- feril og fyrri störf sendist stjómamefnd ríkisspít- alanna, Klapparstíg 26, fyrir 6. júlí 1970. Reykjavík, 4. júní 1970. Skrifstofa ríkisspítalanna. Sveinafélag pípulagningamanna Fundur verður haldinn sunnudaginn 7. þ. m. kl. 14 að Skiphoiti 70. Fundarefni: Kjaramálin. Félagar fjölmennið! Stjórnin. Sólarlítill, úrkomusamur og kaldur maímúnuðurinn □ Þjóðviljinn fékk i gær frá Veðurstofunni yfirlit yfir veðrið í sl. mánuði, en hann reyndisf hér í Reykjavík sá úrkomusamasti frá því regn- mælingar hófust hér 1920 og næst sólskinsminnsti frá því sólskinsstundamælingar hóf- ust hér 1924. Þá var hitinn einnig heldur undir meðaltali. Meðailhitinn í Reykjavíik reynd- ist 6-6. stig á sl. maímánuði en 5.0 stig á Akúreyri, var hann í Reykjavík 0-3 stigium undir með- altali áranna 1931-1960. Fyrríhluti mánaðarins var tiltölulega mild- ur en svalt síðara hlutann og mœildist þá frost eina nótt. Á Ak- ureyri var maímánuður 1.3 stig- um kaildari en í meðalári og frost mældist 5 naetur í miánuðinum. Á Höfn í Homafirði var meðailhit- inn 6.7 stig en á Hveravöllum 0.9 stig. Urkoman varð 99 mim í R- vík en í meðalári 42 mm, er sl- maímánuður sá úrkomusamasti, sem koomið hefur í Reykjavík frá þ\n' samfelldar úrkomumiælingar hófust þar 1920. Næstir í röðinni koma maí 1957 með 96 mm og maí 1947 með 86 mm. Á Akur- eyri mældust 20 mm, sem er 5 mim meira en í meðalári. Á Höfn var úrkaman 146 mm en 54 mim á Hveravöllum. Sódskinsstundir voru aðeins 119 í Reykjavík en það er 66 stund- um minna en í meðalári. Frá upphafi sólskinsstundamælinga í Reykjavík 1924 hefur aðeins einn maímiánuður renyzt sólar- minnj en það var árið 1951. þá mæíldust 102 sólskinsstundir. Á Hveravöllum mældust 116 sól- skinsstundir. Þar hefur verið starfrækt veðurathugunarstöð samfellt síðan sumaríð 1965, á því tímaibili hefur ekki mælzt þar jafnh'tið sólskin og jafnmiikil úr- komia í maí og nú- Samvinnutryggingar Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN Framhald af 4. síðu. ur Samvinnutrygginiga, haldinn að Hvolsvelli, föstudaginn 8. miaí, bendir á nauðsyn þess, að haldið sé uppi miarkvissri um- ferðarfræðslu og öflugum á- róðri fyrir bættri umferð í landinu. Vert er að hafa hugfast, að þann kostnað, sem til var stofnað í þessu skyni fyrir og eftir uimferðarbreytinguna, fengu lamdsimenn margfaldle-ga endurgreiddan mieð fækkun um- ferðarslysa á árunum 1967 og 1968, en þegar slaikað var á ■$, í þessum efnum, jukust slysin á ný. Það fjármagn, sem þjóðin legguir fram til fræðslu um uim- ferðarmál og áróðuirs fyrir að- gæzlu í umferðinni, skilar sér margfalt aftur til þjóðarbúsins, og þvx ber rfkisvaldinu að veita Umfreðarráði baun fjárhags- grundvöll, sem nauðsyn/égur er til að starfsemi þess verðisem áhrifaríkust á þessu sviði. Hér er um að ræða málefni, sem varðar líf, farsæld og hagsmuni allra þegna þjóðfélagsins. 1 þessu saimb'anðd bendir fundurinn sérstaikflega á þá möguleika, sem sjónvarpið hef- ur upp á að bjióða, en haía mjög lítið verið nctaðir. Teiuir fundurinn nauðsynlegt, að stjói-nendur þessa áhrifamesta fjölmiðlunartaakis þjóðarinnar hafi fullan skilning á þörf og þjóðhagsílegu gildi umferðar- fræðslu í sjónvarpi. Fundurinn ítrekar ályktanir fyrri aðaflfunda SamvinnutiTgS- inga urn, að þeir rnuini nú siem fyrr veita hvem þann stuön- ing. sem þær miegni, tiil að draga úr umferðarsflysum og af- leiðimgum þeirra. Frádráttarhæfni líftryggingariðgjalda Tuttuiga-siti aðaílfundur Líf- tryggingafélaigsins Andvöku, haldinn að Hvolsvelli, föstudag- inn 8. maí, bendir á nauðsyn þess, að takmarkanir þær, sem eru á frádráttarhæfni líftrygg- ingairiðgjalda til skatts, verði rýmkaðar í hllutfalli við breyt- ingar á kaupgjaldi og verðlaigi á hverjum tflma. Gifldandi mörk í þessu efni eiru nú aðeins kr. 6.000 fyrir þá, sem greiða í lffeyrissjóði, og kr. 9.000 fýr- ir aðra, e-nda hafa þessa.r upp- hæðir staðið óbreyttar frá því árið 1965. Miðað við þær breyt- ingar, sem síðan hafa orðið á fr-amifærslukostnaði í landiinu, ættu þessar upphæðir nú að vera, kr 10.000 og kr. 15.000- Vekur fundurinn athygli á hinu þjóðhagslega gifldi líftrygg- in-ga og skyldu löggijafar- o« f'ramkvæmdavafldsins tifl uð hlúa að þeiim spamaði, sem í li'ftryggingum folst, og því jafn- vægi, sem þær skapa. Fu-ndurinn beiinir því þeim tiflmælum till fjármálaráðherra og stjómmiáflaiflokkanna í land- inu, að nú þegar verði gerð viðhlítandi loiðirétting í þessu réttlætismáli og þannig um hnútana búið, að upphæðir þessar breytist sijálfkrafa, ef meðaltekjur aukast að krónu- töflu. I stjóm félaiganna voru end- urkjömir Ingólfur Öflafsson, kaufélaigsstjóri, Reykjavík, og Ragnar Guðfleifsson, kennari, Keflavfk, en aðrir stjómarmienn eru Erlendur Einarsson, for- stjóri, Reykjavík, fonmaður, Jakob Frímannsson, kaupfélaigs- stjóri, Akureyri, og Karvel ög- mundsson, útgerðarmaður, Ytri- Njarðvfk. Gleymið ekki... Framhald af 5. síðu. gaignslaus ferðalög. Mikið af starfsorku mannsins og hugar- ró fer í að olnboga sig geignum mannþröng í neðanjarðar'braut. Þegar kflukkan 8,30 að morgni lökast allair útidyr í stóru í- búðarblokkinni og fjöldi eig- inkvenna og lítilla bama sjá ekki heimdlisföðurinn fyrr en í fyrsta laigi kl. 17. Hvað gerir svo konan þen-n- an lan.ga dag? Hún þrífur til heima, kaupir í matinn og gengur út með bamið eðabörn- in. Einmanaleikinn hrannast yfir hana. Það er ekiki auðvelt að tala við fölk, sem maður ekki þefldkir þótt þaö búi ná- lægt manni. Þessá þrúgandi einmanalciki brýzt út í sam- tailii við mianninn að kvöld'i dags þegar hann kemur heim. Hún öfundar manninn af þvi, að hann hittir fóflk, sem hann get- ur talað við á vinnustaðnum. Maðurinn skOur ekkd hvaðkon- an hefur verið að gera alllan daginn og állasar henni fyrir að þvælast mdRi búða og kaupa gaignslausa hluti. Hjónin em bæði lsest inni í einhæfni lífsins. Þau eru edns og vólar sem, settar em í gang til þess að vinna ákveðið verk og gera það, þau hafa himsveg- ar ekki tírna og aðstæður til að hugsa um dýpri rök tilver- unnar- Þessar daglskrár, sem hérhef- ur verið drepið á sýna enga lausn á vandamádum mannlegs lífs, en þær vekja til umhugs- unar um vandamálin, sem verða sífeRt fleiri eftir þvi sem stórborgimar verða fileiri og stærri. Maðurinn og umhverfi hans virðist ætla að verða síendur- tekið umrasðuefni áttunda ára- ' tugs aldarinnar, sem er aðlíða. Við vitum að þekking á félags- legum vandamálum geturhjálp- að til að vissu marki til þess að leysa þessi vandamál eða a.m.k. að gera þau viðráðan- legri. Ólafur Gunnarsson. V erka mannaf élagið Dagsbrún. ÚRÐSENDING Þar sem við teljum okkur þegar hafa veitt öllum þeim aðilum undanþágu til bénzínkaupa, sem starfa síns vegna þurfa nauðsynléga á því að halda, er tilgangslaust að ssekja um slíkar undanþágur til félagsins. Stjómin. O LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVÍK A F T U R Vegna fjölda áskorana mun CLARA PONTOPPIDAN endurtaka sýningu sína i Norraena Húsinu þriðju- dag 23. júní kl. 19,00. Aðgöngumiðasala hefst Á MORGUN, laugardag 6. júní. kl. 11 f.h. ATH.: EKKI er tekið á móti pöntunum í síma og EKKI er um neinn biðlista að ræða, sem gildir sem pantanir að þessari sýningu. Miðasala Listahátíðar í Reykjavík er að Traðar- kotssundi 6 (móts við Þjóðléikhúsið). Opið dag- lega kl. 11-19. Símar 26975. O LISTAHÁTÍÐ I REYKJAVlK Nýju HansahiHurnar Eru í sýningarbás nr. 26 á sýningunni „Veröld innan veggja“. hamsa % Miðstöð varkatlar Smíða olíukynta miðstöðvarkatla fyrir sjálfvirka oHubrennara. — Ennfremur sjálftrekkjandi olíu- katla. óháða rafmagni. Smíða neyzluvatnshitara fyrir baðvatn. Pantanir í síma 50842. VÉLSMIÐJA ÁLFTANESS. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að ganga frá grasræmum við nokkr- ar götur í borginni. Utboðsgögtn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 1000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimíntudaginn 11. júní n.k, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REXK)AV,ÍKURBORGAR í..’ Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.