Þjóðviljinn - 06.06.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1970, Blaðsíða 3
T-ÆngavrjagiTr 6- júní 1970 — Þ'JÓÐVI'LiJlNN — SfÐA ^ Kennaranámið þarf að verða þriggja ára nám — að stúdentsprófi loknu • Varla hefur liað farið framhjá lesendum Þjóðviljans, að menntunarmál kcnnara eru nú efst á baugi hjá skóla- mönnum og hafa mikið verið rædd að undanförnu, bæði af starfandi kennurum og kenn- aranemum. Hefur komið fram í þeim umræðum m. a., að samkvæmt athugunum og samanburði sem gcrður hcfur verið eru kröfur um mcnntun kennara hér mun vægari en t. d. víðast á Norðurlöndunum, þar sem stúdentspróf er inn- tökuskilyrði í kennaraskóQana og námstími yfirleitt 3 ár í almennri deild. • Miklar breytingar standa nú til á skipan Kennaraskól- ans og vinnur nefnd að end- urskoðun laga um kennara- menntunina, en scnnilegt þyk- ir, að stúdentspróf verði i framtíðinni inntökuskilyrði í skólann. Hefur stjóm Kenn- araskólans æsbt þess, að stúdcntspróf cða ígildi þess verði inntökuskilyrði strax í haust og kennarasamtökin eindregið stutt þá hugmynd, en menntamálaráðherra hefur nú ákveðið, að landspróf eða gagnfræðapróf vcrði áfram inntökuslsilyrði í skólann, en væntanleg lög taki einnig til þeirra sem þar hefja nám í haust. Nám þcirra mun þvi lengjast allvemlega frá því sem verið hefur og er þess vænzt, að undirbúningsnámið muni svara til stúdentsprófs. • Um þessi mál verður m. a. f jallað á þingi Sambands íslcnzkra bamakennara, sem stcndur yfir í Melaskólanum *Iiess^ fHMgi, cn þar cru aðal- mál á dagskrá kennaramennt- unin og kjaramál kcnnara. Af *því tilefni sneri Þjóðviljinn sér til skólastjóra Kennara- skóla fslands, Brodda Jóliann- essonar, ög ræddi við hann um kennaramenntunina cins og hún hefur verið og vænt- anlcgar breytingar. Kennaraskóli íslands starfar nú í sex deildum. segir Broddi, en þær eru almenn kennara- déild, kennaradeild stúdenta, menntadeild, framhaldsdeild, undirbúningsdeild sémáms og han davinnudeild. Almenn kennaradeild er fjög- urra ára nám, sem lýkur með almennu kennaraprófi og veitir réttindi til kennslu í barna- og unglingaskólum landsins. Hafa inntökuskilyrði í almennu deildina, evo og í undirbúnings- deild sérnáms, sem er tveggja ára undirbúningsnám undir kennaranám í sérgreinum eins og handavinnu (tónlist, íþrótt- uim, teikningu og húsmæðra- fræðslu), verið landspróf með 6 í meðaleinkunn og ekki und- ir 6 í íslenzku og samræmt gagnfræðapróf mcð lágmarks- meðaleinkunninni 6,50 í mólum bg stærðfræði og ekki undir 6,50 í íslenzku Úr kennaradeild stúdenta ljúka nemendur einnig almennu kennaraprófi og var námstími þar lengdur úr einu í tvö ár s. 1. haust, en inntökuskilyrði er stúdentspróf með lágmarks- einkunninni 5 í íslenzku. Námstími handavinnudeildar er tvö ; ár og. þeir sem þaðan útskriifast öðlast réttindi til kennslu í handavinnu í barna- skólum og fra mh a 1 dsskól u m Inntökuskilyrði er próf úr und- irbúningsdeild sérnáms, al- mennt kennaraprpf eða stúd- entspróf. Menntadeild Kennaraskólans er eins árs nám að loknu al- mennu kennaranámi og lýkur með stúdeptsprófi. Inntökuskil- yrði f menntadeild hefur verið 1. einkunn á almennu kennara- prófi. en frá bvi hafa bó verið veittar nokkrar undaniþágur. Almennt kennarapróf er einnig inntökuskilyrði í framhalds- deildina, auk þess sem þar er ennfremur gert ráð fyrir nokk- urri reynslu í kennarastarfi. Veitir þcssi deild nemendum og starfandi kcnnurum kost á framhaldsmenntun í vissum greinum. — Nú er tallið fullvíst, að stúdentspróf verði inntökuskil- Broddi Jóhannesson — Er ekki niokkuð umhendis, að Kcnnaraskólinn sem slíkur taki að sór að veita þessa und- irbúningsimeinntun auk kenn- aramenntunarinnar sjálfrar, al- veg burtséð frá þrengslunum sem eru í skólanum? — Síður en svo, sé hópurinn hóflegur. Þá er það þvert á móti síyrtour fyrir skólann að hafa tengsl við yngri aldurs- skedð og án alls efa hollt fyrir kennara Kennaraskólanis að sanna deili á sér í þeirri kennslu sem þeir eru að búa nemendur sína undir að inna af hendi. — Leiðir það ekki af sjálfu sér, að menntadeild skólans falili niður eftir að stúdentspróf verður inntökuskilyrði í hann? — Það mælir allt með því. Hún ætti að verða óþörf ári eftir að síðasti árgangur lýkur kennaranámi eiftir gamla skipu- laiginu. Kæmi hins vegar fjöl- mennur hópur útskrifaðra kennara sem vildi Ijúka st.úd- entsprófi, væri ekki óeðlilegt að hann fengi hér inni. Hitt er í sjáltfu sér óeðlilegt, að. nemendur flykkist hér inn fyrst og fremst til að ljúka stúd- entsprófi, það klýfur vilja þeirra til að leggja sig fram við kennaranámið En undan- farið hefur þetta verið önnur leið til stúdentsþró/fs fyrir gaign- fræðiniga af því að þeir komust ekki inn í menntaskólana. — Það er kannski þess vegna m. a. sem aðsóknin að skólan- undanskildu íþróttahúsi. Þar eru 15 kennslustofiur fyrir utan þoklkalegan samkomusal, nokkr- ar sérstofur og minni herbergi. í Kennaraskólanum sjálfum eru nú 950 nemendur og 50 í framhaldsdeild, en hann var upphaflega teiknaður fyrir 250 —300 nemendur og er u. þ. b. helmingi skólahússins lokið. Á fjárlögum s. 1. áns voru ætlað- ar 5 milljónir til að hefja hér framhaldstoygginigar og er verið að undirbúa teikningar, en nokkrar tafir hafa orðið á því vegna óvissunnar um skipulag skólans í framtáðinni. En það er engin ástæða til að ætla amnað en 'fjárvcitingar haldi áflram úr því að þær eru hafnar. Nauð- synlegt er að fara af stað með fullkomið húsrými bœði í bók- legri og verklegri kemnslu, og íþróttahús strax á næsta sumri, þ. e. 1971. — Þú sagir, að nær þúsund nemendur séu í skólanum, en hann er teiknaður fyrir 250— 300. Hvernig stendur á þessum gífurlega mun, eftir hvaða á- ætlun er hann teiknaður fyrir 250? — Sú áætlun er að stofni til frá 1954—’56, en á þeim tíma var tala nemenda í bóklega náminu um 100 og þegar löig- gjöfin, sem við störfum eftir nú, var gerð, voru um 110 í böklega náminu. Það hvarflaði þá að mönnum, að á næstu áratugum kynni nemendafjöld- inn að tvöfaldast eða jaifnvel Rætt við dr. Brodda Jóhannesson skólastjóra Kennaraskóla fslands um kennaramenntun yrði í skólann t>g skólasitjórnin hefur ósikað eftir að það eða ígildi þess verði inmtökuskil- yrði þegar í haust, em það verið afgreitt á amman veg. Hvaða breytingar eru það þá sem verða strax í haust? — Inntökuskilyrðin verða áfram landspróf eða gagn- fræðapróf, en meðaleinkunn á gagnfræðaprófi í íslenzku, mál- uim og stærðfræði hefur verið hækkuð, verður að vera minnst 7,50, og í íslenzku einni 6,50. Önnur ákvæði eru óbreytt, en jaifmframt hefur verið ákveðið að tilkynna öllum, sem hyggjast hefja nám í skólanum á hauisti komanda, að frumvarp til nýrra laga um Kennaraskóla íslands og nýskipan kennaranáms verði þeir því að gera ráð fyrir leng- ingu námsins frá því sem verið hefur. — Þýðir þetta þá, að ykkur sé ætlað að mennta þetta fólk i 4 ár innan Kennaraskólans áður en hið eiginlega kennara- nám hefst, sem tæki svo 2—3 ár — Já, ef némið á að verða ígildi stúdentsprófs og það telj- um við nauðsyniegt eigi kenn- aramenntunin hér að verða sambærileg við það sem gerist í öðrurn löndum. Lágmarkistími kennaranámsins sjálfs þ. e. eft- ir stúdentspróf eða ígildi þess, tel ég nauðsynlegt að verði 3 ár fyrir kennara á skyldunáms- stiginu. Það er ekki stætt á því að ætla kennurum byrjendanna, yngstu barnanna, styttri náms- tíma en öðrum. önnur leið sem hægt verður að fara til að komast í kenn- ai-anám liggur gegnum fram- haldsdeildir gagnfræðanáms fyr- ir þá sem þar hafa tekið upp- eldiskjörsviðið Þeir færu í tveggja ára aðfaranám áður en hið eiginlega kennaranám hæf- ist, þannig að ígildi stúdents- prófs næðist. um er svo mikil sem raun er á? — Lfka, núna síðari árin. En svo hafa unglingamir trúað og trúa enn, að næg atvinna sé við kennslu. — En svo er eikki, eða hvað? — Nei. Tölfræðingar áætla árlega þörf alltaf 50 nýja kenn- ara á skyldunámsstigimu næstu árin eða fram að 1975, miðað við óbreytt skólakerfi Nú er fyrirsjáanlegt, að kerfinu verð- ur breytt og það mun leiða aukna þörf á kennurum. Fleira kemur til. Tel ég því varlega að tvöfalda þessa tölu. Við sendum hins vegar frá olakur í vor um 150 nemendur úr almennu kennaradeildinni og rúmlega 20 handavinnu- kennara. Auk þess Ijúka námi í undirbúningadeild sémáms um 30 nemendur sem eiga svo eft- ir að ljúka sérkennaranámi. Næsta vor ljúka síðan námi úr almennu deildinni um 150 kennarar, yfir 20 handavinnu- kennarar og um 30 úr stúd- entadeildinni. Næstu árin þar á eftir útsfariffast svo ennþó fleiri ef að líkum lætur, svo það er engin von til þess, að allur þessi hópur komist að í kennslu, jafnvel þótt kennara- þörfin sé áætluð helmingi meiri en sérfræðingarnir hafa gert. Hitt er svo annað mál, að það virðist ekki breyta neinu um eftirspurn eftir stöðum úti á landi, hv®rt margir kenn- arar útskrifist eða ekki, en í þéttbýlinu er allt orðið yfir- fullt. — Það hefur mikið verið tal- að um þrengsli hér í skólanum. Hvernig er ástandið núna? — Já, húsnæðismál skólans em að vonurn umrædd, enda hefur húsnæðisleysi háð hon- um. En nú á þessu hausti má telja að æfingaskólinn sé orð- inn vel starfhaaf bygging, með flestu þvi sem hann þarf að þrefaldast, en það datt engum í huig, að hann yrði yfir 2— 300 næsta áratuginn. Fjöldinn hefur hins vegar farið langt fram úr þessu, bæði aukizt í almennu deildinni og fleiri deildir verið teknar upp, t. d. framhaldsdedldin til að skólinn væri faer um að veita kennur- um á skyldunámsstiginu full- komna menntun og vegna þess að kennarastéttin hefur alla tíð verið mjög áhugasöm um fram- haldisnám, en verið allar leiðir lokaðar. — Nú er fyrirsjáanlegt, að ðftir að stúdentspróf eða ígildi þess verður gert að inntötou- skilyrði í Kennaraskólann, hljóta að verða allmiklar breyt- ingar á néimánu sjálfu. I skól- anum er þegar starfandi deild stúdenta, þar sem námið hefur nýlega verið lengt úr einu í tvö ár. Má gera ráð fyrir að kennaranámið verði í framtíð- inni eitthvað í lfkingu við það sem nú er í stúdentadeildinni eða býstu við enn róttækari breytingum? — Já, ég býst við miklum breytingum. Ég geri t.a.m. ráð fyrir, að kennaranámið verði sérhæfðara, — þótt álitamál sé hve langt á að ganga í sérhæf- ingunni, — að innan þess verði í framtíðinni ákveðinn kjami sem allir taka, en þess utan faggreinar eftir vaii, eins og t.d. lesgreinar, stærðfræði, tungumál o.s.frv. Sérhæfing getur líka miðazt við aldurs- flokka, þ.e. við að kenna yngri eða eldri deildum og að auki með sérstaikri hliðsjón af af- brigðilegri andlegri gerð bama. En framar öllu tel ég brýna nauðsyn, að námið verði lengt í þrjú ár, þá fyrst verða raun- veruleg tök á því að veita þá faglegu lágmarksþekkingu og lei'kni, sem skylt er að krefjast, bæði að því er varðar ein stákar námsgreinar, aldursskeið og þroskastig nemenda. — vh. Dagskrá 33. Sjómannadagsins 6. og 7. júní 1970 Laugardagur 6. júní 1970. KAPPRÓÐUR í Reykjavíkurhöfn hefst kl. 14,00. Margar sveitir keppa. Róið er á nýjum kappróðra- bátum. Verðlaunaafhending fer fram í Sundlaug- unuSn á sunnudag. Sunnudagur 7. júní 1970. 8,00 Fánar dregnir að hún á skipum í höfninni. 9,00 Sala á merkjum Sjómannadagsins og Sjó- mannadagsblaðinu hefst. 11,00 Sjómannamessa í Dómkirkjunni. Biskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einarsson minnist drukknaðra sjómanna. Dómkórinn syngur, einsöngvari er Guðmundur Jónsson. Organ- isti Ragnar Bjömsson. Hátíðahöld í Sundlauginni í Laugardal. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjómanna- og ættjarðarlög. Stjómandi: Páll P. Pálsson. 14.00 Ávörp. a) Fulltrúi ríkisstjómarinnar, Emil Jónsson utanríkisráðherra, í fjarveru sjávarútvegs- málaráðherra, Eggerts G Þorsteinssonar. b) Fulltrúi útvegstnanna, Gunnar í. Haf- steinsson, fulltrúi. e) Fulltrúi sjómanna, Guðmundur Pétursson, vélstjóri, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. d) Pétur Sigurðsson, formaður Sjómanna- dagsráðs afhendir heiðursmerki Sjómanna- dagsins. SUNDÍÞRÓTTIR OG FLEIRA: a) Stakkasund. , ^ b) Björgunarsund. c) Keppni í gúmmíkajökum. d) Verðlaunaafhending. e) Piltar .úr Sjóvinnunámskeiði Æskulýðs- ráðs sýna hagnýta sjóvinnu. Merki Sjómannadagsins gilda sem aðgöngu’miðar að framanskráðri dagskrá í Laugardalslauginni. Kvöldskemmtanir á vegum Sjómannadagsráðs. Sjómannadagshóf í Súlnasal Hótel Sögu. — Hefst kl. 19.30. — Skemmtiatriði. Hótel Loftleiðir, almennur dansleikur frá kl. 21.00. — Skemmtiatriði. Glaumbær, almennur dansleikur frá kl. 21.00. Sigtún, almennur dansleikur frá kl. 21.00. — Skemmtiatriði. Aðgöngumiðar að öðrum skemmtunu’m en Hótel Sögu verða seldir við inn.ganiginn á viðkomandi stöðum. Aðgöngumiðar að hófinu á Hótel Sögu verða afhentir í anddyri Hótel Sögu i dag kl. 15.30 til 18.00 — Borðpantanir hjá yfirþjónum — Allar kvöldskemmtanir standa yfir til kl. 02.00 eftir miðnætti. Merkja- og blaðasala Sjómannadagsins. SÖLUBÖRN: — Afgreiðsla á merkjum Sjómanna- dagsins og Sjómannadagsblaðinu verður á eftir- töldum stöðum frá kl. 09.00 á Sjó’mannadaginn: Breiðagerðisskóli — Árbæjarskóli — Breiðholts- skóli — Hvassaleitisskóli — Langholtsskóli — Vogaskóli — Álftamýrarskóli — Hlíðarskóli — Laugarnesskóli — Austurbæjarskóli — Sunnubúð- in við Mávahlíð — Skrifstofa Vélstjórafélagsins, Öldugötu 15 — Melaskóli — Mýrarhúsaskóli — Kársnesskóli — Digranesskóli — Laugarásbíó. Einnig verða merki og blöð afhent í Laugarásbíói kl. 16.00—19.00 og í Togaraafgreiðslunni við Reykjavíkurhöfn kl. 13.00—16.00 í dag. laugardag. HÁ SÖLULAUN: — Þau börn sem selia fyiúr 200,00 kr eða meira fá auk sölulauna aðgöngu- miða að kvikmyndasýningu í Laugarásbíói. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.