Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Sunmidagur 14- júni 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. TvíhöfSa íhald gegn alþýða yerkfall Dagsbrúnarmanna og félaganna sem þeim fylgdu hefur nú staðið hátt á þriðju viku, og breiðist enn út. Framkoma íhaldsklíkunnar, sem stjómar hinu svonefnda Vinnuveitendasam- bandi, hefur enn sem fyrr verið lærdómsrík fyr- ir alþýðufólk. Þar er sama steinrunna afturhalds- afstaðan gagnvart kjarabaráttu verkalýðsfélag- anna, og það engu að síður þó kröfurnar miðist fyrst og fremst við eðlilegar leiðréttingar á samn- ingum og verðtryggingu kaupsins. Verkamenn og aðrir launþegar fá nú einnig náimskeið í heilindum ráðherra og forystumanna íhaldsins sem blíðleg- ast töluðu fyrir kosningarnar, að nú hlytu verka- menn að fá verulegar kjarabætur vegna bættrar afkomu þjóðarinnar. Hver man ekki sönginn á undanförnum árum, þegar þessuim sömu íhalds- broddum þótti siálfsaet að verkamenn og aðrir láglaunamenn „fórnuðu“ vegna þess að bióðar- tekjurnar hefðu minnkað? Hver man ekki begar þingmenn íhaldsins og Albvðoflokksins sam- þykktu í jólamánuðinum 1968 að ógilt skýldu á- kvæði ailra sjómannasamninga á landinu. og skert- ur 'sjómannshluturinn' um ''uonhæð • sem reyndist 400 miljónir króna árið 1969. samkvæmt yfirlýs- ingum sama Alþýðuflokksráðherrans og stjórnaði þeirri aðför að sjómönnum? Þannig hefur stjórn- málavaldi Siálfstæðisflokksins og Albvðuflokksins freklega verið misbeitt gegn verkafólki, hver að- förin eftir aðra gerð að alþýðuheimilunum, kjör- in skert með gengislækkunum, verðbólguráðstöf- unum, söluskattshækkunum og beinum árásum ríkisvalds og alþingismanna þessara flokka á kjarasamninga. ]^ú sér alþýðufólkið í verkalýðsfélögunum hver't mark hefur verið takandi á áróðri ráðherra og annarra um kjarabætur sem sjálfsagðan hlut þeg- ar batnaði í ári. Hátt á þriðju viku hefur íhalds- klíkan í Vinnuveitendasambandinu svonefnda þvælzt fyrir því að samið yrði um þær eðlilegu og sanngjörnu kröfur sem verkalýðshreyfingin hefur gert. Ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokks- ins hefur trú sínu hlutverki gripið inn í samn- inga til óþurftar og tafa. Undanþágur verkalýðs- félaganna í framkvæmd verkfallsins hafa einsk- is verið metnar, heldur dregið óhæfilega og ósæmi- lega að ganga til samninga um hinar sjáifsögðu kröfur verkamanna. Nú þegar eru áróðurstól ofsa- gróðafélaga og hin frakkari afturhaldsblöð farin að tala um nýja gengislækkun sem sjálfsagðan hlut að afloknum kjarasamningunum sem nú verða gerðir. Hverja ályktun geta menn dregið af' slíkri framkomu aðra en þá að engir sigrar verka- lýðshreyfingarinnar, engir kjarasamningar, eru tryggir meðan íhaldið, sem jafnt stjórnar Vinnu- veitendasambandinu og Sjálfstæðisflokknum, ræð- ur meirihluta Alþingis og ríkisstjórn? Að verka- menn og aðrir launþegar þurfa að standa fast saman, jafnt á stjórnmálasviðinu og í verkföllum. — s. i:G hefur scnt Þjóðviljanu'm eftirfarandi hugleiðingar í ljóðaformi vegna nýafstaðinna kosnáhga. KENNING GÖBBELS. AndJega vannærður lýður kemur á kjörstað og krossar við nöfn kúgara sinna Undirgefni og þrælsótti stuðlar að auðsöfnun cinstaklinga, sem verðlaunar fórnarlömb sín með svipuhöggum á heilann, því kenningu Göbbels skal fylgt: Lyginni skal hampað, bar til hún verður sannleikur. FALL. Vegna ástar föðurlands dollarans á fósturjörðinni fallast fossar og konur og dollarinn í faðmlög fellur króna falla víxlar fellur vinnandi maður í ónáð vcgna ótta við hungur. Þá er hér bréf frá norð- lenzkum kjósanda og gerir hann kosningamar í heimabæ sínum að umtalsefni: 1 nýafstöðnum hreppsnefnd- arkosiningunum hér á staðnum, fór svo að efsti maður á lista Alþýðubandalagsins, sem jafnframt er formaður Verka- lýðsfélaigsins, hlaut aðeins rúmlega 30 atkvaeði sem tryggðu honum með naum- indum sæti í hreppsnefnd. Þessi maður hefur um árabil verið einn atkvæðamesti verkalýðsleiðtogi sem við eigum, og má með sanni segja að hann hafi haldið Verka- lýðsfélaginu uppi með dugn- aði sínum og einbeitni, aldrei hefur hann þó fengið lof fyrir störf sín í þágu stað- arbúa. Hann hefur verið níddur á allar lundir, og það furðulegasta við málið er að það fólk sem á honum mest að þakka, notar hvert tæki- færi til að sverta hann í augum annarra, fólk virðist gersamlega búið að ákveða sig um að ofsækja mann þennan með allskonar rógi og aðdróttunum, það virðist álíta hann einhvern vágest, fremur en mann sem á þakkir skilið fyrir verk sín í þágu þess. Hann hefur staðið fast á kröfum verkafólks og hvergi hvikað frá marki, án hans hefði Verkalýðsfélagið aðeins verið nafnið tómt . . - Vegná þess rýra veganestis sem þetta fólk veitti þessum manni sem átti fyrir höndum að semja um kjör þess í yfirstandandi samningum taldi hann sér ek'ki fært að gegna formanns- stöðu áfram í Verkalýðsfé- laginu, þar sem hann tók þetta sem vantraustsyfirlýs- ingu á sig. Ekki sízt hefur hann tekið þessa ákvörðun vegna þess að honum hefur áður verið núið um nasir að hann stæði í samningum, án þess að hafa nokkurt fylgi fóiks að baki sér; einnig sagði hann sig úr hreppsnefnd á sömu forsendu. Það er ein- læg von mín að verkafólk hér í stað eigi eftir að sjá mistök sín í að útskúfa þess- um ágæta manni, þegar það finnur að skarð hans verður ekki svo auðveldlega fyllt sem það hélt. Virðingarfyllst. Einn kjósandi. Smóking og stéttabarátta heitir þettá bréf frá „verka- manni“, og er þar fjallað um undanþágur vegna smóking- klæðnaðar stúdenta. Kæri Bæjarpóstur. Ég var að lesa í einu Reykjavíkurblaðanna, að menntaskólástrákar hefðu far- Hugleiðingar — Rógur og aðdróttanir Smóking og stéttabarátta ið fram á að leysa smókihg- ' föt út úr vörugeymslu. Enda þótt þetta sé ekkeirt stórmál og dálítið spaugilegt í aðra röndina, get ég ekki orða bundizt. Það vill svo til, að ég hef haft þó nokkur kynni af menntaskólastrákum, og þótt þetta séu yfirleitt beztu . menn, eru þeir yfirleilt skrambi hrokafullir, þykjast: allt vita betur en aðrir, og svo maður tali nú ekki um pólitíkina þeirra, því að þettav eru yfirleitt vinstri menn upp, til hópa og skirrast ekki við að brigzla okkur eldri mönn-i unum um linkind í stétta- baráttunni. Nú veit ég ekki, hvort ein- hverjir af þessum vinum mínum hafa ætlað sér að klæðast hinum tákræna1 ýíir-. stéttarbúningi, smóking, á út- skrifunardaginn, en mér segir ■ svo hugur, að í þessum stóra hópi séu nú eimhverjir heimsþjörgunarmenn, sem sí- - fellt láta móðan mása um borgaraleg tákn og ~þrétta' nokkuð Ég lít klæðaburð manna og hégómaskap efcki alvarlegum augum, því að ég hef reynt að greina kjarnann frá hisminu á langri ævi, og hef komizt að raun um, að menn í rifinni peysu og með stéttabaráttuna meitlaða inn í andlitsdrætti sína eru sízt betri menn og þarfari en snyrtilegir og látlausir strák- ar. Vilji menn klæðast smók- ing, þá geri þeir það, En ég get ekki fellt mig við, að þessi ómerkilegi klæðnaður skuli vera hinum ungu og upprennandi menntamönnurn, svo mikils virði, að þeir; sæki um undanþágu til þess ; aðn leysa hann, undan,þágu i í hörðu verkfalli okkar launa-. manna, sem þurfum sí og æ . að sæta ákúrum frá ungum mönnum um dugleysi og dáð- leysi. Verkamaður. Lyf og vörur sendar frá Norðurlöndunum til Perú Á fimmtudaginn lenti í Lima í Perú flugvél sem hafðj innan- borðs 19 tonn af lyfjum og öðr- um vörum, er hjálparstofnun kirkjunnar 1 Noregi, Danmörku og íslandi sendu nauðstöddu fólki á jarðskjálftasvæðunum í landinu. Fleiri slíkar sendingar hafa farið af stað til Perú frá nor- rænu kirkjunni og þá einnig frá Svíþjóð, en vörur frá hjálpar- stofnun islenzku kirkjunnar. að andvirði 240 þús. ísl. króna, voru með í fluigvélinnj sem kom til Perú á fimmtud. Vélin fór frá Bergen fyrr í vikunni og kom við á Keflavíkurflugvelli, þar sem hún tók vörur og bensín. Fyrnefnd fjárupphæð var tek- in úr sjóði hjálparstofnunarinn- ar, en nú hefur verið undirbúin landsisiöfnun til aðstoðar íbúum í Perú. Er slík söfnun þegar í fullum gangi á hinum Norður- löndunum Áhöfn flugvélarinnar sem flaug til Perú var afar vel tekið og voru norski og danski sendiherr- ann m.a. mættlr á flugvellin- um. Þörfin fyrir skjóta hjálp er brýn. Tala þeirra sem látizt hafa v©gn,a jarðskjálftanna er nú tal- in vera yfir 50.000 og heimilis- lausir eru a.m.k. 800.000. Gert er ráð fyrir að rúmlega 100.000 böm hafi missí foreldra sína. Og enn eru margir bæir og þoirp sem °kki hefux reynzt unnt að knm- ast til, en af af loftmyndum sem teknar hafa verið úr flugvélum er ljöst að fjöldi þessaxa þorpa hefur riæstum þurrkazt út. Mið- ast alþjóðlegt hjálparstari í land- inu einkum að þvi að reyna að hamla gegn útbreiðsiu farsótta — og að fá íbúana sjálfa til að taka sem mestan þátt í endur- uppbyggin-gunni. Frá þessu var skýrt á aðalfundi Flughjálpar 12. þ.m., en þar voru m.a. biskup íslands, Sigur- bjöm Einarsson, fulltrúar frá dönsku og norsku hjálparstofn- unum og frá Loftleiðum. Var tekiJ fram að siamvinna Norður- landianna j aðstoð við íbúa í Perú hefði gengið mun betur en ella, þax eð þessir aðilar höfðu áður starfað saman við hjálpar- starfið í Nígeríu og Biafra. Flugmenn sem flu.gu áður til Biafra flugu nú vélinni til Perú. Efcki eru flugvélar Flughjálpar notaðar að þessu sinni. Eigendur Flughjálpar eru Nordchurchaid (hjálparstofnanir kirkjunnar á hinum Norðurlöndunum). Loft- leiðir og Þjóðkirkja íslands. Átti Flughjálp 7 flugvélar, tvær þeirra eyðilögðust en hinar eru oú í Prestvick og allar á sölu- lista. Á Fundinum var einnig minnzt á flóðin í Rúmeníu. þar sem ástandið er ísikyggilegt. Hafa hjálparstofnanir kirkjunnar í Skandinavíu efnt til söfnunax til aðstoðar Rúmenum. Laugardalslaugin Landskeppni í sundi ísland — Skotland í dag kl. 15.00. S.S.Í.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.