Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVIUINIM — Fimmtudagur 9. júlí 1970. 1 JYTTE LYNGBIRK Iveir dagar r 1 nóvember (Ástarsaga) 10 — Manstu ekki að ég var alltaf að gæta bama á daginn, sagði hún. — Ég hef alltaf verið sjúk í smábörn, og nú á ég sjálf að eignast eitt. Þú getur ekki ímyndað hér hve glöð ég er. — Ég sé vel að þú ert glöð, sagði hún og var komin í þriðja kjólinn og fannst hún horfa á ókunnuga manneskju í spegl- ihum. Henni var ekkert um að horfa á þetta föla andlit og þárið sem hafði losnað og hékk rytjulega niður hnakkann. — Hvað sögðu foreldrar þínir? — Þau voru ekki sérlega hrif- in fyrst. En þegar við komum öllu á hreint, fannst þeim það ekki svo fráleitt þrátt fyrir allt. Og Kurt hlakkar til. — Hvernig líður ykkur? — Jú, þakka þér fyrir. Hún dró kjólinn upp yfir höfuð og lokaði augunum sem snöggvast bakvið kjólaefnið; vildi helzt vera þar kyrr, falin í myrkrinu. — Carsten er nýfarinn til Sviss. — Til Sviss? En furðulegur fEFNI SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. staður. Hvað er hann að gera þar? Karin hengdi kjólinn aftur á herðatréð. — Hann ætlar að búa hjá móður sinni Hún flýtti sér aftur í sinn eigin kjól. — Á hún heima í Sviss? Það vissi ég ekki. Hvað verður hann lengi? — Ég veit það ekki. Hún hneppti kjólnum og tók úlpuna sína. Hana langaði mest að flýta sér burt. — Öskaplega held ég að þið saknið hvors annars. Eins og þið eruð hrifin hvort af öðru. Ég hef aldrei séð manneskjur eins hrifnar hvor af annarri. Tja. ég á ek'kj við á yfirborðinu með kjass og flangs og svoleiðis. það er líka ekkert varið í það, — ég á við að það er svo auðvelt að sýna þess háttar þegar aðrir horfa á. En um ykkur er allt öðru máli að gegna. Manni finnst alltaf eins og ykkur finn- ist þið. sóa tímanum þegar þið eruð ckki saman. Ek’ki saman. Hún leit ekki á Karenu og vildi ekki horfa á sjálfa sig í speglinum. Hún horfði í sífellu á krukkuna með títuprjónum á litla glerborðinu. Eins og þið eruð hrifin hvort af öðru! Hátalarinn fyrir utan mátun- arklefann lék hæglátt, angurblítt la.g, og hún fann hvernig lagið, sem eðlilegt hefði verið að brosa að og segja að værj fullt af til- finningasemi, kveikti með henni einhverjar þungar angurværar kenndir, sem gætu í næstu and- rá breytzt í tár. Hún tók títuprjónadósina upp. Hún vildi ekki gráta, ekki núna, það var tilgangslaust. Ef til vill seinna þegar hún var ekki með neinum; en hún gæti ekki afbor- ið að láta Karinu hugga sig. — Hvenær ferðu að heim- sækja hann? Gleðin gagntók hana, frá’leit, óvænt en raunveruleg. Heim- sækja hann. Hann var til! Ef til vill myndi hún sjá hann aft- ur, hann var einhvers staðar á jörðinni og það gat verið að hún hitti hann og það nægði til þess að fylla hana gleði. — Ég veit það ekki, sagði hún hljóðlega. — Það verður bráðum, sann- aðu til. Fara og heimsækja hann? En atvinnan? Peningamir? Fara til hans? Það gat hún ekki. Það var óhugsandi, en samt gladdi það bana, vegna þess eins, að Karin hélt að það væri fram- kvæmanlegt. — Ég veit það ekki, sagði hún og leyfði þessu að gróa stundar- korn í sál sinni. Möguleikinn, sem brátt yrði rekinn burt úr huga hennar, var hugsanlegur hér meðan hún var hjá Karin, sem hélt að allt væri einfalt og eðiilegt hjá þeim. Og enn vott- aði fyrir gleðinni. — Heyrðu, sagði Karin. — Ég verð að fara fram núna. Nenn- irðu að líta á þessa vöggu. Við getum orðið samferða þangað, ég þykist bara þurfa að fara á sal- ernið. — Já, sagði hún, — Mig lang- ar til að sjá hana. Þær gengu þangað saman og hún horfði á vöggumar og reyndi að sjá það sem Karin sá og heillaði hana svo mjög. Hún hafði gengið framihjá þeim áðan en hafði ekki tekið eftir þeim, tók víst aldrei eftir neinu í sam- bandi við ungböm. Hún mundi að Karin stanzaði ævinlega og gægðist niður f bamavagna á götunni, að hún hafði baft dæmailausan áhuga á þessum örsmáu mannverum sem þar lágu. Ungbömin höfðu gert hana lifandi og geislandi rétt eins og hún var nú þegar hún benti á eina vögguna. — Það er þassi, sagði hún og snerti gagngert plastið sem breitt var yfir fléttuðu körfuna með ljósbláum tauhimni. Hún kinkaði kolli og brosti og horfði gegnum plastið niður i tóma, bólstraða vögguna. Bam. Mannvera sem maður bar ábyrgð á. Umhugsunin gerði hana hjálp- arvana. Þegar maður gat ekki einusinni risið undir sameigin- legri ábyrgð hvors annars, ekki eigin ábyrgð. Og bamið var al- gerlega háð öðrum. Og hvað nú þegar ekki var hægt að átta sig á hlutunum fyrir sjálfan sig, var þá hægt að hjálpa barni til að átta sig? Hvað átti að segja við bam, ef það vaknaði grátandi um nótt og spyrði af hverju allt væri svona, svo erfitt og ó- mögulegt? Hvemig ætti þá að hugga það? — Ég hlakka svo mikið til, sagði Karin. — Ég verð nýorðin átján ára. — En nú verð ég að þjóta. Þakka þér fyrir innlitið. Og skilaðu kveðju til Carstens! — Þakka þér fyrir, sagði hún og var ekki alveg hætt að leika leikinn, en gleðin var horfin. Því að Karin sem trúði á þetta, var farin, og hún stóð ein innanum tómar vöggurnar, sem fylltu hana engri tilhlökkun, voru að- eins dauðir hlutir, fjarlægir og draugalegir undir plasthlífunum þegar Karin var þarna ekki lengur Rétt áður en til Frankfurt kom, stöðvaðist u mferði n. Bíl- arnir höfðu ekið þéttar og þéttar og loks varð hann að stanza í bílalest, sem var óendanleg; hann sá hvergi út fyrir hana. Báðar akreinarnar voru fullar af bílum og vélhjól lögreglunnar sem komu æðandi á ofsahraða óku meðfram kyrrstæðri lestinni eftir mjórri ræmunni milli bílanna og vegarbrúninnar Þá hafði eitthvað komið fyrir þarna framundan, eitthvað sem síðar yrði að aka framhjá, Þyrla birtist yfir veginum, hún sveif meðfram hraðbrautinni, hægt, líkt og skordýr. Þama uppi sat trúlega maður og gaf í talstöð skýrslu um umiferðina niðri á jörðinni. Nú þokaðist ytri röðin áfram, síðan hin innri og svo varð aft- ur kyrrstaða. Hann sat þama og reyndi að búa sig undir það sem bráðlega bæri fyrir augu hans. Bílar sem rekizt höfðu saman, bíóð á- malbikinu, fólk sem lá lemstrað við vegbrúnina. Um leið komu tveir sjúkra- bílar akandi „Jalnum .megin yið stálrimlana sem skiptu hrað- brautinni í tvennt. Þeir óku í sömu átt og langa bílalestin, en á hinum vegarhelmingnum, þar sem einhverjir hlutu að stöðva umferðina, svo að þeir kæmust leiðar sinnar. Flókið kerfi sem reyndist eins vel og unnt var. En treglega og með erfiðismunum, því að allt var þeear orðið of lítið. - Þrátt fyrir allt hefði ekki verið hægt að sjá fyrir framtíðina, þegar þetta mikla vegarbákn var lagt, þessa ofboðslegu umferð, þessa flóðöldu nýrra bíla sem fossaði yfir alla vegi og vöðlaðist sam- an í hnúta eins og hér hjá Frankfurt; það hafði ekkj verið hægt að sjá þetta fyrir; þetta var allt þáttur í vaxandi tækni og vöxturinn var ef til vill að- eins á byrjunarstigi. Skömmu síðar þokuðust rað- irnar aftur af stað og brátt ók hann hægt framhjá staðnum þar sem áreksturinn hafði orðið. Við vegarbrúnina stóðu fimm eða sex bílar, tveir þeirra höfðu skollið svp ofsalega saman að málmplöturnar stóðu hornrétt út í loftið. Hurð hafði slitnað af, brotið gler var sópað saman í haug. En hefði verið blóð. þá var það hulið sandi og hefði verið fóTk, þá var það á brott Á brott. Ökumenn sjúkrabíl- anna höfðu fjai-lægt það. þessir aðdáunarverðu menn sem sáu það sem aðrir sáu ekki, þurftu ekki að sjá. því að á þessum hættutímum, þegar dauðinn lá alls staðar í levni, voni líkin ævinlega fjariægð í skyndi, sandi stráð yfir blóðið og allt annað sem óbærilegt var að sjá. Ef til vill voru þetta miskunnsam- ir tímar, ef til vill varð dauð- inn ómannlegri þegar hann var gerður svo fjariægur og ósýni- legur. Frankfurter Krauz. f geysilegri slaufu inn- og útakstursbrauta mættust hér hraðbrautir frá suðri til norðurs og austri til vesturs. Yfir brautunum sýndu risastór skilti hvert leiðirnar lægju. Tii hægri var Frakkland, tP vinstri Austur-Þýzkaland Austur-Þýzkaland. Og einhvers staðar þarna innan við þessi ó- skiljanlegu landamæri var Berlín bakvið jafnóskiljanieg landa- mæri. Hvernig skyldi það vera að vera ungur í Þýzkalandi, að verða að lifa eftir landamæram sem ekki var hægt að sætta sig við? Ef til vill var það alls ekkert öðru vísi að búa við þannig landamæri en önnur: því eldirj sem hann va,rð. því írýleit- ara fannst honum að fallast á landamæri nema sem eitthvað sem heyrði fortíðinni til. En hann gerði víst hlutina olf einfalda og það var heimskuilegt að halda að nokkuð geti verið einfalt, þegar um heila veröld var ,að ræða. Og spurningin um það hvernig væri að vera ungur í þessu landi átti sér trúlega ó- tal svör. Þannig fannst henni það. Og þannig fannst honum það. Þessa möguleika átti hann, þessa möguleika átti hún. Þetta voru takmarkanir hennar og þetta takmarkanir hans. VANTAR ATVINNU Sextán ára skólapilt vantar atvinnu. Vinsamlegast hringið í síma 84958. anc carmen með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yöar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. ú MANSION-rósabón gefur þægilegan ilm í sfofuna Minningarkort • Slysavarnafélags íslands s Barnaspítalasjóðs Hringsins • Skálatúnsheimilisins • Fjórðungssjúkrahússins Akureyri. • Helgu Ivarsdóttur, Vorsabæ. • Sálarrannsóknarfélags tslands. • S.Í.B.S. • Styrktarfélags van. gefinna. • Maríu Jónsdóttur, flugfreyju. • Sjúkrahússjóðs Iðnaðar- mannafélagsins á Selfossi. • Krabbameinsfélags íslands. • Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara • Minningarsjóðs Árna Jónssonar kaupmanns • Hallgrímskirkju. • Borgarneskirkju. • Minningarsjóðs Steinars Richards Elíassonar. • Kapellusjóðs .Tóns Steingrímssonar Kirkjubæjarklaustri. • Akraneskirkju. • Selfosskirkju. • Blindravinafélags íslands. Fást í MINNINGABÚÐINNI Laugavegi 56 — Sími 26725. I Z7 m mffl pnr nren \r IFíii LUL Uaui iimiusHi HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 tmmlt!mHffllml!!!!m(lnmmmHHHm!m!!!HrillH!m!mmmmimRmnmHmiiimm«! Mlf’ Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L._ Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.