Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1970, Blaðsíða 10
í þessarj álmu Vogaskóla veröur leikfimis- og samkomusalur, og á efstu hæðinni sérkennslustof- ur. — (Ljósm. Þjóóv. A.K.). Viðbygging við Vogaskóla tekin í notkun nú í haust — leikfimikennsla getur nú farið fram í skólanum Fimmtudagur 9. júllí 1970 — 35. árgangur — 151. tolublad. Cuðmundur sækir á á mátinu / Curucus □ Fjórði áfangi Voga- skóla á samkvæmt áætlun að verða tilbúinn 1. október næstkomandi. Fá nemendur skólans þá loksins leikfimi- kennslu í skólanum sjálfum, en þau 11 ár sem skólinn hefur starfað, hafa nemend- urnir þurft að fara annað til leikfimikennslu. Skólastjóri Vogaskóla, Helgi Þoriáksson, sag%i í viötali við Þjóðviljann að engin heildar- teikning hefði verið gerð af skólabyggingunni fyrirfram, en bygging hans hófst seint á árinu 1958, heldur var einu og einu húsi bætt við. Hægt væri að aífsaka þetta með því, að þegar bygging skólans hófst, var aðeins gert ráð fyrir að þar yrðu um 500 nemendur, en í fyrravetur voru þeir hins vegar tæplega 1500. Sáu menn ekki fyrir bygg- ingu há'hýsanna í hverfinu, held- ur reiknuðu aðeins með tveggja hæða húsum. Er svæðið í kring- um skólann því of lítið og mikl- ir vankantar á byggingunni, frá sjónarmiði skólamanna. Helgi sagði að mikil þrengsli hefðu verið í skólanum, en nú þætti sýnt að það ástand færi að lag- AKRANES 8/7. — Fimmtudag- inn 2. júlí s. 1. var stofnað List- vinafélag á Akranesi fyrir for- göngu Stúdentafélags Akraness. Eru félagar nú þegar um 60, en tilgangur félagsins er að glæða áhuga bæjarþúa á hvers kyns listum, koma upp listas'afni á Akranesi og efla það að lista- verkum og listmunum; ennfrem- ur að vinn-a að almennum list- kynningum fyrir bæjarbúa og stuðla að komu listafól’ks til Akraness með list sína, hvort sem er í myndum, töluðu orði eða tónum. ast, bæði vegna þess að fjölgun á nemendum á barnaskólaaidri er nú minni en áður og eins vegna þess að skólar hafa risið í nýju úthverfunum — og minnkar því álagið á eldri skól- um, hvað varðar nemendafjöida. Helgi kvaðst vera mjög ánægður með að nú væri loksins séð fyrir endann á byggingarframkvæmd- unum, en skólinn hefur eiginlega alltalf verið í smíðum þessi 11 ár sem hann hefur starfað. Hefur þetta skapað vandkvæði fyrir kennaralið og skólastjóra, því að þeir hafa þá ekki vitað fyrir- fram hvernig bezt væri að nýta kennslurýmið á hverjum vetri. Áður en smíði fjórða áfanga hófst var skólinn þrjú stök hús. Verður nú í haust tekin í notkun íþróttaihúsisálman og önnur álma sem er tengiliður á milli hennar og eldra skólahúss. I tengiálm- unni verður aðalanddyri skólans og snýr það út að homi Gnoða- vogs og Skeiðarvogs. Þar er einnig stór kennarastofa, vinnu- herbergi kennara og skrifstofa skólastjóra, svo og rúmgóður lestrar- og bókasalur, 2 stofur fyrir tónlistarkennslu, kennslu- salur er rúmað getur þrjá bekki í einu og stofa fyrir heilbrigðis- þjónustu. 1 íþróttahússálmunni eru tvær 1 byggingu er nú nýtt húsnæði fyrir Byggðasafn Akraness og nærsveita og mun í tengslum við það rísa sýningarsalur og skapast þá ágæt aðstaða til hvers kyns sýninga. í stjórn Listvinafélagsins á Akranesi eru: Séra Jón M. Guð- jónsson formaöur, Hjálmar Þor- steinsson kennari ritari, Hauikur Guðlaugsson organleikari gjaid- keri og meðstjórnendur Sveinn Guðmundsson bankaútibússtjóri og Sveinn Elíasson bankaútibús- stjóri. — H. S. hæðir lagðar undir íþróttasal. Er hægt að skipta honum í þrjá sali með renniveggjum og er ætlunin að nota þetta húsnæði einnig fyrir samkomusal. Á þriðju hæð álmunnar eru tvær stofur fyrir handavinnuikennslu stúlkna, stórt kennslueldhús og 7 stofur sem ætlaðar eru fyrir ýmiss konar sérkennslu, svo sem eðlis- og efnafræði. Leikfimikennsla skólans var áður í Hálogalandi fyrir barna- deildir og í Iþróttahöllinni í Laugardalnum fyrir gagnfræða- deildir. — Síðasta starfið sem unnið var í Hálogalandi var það að nemendur úr Vogaskóla tóku þar landspróf, en við söknum hússins þó að sjálfsögðu ekki, sagði Helgi. -— Það sem mér finnst helzt athugavert við þessa nýju bygg- ingu er að ekki verður sett hér upp lítil kennslusundlaug eins og til stóð, og teiknuð haiiði verið. Má benda á að í Danmörku tíðk- ast nú orðið að hafa kennslu- sundlaugar í bama- og unglinga- skólum — og hafa þeir þó ekki eins góða aðstöðu til að fá heitt vatn og við. Tel ég mikið undr- unarefni að ekki skuli vera gert meira af því að byggja litlar sundlaugar í skólum hér. Al- menningssundlauigar ei’u ekki ætlaðar fyrir kennslu og mikill tímasparnaður og hagræði væri af því að hafa hér kennslusund- laug. — Stendur til að byggja enn við skólann? — Stækkunaimöguleikar era ekki miklir, en talað hefur verið um að reisa fimmta áfanga þar sem yrði m. a. sérstök smíða- stofa, en ekki er áikveðið hvort af því verður. Það er þó séð, að ekiki er aðstaða hjá okkur í framtíðinpi til að hefja ýmiss konar hjálparkennslu sem á að fara að auika, t. d. hjálpardeildir fyrir sjóndapra, heyrnardaufa og talkennsludeildir. En við verðum að finna einhvern stað fyrir þessa kennslu. Maður drukkn- aði í Jökulsá í Fljótsdal Á laugardagskvöldið drukknaði maður er hann fél'I aif hestbaki í Jökulsá í Fljótsdal. Var hann þar á ferð ásamt tveimur öðrum mönnum. Hugðist hann ríða yfir Jökulsá skammt frá Glúmsstöð- um, en féll af baki i miðri ánni er hesturinn hnaut. Samferðar- menn hans náðu honum í land en lifgunartilraunir báru ekfci árangur. Maðurinn hét Pétur Gunnars- son. Hann var 55 ára gamall og var starfsmaður tilraunabúsins á Skriðuklauistri. Skáldkona var dæmd geðveik MOSKVU 8/7. — Sovézk skáld- kona, Katalja Gorbanevskaja, var í dag úrskurðuð geðbiluð við lokuð réttarhöld í Möskvu — var hún ákærð fyrir „róg um Sovét- ríkin". Gorbanevskaja tók þátt í mótmælaaðgerðum á Rauða torg- inu árið 1968 og var eftir það sett á geðveikrahæli um tíma. Nýr gæzluvöllur opnaður í gær Síðdegis í gær var opnað- ur gæzluvöllur við Höfðaskóla, sem starfræktur verður í júlí og ágúst fyrir tveggja til fimm ára börn. Verður völlurinn opinn kl. 9—12 árdegis og 2—5 síðdegis nema á laugardögum kl. 9—12 fyrir hádegi. Síðan verkfallinu lauk hafa að- eins tveir togarar komið með fisk til Hafnarfjarðar, því Röð- ull er enn í slipp og Iokaðist þar inni í verkfallinu. Haukanesið kom í fyrradag með 276 tonn af blönduðum fiski af heimamiðum, en Maí kom 2. júlí með 236 tonn og var mest af aflanum karlfi. Haulkanesið landaði áður 23. júní 237 tonnum og Maí 18. júní 302 tonnum. Humarbátarnir sem gerðir era út frá Hafnarfirði landa oftast í Skutu úr riffíi Tveir menn undir áfengisáhrif- um léku sér að því að skjóta úr rifffli á skífu, sem þeir hengdu upp á bílskúrsihurð við hús á Borgarfiöltsibraut í Kópavogi. Var lögreglunni tilkynnt um þetta kl. 17.15 í fyrradag og fór hún á staðinn. Menn þessir vora á miðjum aldri og gaf annar þá skýringu að þeir hefðu verið að prófa riffilinn. Þarna í kring voru krakkar að leik og stafaði því hætta af leik mannanna. Lögreglan tók byssuna í sina vörzlu. Að loknum 14 umferðuni á alþjóðaskákmótinu í Caracas í Venezuela er Guðmundur Sig- urjónsson í 8.-10. sæti með 8 vinninga. í efsta sæti er Kav- Guðmundur Sigurjónsson alek með 12 vinninga <>K Pannó í öðru sætj með 1014 vinning. Guðmundur teíldi í 11. um- ferð við Karpof f;rá Sovétiríkjun- um, sem er heimsmeistari ung- Grindavík og er aflanum ekið inneftir til Hafnarfjarðar. Fjórir bátar frá Hafnarfirði era að tog- veiðum: Auðunn, Guðrún, Mar- grét og Venus sem kom 1 fyrra- dag með 36 tonn. Fimm eða sex tritlur era gerðar út á handfæri frá Hafnarfirði og hefur afli ver- ið ágætur. Mikili fiskur hcfur borizt á land á Akureyri að undanförnu frá togurunum og heíur ol’tast verið unnið i’ram undir miðnætti í frystihúsinu, en þar starfa hátt á 3. hundrað manns. Fjórir togarar era gerðir út frá Akureyri, en einn þeiirra, Kald- bakur, hefur að undanförnu ver- ið í sllipp í Færeyjum og er nú á heiimlaið. Auk togaranna hef- ur togskipið Sigurður Bj amason linga, og varð sú skók jafn- tefli. í 12. umferð átti Guð- mundur í höggi við stórmeist- arann Parma írá Júgóslavíu og varð sú skók einnig jafntefli. í 13. umferð vann Guðmundur hins vegar Villaroel frá Venezú- ela og í 14. umíerð vann hann Slussar, sem einnig er frá Ven- ezúela. Ólokið er nú aðeins þrem um- ferðum á mótinu og mun 15. uimferð hafa verið tefld ; gær- kvöld að okkar tíma. Þá átti Guðmundur að teíla við Yepez frá Equador. sem er alþjóðleg- ur meistari. í 16. umferð teflir Guðmundur við Cuellar fró Ven- ezuela, sem einnig er alþjóðleg- ur meistari og í 17. og síðustu umferðinni við landa hans Caro. Ætti Guðmundur að hafa mö'gu- leika á að hækka sig ; röðinni, því að þessir mótherjar hans í síðustu umferðunum eru mun veikari en flestir þeir sem hann hefur teflt við til þessa. Annars hefur frammistaða Guðmundar verið með ágætum, hann hefur teflt við a.m.k. 9 stórmeistara, t-apað fyrir 3 þeirra, gert jafntefli við 5 og unnið 1, þá hefur bann teflt við þrjá alþjóðlega meistara. unnið 2 þeirra og gert jafntefli við hinn þriðja, loks hefur hann teflt við tvo titillausa og únnið bóða. Heyerdal nálg- ast takmarkið OSLO 8/7. — Annar leiðangur Thors Heyerdals á sefbáti yfir Atlantshaf er nú að nálgast tak- mark sitt, eyjar Karíbahafs. Á hann nú að baki um 5000 km siglingu og var í dag staddur 225 sijómílur austur af Barbados. landað á Akureyri. síðast 81 tn., en aðrir bátar landa í öðrum höfnum á Norður- og Austur- landd. Eftir að verkfalli lauk kom Harðbaikur fyrstur inn með um 240 tonn, Sléttbakur með um 250 tonn, Svalbakur mieð um 300 tn. og í gæmxorgun kom Harðbak- ur aftur með uim 210 tonn. Tog- ararnir eru mest á veiðum fyrir austan land. Listvinafélag á Akranesi Góður afli, en fá skip í Hafnarfirii Unnið í físki fram á kvöld á Akureyri Körfuknattleikur: ísland — Skotland 85:73 Góður endasprettur tryggði íslenzka liðinu sigurinn □ Stórglæsilegur endasprettur hjá íslenzka landsliðinu í körfuknattlei'k tryggði því sigurinn í leiknum gegn Skot- um í gærkvöld. Eftir að þeir Jón Sigurðsson og Kolbemn Pálsson, höfðu orðið að yfirgefa vö'llinn með 5 villur hvor, átti maður von á að íslenzka liðið missti móðinn en svo varð alls ekki og var það mest fyrir tilstilli Birgis Jak- abssonar er átti frábæran leik undir lokin. Dálítið einkennilegur gangur var í leik íslenzka liðsins. Því tókst oft í leiknum að nó mjög góðum leikköflum, en síðan var eins og allt dytti niður hjó því og nóðu Skotiarnir þó oftast að jiafna og stundum að komast yf- ir. Sérstaklega átti íslenzka liðið slæman ka-fla um miðjan fyrri hálfJeik er það missti stöðuna SlDUSTU Iþróttafréttir úr 21:20 í 21:3o fyrir Skota. En í kjölfair þessa slœraa k-afl-a kom svo ein-n af þessum allra beztu sprettum, sem liðið sýndi og náð; það þá að kom- ast yfir 40:36 og í leikhléi var staðan enn betri eða 46:40«. Það voru eink-um þeir Kolbeinn, Jón Sigurðsson og Birgir Jakobs- son sem mestan heiður áttu af þessum góðu köflum liðsins og voru þessir þrír beztu menn is- lenzka liðsins. í byrjun síðari hölfleiks hélzt leng; vel 4 til 6 stiga m-unuir íslenzka liðinu í vil, en svo um miðjan siðari hálfleikinn kom af-tur mjög slæmur kafli og skoruðu þá Skotamir 10 sti-g gegn aðeins 2 og komust yfir 58:56. Og enn dekkra varð út- litið, þegar þeim Kolbein; og Jóni var vísað af leikvelli með 5 villur svo ti>l ó sama tím-a. Þá voru um það bil 10 mínút- ur eftir af leiknum. Á þessum 10 minútum, sem eftir voru, kom bezti kafli ís- lenzka liðsins í leiknum og þessi frábæri endasprettuir dugði til sigurs. sem fyllilega var sann- gjarn. Eins og áður segir var það mest að þakka Birgi Jak- obssyn; hve liðinu gekk vel í lokin og skoraði hann þá hverja körfun.a á fætur annarri. Lok-a- tölumar urðu svo eins og óð- ur segir 85:73, Stigahæstir ís- lendinganna voru: Birgir Jak- obsson 22 stig. Kolbeinn Páls- son 15 stig, Einar Bollason 14 stig og Jón Sigurðsson H stig. Þess má geta að Einar Bolla- son meiddist það mikið í leikn- um, að flytja varð hann á slysa- varðstofuna er hann fékk þungt og mikið högg á augað svo blæddi úr. Sem betur fer munu meiðsli Einars ©kki mjög aiv- arleg. ★ Liðin leika annan landsleik í kvöld kl. 19 í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi. '■— S.dcr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.