Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 11
Sumnudaigur 12. júlí 1970 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA J J
er fast við þjóðveginn, þegar komið er ofan af
Fljótsiheiði og hjá honum skiptist vegurinn til
Mývatns og Húsaivíkur. — Seljum veitingar og
vörur fyrir ferðamenn.
Ennfre’mur BP-benzín og oliur. — Loftdæla og
þvottaplan á staðnum.
EINARSSTAÐASKÁLI
SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLU
Veitingahúsið
VALASKJÁLF
EGILSSTÖÐUM
Forstöðukona: Ásdís Sveinsdóttir.
□ GISTING OG VEITINGAR
0 ALLAN DAGINN.
Veitingahúsið
VALASKJÁLF
Egilsstöðum — Sími 97-1261.
Vönduð og glæsileg bifreið? Bifreið, sem sameinar kosti
sportbifreiðar, stærð og þægindi lúxusbifreiðar?
Vér höfum svarið á reiðum höndum: BMW 1800 er
bifreiðin, sem uppfyllir allar óskir yðar.
EINARSSTAÐASKÁLI
HVERJAR
ERU ÓSKIR
YÐAR?
KRISTINN GUÐNASON HF
KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675
Ávarp Páls Bergþórssonar
Framhald aí 9. síöu.
í sífellu. Frændur og vinir
heilsast með kossi. Fól-kið dreg-
ur sig í smáhópa, en fer mjög
hljóðlega. Gunn-ar á Kroppd
hringir til messu, rauðbirkinn
í andliti, með þykkt kraga-
skeffg, hreinle-gur og snyrtileg-
ur í látbragði. Séra Þórður
gengur til kirkju, hempuklædd-
ur með flókahatt á höfði, í
svörtum ullarsokkum o'g með
svarta sauðskinnsskó á fótum.
Fólkið skipar sér í kirkju,
sóknarbændur í kór, mest virtu
konur á þrem næstu bekkjum,
síðan vinnumenn og drengir og
kvenfólk. Sumt utansóknarfólk
er þess vert að setj ast í kór
eða á innstu bekki, tvær meiri-
háttar konur sóknarinniar troð-
ast sveittar og sjallausar gegn-
um mannþröngina með þær
konur og ungar stúlkur sem
svo hátt eru skrifaðar. Svo
rennir Kristleifur auigum barns-
ins yfir hópinn og dregur upp
hverja myndina af annarri.
Meðhjálparinn Magnús hinn
auðgi á Vilmundarstöðum
kveikir á kertunum, nokkru
meira en meðahnaður bæði
að hæð og gildleika, bar-
axlaðux og lotinn í baki,
dökkur á hár og skegg,
ekki fríður sýnum, en ber
með sér virðulegan sæmd-
arsvjp. Og hér situr kona hans
Ástríður, sem hefur, almenn-
ingsorð fyrir gjafmildi, fáyrt
og ljúf í framikomu, fer sér að
engu óðislega, hefur gát á orð-
um og athöfnum, ekkí talin
frið, og ber merki hvildarlausr-
ar vinnu og búsumsvifa langr-
ar ævi, í meðaiUagi á vöxt,
lotin í baki, rjóð í andliti,
móeyg og jörp á hár. Svona
leiðir Kristleifur persónur
fram á sviðið: Miðaldra kona
dökk yfirlitum, svö-rt á hár og
köld ó svip, Halldóra Kolbeins-
dóttir langamma Sigurðar
Blöndal á Hallormsstað. Ung-
ur bóndi í stærra lagi á vöxt,
hýr á svip með Ijúflegt yfir-
bragð, rjóður í kinnum, með
fremur stórt nef og jarpur á
hár og skegg. Hannes í Deild-
artungu. Við megum ekki
núna vera að því að fyl’gjast
lengur með þessari messugerð,
ræðu prestsins eða söngstjórn
Sfgurðar á Hömrum, hvernig
hann opinbera-r feguirð raddar
sinnar eins og hreifur hesta-
maður, sem vill sýna list-
ir’ gæðingsins með þvi að
hleypa honum við og við
utan við alfaraveginn, svíf-
ur með tónana út fyrir hina
réttu laglínu, sem hann vejt
þó vel hvar liggur. Messu lýk-
ur, konur fara að hækka róm-
inn, þegar út er komið. Þær
leiða saman böm sín og dæma
um svipmót þeirra og ættar-
einkenni, bændur skoða gæð-
ingsefni tala um egg í ljáum,
vinnubrögð kaupamanna, slægj-
ur og tíðarfar. Það er hald-
ið heim að Húsafelli. Hestam-
i.r gangia lausbeizlaðir frá
garði, blautir af svita og er
mest í mun að fá sér mel eða
moldiarflag að velta sér, svo
rækileiga. að ekki verður
greindur þeirra rétti litur,
hrista sig síðan, verða aftur
hreinir og gljáandi og gæða sér
á nýgrónu grasi. Sparifötum er
komið á sinn stað, en síðan
farið að seðja hungur kirkju-
gesta, en kirkjusultinum er við
brugðið. Húsfreyja skammtar
harðfisk og rúgbrauð með nýju
sauðamjólkursmjöri til við-
bits og hræring af grasagraut
og sauðamjólkurskyri á eftir.
Það or vinnudagur á morgun,
þótt í dag væ.ri syndsamlegt
að snerta á verki, og undir
það erfiði þarf að búa sig,
það gerist ekki af sjálfu sér
að skila airfinum til komandi
kynslóða, Við litumst um og
sjáum af staðháttum, hvert
framhaldið er: Sólin lækkar
yfir Síðuf.ialli, skuggar falla á
Þórðargerðishlíðina á Gils-
bakka, Bæjarfellið roðnar,
höfgi siguf á skóginn. niður
Káldár hiækkár og svæfir fólk-
ið fjórtánda sunnudag í sumri
1873- En við . hverfum út . úr
fortíðinni og skoðum .þetta svið.
þar sem fólkið og landið. hef-
ur nolið hvort annaxs á eftir-
minnilegian hátt.
KORATRON
KORATRON
KORATRON buxumar gera ySur fært að
vera vel klæddur ó ferðalaginu.
Það þarf aldrei að pressa KORATRON — þóft
þér lendið i misjöfnum veðrum, þurfið að þvo
buxurnar, eða gangið í þeim í lengri tima.
FYRIR FYRIR
YDUR FRÚNA
Et -KODA á hagkvæmu verSi — Spar-
I'e/Miin, eySir aSeins 7 lítrum á 100 km.
Odýrir varahiutir og örugg varahiuta-
þjonusta — Traustur og vel failin til ferða-
íaga, framsæti má leggja niður til að
mynda svefnpláss, farangursrými 370 lítrar.
Tvöfalt bremsukerfi —- Diskahemlar —
Dryggisbelti — Rúðusprautur — 4ra hraða
þurrkur — Stýrislæsing — Viðvörunarljós
Z ''-LÁ— NÝJUNG! SKODA RYÐ-KASKÓ
Er smekklegur í útiiti — Innréttingar og
frágangur í sér flokki — Sérlega sterkt
þvottekta áklæði — Barnaöryggislæsingar
á afturhurðum — Gangviss — Viðbragðs-
fljótur og lipur í bæjarakstri — Víðtæk
þjónusta hjá umboðinu, sem tekur frá
frúnni allt eftirlit með bílnum.
Það er þess virði að kynna sér SKODA.
SÝNINGARBlLAR A STAÐNUM.
Ef þér óskiS, þá sjáum við um aS rySverja bifreiS ySar
eftir hinni víSurkenndu ML-aSferS, og veitum ySur 5 ÁRA
ábyrgS, en slík frygging er aSeins veitt SKODA-bifreiSum.
IÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á TlSLANDI H.F: - * *•
AUÐBREKKU 44 M6"'*SÍMI 42600‘ KÓPAVOGI
VERIÐ VELKOMIN f
HÓTEL REYNIHLÍÐ
VIÐ MÝVATN.
OPIÐ ALLT ÁRIÐ
Hótel Reynlhlíð — f einni
fegurstu sveit landsins —
er tvímælalaust bezti dval-
arstaður yðar, hvort sem
þér komið í frí til hvíldar
eða viljið sitja ráðstefnu.
Við bjóðum yður bjðrt og
rúmgóð herbergi með ný-
tizku þæglndum.
N
Útvegum hesta, bíla og
veiðileyfi. Sklpuléggjum
ferðlr um Mývatn og tll
allra helztu staða norð-
austanlands, t. d.: Hljóða-
kletta, Herðubreiðarlinda
og öskju.