Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 6
0 SfÐA — ÞvTÖÐVXLJINN — Sunnuda.gur 12. júlí 1970. Veitingaskdlinn Ferstiklu Sími 93-2111 Tognar úr Japönum: MeSalhæðin hefur aukiit um 12 sentimetra á sL 15 árum Bjóðum ferða’fólki ávallt þessa heitu rétti: Hamborgara — Kjúklinga — Svínakótelettur — Franskar kartöflur o. fl. Höfum einnig á boðstólum: Kaffi — ís — Mjólk — Tóbak og ýmsar ferðavörur. — Ennfremur benzín og olíur. Ferðafólk athugið: Leigjum út sal fyrir allt að 100 til 150 manns, allar veitingar á staðnum. — Vinsamlegast pantið tímanlega. Veiðileyfi seld. LEGGJUM ÁHERZLU Á FLJÓTA OG GÓÐA AFGREIÐSLU. FERSTIKLA RÍKISÚTVARPIÐ Skúlagö.tu 4 — Reykjavík. Áuglýsingasímar: 22274 og 22275 Fréttir á ensku kl. 18.00 aila daga Grillaðir kjúklingar, ásamt fjölda annarra heitra og kaldra rétta. Smurt brauð og snittur og einnig hinar vinsælu nestissamlokur, afgreiddar allan daginn. KJÖRBARINN Lækjargötu 8. — Sími 10340. BÍLAVIÐTÆKI ^ LOFTNET ^ HÁTALARAR DEYFIÞÉTTAR ísett og frágengið ALLT FYRSTA FLOKKS Útvarps- og sjónvarpsverkstæðið HLJ0MUR Skipholti 9 Sími 10278. Til eru margar aðferðir til að maela framfarir í tilteknu landi — hlutfallsleg aukning brúttó- þjóðarframleiðslu, fjölgun bíla, talsíma og sjónvarpsviðtækja á hverja 100.000 íbúa o. s. frv. í aprílhefti málgagns Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar fWHO), „World Heaith“. sem er helgað Japan, er fjallað um læknisfræðilegar og félagslegar framfarir í landinu, og koma þar m.a. fram eftirtalin atriði: Á 15 árum hefur meðalhæð 15 ára unglinga í Japan aukizt um 12 sentímetra og meðal- þungi um 9 kíló. Japan er eina Asíulandið sem hefur útrýmt sóttkvíunar- sjúkdómum eins og t.d. drep- sótt, taugaveiki og bólusótt. Fjöldi mýraköldutilfella er kominn niður í lágmark. Ásókn berkla sem á árunum eftir seinnj heimsstyrjöld ollu mannsláti í Japan fjórðu hverja mínútu, hefur minnkað að því marki, að á þessu sviði stenzt landið samjöfnuð við þróuðustu lönd heims. Dánartalan af völdum hjarta- Flugstöð í Tanzaníu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýrrar alþjóðlegrar flugstöðvar í Sanya Juu i norð- urhluta Tanzaníu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum vérði að fullu lokið 1972. sjúkdóma er meðal þeirra lægstu í heiminum. Meðalald- urinp er ,nú 69 ár fyrir karl- menp og 74 ár fyrir konur, en var 47 og 50 ár rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Hinn tak- markaðj fjöldi hjartasjúkdóma á sennilega rætur að rekja til mataræðis í Japan, en þar er undirstöðufæðan fiskur. hrís- grjón og grænmeti. Tíðni sjálfsmorða, sem var mjög há á árunum 1953 til 1957, einkum meðal æskufólks, minnkar óðfluga. Hin mikla tíðni á fyrrnefndu tímabili er skýrð með aðlögunarerfiðleik- unum eftir styrjöldina, þegar margir týndu trúnni á hin gömlu lífsform. J afnvel gróf ofbeldisafbrot eru i rénun. Tala morða jókst ört frá 1955, þegar hún var 861, fram til 1955, þegar hún var 3.356, en síðan lækkaði hún niður í 2.225 morð árið 1967, sem er síðasta, árið sem öruggar skýrslur eru til um enn sem komið er. En það eru ekki eintómir ljósir fletir á myndinni af Jap- > an samtíðarinnar. Magakrabbi er nú algengastj sjúkdómurinn og veldur dauða flestra Japana á aldrinum 35—54 ára. Þetta er skýrt á þann veg, að Japanir salti mat sinn óhóflega. Japanir eru sennilega mestu saltneyt- endur í viðri veröld. Hin öra og umfangsmikla þéttbýlisþróun hefur haft í för með sér betri lífskjör en einnig þrengsli, streitu og stórfellda .aukningu dauðaslysa i umferðinni. Borgir Japans með' mengað loff og gifurlega mannmergð geta gefið mörgum löndum hugmynd um, hvernig þeirra eigin framtíð kynni :■ að verða. Að lesa um Japan er eins og að lesa dagblað morgundags- ins, segir í „World Health". (S.Þ.) Verjum gróður, verndum land ® Varúð á vegum er nauð- synleg. Varúð utan vega er ekki síður áríðandi. Spillum ekki gróðri eða jarðvegi með öku- tækjum okkar. Berum farang- urinn heldur nokkrum metrum lengra. Það er líka gott fyrir heilsuna. Njótum landsins, en níðum það ek:ki. Verjum gróð- ur, verndum land. © Þegar við njótum lífsins úti í náttúrunni. þá gleymum því ekki, að bömin okkar vildu gjaman erfa þessi hlunnindi. Skiljum náttúruna eftir eins góða og þegar við tókum við henni, og helzt betri. Það verð- ur að vera nóg til handa börn- unum. Verjum gróður, verndum land. LAXVEIÐILEYFI í Mýrarkvísl og Reykjakvísl í Reykjahvérfi í S-Þing., eru fáanleg frá 10. júlí til 10. sépt. A SILUNGSVEIÐILEYFI i Kringluvatni, Kringlugérðisá Og Géitárfellsá í Reykjahverfj í Suður-Þing. eru éinnig fáan- leg á sama tíma. DVALARAÐSTAÐA er fyrir hendi fyrir veiðimenn og gesti þeirra í félagsheimilinu í Réykjahverfi, sem er skamrnt frá hverasvæðunum. VEIÐILEYFl ERU FÁANLEG HJÁ: Ferðaskrifstofu Akureyrar, Akureyri, sími 1-14-75 á Akureyri. Áma Þorbjörnssyni, lögfr. Sauðárkróki, sími 5160 á Sauðárkróki. Kristjáni öskarssyni, yfirvélstjóra í Fiskiðjuverinu á Húsavík. .Takóbi V. Hafsteín, lögfr. Reykjavík. á mánudögum og föstudögum milli kl. 16.30 til 18.30. Símar: 2-56-55. 3-24-14 eða 1-13-25. j' I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.