Þjóðviljinn - 12.07.1970, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaigur 12. júlí 1970.
FERÐAFÓLK!
Varmahlíð í Skagafirði liggur um þjóð-
braut þvera. — Þér eruð ávallt aufúsu-
gestur í verzlun vorri þar.
Yfir sumartímann er opið á kvöldin og
um helgar.
Ferðamannavörur. — Benzín og olíur.
KAUPFÉLAG
SKAGFIRÐINGA
Umferðarráð vinnur
að slysarannsóknum
Skýrt frá störfum ráðsins
Frá því Umferðarráð var stofn-
að í byrjun árs 1969 hefur um-
ferðarfræðsla verið snarasti þátt-
urinn í starfsemi ráðsins — og
hefur hún ekki hvað sízt beinzt
að yngsta vegfarendahópnum.
Umferðarráðið var sett á stofn
í framhaldi af starfsemi Fram-
kvæmdanefndar hægri umferðar.
Eiga 16 menn sæti í ráðinu og
formaður þess er Sigurjón Sig-
urðsson, lögreglustjóri.
Skýrði hann blaðamönnum nv-
Iega frá starfsemi Umferðarráðs.
Á vegum ráðsins er starfræktur
umferðarskólinn „Ungir vegfar-
endur", bréfaskóli fyrir börn á
aldrinum 3—6 ára. Eru 12.655
börn innrituð í skólann, og það
sem af er þessa árs hafa verið
send út 37.955 verkefni, auk sér-
stakra afmælissendinga. Er ætlun-
in að send verði út 101.204 bréf
frá umferðarskólanum á þessu ári.
20 sveitarfélög eru aðilar að
rekstri skólans og greiða þau
hluta af rekstrarkostnaði í sam-
ræmi við fjölda þátttakenda í við-
komandi sveitarfélagi.
Spurningakeppni skólanna, sem
fram hefur farið í Reykjavík, var
í vor gerð að landskeppni, og fór
því fram á vegum ráðsins. Öllurrf
12 ára börnum var gefinn kostur
á þátttöku og tóku yfir 4 þús.
börn þátt í keppninni. Hlaut lið-
ið sem sigraði keppnina 7 daga
ferð til Færeyja.
Á síðastliðnu hausti styrkti ráð-
ið Ríkisútgáfu námsbóka í því
skyni að gefin yrði út ný kennslu-
bók um umferðarmál fyrir börn.
Var bókinni síðan dreift til skóla-
barna á aldrinum 7 til 9 ára.
Eitt af hlutverkum ráðsins er
að hafa milligöngu um umferðar-
fræðslu í hljóðvarpi og sjónvarpi
og hefur ráðið annazt fasta
fræðsluþætti í hádegisútvarpinu
frá því 1. ágúst 1969, eins og
vart hefur farið fram hjá fólki. í
samráði við ráðið hefur sjónvarp-
ið ákveðið að sýna í haust mynda-
flokk sem fjallar um öryggisbún-
að bifreiða. Mun Almenna bóka-
félagið gefa út bók með mynda-
flokknum, en hann hefur verið
sýndur í sjónvarpi í Danmörku
og Noregi.
f vor var efnt til skoðunar á
reiðhjólum víða um land og
dreifði ráðið 7 þúsund viðurkenn-
ingarmiðum til þeirra barna er
höfðu hjól sín í lagi. Einnig var
efnt til Ijósaathugunar á sl.
hausti og voru yfir 12 þúsund
bílar skoðaðir. Um sl. verzlunar-
mannahelgi og hvítasunnuhelgi
var starfrækt upplýsinga- og fjar-
skiptamiðstöð í samvinnu við lög-
Hjúkrunarkonur
í 27. tbl. Lögbirtingablaðsins, dagsett 27. 5. ’70,
auglýsir menntamálaráðuneytið lausar hjúkrunar-
kennarastöður við Hjúkrunarskóla íslands.
Ennþá er ein staðan laus til umsóknar.
Skólastjóri veitir þeim hjúkrunarkonum. sem á-
huga hafa á að verða hjúkrunarkennarar, upplýs-
ingar u’m kennaranámið og hvaða möguleikar eru
á námsstyrkjum.
FERÐA-
FÓLK!
Heitur matur og kaffi
allan daginn.
Þægileg herbergi og
margskonar þjónusta
önnur fyrir ferðafólk.
HÓTEL HVERAGERÐI.
Sími (99)-4231.
Auk þess fæst benzín,
flestar tegundir smurn-
ingsolíu og allar helztu
ferðavörur í
Söluskálanum við
Suðurlandsveg.
regluna. Verður miðstöðin einn-
ig starfrækt um næstu verzlunar-
mannahelgi, en þaðan eru beinar
útsendingar í útvarpinu og einn-
ig getur fólk leitað upplýsinga í
síma miðstöðvarinnar, bæði um
veður og færð.
Umferðarráð vinnur nú að víð-
tækum rannsóknum á umferðar-
slysum hvarvetna á landinu og
verða niðurstöður notaðar við á-
kvörðun á aðgerðum til að draga
úr slysum. Á sl. ári fól ráðið verk-
fræðingunum Bjarna Kristjáns-
syni og Jóni Birgi Jónssyni að
gera athugun á orsökum fram-
rúðubrota í bifreiðum. Hafa þeir
skilað álitsgerð en ráðið hefur fal-
ið þeim að vinna að framhaldsat-
hugun í ákveðnum þáttum þessa
máls.
Rannsókn á slysum við dráttar-
vélar stendur yfir á vegum ráðs-
ins og eru niðurstöður væntanleg-
ar í þessum mánuði. Ennfremur
stendur yfir athugun á hættuleg-
um vegræsum.
Meðal þeirra mála sem Um-
ferðarráð hefur rætt og gert sam-
þykktir um, má nefna, samþykkt
um aukna löggæzlu á þjóðvegum.
Veitingahúsið
HÁBÆR
við Skólavörðustíg býður
yður fullkomna þjónustu.
Bæði evrópska rétti og
kínverska.
Getum tekið á móti
ferðahópum.
Leggjum áherzlu á góða
þjónustu og sanngjarnt
verð.
Verið velkomin í Hábæ
Sími: 21360.
Byggingameistarar
Frestur til að skila tilboðum í bvggingu hússins
Hólmsgata 4 í Reykjavík framlengist til mánu-
dagsins 20. júlí fel. 5.00.
Útboðsgagna má jafnframt vitja að Tryggvagötu 4.
Kristján Ó. Skagijörð h.f.
Tilkynning
Vegna flutnings verður manntalsskrifstofan lok-
uð þriðjudaginn 14. þ.m.
Skrifstofan flyzt í Hafnarhúsið (vesturhluta) II. h.
imngangur frá Tryggvagötu.
Manntalsskrifstofa Reykjavíkur.
H VERFITÓN AR
Hljómplötur unga
fólksins
Led Zeppelin nr. 2 er komin aftur. Flest
lögin er voru leikin hér á tónleikunum.
Ný L.P. með Who. — Who live at Leeds.
Jon Mayal (Bmty Rooms). Hefur fengið
frábæra dóma.
Me'tsölualbúm Ginger Bakers, Air Forces,
2L.P. á aðeins 960 kr.
HAIR, ensk „originar1 upptaka.
Tommy The Who Album.
ATHUGIÐ: Plötuverð óbreytt.
H VERFITÓN AR
Hverfisgötu 50, opið kl. 1-6.