Þjóðviljinn - 16.07.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.07.1970, Blaðsíða 7
Rmmtudaigur 16. júlí 1970 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J I Lonaon fannst málverk Rafaels LONDON 14/7 — Málverk eitt, sem hangið hefur við litla frægð úti í horni á Þjóðlistasafninu í London vegna þess að menn héldiu það vera eftirmynd, hefur við hreinsun og röntgenskoðun reynzt vera frum- mynd eftir meistarann Rafael, gerð 1511 eða 1512. Er þá talið að mynd sú í Flórens, sem talin hefur verið sú upprunalega, sé eftirmynd. — Fulltrúi safnsins sagði, að ógjömingur væri að gera sér grein fyrir þvi hve mikils virði myndin væri: ef einhver segir hana einnar miljónar punda virði þá getur enginn mælt því í mót. Rafael gerði þessia mynd 28 eða 29 ára gamall á tréplötu og sýnir hún Júlíus páfa annan sitjandi i fullum skrúða. Páfi þessi er sagður hiafa komizt i embættið með mútum; hitt er víst að hann lét þrjá mikla listamenn hafa ærinn starfa — Michelangelo, Rafa- el og Leonardo dia Vinci. Myndin kom til Englands árið 1824 í safn; sem enska stjórnin keypti í því skyni að stofna þjóðlistasafn. Óbreytt framboð og kjörskrá Nýi Goðafoss kominn til Reykjavíkur Fraimhald af 1. síðu. voru þessi atkvæði frá Seyðis- firði og í fimm tilfellum gleymdu kjósendur að skrifa nöfn sín á viðfestan seðil, en skrifuðu hins végar utan á umslaigið í einu tilfellinu vantaði votta. Það var starfsmaður sýslumanns, sem sá um kosninguna. B-listinn kærði kosningaúrslit- in og kæran hefur semsé endað á þessa leið. Kæran hefur haft rhikil áhrif á tilraunir til mynd- unar nýs meirihluta á Seyðis- firði, en þrátt fyrir hana hafa stanzlausar tilraunir átt sér stað. I fyrstu tóku bæjarlfulltrúar A- listans og H-listans að sér að mynda meifiþluta á Seyðisfirði og þessir bæjarfulltrúar ásamt Kastna stöðu tæknimenntunar í skólakerfinu Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að kanna stöðu tæknimenntunarinnar inn- an skólakerfisins og eðlileg tengsl hinna ýmsu fræðslustiga og gera tillögur um endurbætur í þesisum efnum. I nefndinni eiga sæti: Andri fs'aksson, deildarstjóri skóla- rannsóknadeildar menntamála- ráðuneytisins, formaður; forseti vérkfræði- og raunvisindadeild- ar háskólans, Þorbjöm Sigur- geirsson; skólastjóri Tækniskóla íslands, Bjamí Kristjánsson; fOrmiaður Iðnfræðsluráðs, Óskar Hallgrímsson; skólastjóri Iðn- Skólans í Reykjavík, Þór Sand- holt; skólastjóri Vélskóla ís- lands, Gunnar Bjamason og skólastjóri Gagnfræðaskóla verk- náms, Magnús Jónsson. Nefndinni er ætlað að hiafa Satnstarf við nefnd þá, sem nú vinnur að endurskoðun fræðslu- laganna. bæjarfulltrúa G-listans gengu saman til kosninga á nefndum í bæjarstjóminni og höfðu sex atkvæði i bæjarstjórninni. Þessi samistaða mín, bæjarfulltrúa G- listans, mieð hinum — átti að vera viljayfirlýsing til samstarfs um málefnastefnuskrá, En eftir að þessir flokkar höfðu ræðzt við nokkuð og kos- ið saman til nefnda í bænum hurfu bæjarfulltrúar H-listans frá frakari samningaviðræðum og tóku upp samningaviðræður við bæjarfulltrúa Sjálfstaeðis- flokksins og þær stóðu yfir þeg- ar úrskurðurinn kom. Ég tel, sagði Gísli ennfremur, að þar sem svo erfitt var að ná meirihluta áður, hefði verið eðlilegt að reyna að mynda ein- hverskonar meirihluta fyrir þess- ar aukakosningar og breyta þannnig nokkuð tilhögun fram- boða til þess að koma í veg fyrir að sami leikurinn endur- taki sig. Sú hætta að ekki fóist starfshæfur meirihiuti er enn fýrir hendi — og fáum við þá þriðju kosningarnar hér.____ SVR-bruninn Framháld af 1. síðu. miínútum síðar. Þá var viðgerðar- verkstæði SVR alelda og stóð eldur uppúr norðaustur þekju húsisins cig útum gliugga á norð- vesturhlið, einnig út um út- keyrsludyr á siuðvesturgafli húss- ins. Var ráðizt á eldinm með slönguim frá einuim háþrýstibíl og tveiimur silönguiögnum, 21/’* tomimu, frá tveimur sllökikviliðs- bílum. Var eldurinn yfirunninn á einni klukkustund en vörður var hafður við húsið í gær og í nótt; bœði lögregla og slökkvi- liðsmenin. Stafaði sprengingar- hætta af 3 giashylkjum og var ætl-unin að sprauta vatni á þau viðstöðuilaust þar til nú í morg- un, til að kaela þau. Var fóHki ráðlagt að fiara ekki nálægt brunastaðnum vegna sprenging- arhættunnar, en hún er mest ef hreyft er við hylkjunuim á með- an þau eru hedt. Framhald af 10. síðu. og lofthiti 35 gráður. Hitastill- ingin er sjálfvirk og má fylgj- ast með hitastigi í hverri lest á hitamælum á stjómpalli og í vélarúmi. Þegar lestirnar eru tómar tekur 8 ldst. að kæla þær úr 25 gráöu hita í 25 gráðu frost. Fullkominn útbúnaður er til fermingar og affermingar á vör- um — þrír vökvadrifnir kranar, tveir miðskipa og einn aftan við aftari lúguna og getur hver krani lyft 5 tonna þunga. Kran- ana tvo, sem eru miðskips, má tengja saman og getur þá einn maður stjórnað þeim báðum. Einnig er hægt að nota 30 tonna Minningarorð Framhald af 5. síðu. Þegar Bjami Benediktsson tók við forustu Sjálfstæðis- flokksins við fráfall Ólatfs Thórs urðu margir til að gerast spá- menn. Ofóir töldu Bjama Benediktsson ekki megna að bera purpurasikikkju hins látna leiðtoga með þeirri reisn, er. sóma mundi flokki allra stétta. Og rétt er það: erfitt var að taka við merkinu úr höndum hins mikla sjarmörs, sem farið haföi með stjömublutverkið í íslenzkum stjórnmálum um langan aldur Bjama Bene- diktsson skorti margt það, er forveri hans hafði orðið ágæt- astur af: hinn pólitíska þokka, næstum unggæðingslegt virð- ingarleysi fyrir flokksikreddum, mannblendni, sem undi sér hagvön í sundurleitu umhverfi. Það sýnir kannski hezt, hvílík- um kcstum Bjami Benedikts- son var búinn, að hann leysti leiðtogahlutverkið með ágætum, þótt mig gruni raunar, að bann hafi þurft að leggja mikið á sig í því efni, beinlínis orðið að taka sér tak. Undir lokin minnumst við Bjama Bene- diktssonar í gervi hins aldraða látlausa landsföður. Ég vil að lokum votta ást- vinum og ættingjum Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra djúpa samúð mína vegna þessa mikla missis. Sjálfstæðistflokkn- um vil ég einnig tjá hluttekn- ingu mína. Það er hverjum flokki mikið afhroð að missa höfuð sitt. Sverrir Kristjánsson. Góðar heyskapar- horfur í Norðfirði NESKAUPSTAÐ 15/7 — Slóttur hófst í Norðfjarðarsiveit fyrir rúmri viku og er spiretta ágæt og ekkert nýtt kial í túnum. Er langt síðan heyska.parhorfur þar um slóðir hafa verið jafn góðar og búizt við miklum og góðum heyfeng ef þumrkar verða sæmi- legir, en að undanfömu hafa verið þurrkleysur og kajt og snjóað í fjöll. Þrátt fyrir hret- ið eru bændur bjartsýnir á hey- skapinn og spáð er góðrj berja- sprettu. Húsarannsóknir Framhald af 10. síðu. lægðina á milii bæjanna, saim- gönguleysið og einangrunina. Honum fannst skemmtiHegt að vinna við þessar rannsóknir, til að mynda að sjá hvemig byggt hefur verið við torfbæinn eftir því sem efnahagur fólksins batn- aði: ein burst í viðbót var eins- konar stöðutákn, á sínuim tfma. Uniga fóllkið ferðaðist víðar um lardið, Ijósmyndaði miikið og gerði skissur af gömluim bygging- um og landslaigi. Farið var til Vestmannaeyja, norður í Skaga- fjörð, út í Viðey og að Besisa- stöðuim. — Hafði fólkið þrjá jeppa til umráða og gisti otftast í tiöldum. Sýning á uppdráttum og teikn- ingum hópsins er opin kl. 1-6 næstu 6 daiga í Byggingarþjióin- ustunni að Laugavegi 26. Er gert ráð fyrir að Þjóðminjasafnið kaupi eitth-vað af teikningunuim. lyítiós (þungabómu) með krön- unum tveimur og getur þessi samstæða þá lyft sameiginlega 40 tonna þunga. Kranamir þrír geta sameiginlega lyft 1- tonna þunga. Skipið er búið tveimur lyftiásum fyrir 5 tonna þunga og einum 30 tonna lyftiási. Goðafoss er 2953 brúttólestir að staerð, mesta lengd er 95,50 m og lengd milli lóðlína 85,50 m Breidd skipsins er 14,30 m og djúprista 7,17 m. Aðalvél skipsins er frá Burmedster & Wain, 5 stmkka tvígengis dísel- hreyfill, 2860 hestöfl. Er gert ráð fyrir 14 sjómílna ganghraða þegar skipið er fullhlaðið. MA sigla án VAKTAR I VÉLARtJMI Athyglisverð nýjung í Goða- fossi er að aðalvél skipsins er stjómað frá brúnrxi, þar sem er stórt stjómborð útbúið fiull- komnum tækjum. Er Goðafoss fyrsta íslenzka skipið, sem er flokkað UMS (unattended mach- ine space), þ.e. má sigla um lengri eða skemmri tíma án vakt- ar í vélarúmi. Þessu fylgir að sjálfvirkni. er á öllu, sem að stjóm vélarinnar lýtur og er sérstakur stjórnklefi í vélar- rúminu með sjálfvirkum tækjum, sem senda aðvörunarmerki með ljósi eða hljóðmerki upp í brúna, í setustofumar, matsalina, her- bergi vélstjóra og í vélarúminu, ef eitthvað bregður út af. Á því að vera öruiggt, að ávallt megi fylgjast með gangi vélar- innar og að þess verði vart þegar í stað, verði eitthvað með óeðlilegum hætti. Slíkt viðvör- unarkerfi hefur ekki þekkzt áð- ur í íslenzku skipi. Hjálparvélar eru 3, einnig af Burmeister & Wain-gerð og smíðaðar þar. Þær eru hver 375 hestöfl, tengdar 325 KVA raflli, sem framleiðir 380 volta rið- straum. EINS MANNS HERBERGI Skipverjar á Goðafossi eru 22 og búa allir í rúmgóðum t>g vel búnum eins manns herbergjum. Á brúarþilfari er stjómpallur, kortaberbergi, loftskeytastöð og íbúð loftskeytamanns. Á næsta þilfari þar fyrir neðan, sem er bátaþilfarið, er íbúð skipstjóra og yfirvélstjóra. Á skutþilfari eru íbúðir stýrimanns, vélstjóra og bryta. Þar er einnig setustofa yfirmanna, sjúkraherbergi og herbergi fyrir hafnsögumann. Á veðurbillfari, sem er þar fyrir neðan, eru íbúðir aðstoðarvél- stjóra, háseta, matsveins og þjónustustúlka. Þar er auk þess eldhús og borðstofa yfiimanna og setustofa fyrir undirmenn og á miilliþilfari eru fbúðdr háseta, þvottahús, þurrkherbergi og birgðageymslur bryta. Veggir fbúðarherbergja t»g setu- stctfa eiu þiljaðir óeldfimu plasti og húsgögn einnig úr efnu-m sem ekki geta brunnið. Upphitun og loftræsting er með GW-kerfi og getur hver skipverji stillt hit- ann að eigin vild í sínu her- bergi. SIGLINGATÆKIN Siglingatæki eru öll af full- komnustu gerð og má þar nefna ratsjá, Gyro-áttavita með þrem- ur álestrarskífum, sjálfstýritæki, bergmálsdýptarmæli, sem getur ritað dýpið og sýnt það með neista, örbylgjutæki og hátalara- kerfi. Einnig er sérstakt kertfd til þess að vekja skipverja á vaktaskiptum Loftskeytastöðin er af nýjustu gerð txg uppfyllir ströngustu kröfur nú og væntanlegar kröf- ur í nánustu framtíð. Stöðin er smíðuð af verkfræðifélaginu M.P. Pedersen í Kaupmanna- höfn. Tveir björgunarbátar úr plasti eru á skipinu, og rúmar hvor um sig 36 manns og er annar vélknúinn. Auk þess er skipið búið tveimur 20 manna gúmmí- bátum. Skipstjóri á m.s. Goðafossi er Magnús Þorsteinsson, yfirvél- stjóri Ámi Beck, 1. stýrimaður Bjöm Kjaran, 2. vélstjóri Krist- jón Wendel, loftskeytamaður Bogi V. Þórðarson og bryti Ein- ar Sigurðsson. (Frá menntamála- ráðuneytinu). Vegna jarðarfarúr forsætisráðherrahjónanna, dr. Bjarna Benediktssonar og frú Sigríðar Björns- dóttur, og dóttursonar þeirra verða skrifstofur vorar lokaðar kl. 1 til 4 síð- degis í dag. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Tilkynning frá bönkunum til viðskiptamanna. Vegna útfarar forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra fimmtudaginn 16. júlí, verða bankarnir lokaðir frá hádegi þann dag. SEÐLABANKI ÍSLANDS. LANDSBANKI ÍSLANDS. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. VERZLUNARBANKI ÍSLANDS H.F. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. SAMVINNUBANKI ÍSLANDS H.F. LOKAD Vegna útfarar forsætisráðherrahjónanna og dóttursonar þeirra, verða skrifstofur vorar lokaðar eftir hádegi fimmtudaginn 16. júlí. Almennar tryggingar h.f. Brunabótafélag íslands. íslenzk endurtrygging. Samábyrgð íslands á fiskiskipum. Samtrygging íslenzkra botnvörpunga. Sjóvátryggingafélag íslands h.f. Trygging h.f. Tryggingamiðstöðin h.f. Vátryggingaskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Samband íslenzkra tryggingafélaga. Vegna jarðarfarar dr. Bjarna Benediktssonar fórsaátisráð- herra, konu hans frú Sigríðar Björnsdótt- ur og dóttursonar þeirra, verða skrifstófur vorar lokaðar frá hádegi fimmtudaginn 16. júlí. SJÓVÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS H/F. Verkfræðistofa okkar er flutt að Álfhólsvegi 7 (Vibro-húsið) 3. hæð, Kópavogi. — Nýtt símanúmer 42200. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON THEODÓR ÁRNASON byggingaverkfraeðingar. Skrifstofur flugmólastjóra verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar forsætisráðherrahjónanna, dr. Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Bjöms- dóttur og dóttursonar þeirra, Bénedikts Vilmundarsonar. FLUGMÁLASTJÓRINN Agnar Kofoed-Hansen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.