Þjóðviljinn - 09.08.1970, Qupperneq 7
Sunniudagur 9. ágúst 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA y
m
ftto
kvikmyndii*
HULOT FRÆNDI
Hulot og nágrannakonan í garðveizJunni,
Það var snjallt a£ forráða-
mönnum Laugarásbíó6 að sýna
Mon Oncle svo skömmu eftir
Playtime. Því víst er um það,
að allir hinir fjölmörgu er sáu
Playtime munu ekiki síður hafa
gaman af ,,Frændanum“, sem
að mínuim dórni er fyndnasta og
bezta verk Jacques Tatis („Há-
tíðisdag“, fyrstu mynd hans hef
ég ekki séð). I samanburði við
Playtime virðist þessi fyrsta lit-
mynd Tatis kannski ófullkomin
tæknilega séð og af myndunum
tveim má greinilega sjá þá þró-
un sem orðið hdDur í litmynda-
tækni á sl. áratug. En gömlu
litirnir gefa „Frændanum" sér-
stæðan og heillandi blæ, og
gera sitt til að auka á einfald-
leika þessa Ijóðræna ævintýris
um plastframleiðandann Arpel,
fjölskyldu hans, frændann Hulot
og fólkið i bænum.
Arpel er nýfluttur í einbýlis-
hús, sem ekki á (átti) sinn líka
í tæknilegu tilliti á sviði hrein-
lætis og „þæginda". Þar eru
apparöt til alls, jafnvel til að
snúa kjötinu á pönnunni. Garð-
urinn umihverfis húsið er lílca
„fuUkominn", sandurinn þar er
gulur og rauður og grænn og
blár. Arpel og frúin sýnast
ánægð í þessari nýju veröld,
sérstaklega þegar gestj ber að
garði, en ékki er hægt að segja
það sama um 7 ára son þeirra,
sem á áreiðanlega þó nokkra
þjáningarbræður hér á Amar-
nesinu og víðar. En Hulot
frændi sækir hann í skólann á
hverjum degi og þá er ekki
farið eftir neinum reglum, það
eru sælustundir. Hulot hofur
það annars helzt fyrir stafni að
horfa á mannlífið og vera til,
og vissulega er það ekki alveg
samkvæmt hugmyndum Arpels,
sem telur frændann hafa óhoil
áhrif á drenginn. Arpel útvegar
Hulot vinnu í verksmiðjunni
og efnir til garðveizlu til þess
að koma honum og einhleypu
nágrannakonunnd saman . . .
Það er enginn vafi á því að
tækniþróun síðustu ára hefur
aukið mjög gildi hins ednfalda
boðskapar Tatis í „Frændanum".
En fyndni hans og uppátæki
eru óháð tímanum. Tati i eld-
húsinu, Tati í verksmiðjunni,
Tati í garðinum, Tati á torginu,
allar eru þessar smámyndir ó-
borganlegar. Ég sagði áðan að
„Frændinn væri enn fyndnari
en Playtime; það or kannski af
því að Tati kemur hér sjáifur
miklu meira við sögu. En eins
og Tati sagði í viðtali skömmu
eftir að Playtime var frum-
sýnd (Þjóðviljinn 1. feb. sl.), þá
var Hul'ot ekfcert þýðingarmeiri
þar en hinar persónurnar.
„Hann er hluti heildarinnar,
hann gefur öðrum persónuleika
sinn. Ilulot er engln stjarna leng-
ur, sem allt snýst um, Við verð-
um að gera útaf við þjóðsöguna
um hina ómissandi stjörnu.
Nú læt ég aðra um uppátækin,
þá sem bozt hæfa hverju gríni.
Enginn leikari getur verið eins
góður og tfjöldi persóna í krinig-
um hann.“
Tati hefur verið ásakaður um
andúð á nútíma byggingarlist
og áróður gegn henni bæði í
Mon Oncle og Playtime, en
hann vísar þeim algjörlega á
bug: I Mon Oncle var það Arpel,
sem vildi troða upp á fódk s-
laga götustígum og fiski er spjó
vatni, þess veigna varð illbúandi
í húsinu. Raunin hefði orðið
allt önnur ef maður hefði feng-
ið 'húsið í hendur venjuiegu og
skynsömu fólki. Ég er ekikert
sérstaikt gáfnaljós, en ég myndi
aldrei segja við arkitekt: „Þú
mátt alls ekki byggja skóla þar
sem sólarljósið nær að skína
inn. Byggðu kuldalegan skóla
með pínulitlum giuggum, málaðu
hann brúnan svo að hanm líti
eins ömurdega út og í gamla
daga og sjáðu um að bömin
gangi með svartar svuntur.“
Og svo mundu allir kioma og
segja: En hvað þetta er stór-
kostlogt o.s.frv. Ég er alls ekki<
þannig. Hf ég hefði veriö á móti
nútíma byggingariist hofði ég í
Playtime valið það Ijótasta sem
byggt hefur verið. En hvað var
ég að gagnrýna? Það var ekki
verkefni mitt að gerast dómari
yfir arkitektum, þvert á móti
lagði ég mig í Tíma til að eng-
inn arkitekt gæti sagt neitt
ljótt um umhverfið í myndinni,
ég valdi það fallegasta og sóttí.
hugmyndir til ýmissa landa.
Það er ekki ætlun mín að
gagnrýna, aðeins að bæta við
svolitlu gamni. Mér finnst
mennirnir séu fangar í um-
hverfi sínu, að þeir hafi ekki
getað lagað sig að því, og að
þeir hafi orðið vondir af því
að eignast bíla.
Nú eru framleiddir bílar með
sjálfskiptingu, þótt eina veru-
lega ánægjan við að aka bíl
sé einmitt fólgin í því að vera
í fyrsta gír í nákvæmloga svona
margar sekúndur og svo . . .brr
. . . vrrroum skipta í annan;
þetta er það skemmtilega. Og
hvað gerist? í Bandaríkjunum
eru menn leiðir á bílunum
sínum og hápunktur snobbsins
er að ná sér í Renault 4L, ein-
ungis til þess að fá að skipta
sjálfir aftur. Menn reyna þann-
ig að taka aftur Pfuriítínn þátt
í því sem gert er. Og það var
einmitt það sem ég reyndi að
fá fólkið til í Playtime."
Auik aðalpersóna myndarinn-
ar úir og grúir allt af hinu
kvikmyndum þeir væiru líkast-
ir.“ 30.000 manns svöruðu
spumingunni, og úrslitin koma
kannsiki eklci á óvart. Tíu al-
gengtustu „draumamyndirnar"
voru, í þessari röð: Marianbad
(Resnais), 2001 (Kubrick), Júlí-
etta og andarnjr (Fellini), Lísa
i Undralandi (Miller), Smul-
tronstallet (Bergman, „Að leið-
ariokum“), Guli kafbáturinn
(Beatíes), S'/2 (Féllini), Mál-
sóknin (Welles), Blow-up (An-
tonioni) og Orphée (Cocteau).
Aftur á mótí var Dr. Zhivago
mjög neðarlega á listanum.
Myndir: Teikningar eítir
Fellini.
sikemmtilegasta fólki svo sem
götusóparanum sem aldrei sóp-
ar neitt, grænmetissalanum sem
svíkur vog, að ógleymdri ná-
grannakonúnni; einhver sú dýr-
legasta kvensnipt sem ég hef
séð. Tati hefur frábært auga
fyrir skringilegheitum í fari
fólks og gerðum.
Ég tók séretaklega eftiú einu
bragði, seim Tati notar oft í
„Frændanum“ og á sinn þátt í
hvereu fyndin myndin er; hann
kemur rrianni á óvart. Til dæm-
is: Þegar Arpel kemur heim á
nýja bílnum sínum er eigin-
konan nýbúin að láta setja
sjálfvirka hurð fyrir bílskúrinn.
Þau setjast upp í bílin og aika
að bílskúmum. Auðvitað býst
maður við því að kerfið bili,
h-urðin opnist ekki og bíllinn
klessist. Það heíði verið mjög
spaugilegt og þannig hefðu
flestir farlð að, en . . . hurðin
opnast, hundurinn hleypur
fyrir ljósgeislann og hjónin
lokast inni í bílskúmum. Miklu
b-etra, því spennan helzt lengur
Og lausnin er frábær.
Tatí er ekki svartsýnn. I
lokaatriði myndarinnar sjáum
við að Arpel er þrátt fyrir allt
elvki alveg heillum horfinn, er
hann óvart (Cremur eitt a£ uppá-
haldsprafckai’astrikum eonar
síns: að láta blésaMaust fölk
gianga á staura. Aðdáunarsvip-
urinn sldn af andliti drengs-
ins og Arpél hefur eignazt lifið
að nýj.u.
Þ.S.
DREYMIR ÞIG FELLINI
EÐA RESNAIS?
Fyrir nokkru birtist í Sunday
Times Magazlne grein um
svefn og leyndardóma hans.
Sálfræðingur að nafni Christ-
opher Evans gerði mjög við-
tæka könnun á draumum. „Fólk
gat sagt mór hvað gerðist í
draumum sínum, en ef ég bað
um nánari lýsingu á umhiverfi
og þess háittar komust menn í
vandia. Ég spurði þá hvaða