Þjóðviljinn - 15.08.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.08.1970, Blaðsíða 2
2 SiÐA — ÞJÖÐVILJINN — Lawgaardiagiur 15. ágúst 1970. Leikur hinna glötuðu tækifæra Það vantaði ekki marktækifærinn, en klaufaskapurinn við að skora var mikill □ Ég er ekki viss um að ég hafi séð öllu ein- kennilegri leik en á milli Vals og KR sl. fimmtu- dagskvöld. Á stunduim var um glæsilega leik- kafla hjá liðunum að ræða, en svo á milli leik- leysu eins og hún gerist verst. Tækifæri Vals voru fleiri í leiknum, en KR sótti meira, svo að eftir atvikum verður að telja úrslitin sanngjörn. Hörður Markan bíður átekta hvað verða muni úr björgunartilraunum Halldórs. ,Skokk fyrir alla' Nýjung í starfsemi BreiSa- bliks, Kópavogi, að hefjast Fyrsta skokkæfingin á Smárahvammsvelli á þriðjudag Frjálsíbróttadeild Breiðabliks sendi út dreifibréf fyrir nokkru þar sem kynnt var ný starf- semi á vegum deildarinnar, sem nefndist „Skokk fyrir alla“. Nú befur verið ákveðið, að þessi starfsemi hefjist n. k. þriðju- dagskvöld kl. 20.00, jafnt fyrir karla sem konur. Þátttakendur eiga að mæta á Smárahvajnmsvelli við Fífu- hvammsveg, en nánari upplýs- ingar fást í síma 12546, á venjulegum skrifistofuitíma. Þjóðviljinn kynnti á sínum tíma efni umrædds dreifihréfs, en máltækið segir að góð vísa sé efcki af a£t kveðin og þess vegna er rétt að birta bréfið i heáld hér á íþróttasíðunni: „Kæri Kópavogsbúi. Þetta bréf sem þú færð í hendur er sent í þeirn tilgangi að vekja athygli á þeirri starf- semi, sem fram hefiur farið á vegum frjálsíþróttadeildar Ung- mennafélagsins Breiðabliks, og þeim árangri sem náðst hefiur. Einnig erum við að kynna nýja starfsemi á vegum deild- arinnar, en það er „Skakk fyrir alla“. Starfsemin: Undanfarin ár hefiur frjálsi- þróttafólk úr Kópavogi vakið verðskuldaða athygli, fyrir miklar og árvissar framfarir og góðan árangur. Við teljum ekki ástæðu til að nefna nein nöfn, en mörg Islandsmet og íslands- Framhald á 9. siðu. Hann er stundum anzi lítill ramminn, sem afmarkar mörk- in á vellinum, í það minnsta virðist manni að svo sé þegar boðið er upp á 5-6 gtangarskot í leiknum og skot, sem sieikja marksúlumar þótt skotið sé af örstuttu og góðu marktæki- færi. Einmitt þetta fékk mað- ur að sjá í leiknum í fyrra- kvöld og það svo, að stundum risu menn úr sætum í stúk- unni, þegar leikmennimir vom að klúðra boltanum framhjá markinu úr færum, sem minni vandj var að skora úr en ekki. Það fyrsta af þessum mark- tækifærum átti Ingvar Elísson, hinn mishættulegi framherji Vals, á 7. minútu leiksins, er hann komst einn innfyrir KR- vörnina, lék á markmanninn en var svo seinn að skjóta af tveggja metra færi, að Þórður Jónsson var kominn á mark- línj og bjargaði fyrir KR. Þetta er eitt af þessum mark- tækifærum sem menn gleyma aldrei. Þá kiom næst skalli frá Jó- Framhald á 9. sáðu. Það er æði einkennilegt „andlitið“ á Herði Markan á þessari mynd en með honum er Þorsteinn Friðþjófsson, og elduðu þeir oft grátt silfur saman í leiknum. Valsdagurinn á morgun Keppt verður í knattspyrnu, hand- knattleik, badminton að Hlíðarenda □ Knattspyrnufélagið Valur heldur sinn árlega Valsdag á morgun á svæði sínu við Hlíðarenda og hefst dagskráin kl. 14. Valur hefur um margra ára skeið haft kynningu á starfsemi sinni einn dag á ári og nefnt hann Valsdaginn. Þ-ar gefst foreldrum þeirra barna og unglinga, er iðka í- þróttir hjá Val, kostur á að kynnaist allri starf- semi félagsins. Var Valur fyrsta félagið er tók upp þennan sið, en síðan hafa flest hinna Reykja- víkurfélaganna fylgt í kjölfarið. Handknattleikur (við íþróttahúsið) Kl, 14,05: 2. flokfcur kvenna Valur — Fram. KI. 14,30: 3. flokkur kvenna Valur — KR. Kl. 15,00: Meistaraflokkur karia Valur — ÍR. Badminton I íþróttahúsinu Kl. 15,00: Leiknir verða 4 leikir. Til þess að áhorfendur hafi sem bezt gagn af því sem fram fer á hinum ýmsu völl- um samtímis, verður hátalara- kerfi í gangi og mun Bergur Guðnason kynna hina ýmsu flokka og árangur þeirra. Nú eins og undanfarin ár er meginuppistaðan í Valsdegin- um kappleikux í knattspyrnu og handknattleik, þar sem Vál- ur býðar til keppni hinum ýmsu félögum úr Reykjavík og er venjan sú, að fá sem sterkasta mótherja í hiverjum flokki til keppni. Jafnframt sýna þjálfaxar í yngri flokkunum í knattspyrnu hvemig þeir haiga æfingum sínum. Hin nýstofnaða badminton- deild Vals mun sýna í íþrótta- búsinu badminton og leikn- ir verða á vegum deildarinn- ar fjórir leikir. Kappleikimir í knattspymu og handknattleik svo og æf- ingatímar fara firam samtím- is á hánum ýmsu völlum á svæði félagsins. Aðgangjr að svæðj félagsins er að sjálf-gy. sögðu ókeypis og eru foreldr- ar hinna ungu þátttakenda bæði úr Val og hinum ýmsu félögum sérstaklega hivattir til þess að koma og fylgjast með kappleikjum bama sinna. Ung- ir og garnlir Valsmenn, sem ekki eru beinir þátttakendur í leikjum þessa Valsdaga eru og hvattir til þess að mæta að Hlíðarenda. Valsstúlkur og piltar úr 3. flokki í knattspymu munu selja veitingar í Félagsheimil- inu og á svæði félagsins. Eins og undanfarin ár verð- ur útbýtt á Valsdeginum leik- skrá, sem Frímann Helgason hefur búið til prentunar, og er þar bæði að finna fróðlegar upplýsingar úr sögu félagsdns svo og dagskrá Valsdagsins 1970. Dagskrá Valsdagsins verður á þessa leið: Kl. 14: Ávarp formanns Vals, Þórðar Þorkelssonar. Knattspyrnuleikir: Kl. 14,05: (Grasivöllur) Val- ur — KR, 2. flokkur. Kl. 14,05: (Malarvöllur) Val- ur — Víkingur, 4. flokkur. Kl. 15,15 (Malarvöllur) Val- ur — Fyikir, 3. flokkur. Kl. 15,15 (GrasvöRur) Val- ur — Þróttur, 5. flokkur. Knattspyrnuæfingar á Hornvelli: Kl. 14,05: 5. flokkur Kl. 14,40: 3. flokkur Kl. 15,15: 4. flokkur Bikarkeppni FRÍ Bikarkeppni Frjáls- íþróttasambandsins, önn- ur aðalfrjálsíþróttakeppni ársins fer fram á Laug- ardalsvellinum um þessa helgi. Hefst keppnin í dag kl. 14 en lýkur á morgun. Ef vel viðrar ættj keppnin að geta orðið skemmtileg, og vonast má eftir góðum afrekum í ýmsum grein- um. Bikarkeppnin er sem kunnugt er stigakeppni milli félaga og undanfar- ■ in ár hefur KR uunið keppnina, en að þessu sinnj ætti hún að verða jafnari en oft áður. íslandsmótið 2. deild: Haukar komnir / annað sæti Sigruðu Þrótt 3:2 Með því að sigra Þrótt 3:2 í fyrrakvöld náðu Haukar úr Hafnarfirði öðru sæti ásamt Selfossi í 2. deild og hafa nú 9 stig. Haukar sigruðu FH sl. mánudag í deildinni 5:0, en áður höfðu þeir sigrað Sel- foss 2:0 og hafa því Haukarn- ir hehlur betur tekið sig á í keppninni. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að Breiðablik úr Kópavogi er svo til öruggur sigurvegari í 2. deild, en keppnin um 2. sæt- ið og eins um fallið niður í 3. deild, verður án efa mjög tvísýn. S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.