Þjóðviljinn - 15.08.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.08.1970, Blaðsíða 7
Ijautgardiaigur 15. á©úsit 1070 — ÞiJÖÐVTmNN — SlÐA 'J Churchill var misheppnaður Þegar befur verið skriíað meira um Winston Chux- chill en góðu hófi gegnir. Skrif um fræga menn breytast eft- ir vissum lögmálum, sem eru fyrst og fremst háð tíma. fyrstar koma hetju- og helgi- sögur, þar næst óþægilegar og niðrandi upplýsingar frá þeim af samtímamönnum stórmenn- isins, sem eru þreyttir á hale- , lújadýrðinni — að lokum koma svo tilraunir til hlutlægs mats. Nýlega er komin út merk Churchillbók í Englandi eftir Robert Rhodes James: „Chur- chill — a study in failure“ Höfundur kemst að þeirri nið- urstöðu fyrst og fremst, að það sem merkilegast sé við 55 ára stjómmálaferil Churchills sé það, að hann var í raun og veru misheppnaður. Þótt Chur- chill tæki snemma þátt í ensk- um stjómmálum (hann varð þingmaður 26 ára gamall ár- ið 1900), má vel halda þvi ' fram með fullum rétti, að hann hafí fæðzt nokkrum ár- um — eða öldum — of seint. Stórveldistímar Elisabetar og Viktoríu hefðu hæft betur hugsunarhætti Churchills en tuittugasta öldin öld baráttu fyrir lýðræði sem hann skildi ekki, og var andvigur, að svo miklu leyti sem hann skildi hana. Ihaldssemi hang var einlæg og upprunaleg í þeim mæli, að aðrir leiðtogar íhaidsmanna gátu ekki felit sig við hana. í lýsingu Rhodes James á fyrstu 40 árum póiitísks fer- ils Churchills koma nokkur einkenni mjög skýrt fram. Meðal annarg hinn furðulegi skortur hans á félagslegum skilningi, greinileg og oft allt að þvi bamaleg tilhneiging hans til afdrifaríkra aðgerða í anda rómantísks skilnings á hlutverki Stóra-Bretlands í heiminum. Churchill velti aldrei fyrir sér hinu brezba samfélagi, honum var það eðlilegt eins og sjálf náittúran. Þegar hann var þingmaður Frjálslynda flokksins fékkst hann við bokmenntir Churchill sem riddari af sokkabandsorðunni. enska félagsmálalöggjöf, en framlag hans miðaði að því fyrst og fremst að viðhaldia þeirri félagslegri skipan mála sem þegar var til. í ræða og riti það hann oft um harðsvír- aða stefnu gegn verkfalls- mönnum og öðrum „óróasinn- um“ án þess að gefa til kynna neinn skilnin^ á þeirri félaigs- legu neyð sem lá að baki á- tökunum, og hann hafði enga samúð með hinum milda her atvinnuleysingja í landinu. Þessi félaigsleigi vanþroski ChurchiUs varð forsendia allt að því fáránlegrar and- stöðu hans við Verkamanna- flokkinn brezka og kommún- ismann. Árið 1919 gerði þessi vanþroski Chuxchill að tals- mannj hinnar gæfulausu íhlut- unar í Rússlandi, og siðar leiddi hann til einkennilegs hatursáróðurs gegn Verka- mannaflokknum. Meira að segja notaði bann í kosninga- baráttunni árið 1945 óspart Gestapo Hitlers til að lýsa þeim aðstæðum sem hlytu að verða á Englandi ef að Attlee, sá meinleysisfugl, kæmist til valda (sem hann og gerði). Menn þekkja og vel til til- hneigingar Churchills til að sýsla með herstjórn. Þegar hann var flotamálaráðherra á heimsstyrjaldarárunum fyrri stóð hann fyrir hinu misheppn- aða ævintýri á Gallipoliskaga, Og í heimsstyrjöMinni síðari endurték sú saga sig með öðru misiheppnuðu Grikklandisævin- týri árið 1941. Þegar við þetta allt bætist, að Churchill reyndist einnig mjög slakur fjármálaráðherra á árunum 1924-’29 (jafnvel einlægustu aðdáendur hans eru mjög gagnrýnir á þetta tímaskeið ævi hans), þá er ekki nema eðlilegt að menn haldi því fram, að mest áber- andj eiginleiki Churchiljs hafi verið sá. að lifa af pólitiska ósigra sem hefðu riðið öðrum að fullu. Hefði Churchill dáið árið 1935 hefði pólitísk saga bans orðið harmleikur. En það gerði hann ekki, og einmitt á þess- um áratug urðu breytingar, sem lyftu aftur undir hann. Ekki vegna þess að hann hefði lagað sig að samtíð sinni, held- ur vegna þess að samtíðin hafði allt x einu lagað sig að honum. Snemma á fjórða áratugn- um mælti Churchill með ein- beittri stefnu gegn Hitlers- Þýzkalandi. Hann hafði ekki neina samúð með fasismanum sem slíkum, en dró enga dul á það, að á Spáni t.a.m. kysi hann heldur Franeo en komm- únisma — af tvennu illu. Hann var fyrstur brezkra stjóm- málamanna til að skilja að ekki var unnt að komast að skynsamlegu samkomulagi við Hitler, og hann komst manna j bezt að skýrum niðurstöðum j í þeim efnum. ★ Aþessum tíma og á stríðsár- unum þróuðusit atburðir mjög í anda Churchills og svar hans við kröfum tímans lá reiðubúið í skilningi hans á sögu og samfélagi — sem annars var úreltur. Þvi Churchill hafði frá fyrstu tíð verið rómantiskur maður, sem hafði sterkan smekk fyrir öillu því sem var stórbrotið, litríkt, dramatískt, fyrir hetjuskap. Skoðun hans á Stóra-Bretlandi var í anda Viktoríutimans, einskorðað ör- lagatrú á sérstötou hlutverki útvalinnax þjóðar. Þessi einfalda mynd varð á striðsárunum að veruleika, svo langt sem hún náði. Heimurinn steig nokfcur sbref aftur á bak og komst á það stig að skiln- ingur Churchills varð aftur gjaldgengur — hin einfalda heimsmynd í svörtu og hvítu varð að nauðsyn í baráttu þjóðarinnar fyrir tilveru sinni. Enginn neitar því, að Chur- chill var meiriháttar maður. ekki heldur þeir sem gagnrýna hann sem mest. En svo virð- ist sem mikilleiki af hans teg- und fái þá aðeins að njóta siín til fulls. þegar heimurinn er lítt byggilegur venjulegu fólki. (Að mestu eftir NB) Þráinn Bertelsson. Sunnu- dagur. Helgafell MCMLXX, 144 bls. Það kom skáld inn úr dyr- unum fyrir nokkrum dögum og sagði: Nú verður djöfull erf- itt að vera krítíker. Nú er Neptúnus farinn í Meyjar- merkið. Þá fer allt á flot hjá krítíkerum. Þessar fréttir eiru ekki sagð- ar til annars en þess, að það er varla önnur ástæða fyrir því að núna fyrst er fjallað dagblaði um frumsmíð ungs höfundar, sem kom út á Lista- hátíð. í sögu Þráins Bertelssonar, sem hefur skrifað i blöð eins og gerngur og fbrframazt með írum, segir frá forvitnilegu efni. Ungur maður fremur morð, drepuT konukind, siem hann hefur lagzt með, án á- stæðu, án ásetnings. án iðrun- ar. Svona erum við komnirlangt í firringunni. Það er vinur morðingjans, blindur maður, sem segir söig- una — bæði áf atburðum sem hann hefur fregnað og því sem hann fær hugboð um. Samband þeirra vina er ein- kennilegt og ekki að furða þótt á kápusíðu sé rætt um tvífarabugtakið i þessu sam- bandi og fleira gott. Látum þá hluti liggj a kyrra. Athyglin beinist hvort sem er að sálar- lífi morðingjans, að honum sem fyrirbæri — það skiptir litlu máli hvort hann vitnar Þráinn Berteisson MORÐ í BRÍARÍI Ofsatrúarhugleiðingar Það hendir mangan mann á langri leið að fara illa með orð. Þetta er sýki, sem því miður sækir ailltaf jafnt fram bæði til vinstri og til hægri í pó-litískum greinum — mér vildi það happ hins- vegar til á döigunum að rek- ast á kvillann sem átakan- legast í hæigrablaðinu Vísi. Þú situr saklaus í áætlun- arbifreið meg fjallasýn í sál- inni, og allt í einu hefur dugnaður söluistráka neytt þig til að lesa leiðaratetur, sem setur góð áform úr skorðum. Þar er sagt. að nú séu pólitísk trúarbrögð í upp- siglingu í heiminum eins og oft áður og er mælt gegn þeim fjanda. Gott og vel. En blaðið fylgir vandlætingu sinnj ef tir. Með svofelldum hætti: „Svo vitna þeir (ungt fólk, stúdentar, meirihluti á heims- þingi æskunnar í New York) í Karl Marx, sem er álíka gagnlegit og að bygigja á Aristóteilesi í raJnvísdndum. Fyrir þjóðfélagsvísindin er Karl Marx jafn mikilvægur og Aristóteles fyrir raunvís- indin — og um leið nákvæm- lega jafn úreltur. Og vegna hinnar lélegu þekkingarund- irstöðu er hið ofsatrúaða fólk sannfært um að til séu einfaMar lausnir á flóknum vandamálum. . . “ Það verður freisitandi að taka blaðið á orðinu að þvi er varðar Þá „þekkingar- jndirstöðu“, sem við vissu- lega getum ekki án verið. Það er ekki nema rétt, að fátt er jafn gjörsamlega úr- elt og vísindaleg uppgötvun frá því í fyrradag — hvort sem um er að ræða þyngdar- lögmálið, raflampann eða skipsskrúfuna — einmitt vegna þess, að það sem gert hefur verið heldur sínu gildi og hverfur um leið gjörsam- lega í skugga þess sem bæt- ist við í dag. Þetta gildir hins vegar alls ekki um þá hugsandi og skrifandi menn, sem haf a reynt að gef a svör við vandamálum mannlegs sam- félags — Plató verður aldrei jafn „úreltJri* ,og þeir land- ar hans fomir og grískir. sem fengust við reiknings- list eða blómaskoðun. í öði-u lagi virðist fátt bera glæsi- legri vott um vondan „þekk- ingargrundvöU" en að telja Maxx kallinn úreltan í þjóð- félagsfræðum. Þeim sem illa er við marxískar hugmyndir hefði gengið miklu betnr hórlendig með slíkar full- yrðingar fyrir einum fimm- tán árum. Við lifjm nú þá tíð, að engar pólitískar á- kvarðanir eru teknar í þedm „þriðja heimi“, þar sem % mannkynsins býr. sem ekki taki mið laf afleiðinigum marxismans, hagnýtingu hans eða afneitun. Og einnig þá tíð. að æska „ríka heims- ins“ veit ekkert forvitnilegra [LÆiiy©/^ E)^@© [FDOTDILIL en að flykkjast í félagsfræðd- deildir æðri menntastofnana, þar sem glíman við þrekkjúð- ann Marx verður sjálffcrafa einna efst á blaði. Hitt er svo annað mál, að hið töfrandi afdráttarleysi æskufólks, sem fcallað er „ofsatrú á uppleið" } ofan- greindum leiðara, er tengt þeirri tilhneigingu ungra manna, að gera sér langa leið stutta. fá fram sem skjótast sem einföldust svör, tileinka sér brot af hiverjum héim- spekilegum eða pólitískum leiðarvísi og hefja í sæti hálfguða um leið. En þegar til lengdar lættxr verður þessá veikleiki hvorki lærifeðrum né lærisveinum til vansæmd- ar, nema því aðeing að menn nem} staðar við tilfinninga- lega vímu og skjóti sér und- an hinum beisku þrúigum sannleikans. Á.B. J um það sjálfur eða gegnum miðil. Þráinn Bertelsson skrifar rösklega, kemst fljótt að efn- inu. Honum dettur ýmislegt í hug. (Þetta má líka segja urn glæfralegt ævintýri sem lagt er í heila morðingjans í hálf- gerðu bríaríi, allavega er það hressilegri samsetningur en kveðskapux sama manns). Hann tekur vel eftir: Ég nefni til dæmis skilgreiningu á því hvemig ahnenningur tekur morðum og eftir hvaða löig- málum morð falla í gleymsku, sem er áreiðanlega rétt. Mestu skiptír þó, að Maign- ús morðingi Hlífar, sem Þrá- inn hefur af sér fætt, stendur fyrir sinu, svo langt sem hann nær: einskonar safngler sem dregur tíl sín nokfcur raun- veruleg fyrirbæri, sveiflur úr félagslegu laftslagi, bita úr „því andiega læri“. í Manga þessum kemur saman siðblinda og tómleiki, sem stafar af sannfæringu hans um tilgangs- leysi allra hluta, þónokfcur greindarglóra, kjaftavit og þekkingarmolar sem nægja til að halda uppi röíkum fyrir eig- in aiumingjasfcap. Aðhansdómi er ailt nófcvæimaegia einskis virði, athafnir og viðleitni, aldrei verður heidur neitt vit- að um hann sjálfan: „Þeir (sáifræðingar tugtihússins) komast aldrei til botns í mér, því að eins og önnur rannsókn-^ arefni vex ég í hlutfaili við það sem rannsókninni miðar . . . Þeir geta hver um sig grafið upp einhrver þekkingar- hrot, en þeim þekkingarbrot- um verður aldrei steypt sam- an í eina heild". Þetta er heimspeki Magnús- ar Hlífar og höfundur getur vel státað sig af því, ef hann kærir sig um, að hin málglaða afneitrjn aiis getur vel leitt tíl meiningarlaiuss morðs í hans meðförum. Það er vel hægt að leggja trúnað á þann feril (og fyrixgefa að tungutak bókar- innar er stundum ofhLaðið sál- fræðilegum glósum). Magnús er látinn segja við blinda manninn um leið Qg farið er með hann í tuigthús, að hann hafi líklega framið morðið „til að fá að vera í friði“. Því ekki það? Hann gat hvarki lifað né dáið, hvarki glaðzt né held- ur hryggzt, ekki tengt ság við neitt: „ég komsit ekki inn í ver- öld annars fólks, og ég gat heMur ekki fundið mína eiigin“ hugsar hann á leið til morð- staðar. Frá þessu tómleikans fargi leitar hann ósjálfrátt („hann vissi aldrei hvað bann mjndi gera næst“) að sér- kennilegri friðsæld fangaklef- ans. Þangað kominn segir hann feginn: „Ég hefi verið losaður undian þeirri kvöð að fylgjast með umheiminum". Fyrir einum þrem árum kom úr stuitt saga, á ýmsan bátt at- hyglisverð, eftir annan höfund, nokkuð reyndari. Þar sagði frá skyldu sambandsleysi, tóm- leika og ófyrirsjáanlegum við- brögðum sem þeixn voru tengd. En þvi miður fór svo, að vand- ræðj aðalpersónunnar urðu að vandræðum bókarinnar. Það þarf þónokkra ósanngirni til að segja slíkt um byrjunarverk Þráins Bertelssonar. Árni Bergmann. Framleiðendur hljómpiatna með kiassísikiri tónlist eru í mildum vandraeðum. í Banda- ríkjomum hefur sala á pop- músili hvers konar fjórfaldazt á síðu-tu tíu árum, en á sama tíma hefur klassísk músik fallið úr 12°4> á plötumarkaðinum niður í 5% í ár — og hlutfellið heMur áfram að versna. Hér við bætist að framleiðslutoostn- aður á klassískum plötum fef síhækkandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.