Þjóðviljinn - 19.08.1970, Page 4

Þjóðviljinn - 19.08.1970, Page 4
4 SíÐA — feJÖBWiIinJININ — MiðwiIkiU)dag|Ulr, 19. églúafc 1970 Fyrírboði Jgftir sveitars’tjómarkosningarnar í vor kom í ljós að innan Framsóknarflokksins hafði verið tek- in ákvörðun um það, að fulltrúar flokksins skyldu hvarvetna freista þess að ná samvinnu við íhaldið um stjóm sveitarfélaga. Víða sleit Framsóknar- flokkurinn vinstrisaímvinnu sem staðið hafði um langt skeið og borið góða raun og kastaði sér í staðinn í náðarfaðm íhaldsins. Svo mikil var áfergjan að málefni bar sjaldnast á góma; keppi- keflið var aðeins helmingaskipti um völd. ^uðvitað er ekki enn komin reynsla af þessum umskiptum, en þó hafa athyglisverð einkenni þegar séð dagsins ljós. Menn vita fná fomu fari að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur- inn magna ókosti hvor annars þegar þeir vinna saman; flokkamir eru afleitir hvor fyrir sig en verstir í sameiningu, þá verða afturhaldsöflin í báðum flokkuím að samnefnara. Árangurinn birt- ist í sérhagsmunastreitu og valdníðslu. Dæmin eru þegar kunn, til að mynda frá Kópavogi. Nú síðast hefur hinn nýi meirihluti þar vikið úr starfi Svandísi Skúladóttur fóstru> sem um fimm ára skeið hefur verið starfsmaður leikvallanefndar kaupstaðarins og unnið störf sín af sérþekkingu, hugkvæmni og dugnaði sem hlotið hefur almenna viðurkenningu bæjarbúa. Ástæðan fyrir brott- rekstrinum var annarsvegar pólitískt ofstæki, því að Svandís hefur verið einn af beztu forustumönn- um AlþýðubandaLagsins í Kópavogi, og hins vegar hin alkunna valdagræðgi, því að starfið var síðan veitt án auglýsingar konu sem hvorki hefur sér- þekkingu ná starfsreynslu en þá verðleika eina að heyra til hinu nýja valdakerfi. ^stæða er til þess að landsmenn allir veiti slík- um atburðum athygli. Þeir em fyrirboði þess sem koma skal, ef afturhaldsmönnum í báðum flokkum verður að þeim ásetningi sínum að mynda nýja stjóm eftir næstu alþingiskosningar. Ódýrast að eitra jyjengunin er eitthvert ískyggilegasta vandamál mannkynsins um þessar mundir og háskinn er viðurkenndur af ölluim í orði, m.a. af núver- andi forseta Bandaríkjanna sem haldið hefur hjartnæmar ræður um þetta vandamál. Engu að síður eru bandarísk stjómarvöld nú að sökkva í sæ miklu magni af taugagasi og skeyta hvorki aðvörunum vísindamanna né mótmælum annarra ríkisstjóma, þar á meðal þeirrar íslenzku. Það er talið ódýrast fyrir bandaríska herinn og auð- hringi þá sem að honum standa að losna við eitr- ið á þennan hátt, og er þá ekkert um það skeytt hversu dýrt eitrið kann að verða mannkyninu. Þrátt fyrir hjartnæm orð em hemaðarhagsmunir og peningasjónarmið miklum mun yfirsterkari öllum félagslegum viðhorfum. — m. Húsáð fullbúið. Ljósniyndiinar tók Hjörleifur Guttormsson, Snæfellsskáli reistur Vestan við Snæfell, í 800 metra hæð, er nú risinn snotur ferða- mannaskáli, eða sæluhús. Það er hið nýstofmaða Ferðafélag Fljótdailsihéraðs, sem á heiður- inn af þwí verki, en Ferðafélag íslands veitti styrik til etfnis- kaupa. Félagar í Ferðafélagi Fljótsdalsihéraðs unnu að smíði hússins í sjálfboðavinnu undir stjóm formanns félagsins, Völ- undar Jólhannessanar á Egils- stöðum. . Föstudagsfcvölldið 7. ágúst lagði 60 manna hópur af stað frá Egilsstöðum á 10 jeppabif- reiðum og vöruflutmingabílurn, sem fltrtta skálaefnið áiéiðis inn að Snæfelli. Var elcið inn fyrir Aðalból í Hrafnkelsdal jxpa kvöldið og nábtað. þar í tjöldum. Morguninn efitir var svo ekið austar á heiði og eftir laglfærðri sióð inn að skálastæðinu, og tók sú ferð röska 4 tíma. 1 hópnum var fólk á öllum aldri, fflest af Hóraði, en nolckrir neðan af fjörðum eða lengrá að komnir. Sikálasmíðin gekik ágætlega, og var húsið foklhelt á 6 tímum og varð húsið fokiielt á 6 kist. Er húsið gert af timburfleikum, vel einangrað og með báru- jámsþaki. Geta þama sofið 20-30 manns með góðu sam- komulagi, sem oftast rííkir á slífcum stöðum. Til hliðar við anddyrið er lítið svefnherbergi, en innar aðalherbergi hússins með svefn- og setbúlkum og eldavél. Uppi á lofti er svo svafnpláss undir súð. Gengið var snyrtilega frá umhverfi hússins með steinhleðslum og hellrustétt og grasfræi sáð í væntanlegt tún Snæfellsbænda. Smávegis lagfæringar em eftir á húsinu og verður þeim lokið fyrir haustið. Einnig er fyrir- hugað að varða leiðina inn eftir með stikum, en það er nauðsynlagt til að forða mönn- um frá vegvillum og óþarfa akstri utan slóða, sem því mið- ur er alltof mikið tíðkaður í óbyggðum. Flu.gvöllur hefur verið mældur út þarna skammt frá og verður hann auðkenndur innan skamms. Sjálfur skálinn stendur á stórum mel, sem ffláir mót suð- vestri, og sér þaðan til allra átta. Rétt austan við rísa undir- hlíðar Snæfells og hið efra rís hamar mifcill og tignarlegur, en •V- ’ ^ WMfW " '' A % — - ww s \ ■ """ •""v' v.% Skálaefnið á byggingarstað. 1 m \ i a i n| biwhb Völundur Jóhannesson, tindur fjallsins falinn að þaki. Til suðurs er sléttlendi mikið vestan Þjófahnjúka og handan þess úfinn jaðar Brúarjökuls, en til vestars ýmsir rennilegir móbergshnjúkar. Þama er því heillandi öræfaheimur, sem fremur fáir aðrir en gangna- menn hafa komizt í kynni við til þessa. Nú eftir að Snæfells- skáli er risinn er aðstaða til ferðalaga þangað inn aftir öll önnur og betri, og á Ferðafélag FljótsdalshéraðS mikið lof sikilið fyrir þetta framtak. Verður það bezt þakkað með góðri um- gengni í Snæfelisskála og á öræfunum þar nær og fjær. Þótt leið hafi nú verið rudd inn að Snæfelli, er ráðlegt að fara þangað aðeins á vel bún- um torfærubflum og fylgja slóðinni, sem senn verður greinilega auðkennd. Þama er og allra veðra vt>n, jafnivel um hásumarið, eins p^vpj^oigi^ í Ijós í hretinu í þessari' viku. Margir munu eflaust hyggja á . að klífa Snæfell, en þá er . betra að hafa góðan 'búhað ógf kynna sér vel göngiuleiðir á fjallið. Öllum Snæ&Ilsförum óskum við góðrar ferðar og Ferðafélagi Fljótsdalshéraðsvél- gengni í starfi. — H.G, Pragstjórnin vill bæta sanbú$ina við V-Þýzkaland PRAG 17/8 — Blöð í Prag birtu í dag áskorun frá Josef Krocak varaforsætisráðherra til vestur- þýzkra stjómarvalda um að þau gerðu sitt til þess að sambúð Tékkóslóvakíu og Vestar-Þýzka- lands batnaði, nú þegar Vestur- Þjóðverjar hafa gert griðasátt- mála við Sovétríkin. Krocak sagði í ræðu að hann teldi, að griðasamningurinn varðaði ekki aðeins þau tvö ríki sem að hon- um stæðu, heldur ætti hann að greiða fyrir bættr; sambúð milli allra landia Evrópu í austri sem vestri, og bætti við að sérhvert frumkvæði af hálfu Bonnstjóm- arinnar í því skyni að bæta sambúð landanna myndi fá góð- air undirtektir í Prag. □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ SNACK BÁR við Hlemmtorg. Laugavegi 126, Sfcm 24631.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.