Þjóðviljinn - 26.08.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.08.1970, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Miðvikudagur 26. ágúst 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... — Já, óli, fórna. Það hljómar kaldranalega en ástin krafðist fórnar. Og einhver varð að lenda í gildrunni sem Adrian hafði búið þér. Óli reis' snöggt upp í sófan- um. Hreyfingin var ofsafengin og glösin á' borðinu skókust til. Dálítið áf vökvanum sullaðist y*f- ir barmana og rann niður á borðplötuna. — Nú er nóg komið, Peter! Ætlarðu að halda því fram að ég hafi átt einhvem þátt í dauða Cæsars? Peter svaraði ekki undir eins. Hann sat og horfði á örmjóan læk sem rann yfir borðið. Án þess að líta upp sagði hann: — Þvf miður er það álit mitt, Óli. Ég er sannfærður um það. Cæsar var einmitt manngerðin sem yktour vantaði; afstands persóna sem átti sér fáa vini. Einmana og illa séður. Og auk þess skuidaðirðu honum pen- inga. — Það vita allir! Ég viður- kenndi það strax við fyrstu yfir- heyrslu. — Sem sagt. Cæsar var kjör- ið fómarlamb. En eitt þurfti til: það þurfti að fá hann hingað í hjáleiguna. Og það þurfti að fá hann til að taka eina af klóramíntöflunum. — En mér tókst að leysa þá þraut? Hæðni Óla var nú augljós. — Já. En þú tókst áhættu eins og ég sagði. Þegar Adrian var búinn að koma hingað í hjáleiguna og leggja gildruna fyrir þig — þá þurftirðu að lokka Cæsar hingað sem allra fyrst. Svo að Adrian yrði ekki óþolinmóður og fyndi upp á öðrum ráðum til að ryðja þér úr vegi: ráðum sem þú hefðir ekki tök á að fylgjast með. Nei, Cæsar varð að koma hingað. Og það var aðeins um eitt að ræða: þú varðst að ræna verkja- töflum Cæsars. Svo að hann hefði tilefni til að fá lánaðar töflur hjá þér. Og það var hið raunverulega erindi þitt, þegar þú fórst upp í auða fbúðina hans. Þú vissir mætavel að hann var ebki heima. Þótt þú héldir öðru fram við Bemhardsson. — Haltu skáidskapnum áfram, Peter. Þetta er mjög athyglis- vert. Áttu við að ég hafi ein- faldlega stolið verkjatöfflunum hans Cæsars. — Það má segja það, já. — Það er ósennilegt. Af hverju tdk ég þá ekki hylkið með öllu- saman? Þú manst kannski að lögreglan fann tóma hylikið í bréfakörfu Cæsars. Óli sat og danglaði fingur- gómunum létt í sófaarminn. Aeiðin sem hafði gosið uppí-hon- um sem snöggvast, var horfin í bili. Hann var aftur rólegur og stilltur. — Það var þá sem þú þurftir að taka áhættu, Óli, hélt Peter áfram í þögninni. — Þú vissir að Cæsar þjáðist af mígrenu. Og að hann tók mikið inn af verkjatöflum Þú þurftir að not- færa þér það. — Mígrenan hans var ekkert leyndarmál. Allir í Hindrunar- nesi vissu um hana. — Etoki sízt þú. Vinur hans. En nú kom að því erfiðasta: að fá hann til að tafca eina atf kióramíntöflunum heima hjá þér. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18)! III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastrætj 21 SÍMI 33-9-68 : Já. . Þú varst útsmoginn, Óli. Hefðirðu tekið burt hylkið, hefði Cæsar sennilega orðiðhissa. Nú bom hann heim og upp- götvaði að hylkið var tómt. Bf til vill kom það honum á ó- vart, en hann h'efði orðið meira undrandi ef hylkið hefði verið á bak t>g burt. Þess vegna skild- irðu hylkið eftir! — Ég dáist að rökvísi þinni. Einkum og sér í lagi þar sem hún er úr lausu lofti gripin. En hvers vegna keypti Cæsar efcki nýjar töflur í stað þess að randa alla leið hingað upp í hjáleiguna? Óli sat og trommaði með fing- urgómunum Sinarnar í grönn- um höndunum iðuðu undir hör- undinu. — Ef ég ætti að gizika á, gjekk það þannig til: Cæsar kom heim og uppgötvaði að hylkið var tómt. Honum gramdist það, vegna þess að hann var með höfuðverk. En hann var líka búinn að ákveða að fara niður á hótelið og borða þennan síð- búna hádegisverð sem þú minnt- ist á. Ef til viM hefur hann verið að vona að höfuðverkur- inn lagaðist. Og hann vildi ekki taka bílinn og aka í "lyfjabúð- ina; já, Óli, ég veit að lyfja- búðin er stundarfjórðungs gang frá heimili Cæsars. — Hann var með bíl. Hann hefði getað ekið þangað á nókfcr- um mínútum. — Já. En hann vildi ekki vera með bílinn. Hann vissi að máltíðin á hótelinu, yrði ekki þurr. Og ekki einu sinni Cæsar þorði að aka þil eftir áfengis- neyzlu. — Þú raðar þessu eins og kötru. — En ekki nóg með það, Óli. Aðalástæðan til þess að hann ók efcki beint í apótekið var sú að hann treysti þér. Vini sín- um. Var það ekki einmitt það sem hann fór fram á við þig? Þótt þú minntist etoki á þáð? — Ég skil ekki neitt. — Þegar hann hringdi í þig í fyrra skiptið, bað hann þig ekki þá um leið að koma með fáeinar töflur handa sér? Þér láðist reyndar að minnast á það við mig. — Þetta er ekki annað en staðhæfing af þinni hálfu. Sem hefur ekki við neitt að styðj- ast. — Hafði hann ekki áður feng- ið léðar töfflur hjá þér? Óli leit undan, en svo fór hann að hlæja: — Ekki get ég neitað þvi. Það hafðj nofckrum sinmum komið fyrir. — Og ekki nóg með það. Þú vissir að hann var sjúkur í fé- lagssfcap. Þú sagðir mér frá þvi. Að hanm hefði átt vanda til að koma hingað óboðinn. Og þá var auðvelt fyrir þig að leggja saman tvo og tvo: ef þú neitaðir að hitta hann á hót- elinu — og koma með töfluim- ar með þér — þá kæmi Cæsar hingað. Strax og hann væri bú- inn að borða. Það var þess vegna sem nú vildir ekki hitta hann á hótelinu; það var aðeins fyr- irsláttur að þú værir að skrifa. — Er það ekki góð og gild ástæða? Að skrifa. Finnst þér sem rithöfundi eikki mikilvægara að skrifa en éta? Óli brosti, en við munninn voru annarlegar viprur. Það sá sem snöggvast í tungubroddinn milli varanna. — Það er undir ýmsu komið, Óli. Stundum getur það verið mun mikilvægara að eta. En nú varstu búinn að ná markinu! Þú vissir næstum með öruggri vissu að Cæsar kæmi hingað. Og hylkið með klóramíntöflum stóð í skápnum og beið eftir honum — og Adrian hafði lagt það þar. Nú var hluitverk Cæsars ofureimfalt: hann átti að koma hingað og deyja. Og síðan átti það að korna fram við síðari yfirheyrslu að Adrian hefði lagt töfiurnar í hylkið. Þið höfðuð trúlega séð við því, þú og Mimi. Svo að þið gætuð varpað sökinni á - Adrian, Óli sat álútur eins og hann væri að búa sig undir stökik. — Þakika þér fyrir, Peter, en þú ýkir nú dáiítið. Svo mikið óbermi er ég nú ekki þrátt fyrir allt. Ætti ég þá að sitja hér inni og horfa á Cæsar taka inn töfflurnar og deyja síðan? Peter mætti rólegu augnaráði hans: — Nei. Þvert á rnóti. Þú áttir ekki að vera íieima. Þú áttir að geta sagt lögreghinni með full- um sanni að allt hefði gerzt án þínnar vitundar. Þú áttir að geta svarið það við hina helgu bók að þú hefðir verið á göngu úti í skógi. — Það var ég líka, æpti ÓU. —- Ég var búinn að segja þérþað. Ég var úti í skógi þegar það gerðist. Ég sofnaði meira að segja. — Fyrirgefðu, Óli. En ég held að þetta sé ekki alveg rétt. Og auk þess varstu ekki í skógin- um allan timann — Ég sofnaði. — Þú beiðst einhvers staðar hérna í nánd við hjáleiguna. Þú sást þegar Cæsar kom. Þú beiðst stundarkorn og síðan læddistu nær og gægðist innum glugg- ann. Sennilega gegmum þennan gtogga. Peter benti á gtuggann bak- við Óla. En Óli sneri sér ekki við. Hann sat og borfði á Pet- er. En hann var aftur orðinn róglegur. Rödd hans var vin- samleg á ný þegar hann sagði: — Ég skil vel að þú ert að gantast við mig, Peter. Að þetta er þín hugmynd um gamansemi. En ég get efkki sagt að mér þyki þetta skemimtilegt. Peter sat og potaði í pípuna sem slokknað hafði í. Hann tók upp tóbakspunginn og tróð við- bótartóbaki í pípuhausinn. — Eitt skal ég segja þér, Óli. Mér þykir þetta ekki skemmtilegt heldur. En nú er það um seinan; nú verður að tala út um þetta. Óli hallaði sér upp að sófa- bakinu, breiddi úr sér. — Er meira? spurðí hann. — Já, nú er það eiginlega að byrja. Þú hlýtur að hafa feng- ið geysilegt áfall? Þegar þú fannst Cæsar Óli tók viðbragð: — Það er ekkert ánægjuefni að finna vin sinn látinn, þótt þú virðist halda það. — Nei. Og allra sízt ef maður rekst á hann í svanatjöm. Kíló- metra leið frá hjáleigunni, hvar ætlazt var til að hann fyndist! Óli þagði. Síðan sagði hann lágum rómi: — Veiztu að þú ert að ásaika mig, Peter? — Ég er aðeins að leggja fram kenningu. Augu þeirra mættust yfir borð- ið. v — Haltu þá áfram, sagði Óli loks. — Svo að ég fái að heyra endaiokin. Og þó má guð vita að ég vildi frekar að við færum í rúmið. Óli hafði snúið sér við og rótaði nú í öskunni með skör- ungnum. — Viltu að ég kveiki upp? spurði hann. — Nei, þakika þér fyrir. Þetta er ágætt. Þögnin var orðin býsna djúp áður en Peter hélt áfram: — Sem sagt, það hlýtur að hafa verið geysilegt áfall fyrir þig. Þá vissirðu ekki enn að Lísbet unnusta þín hafði ekið líkinu að tjöminni. ® BRID6EST0NE HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22,einnig um helgar GÚMMÍVINNUSTOFAIIHF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK HINIR VIÐURKENNDU JAPÖNSKU HJÓLBARÐAR FÁST HJÁ OKKUR SÍMI 31055 HARPIC er Umandi efni sem hreinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. a LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. liilliil|l!j||!ii|iii|íyii||||!!lli;yí!!ll!!lliil|lll||||||l||||liyilii|!lllillilliliíí{|lljilii|illílllillíliiliiílllii!!ll!iílillílilllji iimm HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR U TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570 iiiHHiHiíiHHiiiiílnlnilllllilllniiiiiliiiiiililliillllllllliliililliillilllililllilllillllilliSilllillliiiinlIiiiiiiíiilililliiíl BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 MOTORSTILUNGAR n.mn Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L • — Laugavegi 71 — sími 20141. Frá Raznoexport, U.S.S.R. SSSWKWinílit sími 1 73 73 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETXl - HURÐIR - VÉUAUOR og GEYMSLULOK á Volkswagen I allfiestum litum - Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð - REYNIÐ VIÐSKIPTIN Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Sklpholti 25 - Sími 19099 os 29988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.