Þjóðviljinn - 02.09.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.09.1970, Blaðsíða 3
Mið'vifeu'dagur 2. s»»tember 1970 — ÞJÓÐWLJINN — Sl»A 3 Reynt að hlífa sögulegum minjum Hofíð / Angkor- Vat orðið griðastaður Þegar styrjöld hófst í Kamb- odju, óttuðust margir um hin miklu hof frá blómatímum Km- er-veldisins, sem standa í vinj- um frumskóga þar í landi. Ó- staðfestar fréttir liermdu jafn- vel að skæruliðar hefðu búið þar um sig, og þurfti þá naum- ast að tíunda þessar frægu sögulegu minjar. Nýlega slepptu skæruliðar nokkrum blaðamönn- um, sem þeir höfðu kyrrsett í nokkrar vikur. Einn þeirra, franski blaðamaðurinn Xavier Baron, sem hafðj verið í haldi hjá skæruliðum frá 4. júlí til 24. ágúst, kom til hins fræga hofs í Angkor-Vat og liefur hann lýst þeirri heimsókn í grein, sem birtist nýlega í franska blaðinu „Le Monde“. Hofið miikla í Angkor-Vat er orðið að risastóru filóttamánna- skýli. Hópur bænda, verzlunar- manna og verkamanna, sem eru á flótta undan sprengjuárásum, hafa leitað sér skjóls í hinni fomu höfuðbo-rg Kmer-veldis- ins. Áður en ég var leystur úr haldi fylgdu þrír þeirra skæru- liða, sem höfðu verið verðir mín- ir í sjö vikur, mér að hofinu. Dagu-r var að rísa og það sást þegar til Siprengjuflugvélar af Phantom-gerð, sem va-r byrjuð á sínu daglega flugi. Hundruð Hóttamanna voru komnir á fæt- ur og voru á ferli í súlnagöng- unum þremur, sem liggja að að- aThofinu, og á hinum fomu bóka- söfnum, sem standa við heillu- lagða aðalgötuna. Enginn her- maður var sýnilegur innan vé- banda hofsins. Ég fékk leyfi til þess að ganga um sali hofsins og súlnagöng, og fjöldi bama, sem furðuðu sig mjög á nærvenu minni, fylgdu mér hvert fótmál. Fjölskyldur flóttamanna höfðu kiomið þeim eignum, sem þær höfðu getað flutt með sér í flýtinum, fyrir undir lágmyndum, sem sýndu atburði úr þjóðsögum Hindúa eða goðsögum af Visnú: eldhús- Reynt að myrða Jérdaníukonung AMMAN 1/9 — í daig var reynt að myrðla Hussein Jórdaníukonung. Tilræðis- ma-ður feastaði sprengju að þifreið feonungisáns, en hann slapp ómeiddiur. Það hefur margofl verið reynt að ráða Hússein kon un-g af döigum: fyrst var skotið á bann í bænahúsj í Jerú- salem árið 1951 þegar afi hans Abduilaih Jórdaníu- konungur vair myirtur, síð- an hefur verið skoitið á hiann, sprengjum kiastað á hann og j-afnvel verið reynt að byrla honum eit- ur. Þrátt fyrir þetta hefur hann jafnan sloppið lítt sæirður eða ekki. Hussein konungur fæddist árið 1935 og hefur verið kpnungur Jórdianíu síðan 1953 Afi hans, sem var konungur í Jórdianíu, var myrtuj. 1951 og faðir hans . ríkti aðeins í tvö ár, en var þá settur af vegna geðtruflunar. Frændi Huss- eins, Feisal konungur í vír- ak, var drepinn j byltin-g- unni 1958. Miklir götubarda'gar voru háðir í Amm.an í dag, og eru þeir taidir hinir alvar- legustu síðan Egyptar og Jórdaníuimenn féHuisit á til- lögur Biandiaríkjiamanna um friðarsamninga fyrir botni Miðjarðarh-afs. áhöld, útvarpstæki, fjölskyldu- myndir o. þ. h. Reykelsi brann fyrir framan lítil ölturu helguð Búdda. Innst í súlnagöngunum haifði „markaði Angkor“ verið kpmið fyrir. Þótt allir vöruflutningar | séu mjög erfiðir á þessum slóð- um, geta flóttamennirnir keypt sér nauðsynjavarning fyrir látinn pening: te, sykur, dósamjólk, ávexti og sígarettur, sem allt helfur verið fluitt gegnum frum- skóga og yfir rísekrur. Á gras- flötinnj fyrir neðan konungssval- ir hofsins var þegar farið að bera fram kínverska súpu og kaffi. Búddamúnkar frá báðum pagóð- urn Angkor-Vat, sem hefur einn- ig verið breytt í flóttamannabúð- ir, gengu f-ram og a-ftur um svæðið. Fréttir, sem voru byggðar á óstaðfestum heimildum birtust í evrópskum bl-öðu-m um að her-' menn helfðu búið um si-g í Ang- kor-Vat og komið þar fynr sprengjum og fallbyssum. Ég var tvær k-lukkustundir í Angkor- Vat o-g sá ekki annað en flótta- menn. Þeir íbúar staðarins t>g skæruliðar, sem ég gat rætt við þær sjö vikur sem ég var á þess- um slóðum, fu-llyrtu að hofinu hefði aldrei verið breytt í virki. Þeiir sögðu mér að flóttamenn hefðu farið að streyma til Ang- kor-Vait í júní, þegar skæruliðar birtust í Siem Reap og sprengju- kúlur fóru að falla á héraðið umhverfis Angko-r. Ég kom ekki í önnu-r hof á þessu svæði, en að sögn þeirra manna, sem ég ræddi við, hef-ur þjóðlfrelsisher- inn ekki búið um si-g í neinu þeirra. Þe-gar foringjar skænuiiiða, se-m styðja Síhan-úk, komu tll að at- hu-ga skilrífei mín áðu-r en ég yrði látinn lau-s, sögðu þeir við mig: „Saimkvæmt fyri-rmælum út- lagastjómar konungssinna -og Þjóðfnelsisfylkingar Kmera er okk-ur skylt að virða og varðveita hina heligu staði með aðstoð al- mennings. Þetta er ökkur mikil- vægt verkefni, ein-kuim þó að varðveita rústimar í Angkor. Búddamúnkar c»g -prestar sjá um varðveizlu bygginganna innan dyra, en við höldum oikkur utan við þær“. Bláum og hvítum spjöldum hefur verið komið fyrir á aðal- götu An-gkor-Vat til að auðkenna staðinn fyrir flugvélar, en sam- kvæmit Haa-g-sáttmálanum á að merkja menningarverðmæti með shlkum merkjum ef til ófriðar kemu-r. Hið mikia hof var eins og griðland, sem allir virtu, að- eins fimm kílómetra frá höfuð- borg héraðsins, umikringt rísekr- um sem urðu fyrir sp-rengjuárás- um á hverjum degi. Atvinnumálin Framhald af 10. síðu. Friðriksison,. Jóbann Salberg Guðmjndsson. Stefán Frið- bja-mia-rson, Bjami Einarsision, Ásigrímur Hartmannsson, Bjöm Friðfinnsson og Jóhann Skafta- son. Næsta Fjórðungsiþinig Norð- lendinga verður hialdið í Ól- afsifi-rði á næsta ári. Þjóðleikhúsið Framhald af 10. síðu. Við Þjóðleifehúsið eru nú 60 til 70 fastir starfsmenn, en á síðaista ári tófeu all-t að 400 manns einhver laun hjó stofn- uninni. 30—40 leifearar munu kom-a við sögu á sviði húissms í vetur. Þessa auglýsingu hefur Alríkislögreglan hengt upp um öll Banda- ríkin og ekki fundið Angelu Davis samt. FBI leitar Angelu Davis um Bandaríkin þver og endilöng Það hefur jafinan verið talsvert um flóttamenn undan banda- rísferi réttvísi. Fyrr á árurn voru slíkdr flóttamenn gjarnan „ma- f-iosi“, sem g-runaðir voru um ban-karán, morð o-g slíkt, eða háttsettir starfsmenn vold-ugra fyrirtækja, sem höfðu dregið fé úr sjóði þeirra og stungið síðan af. Nú er mjög farið að bera á nýrri tegund flóttamanna: rót- tækum unguim mönnum, svert- in-gjum og stúdentum, sem sak- aðir eru u-m ýmis pólitísk of- be-ldisverk, og hefur tekizt að slep-pa og fela sig „neðanjarðar“. Flóttakona ein af þessu tagi hefu-r ve-rið umtöluð í fréttum nýlega: hin 26 ára gamla Angela Davis. Hún stundaði n,ám við Berkeley-háskóla í Kalifomíu með miklum ágætum og var síð- an ráðin kennari í heims-péki við skólann. En þegar búið var að ráða hana, lýsti hún því yfir að hún væri flokksbundinn ko-mmúnisti. Þetta angraði mjög hinn íhaldssama fylkisstjóra Kaiiforníu, Ronaild Rea-gan, en hann er æðsti yfirmaður Berke- ley háskóla, sem er ríkisskóli, og kralfðist hann þess að Angelu væri vísað úr kennaraembætti. En það var ekki hlaupið að því, vegna þess að hún hafði verið löglegg. ráðin og ekki var hægt að vísa henni bu-rt vegna skoðana hennar. Þá gerðist það að vopn-aðir menn réðust á rétt- arsal til að frelsa sakibornin-g, og létu þrír menn lífið í bardag- anum. Lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að Anigela Davis hefði aðstoðað við kaup á þeim vopnu-m, sem nobuð voru við árásina og gaf út handtöku- skiipun. An-gela tók þá þann kost að fela sig eins og hinir nýju f-lóttamenn hafa gert, og allar tilraunir lögreglunnar til að hafa upp á henni hafa reynzt áran-g- urslausar. Líf hinna nýju flóttamanna, sem sakaði-r eru um -pólitísik aif- brot, er miklu auðveldara en líf annarria flóttamanna undan „réttvísinni11 í Bandaríikj-unu-m hefur verið. Þeir ed-ga mjög auð- velt að fela si-g í öllum borgum þar sem mikið. er af stúdent- um, svo sem Boston, Berkeley, Madison — þar sem þeir geta fundið fjöldan ailan af skoðana- bræðrum sín.um, sem eru reiðu- búnir til að aðstoóa þá. Allar hefðbundnar aðferðir lög-reglunn- ar til að hafa u-pp á flóttamönn- um hafa reynzt gagnsliflar, þe-gar pólitískir flóttamenn eins og þessir eiga í hlut. Venjulegir Ifilóttamenn verða að spila upp á eigin spýtu-r og geta ald-rei treyst neinum. Þeir verða að múta mönnum til að aðstoða si-g og eiga alltaf á hættu að vera svikn- ir. Þeir sem aðstoða pólitíska flóttamenn gera það jafnan af huigsjónarástæðum, og þess vegna geta þessir menn ferðast um Bandaríkin þver og endilön-g, án þess að „þjón-ar réttvísinnar" -hafi hönd í hári þeirra. Uppvís en sýknaður af jtví að myrða 16 konur og börn SAIGON 31/8 — Tvítugur maður úr land-gönguliði bandaríska flot- ans, Randall Herrod að nafni, var í gær sýknaðu-r af herrétti í Dananig a£ ákæru urn að hafa myrt sextán vietnamskar konur og börn í febrúar s. 1. Af fréttum virðist sem eklci sé dregið í efa af herréttin-um að Herrod hafi drepið konurnar o-g börni-n, heldur sé sýknu-dóm- urinn felldur á þeirri fbrsendu að ekki hafi verið um „morð að yfirlögðu ráði“ að ræða. Talið er að sýknun Herrods geti haft í för með sér endurskoðun á dó-mum sem bandarískir herréttir í Vietnam ha-fa fellt yfir banda- riskum hermön-num þar nýlega fyrir athæfi, svipað því sem í máli Herrods var ekki talið saik- næmt. 1 júní var 21 árs gamall land- göngu-liði, Miehael Schwartz, dæmdur í ævil-angt fangedsi fyr- ir hlutdeild í morðinu á tólf af þessum sextán konum og böm- um í þorpinu Som Thong, um 50 km frá Danang. 18 ára gam- all liðþjálfi var dæmdur i fimm ára fangelsi fyrir „manndráp af gáleysi". Herrod stjórnaði fimm manna herflok-ki sem ruddist inn í þorpið og báru .sjónarvottar því vitni að/hann hefði sjálfur staðið fyrir flestum morðanna. Rök- semdir verjanda Herrods voru þær að hin myrtu hefðu fylgt Þjóðfrelsisfyikingunni að málum og hann og félagar hans hdfðu drepið konurnar og börnin í sj-álfsvamarskyni þegar á þá hefði verið skotið. Jean-Jaoques Servan-Schreiber \ Servan-Schreiber býður sig fram á móti Chaban-Delmas BORDEAUX 31/8 — Leiötogi hins endurre-ista Radikala flokks í Frakk-landi, Jean-Jacques Ser- van-Sdhi'eiber, tilkynnti í gær að hann myndi jafn-vel sjálfur bjóða sig fram gegn Jacques Ohában- Delmas forsætisráðherra í auka- kosningunum sem fra-m eiga að fara í Bordeaux, kjördæmi og höEuðvígi Chaban-Delmas. ★ Kosningamar fara firam vegna þess áikvæðis í s-tjórnarskrá 5. lýðveldisins að ráðherrar megi ekki vera -þingmenn. Ohaban- Delmas varð því að segja aíf sér þdnigmennsku þegar hann tók við embætti forsætisráðherra, en ekkert er því til fyrirstöðu að hann bjóði sig f-ram til þi-ngs. Vinni hann gæti-r varamaður hans þingsætisins meðan hann sjálfur gegnir ráðherraembætti; fia'lli hann, befiur í rauninni ekk- ert gerzt, nema að hann og flokk- ur hans hefur orðið fyrir miklu áfalli. En Servan-Schreiber verður einniig að segja af sér þing- mennsku ef hann á að fara í framboð gegn Ohaban-Delmas, þar sem hann var kjörinn á þin-g nýlega í aukakosningum í Nancy þar sem hann sigraði f-rambjóðanda gaullista með ytf- irburðum, en allir vinstrifiloikikar aðrir en kommúnistar töpuðu mifelu fylgi, sósíaldemótoratar (sósialistar kallaðir í Frafeklandi) nánast þurrkuðust út. Glæpur heima — hetjudáð i Víetnam Km||P ktytn Richard Nixon Bandarikjaforseti hefur lagt til að þeir verði dæmdir til dauða sem standi fyrir sprengjuárásum er kosti mannslíf — þ.e. í bandarískum borguin. Þessar sprengjuárásir, segir forsetinn, „eru hreint bjálæði, verk pólitískra of- stækismanna... Það á ekki að sýna þeim stjórnleysingjum og glæpamönnuni sem standa fyrir ódæðum sem þessum neina miskunn"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.