Þjóðviljinn - 10.09.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1970, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVTLJíNN — Fimmtudagur 10. septemfoer 1970. 12 þess svo mikið sem lita á mig. Hafði þetta í rauninni gerzt i gær, eða hafði mig dreymt það allt saiman? Flurry gaf henni langdregna og mjög svo ýkta skýrslu um það að „hópur af drullusokkum" hefði bmtizt inn í kofa Dominics, meðan þú og hann voruð að daðra hvort við annað niðri á ströndinni. Andartak var eins og hjartað í mér hefði hætt að slá; svo áttaði ég mig á því, að þetta var ekki annað en vanalega rugl- ið í Flurry. Ég held að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég gladdist yfir því, að hann skyldi vera svo mikill glópur að ég gæti rólegur haldið áfram hinum hættuilega leik án þess að eiga á hættu að upp um mig kæmist. Harry virtist ekki hafa mikinn áhuga. — f>ú verður að gæta þess að hafa læst hjá þér, sagði hún aðeins. — Hverjum dettur í hug að það sé eftir einhverju að slægj- ast hjá mér? HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 III. hæð (lyfta) Simi 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMl 33-9-68. Hún lyfti allt í einu höfðinu og horfði beint á mig með dálítið ertnislegu brosi, sem ekki var hægt að villast á. Jafnvel Flurry hefði orðið hvumsa ef hann hefði séð það. En hann var að randa um eldhúsið og fiktaði við nið- ursuðudósir uppi í hillu — Hefurðu ekkert þarflegra að gera, gamli glópur? sagði konan hans. — Þarna heyrirðu hvernig hún talar við mig, sagði Flurry og leit ástúðlega á hana. — Og þama situr hún sjálf á dausnum og þykist vera Drottningin af Safoa. Ég var svo ringllaður að ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Síminn hringdi og Flumy rölti fram til að svara Harry þaut upp úr stólnum og vafði hand- leggjunum um hálsinn á mér. Ég reyndi árangurslaust að hrista hana af mér. — Ekki hérna. I guðs bænum, tautaði ég. Hún skaut upp kryppu Og hvæsti. — Æ, farðu til fjandans og hafðu með þér mömmu þína og allar gömlu fræntoumar. Get- urðu ekki sagt nokkum skapað- an hlut annað en „ekki hérna“? Hún sleppti mér og kledp mig svo fast í bafchlutann að óg gat ekki að mér gert að segja „æ, fjandinn sjáffur". Ég þreif um höndina á henni og ýtti henni aftur á baik, svo að loks lá hún á hnjánum fyrir framan mig. Við hljótum að hafa verið eins og frístundaleikarar í hjákátleg- um gamanleik, oig ég var feginn því að vinir mínir, gáfnaijósin í London, stóðu ekiki álengdar sem áhorfendur. Við héyrðum Flurry koma stikandi úr símanum frammi á ganginum. Við Harry . sátum skikkanleg og hsafilega langt hvort frá öðru þegar hann kom inn í stofuna. — Það var faðir Bresnihan. Hann var að spyrja hvort þú vildir borða kvöldmat hjá hon- um á morgun. Ég sagði að það vildirðu gjarnan Þú ætlar von- (gníinenlal HINIR HEIMSÞEKKTU JEPPA HJÓLBARÐAR HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR Opið alla daga frá kl. 8—22, einnig um helgar. GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 andi efcki að gera neitt annað? Ráðsikona prestsins vísaði mér inn í skrifstöíu hans heilagleika. — Látið eins og þér séuð heima hjá yður, herra Eyre. Faðir Bresnihan kemur eftir andartak. Bænaskemill og róðukross. Bókaskápar og skjalaskápar með- fram veggjunum. Rytjuiegur sófi og tveir hægindastólar fyrir framan arininn. Skjöl í snyrti- legum hlöðum á burði í miðju herbergi. Þetta líktist meira op- inberri skrifstofu en lestrarstofu prests. Þrátt fyrir eldinn í am- inum var svo kalt inni, að það fór hrollur um mig. Ég hafði tíma til að líta aðeins yfir bæk- urnar — kaþólsk guðfræði, heim- speki, mörg söguleg ritverk um írland, skáldsögur frá fyrri öld — áður en presturinn kom inn og hélt á bafcka með sherry- karöflu og tveim glösum. Hann hellti í glösin, sparkaði í móeld- inn, kveikti í sígarettu (hann keðjureykti allt kvöldið) og spurði hvort ég kynnj vel við mig í fcofanum. — Ég vona að Kathleen sé með eitthvað gómsætt handa ofcfcur. Það hvarflaði að mér að fara með yður út og láta „Colooney“ framreiða matinn handa okkur. f Dýflinni er sagt að hótel sé góður matstaður, ef margir , prestar snæðj þar. Áhyggjusamt, meinlætalegt and- lit hans hýrnaði í brosi. — Það er mjög sjaldan sem ég matast á „Colooney". — Þér eruð með ljómandd gott sherry. — Kevin Leeson útvegar mér það. Prófessor mofckur við May- noothprestaskólann mælti með þessu sérstaka sherrýi við mig fyrir mörgum árum. — Kevin virðist leysa állan vanda. Hann hefur verið leigj- anda sínum mikil hjáiparheMa. — Það gleður mig. Og gengur starfið vel? — Já, svo sannarlega. — Ég öfunda yður að geta einbeitt yður að einu, átoveðnu verki. Hann benti á einn skjala- .sfcápinn. — Sóknarprestur þarf að vera kennari, kaupsýslumað- ur, annast' góðgerðastaitfsemi og sitt hvað fleira, auk þess sem hann er sálusorgari. Nú sem stendur er ég að reyna að út- vega peninga fyrir nýjum skóla. Því miður er sókn mín í einu af fátækustu héruðum landsins. — Já, en ég er viss urn að stjómin — — Menntamálaráðherrann er góður kaþólikiki. En við lítum ekki á skóla og kennslu sem nokkuð sem veraldleg yfirvöld eiga að einoka. Yður finnst þetta trúlega gamaldags sjónarmið, er ekki svo? — Jú, að vissu leyti. Maður heillaðist að gáfulegum augum föður Bresnihans, sem glóðu af einlægni og heiðarleik. Hann var enn önnum kafinn við að reyna að sannfæra mig um hinn þýðingarmifcla þátt kirkj- unnar í skólamálum, þegar okk- ur var tilkynnt að maturinn væri framreiddur Lambasteikin var ljúffeng og kartöilurnar gómsætar, en grænmetið var mauksoðið og ein ólystileg beðja. — Snertið ekki grænmetið, herra Eyre. Kathleen hefur aldrei kunnað að meðhöndla grænmefi, sagði hann við mig, þegar hún var farin fram í eldhúsið. — Ég borða það sem eins konar yfirbót. Rauðvínið var ails engin yfir- bót. Bröndóttur, hálfvaxinn kett- lingur stökk upp í fangið á hon- um og hringaði sig malandi á hnjám hans. Við vorum komnir að vandamáli ritskoðunar. Faðir Bresnihan viðurkenndi að marg- ar af bókum helztu evrópskra og amerískra rithöfunda hefðu ver- ið bannaðar í írlandi Hann vildi frábiðja sér að írsk menning yrði fyrir áhrifum a'E þessum „slef- andj slordónum“; ritskoðun var óhjákvæmileg nauðsyn þess að sál Mands héldist ósnortin — þjóð sem byggir alla tilveru sína á trú — „enginn leyfir smábörnum að leika sér að eld- spýtum". Bændurnir okkar eru frumstæðir og áhrifagjarnir. Þess vegna er þeim fremur en öðrum og kærulausari þjóðfélagshópum hætt við að bíða tjón á sélu sinni með því að lesa óhæfar bætour. — Haldið þér í raun og veru að bækur geti haft óheppileg áhrif á fólk? spurði ég. — Þær geta leitt til siðferði- legs sljóleika, herra Eyre. Og því betri bókmenntir sem bækur eru, því hættulegri geta þær verið. Þótt ég gæti efcki fallizt á röksemdir hans, varð ég að við- urkenna að hann setti þær fram ai£ stillingu og myndugleik; án þess að virðast óþægilega sjálf- umglaður kom hann því þannig fyrir, að það var eins og hann hefði réttinn sín megin. Þegar við höfðum á ný fært otokur inn í skrifstofu hans, leiddi ég talið að öðru efni: „Blástökkum“ O’Duffys hershöfð- ingja og hina óskiljanlegu hrifn- ingiu rithöfundarins W. B. Yeats á þeim. — Villi Yeats hefur alltalf ver- ið veikur fyrir ofbeldisstefnu; hann er enginn lýðræðissinni. En hann á eftir að sjá í gegnum þessa gasprara. — En þetta er ósvikin fas- istahreyfing. Hún getur naumast átt marga áhangendur hér á landi. Það er ekki notokur þjóð í heimi sem lætur eins illa að stjóm og Irar. Faðir Bresnihan upphóf fróð- lega lýsingu á upptötoum Blá- statókahreyfingarinnar og tilraun- um I. R. A. og Fianna Fail- flokksins til að berjast gegn henni. — í Englandi finnst ykfcur þetta auðvitað ekki annað en vindbóla — Við vitum svo lítið um það sem er að gerast bak við tjöldin í írskum stjórnmálum. Haldið þér að Hitler hafi sam- band við hreyfingu O’Dulflfys hershöfðingja? — Sá óttalegi guðleysingi! Það getur svo sem verið. En de Va- lera er staðráðinn í að halda írlandi hlutlausu. — Og á meðan gera Blá- stakikarnir og lýðveldisöfgasinn- arnir allt sem þeir geta til að draga Irland inn í deilur stór- veldanna. — Það er augljóst mál. En ég er nú enginn sérfræðingur þegar stjómmál eru annars vegar. — Þá hljótið þér að vera eini Irinn sem er það ekki. — Nei, heyrið mig nú, þetta er ekki rétt. Hér er enniþá alltof mikið af beiskju og örvæntingu; en flestir samlandar mínir eru dauðþreyttir á ofbeldi; þeir vilja aðeins frið. — Fagnaðarerindi hinnar hlut- lausu einangrunar — Það fagnaðarerindi að við eigum að byggja upp kristið þjóðfélag á rústum síðustu tutt- ugu ára. — En er það ekki skylda sér- hvers sannkristins manns að berjast gegn nasismanum og eðli hans? — Ef styrjöld verður, þá vænti ég þess að mikið verði um írska sjálfboðaliða í brezka hemum. — En de Valera vill etoki grfa ofckur frjálsan aðgang að írskum höfnum? — Nei, það vill hann ekki. Þá væri þýzk innrás óumflýjanleg. Faðir Bresnihan hellti í annan bolla handa mér af vonda kaff- inu hennar Kathleenar og opnaði nýjan sígarettupakka. — Eiga Blástakkarnir áhang- endur í yðar sókn? — Nei, Guði sé lof. Ekki svo ég viti. Biskupinn hefur fordæmt hreyfinguna afdráttar- laust. En auðvitað er aldrei að vita nema einhver valdafíkinn, ungur skýjaglópur tæki upp á að notfæra sér hreyfinguna til hags- muna fyrir sjálfan sig. HARPIC er ilmandl efni sem hreinsar salernisskálina og drepnr sýkla Hvað nefnist Ijóðabókin og hver er höfundurinn? > :'ú>' 'ÚW/M 9. MYND Bókin nefnist Höfundurinn er SÖLO-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélai af mörffum stserðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. VARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði ELDAVÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.