Þjóðviljinn - 20.09.1970, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐfVTIJINN — Sunmidagur 20. septemlber 1970.
Útgefandi:
Framkv.stjórh
Bitstjórar:
Fréttaritstjóri:
Ritstj.fulltrúi:
Auglýsingastj.:
Útgáfufélag Þjóðviljans.
Eiður Bergmann.
Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Sigurður V. Friðþjófsson
Svavar Gestsson.
Olafur Jónssoa
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Simi 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Fé/agsleg viðhorf og BÚR
^ fundi borgarstjómar á fimmtudag gerði Sigur-
jón Pétursson borgarráðsmaður Alþýðubanda-
lagsins að umtalsefni þau fráleitu ákvæði togara-
kaupaskilmálanna að sveitarfélög skuli leggja
fram fé til einkaaðila við togarakaup. í Reykjavík
er um það að ræða, að gengið er á möguleika fyrir-
tækis Reykvikinga sjálfra, Bæjarútgerðar Reykja-
yíkur, til þess að endumýja togaraflota sinn. Að
sjálfsögðu ber borgars'íjórn að sjá 'til þess að láns-
traust og fjánmagn borgarinnar til togarakaupa
sé notað til eflingar Bæjarútgerðarinnar, sem er
helzta og traustasta atvinnufyrirtæki Reykvík-
inga. Þessum sjónaæmiðum hélt Sigurjón Péturs-
son fram á borgarstjórnarfundi á fimm'tudaginn
■— um leið og hann minn'ti á hve fallvalt er að
treysta gróðahyggjunni til forsjár í atvinnulífi.
Gróðahyggjan getur aldrei orðið traustur gmnd-
völlur atvinnulífs, því að gróðamennirnir leita
þangað sem gróðinn er og hirða ekkeft um hags-
muni almennings í því sambandi. Einungis með
eflingu fyrirtækja eins og Bæjarútgerðar Reykja-
víkur er unnt að hafa þau félagslegu viðhorf í
heiðri, seim að sjálfsögðu eiga að ráða ferðinni:
Framleiðslan er félagsleg, og því ber að stýra henni
félagslega í þágu heildarinnar en ekki gegn henni.
Trúið aidrei...
jpyrir nokkrum dögum birtibt í Þjóðviljanum
grein þar sem m.a. var minnt á ægivald Morg-
unblaðsins hér á landi; var á það bent í greininni
að útbreiðsla Morgunblaðsins hérlendis væri
hlutfallslega meiri en öll útgáfustarfsemi þýzka
blaðakóngsins Axels Springers. Eins og kunnugt
er lögðu vestur-þýzkir námsmenn til sérstakrar
atlögu við Springer-hringinn í Vestur-Þýzkalandi,
þar sem þeir töldu blöð hans hættuleg og fasísk á
köflum. Ef útbreiðsla Morgunblaðsins er borin
saman við útbreiðslu blaða í Danmörku sést að
Morgunblaðið hefur um það bil fimm sinnum
meiri útbreiðslu hlu'tfallslega en útbreiddasta blað
Danmerkur. Þannig mætti vafalaust rekja dæmin
enn lengur; útbreiðsla Morgunblaðsins á vart
nokkurn sinn líka. Þessi staðreynd er ákaflega al-
varleg vegna þess að Morgunblaðið misnotar dag-
lega aðstöðu sína — það fer með staðleysur og
rangfærslur á ummælum andstæðinga sinna, það
blekkir og dregur hulu yfir það sem óþægilegt er
fyrir þann piálstað sem Morgunblaðið heldur
fram. Þetta birtist ekki einasta í skrifum blaðsins
um alþjóðamál. Það er sama hvort skoðaður er
fréttaflutningur þess af atvinnuleysi, tillögu- og
málflutningi í borgarstjóm Reykjavíkur eða á
alþingi: Alls staðar ber hið saima við. Það er nauð-
synlegt fyrir alla hugsandi Íslendinga að gera sér
þennan háska ljósan. — sv.
Tillegg í kosningabaráttuna. —
Rjúpnaveiðar. — Amen, halelúja.
I dag eru á dagskrá próf-
kjör og áróðurssneplar,
rjúpnaveiðar á banntíma og
loks feer íþróttafréttaritari
blaðsdns ádrepu í bréfi frá
K.H.
Bæjarpóstur minn.
1 dag var stungið inn um
dyralúguna hjá mér áróðurs-
snepli fyrir einn af kandídöt-
um íhaldsins við prófkjör. Á
honum var allra lagjegasta
mynd af viðkomandi ásamt
ýmsum persónuiegum upplýs-
ingum um hann, og ágæti
hans tíundað í velvöldum orð-
um. Það vantaði bara upp-
lýsingar um hjúskaparstétt,
bamafjölda, mál, vog og mat-
aræði til þess að snepillinn
gæti talizt verulega neyzlu-
þjóðfólagslegur, en úr þvi
verður væntanlega bætt fyrir
næstu kosningar
Hvað kostar svona tiltæki,
mér er spuro? Allt bendir til
þess að lýðræðið sé að fær-
ast á það hástig hérlendis,
að engir nema auðkýfingar
geti tekið þátt í stjórnmála-
baráttunni, helzt vammlausir
auðkýfingar með snoppufríðar
eiginkonur og fallega klædd
böm. Mér er tjáð, að einn
prófkjörsframbjóðandi hafi
opna kosningaskrifstofu heima
hjá sér, þar sem hann hafi
til sýnis húsgögn og konu, og
að hann telji það vænna til-
legg í kosningabaráttuna en
góðan málstað. Þetta bendir
lókiega til þess, að allmargir
kjósendur láti sig litlu skipta,
hvort menn berjast fyxir
endursköpun atvinnulífsins,
réttlátari skiptingu þjóðar-
tekna, úrsögn Islands úr
NATO, aðalatriðið sé, að þeir
taki sig vel út á myndum
og lifi óspilltu lífemi. Enn-
fremur að þeir hafi peninga
til að auglýsa þessa ágætu
kosti sína, svo að fólk þurfi
ekki að kaupa köttinn í
sekknum. Er pólitíkin orðin
alger loddaramennska?
N.N.
Kæri bæjarpóstur.
Á sunnudaginn var ég á
skemmtigöngu við Lyklafell
hjá Sandskeiði. Skyndilega
heyrði ég skotgný og sá þar,
hvar tveir menn voru að
skjóta á rjúpnáhóp þar hjá.
Þetta voru rjúpnahjón með
unga sína, tæplega fleyga,
þannig að hér var um auð-
fengna bráð að ræða. Svo sem
kunnugt er, má ekki skjóta
rjúpu fyrr en um miðjan
október, og sjálfsagt hefur
umræddum mönnum ekki
verið ókunnugt um það, en
þegar ég spurði þá, fóru þeir
undan í flæmingi og vildu
ekkert um rnálið tala. Vita-
skuld er það ógjörningur að
hafa eftirlit með að rjúpna-
veiðar séu ekki stundaðar á
banntíma, og mér finnst að
allar skyttur ættu að sjá
sóma sinn í þvi að láta fugl-
ana í friði meðan þeir em
friðaðir.
Rciður göngumaður.
Bæjarpóstur góður.
Ég ætla að nota mér dálka
þína tii að komá á framfæri
gagnrýni á knattspymuskrif
blaðsins. Yfirleitt er íþrótta-
fréttaritari Þjóðviijans góður,
nema þegar eitt ákveðið
knattspyrnulið kemur við
sögu, en þá er líka eins og
hann sjái rautt. Hér er um
að ræða Keflavíkurliðið. sem
honum virðist af einhverjum
ástæðum mjög í nöp við.
Hann notar hvert tækifæri til
að láta í ljós vanþóknun sína
á því, og þegar hann neyðist
til þess að segja eitthvað gott
um þá, á hann greinilega
mjög bágt.
Hinsvegar á annað lið,
Akranes, mjög upp á pall-
borðið hjá honum, og það
liggur við að hann byrji all-
ar greinar sínar um það á
hálelúja og endi þær á amen.
Þessi hlutdrægni keyrir fram
úr öllu skynsamlegu hófi, og
ef þetta á að halda svona
áfram, sé ég ekki annað en
að Þjóðviljinn verði að fá
annan mann til að skrifa um
leiki þessara liða, þvi að um-
rædd skrif fara Þjóðviljanum
mjög illa.
Með kærri kveðju. K.H.
Bæjarpósturinn er yfirleitt
mjög áhugasnauður um íþrótt-
ir og lætur slík skrif venju-
lega fram hjá sér fara, þann-
ig að hann veit ekki, hvað
satt er og rétt í þessari ádrepu.
Hinsvegar sýndi hann íþrótta-
fréttaritaranum brðfið áður en
það fór lengra, og sá síðar-
nefndi bað hann vinsamlega
fyrir þau tiiimæli til K.H. að
hann rökstyddj ummæli sín
á einhvern hátt. Hér er því
sem sé komið á framfæri.
SKÁKIN
HnBffO ffic rm uoow 'j
Ritstjórar:
Bragi Kristjánsson og
Ólafur Björnsson
XIX. Olympíuskák-
mótið í Siegen
Nú er úrslitakeppnán hafin á
XIX. Olympíuskákmótinu í
Siegen í V.-Þýzkalandi. Is-
lenzka sveitin hafnaði I C-
Jón Kristinsson
úrslitariðli, þrátt fyrir !tiltölu-
lega veikan undanrásariðdl.
Övænt töp gegn Koluipbíu og
Nýja-Sjálandi settu . strik í
reikninginn;
Við stoulum athuga skák úr
viðureign Islands og Kóluirribíu
úr 3. umferð. Á Jón Kristins-
son þar í höggi við Cuéllar.
Cuellar þessi eír mjög reyndur
skáikmeistari, hofur teflt ’ fyrir
land sitt á olympíuskákmótum
síðan 1956, og yfirleitt á 1.
borði. Frægastur er hann þó
fyrir sigra sina yfir sovézku
stórmeisturunum Kortsnoj og
Geller, í tvedm fyrstu urnferð-
unum á millisvæðamótinu í
Stokklhólmi 1962.
Hvitt: Jón Kristinsson:
Svart: Cueliar Kóngsindversk vörn.
1. d4 Rfð
2. c4 g6
3. g3 Bg7
4. Bg2 d6
5. Rf3 0-0
6. 0-0 Rc6
7. Rc3 a6
8. d5 Ra5
9. Rd2 c5
10. Dc2 Hb8
11. b3 b5
12. Bb2 e5
13. dxe6 fhj,—
(Ofast er leikið hér 13. Rdl—
Rh5. 14. e3—f5. 15. f4 o.sfrv:)
13. — fxe6
(eða 13. -Bxe6. 14. cxb5-axb5.
15. Rce4 o.s.frv.).
14. cxb5 axb5
15. Rcc4 Bb7
16. Hadl De7
17. Bxf6 Bxf6
18. Rxf6+ Dxf6
19. Bxb7 —
(Hvítur getur haldið í biskup-
inn með 19. Re4-Bxe4 20. Dxe4
o.s.frv.)
19. — Rxb7
20. Dd3 b4
21. Re4 De7
22. f4 d5
(Erfitt er að benda á aðra
áætlun fyrir svartan.)
23. Rg5 Hbd8
24. e4 Hd6
25. exd5 exd5
26. Hfel Dd7
27. He5 Hd8
28. Hdel Ra5
29. Hé7 Df5
30. Dxf5 —
(Einnig virðist 30. Db5 vinna,
t.d. 30.-RC6. 31. He8+-Hxe3.
(31.-Kg7. 32. Dxc6) 32. Hxe8+
Kg7. 33. Db7+-Dd7 34. Da8
o.s.frv.)
30. — gxf5
31. Rf7 Rc6
32. Hb7 Kf8
(Ekki 32.-C4 33. Rxd6-Hxd6 34.
He8 mát.)
33. Rxd8 Rxd8
34. Hxh7 c4
35. bxc4 dxc4
36. Hh5 c3
(Eða 36,- Hd5. 37. He5.)
37. Hxf5+ Kg7
38. Hc5 Re6
39. Hc4 Rd4
40. Kf2 Rc2
41. He2 Rd4
42. Hxb4 Rxe2
43. Kxe2 Hd2+
44. Kf3 —
og svartur gafst upp.
Hér kemur svo skékin, sem
skaut búlgarska fyrirliðanum
svo skelk í bringu, að hann
bauð jafntefli á öllum borðum
í keppni Islendinga og Búlgara.
9. Del
10. f5
11. exf5
12. Rg5
13. Rge4
14. Rxe4
15. f6
jafntefli.
Rd7
gxf5
Rf6
h6
Rxe4
d5
exf6
Larsen
Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson
Svart: Bobozov
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. f4 Rc6
3. Rf3 g6
4. Bb5 Bg7
5. Bxc6 bxc6
6. 0-0 Rf6
7. d3 0-0
8. Rc3 d6
Guðmundur Sigurjónsson setti
skrekk í búlgarska fararstjórann
Að lokum sjáum við LarSen,
vin vorn, í þrengingum í
baráttunni við Ungverska stór-
meistarann Portisoh.
Hvítt: Larsen
Svart: Portisch
Larsen-byrjun.
1. b3 e5
2. Bb2 Rc6
3. c4 Rf6
4. e3 d6
5. Rc3 g6
6. Rf3 Bg7
7. d4 Bf5
8. d5 Rh4
9. Hcl a5
10. a3 Ra6
11. h3 0-0
12. g4 Bd7
13. g5 Rh5
14. Re4 f5
15. gxf6 fhj. Rxf6
16. Rfd2 Rxe4
17. Rxe4 Dh4
18. Rg3 Rc5
19. Bc3 Hxf2
20. Kxf2 Re4+
21. Kgl Dxg3+
22 Bg2 Dxe3+
og hvítur gaf.
Bragi Kristjánsson,
i