Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.10.1970, Blaðsíða 10
|Q SÍÐA — ÞJÓÐVILJI'NN — Föstuda.gur 2. október 1970. i, 31 Þetta sagði hann. Orðrétt. Ég gleymi því aldrei. Á prenti lítur það ef til vill út eins og bull- andi tilfinningasemi. En á mig höfðu þessi orð svo djúp áhrif, að ég varð innilega snortinn og skammaðist mín um leið eins og barinn hundur. Hvernig hafC mér nokkurn tíma getað dot-' ð í hug að Fiuny hefði barið þennan mann á bai-num, aðeins vegna þess að hann hafði tapað peningunum? Hvar hafði ég haft augun þegar hann æddi út á skeiðvöllinn og tók hana í fang sér! Það var hann sem gat kennt mér 'sitt af hverju um ástina. Þessi langdrukkni sveitaslöttólifur hafði elskað Harriet af svo fórnfúsri ást, að mér fannst ég sjálfur vera aum- ur og vesæll kvennabósi. Ég fór hjá mér við orð hans og ég var öldungis sannfærður um að hvert einasta þeirra væri mælt af heilum hug. Ég var að þvtf kominn að leysa frá skjóðunni og játa allar syndir mínar. En það myndi aðeins verða til að auka á harm hans og hvað bætti það úr skiák þótt ég væri líka þrúgaður af sam- vizfcubiti? — Ég var rétt í þessu að fá skýrslu frá Goncannon. Harry var ófrísk. Ég starði á hann skellfingu lostinn. — Hún var búin að segja mér það — fyrir svo sem tveim mánuðum — gaf í skyn hvernig ástatt væri fyrir henni. Og ég trúði henni ekiki. Ég — það var svo langur tími liðinn, skilurðu. Ég hélt að ég væri ekki maður til þess, tautaði hann svo lágt HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augav. 188 IH. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Garðastræti 21 SÍMI 33-9-68. að ég heyrði naumast orðaskil meðan hann starði niður í whiskýglasið sitt. — Ég hló að henni. Hló að henni. Ég var alveg ringlaður. Harriet var sem sé búiij að tryggja sig; hún hafði verið að blekkja mig þegar hún sagði að hún gæti i versta falli skotið skuldinni á Flurry. Eða var þetta í rauninni barn Flurrys og hafði hún ætl- að að nota sér ástand sitt til að reyna að fá mig til að kvænast sér. Ég svipaðist um í ruslara- legu eldhúsinu. Það var strax orðið öðru vísi en áður og minnti á kabyssu á fiskibáti, þár sem karlmenn verða að komast af kvenmannslausir. — Það hefði gerbreytt lifi okkar — bamið, sagði Flurry. — — Mig hefur alltaf • langað til að eignast barn. Grá, vatns- sósa augun urðu allt í einu eitil- hörð. — Og nú hef ég tveggja lífa að hefna. — Hefna? — Hlustaðu nú vel á, Dom- inic. Hver svo sem gerði þetta, hver svo sem hann var, þá sfcal ég hafa upp á honum og ganga af honum dauðum. Að því búnu geta þeir gert við mig það sem þeim sýnist, þá stendur mér á sama um allt. —Já, en — — Geturðu sagt mér hvað ég ..helf nú að lifa fyrir? Þögn. — Það hlýtur að hafa verið einhver úr nágrenninu. Seaimus segir að enginn aðkomurnaður hafx verið í margi-a mílna fjar- lægð þetta kvöld. Og það var ekki einn einasti utanhæjarmað- ur í Charlottestown. Ég mundi hvemig Flurry hafði hefnt sín á ensku hermönnunum þremur og það fór hrollur ura mig. — Ég vildi óska að ég gæti gert eithvað til að hjálpa þér, sagði ég í örvæntingu og - svo demdi ég mér út í það. — Concannon grunar mig. — Þig. Hamingjan hjálpi mér, hverju skyldi sá maður finna upp á næst? Flurry reyndi að hlæja, en það varð ekki annað en hvæs. — Er það satt? Já, en þú getur ekki tekið það alvar- SAGA — 1 lega. — Það er víst ekki að undra þótt hann — — Já, en þér þótti vænit um Hapry. — Ég élskaði hana. Þá var ég búinn að segja það. Mér létti svo mjög að því verður ekki með orðum lýst. — Auðvitað gerðirðu það, sagði Flurry — en ég gat ekki lengur áttað mig á því hvort hann var fcvíðafullur eða bara Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTl —> HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen 1 allflestum Utum. — Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25. — Símd 19099 og 20988. vandræðalegur. Ég var að leysa frá skjóðunni. — Ég á við að hún var — við vorum elskendur. Ég verð að segja þér það. Augu hans urðu fjarræn og hann forðaðist að líta á mig. Það var eins og hann væri kominn í sama gamla sljóleika- ástandið. Hið eina sem rauf þögnina var tifið í eldhúsklukk- unni það leið langur tími áður en hann tók aftur til máls. — Ég vil ekki tala um það. Ég er búinn að segja þér það. En samvizka mín rak mig áfram. Ég sagði Flurry atlt sem gerzt hafði nóttina sem Harry var myrt — hvernig faðir Bresnihan hefði getað talið mig á að rjúfa sambandið við hana, hvemig ég hafði ákveðið stefnu- mót við Harry hjá ánni og hefði loks fundið hana látna á sama stað næsta morgun. Flurry hlustaði á frásögn mína í djúpri þögn. — Varst það þú sem myrtir hana, sagði hann, þegar ég hafði lokið máli mínu. — Segðu mér það h rei nsfci 1 nislega. — Það held ég ekki. — Þorirðu að sverja það! — Já! En síðan þetta gerðist hefur mér fundizt þetta vera mér að kenna. Ef ég hefði ekki skilið hana eftir eina — — Það kemur ekki málinu við. — Ég þorði ekki að segja Con cannon að ég hefði komið niður að ánni þetta kvöld. — Þú þarft ekkert að óttast að ég segi honum það, sagði Flurry' og brosti við. Óhugnanlegri hugs-un skaut upp í huiga mér — ef það hefði verið Flurry sjállfur sem varð Harriet að bana, þá hafði hann nú allt ráð mitt í hendi sér hann þurfti ekki annað en segja Concannon frá því sem ég hafði verið að trúa honum fyrir. Eða þá — og öllu líklegra — að hann gat sjálfur kveðið upp dauða— dóminn yfir mér. Ég gerði mér grein fyrir að þetta var örlagastund fyrir okk- ur báða, Flurry og mig. Hann sat og reri til stóru, þyngsla legu höfðinu eins og sært dýr. Ég gat ékki hu-gsað mér hann sem banamann eiginkonu sinn- ar. En ég þekkti fortíð hans og vissi að hann gat verið hættu- legur eins og villt rándýr, þegar hann var reittur til reiði. — Þú getur áreiðanlega fengið föður Bresnihan til að segja þér frá samtaili okikar. — Það get ég víst. En hann er víst að leggja upp í predikiun- arferð eða nvað það er nú kall- að. Seamus sagði mér það. Flurry horfði á mig en hugur hans var víðs fjarri. — H£ hann hefði ekki setið hér og blaðrað þetta kvöld, hefði ég kannski farið út að leita að Harry áður en hún — en ég var alveg miður mín eftir allt kjaftæðið í honum og allt alkóhólið sem ég varð að hella í mig. Þegar hann hundskaðist loks af stað, leið ekki svipstund áður en óg var steinsofnaður í rúmi mínu. Ég var ennþá sof- andi klukkan hálfsex næsta morgun, þegar Seaimus barði að dyrum. Hann var þá búinn að finna hana. — Þá hefur hann verið snemma á fötum. — Seamus hefur ekiki sofið værum svefni síðan á slæmu árunum. Þá var hann ekki ann að en unglingsgrey. Stundum fer bann á fætur og ráifar um á næturnar eða í dögun. Con cannon var þess vegna með hann í sigti. Hann leitaði í öll um fflötunum hans og dótinu. En hann myndi ekki gera neitt slíkt fremu-r en ég. Nei, ekki hann Seamus. Það var byrjað að rökkva Og fuohsíumar og hin blómin fyrir utan virtust öll orðin samlit. — Það er gott að þú heldur að ég gæti efcki — annars hefð- irðu fuilla ástæðu til að gruna mig Flurry. — Já, en þér þótti vænt urn hana. Hann sagði þetta svo eðlilega og blátt áfram, að ég var næst- um farinn að gráta. Hvað í ósköpunum átti ég að segja? — En írskt sikáld heldur því fram að allir menn drepi fyrr eða síðar þann sem þeir elska. — Það er ekki annað en eitt- hvert bókmenntakjaftæði. Til- finningalega séð ertu dálítiM væskill,' Dominic; þú átt þetta ekki til. Ef þú hefðir séð þessi gapandi sár — nú, jæja, þú sást þau! Aðeins maður sem er óður og trylltur af afbrýði eða ástar- bríma hefði getað ráðist á kvenn- mann á þann hátt. Já, ég veit vel að ég er ekkert gálfnaljós, en ég veit hvernig maðu.r bregzt við krepptum hnefa þegar maður fær hann í fésið Enda hafðir þú enga ástæðu til að vera af- brýðisamur. Þú ert ekki sú manngei-ð að þú látir tilfinning- arnar hlaupa með þig í gönur — þú gætir aldrei komizt 1 svo mikið uppnám að þú misstir al- gerlega stjóm á þér. Það var dálítið áfall og ekki vitund þægilegt að heyra ein- feldninginn Flurry gera svo glögga greiningu á sálarlífi mínu Og næsta athugasemd hans var næstum enn uggvænlegri. — Segðu mér eitt, hvenær var það sem þið Harry komust að raun um að þið elskuðuð hvort annað? Ég starði á Flurry. Þetta var ófvaxið mínum skilningi. Með lipurð og háttvísi sem var harla ólík honum, hjálpaðj hann mér úr vandanum. — Ég hef þörf fyrir að tala um hana, Dominic, og þú ert sá eini sem ég get talað um hana við. Hún er dáin og okkur þótti báðum vænt um hana og hvers vegna skyldum við ekki tala um hana? Þú gerir mér mikinn greiða með því Þetta var upphafið að furðu- legasta kvölþinu á ævi minni. Táldreginn eiginmaður og elsk- huigi eiginkonu hans' sátu saman og skiptust á minningum um konuna, sem báðir höfðu elskgð. Ég geri ráð fyrir að sumir líti á þetta sem sönnun þess að Flurry hafi ekki verið með réttu ráði, að hann hafi verið haldinn eins fconar kynórum, en þannig leit ég ©kki á málið. Enda þótt SIGURÐUR BALDURSSON — hæstaréttarlögmaður — LAUGAVEGl 18, 4. hæð Símar 21520 og 21620 SINNUM LENGRI LYSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf BergstaSastr. 10A Sími 16995 UG-RADBKAL - mVDRA GOTT Frá Raznoexport, U.S.S.R. B „ , „ MarsTrading Eompanyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 - J sfmi 1 73 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið fengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun AXMINSTER — annað ekki. £ m: m T y ANNAÐ EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. FYRIR SKOLAFOLKIÐ: Buxur, skyrtur, peysur, úlpur, nærföt, sokkar og margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrval. PÓSTSENDUM. Ó.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-elduvélur Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum slærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V AR AHLUT AÞ J ÓNU STA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einiiólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVELAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Sími 33069 mnfiiD TEPPAHISil HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSÍÐ 4 *• SUÐURLANDS- BRAUT 10 *• SÍMI 83570

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.