Þjóðviljinn - 11.10.1970, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Blaðsíða 3
S" inudagur H. október 1970 — 5>JÓÐVILJINN — SÍÐA 2 l kvikmyndir ÁSTIN 0G GLÆPURINN, DÝRIÐ OGMAÐURINN Svartklædd brúður: Truffaut (1967). Jeanne Moreau. Nýlega hcfur verið sagt frá þeim Jean-Luc Godard og Olaude Chabrol - hér á síðunni. 1 dag fjallar kvikmyndaþáttur- inn um nýjustu myndir Fran- cois Truffaut, sem ásamt God- ard og Chabrol var einn höf- uðtalsmaður nýju bylgjunnar svonefndu i Frakklandi fyrir rúmum áratug. Þeir gömlu fé- lagarnir eiga nú fátt sameigin- legt nema kannski aldurinn; Godard og Truffaud talast ekki lengur við, eins og sagt var frá hér um daginn. í vor sýndi Laugarásbíó Fahrenheit 451, er Truffaut gerði árið 1966. Áður höfðu ver- ið sýndar hér ailar myndir hans gerðar fyrir þann tíma: 400 högg („Umgur flóttamaður“), Skjóttu píanóleitkairann, Jules og Jim og Sil'kihúð, auk þess þátt- ur hans í „Umguom elskendum“. Síðan þeíur Trulfifaut gert fjór- ar myndir sem erlendir gagn- rýnendur hafa talið hverja annarri betri: Svartkilædd brúð- ur (1967), Stolnir kossar (1968), „Dísin frá Mississipi“ (1969) og ViIIibarnið (1970). Er nú mál að bíóin hér fari að bera sig eftir þessum myndum, sem eru hver á sinu sviði í hópi beztu og vönduðustu mynda síðustu ára. Svartklædd brúður er tileink- uð Alfred Hitchcock og um svipað leyti kom út í bókar- forrni heljarlangt viðtal sem Truffaut átti við þetta átrún- aðargoð sitt. Myndin er gerð eftir sögu Williams Irich (réttu nafni Comell Woolrioh), en Hitohcock hefur einmitt filmað sögur eftir hann. — Fimm góðglaðir menn eru að handfjatla byssu sér til gam- ans. Einum þeirra verður á að beina henni út um gluggann og miðar á brúðhjón, sem standa brosandi fyrir framan ljós- myndara á kirkjutröppunum. Auðvitað átti byssan ekki að vera hlaðin, hann tekur í gikk- inn og skotið ríður af, brúð- guminn deyr. Biúðurinn (Jeanne Moreau) sver að koma fram hefndum. Hún k>emst að því hverjir fimmmenningarnir ei*u. Kænlega og af mikilli sálarró heimsækir hún hvem af öðr- um og kemúr þeim öllum fyrir kattarnef með ýmsum aðferð- um. „Franskur Hitohcock", segir Truffaut um myndina. „Þetta er ekki mynd af konu. Moreau er að vísu aðalpersón- an en í 1-cik myndarinnar vit- um við í rauninni ek'kert um hana. En mennirnié sem hún hittir fá hver um sig tíma til að trúa henni fyrir leyndar- málum sínum. H'lutverk Mo-reau er algjörlega andstætt hlutvei-ki hennar í Jules o-g Jim. Enginn hlátur, ekkert bros, held-ur hlutlaust, kalt andlit“. „Slolna kossa“ tilein-kar Truf- faut Henri Langlois, stofnanda og forstöðumanns franska kvik- myndasafnsins, en um það leyti stóð til að víkja honum úr starfi, sem varð þó ekki vegna eindreginna mótmæla f-ranskra kvikmyndamanna. Myndin er af mörgum talin h-ugljúfasta bg skemmtiilegasta mynd Truffauts, hún er framlhaldskafli í kvik- myndaævisögu hans. Aðalsögu- hetjan Antoine Doinel (Truffaut sjálfur) er enn einu sinni lei-k- inn af Jean-Pierre Léaud. í „400 höggum“ var han-n rek- inn úr skóla, í „Ungum elsk- endum“ vildi elskan hans ekk- ert með hann hafa og nú í ,JCossunum“ gengur hann í herinn eftir rifrildi við stúlk- una sína. Þaðan er hann tfljót- lega rekinn eftir að hafa barizt fyri-r því að vera talinn óhæfur. „Þú getur þó alltaf selt háls- bindi“, segir liðsforinginn, og bætir vongóður við: „Ég vona að við sjáumst ekki aftur“ Hann fer í gleðihús og lendir á stúl'ku sem ekki vill láta kyssa sig á munninn og neitar að hátta sig. Hann borgar án þess að hafa snert hana. Hann gerizt næturvörður á hóteli en er fljótlega látinn fara þaðan. Þá^ ræður hann si-g sem ei-nka- njósnara; hann á að fylgjast með glæsilegri konu (Delphine Seyrig) fyrir eiginmanninn. Heillaður af töfrum hennar endar hann uppi í njmi hjá gyðjunni. Að lokum gerizt hann sjónvarpsviðgerðarmaður og trannig hittir hann stúlkuna sína atftur. Þau sættast og ákveða að ganga í hjónaband. Myndin er ekiki byltin-ga- kennd á nök'kurn hátt. En sag- an er sögð af einstakri gaman- semi og með frábæru auiga fyrir sikemmtilegum smáatrið- um. Truffaut er sannarlega í essinu sínu og Jean-Pierre Léaud verður hér eftir talinn í hópi beztu gamanleikara kvi'k- myndanna. Dísin frá Mississipi er tiíl- einkuð Jea-n Renoir og byggð á sögu William Irich eins og Svartklædd brúður. Myndin hefst á frönsku eynýlendunni Béuniön í Indlandshafi. Verk- smið juei-gand i n n Louis Mahé (Jean-Paul Belmondo) hefur svarað hjónabandsauglýsingu og bíður eftir að skipið komi með væntanlega eiginkonu ha-ns. Stúlkan sem kemur reyn- ist vera allt önnur en sú sem hann hafði fengið mynd af. Julia Roussel (Cathérine Den- euve) er Ijóshærð, fön-guleg postulínsdúkka. Louis og Júlía ganga í hjónaband, og flytja inn í stórt og rí'kmannlegt ein- býlishús. En Júlía er ekki öll þar sem hún er séð, og dag nokkurn er -hún á bak og burt með alla peninga eiginmanns- ins. Þá fær Louis bréf frá Berthe Roussel, sem sakar hann um að hafa Júlíu systur hennar í felum en hún hefur horfið að heiman frá sér á dularfullan hátt. Honurn verðtir nú Ijóst að hann hefur kvænzt svika- kvendi, jafnvel morðingja. Hann leggur af stað að leita hennar, fær tau-gaáfall á flug- vellinum og er settur á hress- ingarhæli í Nice. Þar sér hann Júl-íu í sjónvarpsfréttunum eitt kvöldið þar sem hún gengur léttklædd um beina á þekkt- um næturklúbbi. Hann heim- sæki-r hana á hótelið þar sem hún býr, á'kveðinn í að skjóta hana. En hann elskar hana stöðug-t og í stað þess að refsa henni krefu-r hann hana um peningana og spyr hana spjör- unum úr um hina raunverulegu Júlíu. Þau fara frá París til þess að sleppa við lögregluna t>g það kemur brátt í ljós, að Marion (sem er hið rétta nafn hennar) hefur myit Júlíu. Því miður hefur Louis ráðið einka- spæjara til þess að hafa uipp á hinni réttu Júlíu. Hinn sam- vizkusami leynilögreglumaður finnur grunlaus dva-larstað þeirra og Louis biður hann að láta málið niður falla, en hann neitar. I örvæn-tingu sinni skýt- ur Louis hann til bana.Louis er nú orðinn peningalaus og flýgur aftuir til Réunion til að reyna að selja verksmiðju sína. Hann fer aftur til Frakklands með peningana og hittir Marion á ný. — Fram að þessu má kalla Dísina frá Mississipi venjulega saka-málamynd, en nú verður hún al-lt önnur. S’kötuhjúin leggja á flótta undan réttvís- inni um þvert o-g endilangt Frakkland. Glæpir þeirra og ást tengja þau stöðuigt traustari böndum. 1 tveim ólíkum atrið- um lýsir Tniffaut hinni sönnu ást. í því fyrra lýsir Louis andliti Marionar sem landslagi Og við sjáum hverniig svipmót hennar fríkkar undir hinni við- kvæmu lýsingu hans. 1 seinna atriðinu undir lok myndarinnar lýsir Ijouis andliti hennar á ný, þá í miklu haturskasti og undir hryllingi orðanna verð- ur hún ljót. Þessi einstæðu at- riði sýna frábæra leikstjórnar- hæfileika Truffauts. Louis og Marion verða að yfirgefa sam- félagið til þess að komást und- an. Þau fela sig í litlu sumar- húsi, hann veikist og hún sem þjáist sárlega við þessar fi-um- stæðu aðstæður reynir að ann- ast hann. Dag nokkurn heldur Louis að hún hafi eitrað fyrir hann, en sá grunur reynist ekki á rökum reistur. Hér hef- ur Truffaut klippt inn i mynd- ina franska teiknimyndaseríu úr tímariti um Mjallhvít, þ. e. þegar drottningin gefur henni eitrað epli. Ást þeirra vex stöðugt og Trufifaut cr sann- færður um að hin sanna ást geti þrifizt og dafnað við slík skilyrði. I lokin ganga þau Louis og Marion út í snjóinn — einskismannsland ástarinnar. Happy end. Jú er það ekki .... eða hvað? Torsten Mann segir í sænska tímaritinu Chaplin: „Dísin frá Mississipi“ er ein albezta mynd Truffauts. Ég hef sjaldan notið svo nokkurrar kvikmyndar. Hún er óður til k-onunnar, ástarinnar og kvikmyndanna“. í útvarpsviðtali í tilefni af frumsýningu myndarinnar var m. a. bent á að Truffaut hefur verið ásakaður um að vera anti- intellektual og, að hafa snúið ba-ki við Gabiers-fortíðinni. Þessu svaraði Truffaut að hann bæri enn virðingu fyrir gömlu gagmýnendafélögum sín- ■Jm, en í dag hei'ði h-ann varl-a nokkuð gagn af því sem þeir hefðu skrifað. ,,Godard“. sagði Truffaut ennfremur, er stúd- entafilmari, myndir hans eru gerðar og sýndar fyrir bylting- arsinnaða andans menn, á kafi í þjóðfélagsmálum. Þessar myndir geta aldrei náð neinni' útbreiðslu á al'þjóðamarkaði“. Truffaut virðir Godard Og finnst það hans einkamál hvernig myndir hann gerir, eins og það er einkamál TrulEfauts ef hann geri kvikmyndir, sem surnir vilja af einhverjum ástæðum kalla „verzlunarvöru11. Þótt hann setji hér saman tvær stjörnur Belmondo og Deneuve þá er það ekki til þess að selja myndina, heldu-r einfaldlega vegna þess að hann telur þau beztu og gáfuðustu leikara Frak'ka ásamt þeim Jean-Pierre Léaud og Jeanne Moreau. Enda sýna þau bæði frábæran leik í myndinni og marigar nýjar hlið- ar, ólíkar öllu því er þau hafa áður gert. „Ég tileinkaði myndina Jean Renoir, því í öllu sköpunar- Framhald á 9. sáðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.