Þjóðviljinn - 11.10.1970, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Blaðsíða 12
Vestmannaeyingar fá læknamiðstöð, heilsuverndarstöð og rannsóknardeild Fyrsti áfangi nýs sjúkrahúss í veriur tekinn í notkun um áramótin Summuidagiur II. oktöber 1970 — 35. árgaixgiuir — 231. töluibOað. Fyrsti áfangi nýs sjúkrahúss í Vestmannaeyjum verður að öll- um líkindum tekinn í notkun í janúar. Verður þá merkum áfanga náð, því að í þessum áfanga verður heiisuverndarstöð, Iæknamiðstöð fyrir fjóra lækna og rannsóknastcfur, sem hingað til hefur vantað tilfinnanlega í Eyjum. Ennfremur röntgendeild, en tækin fyrir þá deild koma þó ekki til landsins fyrr en seinna, að sögn fréttaritara Þjóðviljans i Eyjum, Garðars Sigurðssonar. Kostnaður við byggingu sjúkra- hússins er nú þegar orðinn ríf- lega 30 miljónir króna. Frágangi hússins að utan er að fullu lokið og múrhúðun innanhúss er langt komið Og lokið í þeim áfanga sem opnaður verður uppúr ára- mótum. Innréttingum er komið vel á veg, þeim átti að vera lokið um mánaðamótin síðustu en nokkur töf varð á þeim m. a. vegna verkfalla. 1 fyrsta áfanganum eru ekki sjúkrastofúr, en þegar sjúkrahús- ið verður tfullbyggt verða þar uppundir 60 sjúkrarúm. Gamla sjúkrahúsið Gamla sjúkralbúsið í Vest- mannaeyjum var vígt 30. des- ember 1927 og afhent bæjar- stjórninni til eignar og umráða. Hófust sitörf þar þó ekfci fyrr en 5. apríl 1928. Gísli J. Johnsen var aðal frum- kvöðull að stofnun sjúkrahússins. Hann var útgerðarmaðuir og var fyrirgreiðslumaður brezkra ttog- ara sem leituðu hafnar í Vest- mannaeyjum, iðulega með sjúka menn og slasaða, árið 1907 varð hann brezkur rasðismaður á staðnum. Leitaði Gísli fyrir sér um fjárstyrk af hálfu Rreta, sem hér áttu mörgum fremur hags- muna að gæta. Hlaut það æski- legar unddrtektir, en að áliðnu sumri 1914, þegar að því var kwnið, að hið brezka fé skyldi reitt af hendi, skail fyrri heims- Styrjöldin á og gerði þær fjár- vonir að engu.. Segir frá þessu í bókinni Læknar á íslandi. ★ Lá nú málið niðri í heilan áratug, unz Gísli hófst handa að nýju vorið 1924 og fékk þá ýms- ar stofnanir og einstaklinga í lið með sér. Bar fjársöfnun til sjúkrahússins þann árangur, að ári síðar lét Gísli hefja bygg- ingarframkvæmdir og hét að gefa úr sjálfs sjóði, það sem á vantaði til að greiða allan bygg- ingarkostnað. Eins og að var staðið, fóru Vestmannaeyingar algerlega á mis við byggingar- styrk úr ríkissjóði til sjúkrahúss síns, sem vitaskuld hefði legið laus fyrir ef bæjarstjó-rnin hefði haft framkvæmdirnar með hönd- um. Frá 1928 hefur sjúkrahúsið ver- ið rekið sem bæjarsjúkrahús í Vestmannaeyjum án umtals- verðra breytinga annarra en þeirra, að þegar í upphafi var aukið við sérstakri byggingu með líklhúsi, þvottahúsi og nokikrum starfsmannaherbergjum. Skráður sjúkrarúmafjöldi sjúkrahússdns hefur verið breytilegur, 30 rúm 1928—’30 en frá 1956 38 rúm. J> rrrrrrrrr rrn rrr ; ijliill . Gamla sjúkrahúsið ••• :-»> og hið nýja sjúkrahús í Vestmannaeyjum. Föst mánaðarlaun lækna nú 38 til 64 þúsund kránur Geng-iö var endanlega frá samningum við Læknafélag Reykjavíkur af stjómarnefnd ríkisspítalanna í fyrrad. en samn- ingsaðilar em Læknafélagið ann- ars vegar og stjómamefndin og Reykjavíkurborg hins vegar. Samningarnir vom undirritaðir 4. október síðastliðinn. Var samið um 15% kaíuphækk- un fyrir sj úkrahúslækna. Eru föst mánaðarlaun þá frá 38 þús- undum króna (læknakandidatar) til 64 þúsund króna (sérfræðing- ar). Innifalið í þessari upphæð el lífeyrissjóðsgreiðslur, veikindafrí umfram 2 vifcur á ári og bííla- styrkur. Vinnuvikan er nú ögn styttri en áður, að sögn Georgs Lúð- víkssonar, framfcvæmdastjóra á skrifstofu ríkisspítalanna. Er vinnuskylda lækna nú 36 stundir á viku, en þó er yfirlæknum skylt að skila 42 stundum, að- stoðarlæknum 45 stundum og kandidötum 47 stundum, etf þann- ig stendur á. Samkvæmt fyrri samningum var þeim gert að Skila allt að 50 stundum á viku án þess að fá greitt ytfirvinnu- kaup. ☆ Það nýmaéli fékkst nú ínn í samningana að sérfræðingar fá greiddan kostnað við námsferð til útlanda ednn mánuð annað hvort ár. Aörar breytingar á launakjö-rum lækna eru þær helztar, að sjúkra'húslæknar mega nú stunda almennar lækningar utan sjúkrahússins 6 stundir á viku í stað 3ja óður. Samræm- ing var gerð á samningum fyrir lækna á vegum borgar og ríkis og eru nú allir sjúkrahúslæknar lausráðnir með 2ja mónaða upp- sagnarfresti, og teljast þvi eikífct í launakerfi opinberra starfs- manna. >■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ j Ekki verkfaíl ! í Aburðar- ■ - - ■ ! verksmiðju : Á fundi í fyrrakvöld náð- j * ust samningar með starfs- ; j mönnum Áburðarverksmiðj- i unnar og atvinnurekendan- ! ■ um. Var haldinn starfs- ; 5 mannafundur síðdegis í gær i : þar sem samkomulagið var i ■ borið upp til staðfestingar. j i — Verkfall hefði skollið á i 5 á miðnætti í nótt, hefðu i i samningar ekki náðst fyrir i ; þann tima. : ■ •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■.. Ifestmannaeyingur sýnir í Unuhúsi Páll Steingrímsson frá Vest- mannaeyjum opnaði myndlistar- sýningu í Unuhúsi í gær. Þar sýnir hann uppundir 30 myndir, sem allar eru unnar ú-r íslenzku grjóti. Einu sinni áður hefur Páll sýnt myndir í Reykjavík, var það í Bogasalnum 1962. Síðan helfur hann ihaldið nokikrar sýn- inga-r í Vestmannaey.ium. Syningin í Unuhúsi er opin f-rá kl. 4—10 daglega út nsestu viku. & Leikhús og æskulýðs- hús opnaS i Eyjum líklega um áramótin Undirbúningur stendur nú yfir fyrir opnun Ieikhúss og tóm- stundaheimilis fyrir æskufólk í Vestmannaeyjum og verður þessi starfsemi öll í sama húsinu. Stúkumar í Eýjum reistu þetta hús fyrir 12 árum en þá var því lokað áður en byggingafram- kvæmdum var að fullu lokid. Fyrir tveimur árum keypti bær- inn húsið af stúkunum en þetta er tveggja hæða steinhús. f fyrrinótt varð umférðarsilys á Eyrartoa'kkavegirium, frá Selfossi: Bíll ók fram úr öðrum á brú, en lenti utan í brúarhandriðinu og síða-n út í skurð og vailt. Gun-nar Sigurmundsson í Eyj- um gaf blaðinu þær upplýsingar að Leikfélagið væri nú að ganga frá samningum við ‘ bæinn um að opnað yrði ■ leikhús um ára- mótin í h'úsinu. Verður það á neðri hæðinni. Sæti verða fyrir 180 manns og leiksviðið frekar stórt, búið fullkómriurn ljósa- tækjum. Er ætlunin að .þar fari fram leiksýningar og tónleikar. ■Æskulýðsráð sér um rekstur tómistundáheimdlis á etfri hæðinni. Er nýkjörinn æskulýðsfuilltrúi í Vestmánnaeyjum Elías ;Baldvins- son. Skótar og íþróttafélög .' hafa fengið inni í húsinu með skrif- stofur sínar. Tónlistars-kólinn hefur verið þar að undanfömu x/ýþ'-:-'-. x-, Tómstundaheimili og leikhús verður í þessu húsi. Sigurjón Jóhannsson tók myndirnar, en starfsemi . hans .verður að flytja þegar tómstundaheimilið verður opnað. Á annarri hæðinni verður danssalur og leilktæki ýmiss konar fyrir unglinga. Einn- ig em þar minni herbergi, þar sem verða skrífstofur æskulýðs- félaga, aðstaða fyrir áhugafólk um ljósmyndun og fleira. TAKIÐ EFTIR í húsgagnaverzlun vorri eru 600 ferme’trar þaktir húsgögnum. — Bjóðum uppá yfir 20 gerðir af glæsilegum sófasettum, einnig höfum við vandað úrval af skrifborðum, borðs’tofuhúsgögnum, skattholum, eldhúshúsgögnum, svefnherbergishúsgögnum, stólum og mörgu fleiru. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. HÚSGAGNAVERZLUN guðmundar GUÐMUNDSSONAR, SKEIFUNNI 15. Sími 82898 Sími 82898.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.