Þjóðviljinn - 11.10.1970, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.10.1970, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. október 1970. 39 — Nei. Leyfdu manninum að tala. Ég held hann ætli að gefa okkur mikilvægar upplýsingar — upplýsingar, á ég við. — Bkki nokkur sála hefur séð svo mikið sem skuggann af þess- um flækingi sem frú Leeson segist hafa séð. Bkki grænn kjaftur í bænum hefur séð hann. — Það er ekkert skrýtið. Það voru allir komnir í rúmið um það leyti, sagði Flurry. — Nú verð ég sjáifur að koma mér heim í rúm. Ég leit á úrið mitt. Klukkan var næstum eitt. Ég reyndi að rísa á fætur en valt fram á borðið. — Dwninic, þú er blindfullur. — Á ég að fylgja þér heim, herra Eyre? — Kemur ekki til mála, þrum- aði Flurry. — Hann gistir hér í nótt. / — Já en — — Þú skalt! Skilurðu það! Seaimus drap tittlinga framan í mig. — Við verðum að hlýða hershöfðingjanum. — Jú, jæja þá, allt í lagi. Þabka þér fyrir, Flurry. — Þetta var betra — þér er ekki alls vamað, þótt þú sért til allrar óluikku Vestur-Englending- ur. Drekktu nú út og gefðu dauð- ann og djöfulinn í allt saman. Klukkan var næstum orðin tvö áður en við gengum til náða. Flurry fylgdi mér upp í lítið svefnherbergi við hliðina á hans eigin herbergi. — Það er eitthvað athugavert við þetta rúm, ungi vinur, sagði hann og reyndi að fá augun til að vinna saman. — Hver fjandinn er það eiginlega? ^i/ogae EFNI V/ SMÁVÖRUR TÍZKUHNAPPAR HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó -.augav. 188 IH. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslfu- og snyrtistofa Garðastræti 21 SÍMI 33-9-68. Ég lagði heilann í bleyti. — Það eru engin rúmföt í því. — Sem ég er lifandi, — já, þú ert eldklár Hann kom til baka með fullt fangið af rekkjuvoðum og tepp- um. Við þvældumst báðir kring- um rúmið og tókst að búa um það. — Þarftu nokkuð fleira? Ég þurfti að hugsa mig um langa stund. — Já, náttföt. Hann kom til baka með nátt- föt af sér. — Jæja þá, góða nótt og þakka þér fyrir að hafa verið mér til skemmtunar i kvöld. Sofðu vel! Ég svaf ekki vél. Ekkert held- ur eins fyrir mér vöku og rök sængurföt. Ég bylti mér á alla vegu og mér fannst rúmfötin bókstaflega rennblaut. Loks fleygði ég lökunum á gólrfið og vafði utan um mig teppi. En ég var orðinn glaðvakandi af öllu sprúttinu sem ég hafði inn- byrt. Ég lá með opin augu og mér fannst herbergið hringsnúast í kringum mig. Þegar óstýrilátir veggimir fóru að róast, byrjaði ég að hugsa um samvistir okkar Harrietar og hina dularfullu at- burði sem ég hafði flækzt inn í og hina óskiljanlegu framkomu Flurrys gagnvart mér. Var það morðingi sem lá sofandi í rúmi ,sínu í næsta herbergi? Það kom ekki til mála! Hann virtist vera svo hreinn og beinn og samt gat ég ekiki botnað í hbnum; hann var víst hvorki trúgjarn né barnalegur. Skyldi hann ekki vera fæddur hermaður, foringja- manngerð sem gerir æviniega hið rétta á úrslitastund án þess að hafa hugmynd um það? Og um ieið var hann dæmigerð frelsis- hetja, einbeittur og samvizku- laus? Eitt var að minnsta kosti víst: hann hafði elskað Harriet svo heitt og innilega að svart- asta afbrýðisemi fékk engu breytt um það. Það voni engin gluggatjöld fyr- ir gluggunum og ég sá að það var að byrja að birta. Nýr dagur var að renna upp. Ég kveikti á kertinu og leit á úrið mitt. Klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú. Ég sitóð upp og gekk að gluggamim. Fyrst var engu líkara en fáein tré langt burtu stæðu í Ijósum loga. En svo sá ég fleiri eldsloga lengra burtu. Og um leið heyrði ég hratt fótatak niðri á veginum. Maður stökk yfir steingerðið bg hrópaði: — Það er kvi'knað í kofanum hennar Joyce, Hringið á slökkvi- liðið! Ég æddi inn í herbergi Flurrys. Hann lá þar og hraut hátt. En hann glaðvaknaði um leið og ég Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjaudi BRETTl — H6KÐIB — VÍIALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen i allflestum litum. — Skiptum á einum degi með dagsfyriirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKIPTIN. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25. — Sími 19099 og 20988. snerti hann (ég hugsaði mikið um það seinna). — Hringdu í slökkviliðið, Flurry. Það er kviknað í kofan- um mínum. Hann var kominn hálfa leið niður stigann áður en ég var búinn að átta mdg. Maðurinn úti var að berja á útidymar. Þegar ég opnaði þær sá ég að það var nágranninn, sem átti heima spölkom frá mér. Hann var svo móður að hann kom engu orði upp fyrst í stað. Ég heyrði rödd Flurrys frá símanum frammi á gangi. Svo kom hann þjótandi fram. — Sæll, Michael. Dominic, flýttu þér að draga á þig spjarimar. Þá fyrst tók ég eftir því, að hann hafði efcki háttað sig áður en hann fór í rúmið. 12. kafli Það tók ekki margar mínútur að hlaupa niður í kofann með ofsahraða. Fáeinir nágrannar stóðu þegar á veginum og störðu heillaðir á eldslogana. Eldurinn hafði logað glatt í stráþakinu og sendi Mtlar eldflaugar úr logandi stráum niður í höfuð okkar. Gluggarúðurnar efst uppi höfðu sprungið af hitanum. Litlu svefn- herbergin tvö á loftinu hlutu þegar hér var komið að vera alveg rauðglóandi. — Hvers vegna í fjandanum standið þið þama aðgerðalausir, glópamir ykkar, hrópaði Flurry. — Hunzkizt til að ná í stiga og vatnsfötur. — Það er tilgangslaust, herra Flurry, sagði einn af mönnunum. — Kofinn virðist hafa blossað upp eins og sprengja. Hér var eitt eld'haf þegar við komum. Ég hiljóp í ofboði að dyrunum, opnaði þær og æddi inn. Það var svo mikill reykur á neðri hæðinni að ég sá ekki út úr augum. Ég þreifaði mig áfram að borðinu, náði í handritin mín og dagbókina og reikaði út fyrir aftur. Andartaki síðar hrundi efri hæðin saman með miklum dynk. Reykur og neistar stóðu út um opnar dyrnar og ofsaleg eldtunga stóð upp í loftið úr svefnher- bergi mínu. Ég opnaði bílinn minn og nokkrir mannanna hjálpuðu mér að ýta honum burt frá brunastaðnum. Nokkram minútum seinna kom branabíll akandi með tvær förn- eskjulegar branaslöngur. Vatns- bununum var beint að þakinu og þar sauð og kraumaði reiði- lega. Ég fór allur að titra og skjálfa, gat ekkert við það ráðið. FLurry leit á mig í sýnilegri geðshræringu. — Þetta er nú það æðislegasta bál sem ég hef séð lengi. Þú ert væntanlega feginn að ég gat talið þig á að gista hjá mér? — Af hverju byrjaði að loga á efri hæðinni? Það get ég ekki skilið. Nýr slöfckviliðsbíill var kominn á vettvang með langan stiga, en það var ómöguilegt að koma hon- um við í þessu logavíti. — Ef nokkur er þarna inni, sagði slökkviliðsstjórinn, — er varla mikið eftir af honum. — Það var enginn í kofanum. — Geymduð þér mikið af stein- olíu inni? Þetta er efcki líkt neinum vanalegum brana. — Nei, ég var ekki með neina stednolíu í kofanum. — Þá er engu lfkara en um íkveikju sé að ræða. Við verðum að gera nákvæma rannsókn á morgun þegar okkur hefur tekizt að slökkva í öllu. En það verður hreinasta kraiftaverk ef við finn- um eitthvað til að byggja á. Er þessi maður einn af vinum yðar, herra Leeson? spurði slökkviMðs- stjórinn og horfði á mig tor- tryggnisaugum. — Já, það er hann og ég fer með hann heim til mín og hátta hann niður í rúm. Þér getið séð hvað hann er illa haldinn. Ég ók Flurry aftur heim í Lissawn House. — Þetta var svei mér stórbrotinn endir á næt- urvökunni okkar, sagði hann ákafur. — Já. Glæsileg endalok! — Þú , getur reitt þig á að Kevin verður gramur yfir því að þurfa bæði að kveðja kofann sinn og fimm pund á vitou. — Á mánuði. En heyrðu mig nú, Flurry, það vissi ekki nokk- ur lifandi sála að ég hafði ætlað að gista hjá þér í nótt. Ef ein- hver hefur kveikt í kofanum, hlýtur sá hinn sami að hafa haldið að ég væri inni. Og hvem- ig hefiur hann komizt inn? Dym- ar vora læstar. — Þá hefur hann haft lykil. Flurry skildi bersýnilega ekki hvað ég var að fara. — Og læst á eftir sér! Til að vera viss um að ég gæti ekki sloppið út? Það er ekki hægt að skríða út um þessa litlu glugga. — Þú hlýtur að hafa gleymt að slökkva á einhverju þarna inni. — Já, en ég hef alls ekki komið heim síðan Concannon fór í gær. Ég kveikti efcki á lampanum Og það var dautt í arninum. — Rólegur nú, Dominic. Keefe kemst til botns í þessu öllu þegar búið er að slökkva eldinn. Farðu nú bara í rúmið. Það er eins og þú sért að tala upp úr svefn- inum. Og þrátt fyrir rök rúmföt, hina æsilegu viðburði og alit annað steinsofnaði ég um leið og ég lagði höfuðið á koddann. Ég vaknaði klukkan hálftíu við það að síminn á neðri hæðinni hringdi. Andartaki síðar birtist Flurry. — Concannon vill tala við þig. Ég reikaðj syfjulega niður í símann og ég var með óþolandi höfuðverk. Fyrsta orð lögreglufulltrúans gerðu m,ig enn ringlaðri en ég var fyrir. — Góðan daginn, herra Eyre, Jæja, erað þér búnir að sjá yður um hönd? — Sjá mig um hönd? Hvað í ósköpunum eigið þér við? Það leið nokkur stund áður en hann svaraði. — Má ég koma að finna yður í Lissawn Htause klukkan tvö? Ég er dálítið önn- um kaifinn framan af degi. — Hvar ætti ég annars að vera, þegar búið er að brenna ofan af mér kofann? SINNUM LENGRI LVSING neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Sími 16995 CHERRY BLOSSOM-skóábwrðurs Glansar betur9 endist betur Frá Raznoexport, U.S.S.R. _ _ A _■.. MarsTradingGompanyhf AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 1 sfmi .1 73 73 Hver býður betur? Það er hjá okkur sem þið getið íengið AXMINSTER teppi með aðeins 10% útborgun. AXMINSTER — annað ekkL i ffl 1 1 ANNAÐ i EKKI Grensásvegi 8 — sími 30676. Laugavegi 45 B — sími 26280. Húsrúðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari Sími 17041 — til kl. 22 e.h. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MOTORSTILLINGAR H J Ö L A StTlIING A.R IJÚSASTILLINCAR sj^j LátiS stilla i tíma. 4 O 1 Fljót og örugg þjónusta. I %3 I U HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 * liiiíílHlilmmllIiiífttHfttiiflfttiifitffffiMfflffliifffifffflfÍfllfffnflfHffflfHfffflfffnfffnffnflímmmlmfflhHHfiflHf! Auglýsingasími Þjóðviljans er 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.