Þjóðviljinn - 23.10.1970, Side 4

Þjóðviljinn - 23.10.1970, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVUjJINN — FðstudagnLr 23. október 1070. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson Fréttaritstjóri: SlgurSur V. FriSþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Ritstjórn, afgrelSsla, auglýslngar, prentsmiSja: SkólavörSust. 19. Síml 17500 (5 línur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 10.00 Ungur fíokkur J dag hefst flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins í Reykjavík og koma þar saman fulltrúar flokks- manna af öllu landinu til að ráða ráðum sínuim og kjósa miðstjórn flokksins. Einmitt nú eru mikil verkefni framundan og veltur á miklu fyrir al- þýðu landsins og þjóðmálaþróun á íslandi að Al- þýðubandalagið, flokkur verkalýðshreyfingar og sósíalisma, reynist vanda vaxinn og takist að móta heilbrigða stefnu og starfsaðferðir, sem líklegar séu 'til árangurs. Á margan hátt er nú hægara um vik en verið hefur, Alþýðubandalagið er orðinn samstilltur stjómmálaflokkur sem hefur afl og þor til að einbeita baráttu sinni og kröftuim út á við, að því verkefni sem hann hlýtur að takast á við eigi hann að verða einnig framvegis flokkur vérkálýðshreyfingar og sósíalisma á íslandi; stjómmálaflokkur sem alltaf h'afi alþýðumálstað og sjálfstæði þjóðarinnár áð léiðarljósi. ' J^osningamar á sl. vóri sýndu svo ekki verður um villzt að Alþýðubandalagið er nú þegar einn að- alstjómmálaflokkur landsins, og hefur að mestu sigrazt á sundrunginni sem um margra ára skeið lamaði starf þess; orðið stjómmálaflokkur sem sækir nú fraim til nýrra sigra og stóraukinna á- hrifa á landsmálin. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins rambar nú til falls. Vem- legar breytingiar á stjórnmálasviðinu gætu verið í aðsigi. Alþýðubandalagið á mikið verk fyrir höndum og verður að nota vel tímann fraim að alþingiskosningunum á sumri komanda. Kosn- ingasigur hinna rótfæku stjómmálasamtaka sem eiga í nánustu samstarfi við verkalýðsfélögin og berjast fyrir þeirra málstað, getur gerbreytt stjórnmálaástandi og stjómmálahorfum í land- inu. Verði kosningasigurinn nógu stór get- ur Alþýðubandalagið knúið fram stefnubreyt- ingu íslenzkrar ríkiss'tjómar að loknuim kosn- ingunum. Það mun öllum Alþýðubandalags- mönnum nú efst í hug að fylkja sér þéttar saman um sameiginlegan málstað, málstað ís- lenzkrar alþýðu, en Mta ekki ágreining um minni háttar atriði draga úr afli hins unga stjómmáM- flokks, sam þegar hefur hasMð sér völl af einurð og myndarskap í íslenzkum stjómmálum, og ætl- ar sér ekki lítinn hlut vegna þess að þar er um velferð íslenzkrar alþýðu og sjálfstæði þjóðarinn- ar að tefM. Jþjóðviljinn býður flokksráðsmenn Alþýðubanda- Mgsins velkomna til fundar og væntir þess að djörfung og einhugur einkenni störf hinna kjörnu frúnaðarmanna flokksins. — s. Passía ný og gömul. — Menningarleg kúgun í annarri mynd. ,,Einn starfsmetinn“ fjallar um launamiál, starfsimat og fáa útvadda í bnófi, sema hann kaMar Passía ný og göimul. Síðana bréfið skrifar ,,'þrigig.ia bama faðir“, og gerir hann að umtailsefni hátt verðlag á menningu. Illan bifur haf ég á þeirri miklu þögn sem umilyikur kjaramál opinberra starfs- manna. Fyrst var pukrazt ár- um saman við eitithvað sem kaJlaðist starfsonat og átti að mér skildist að gera vesaling- ana með lágiu laiunin eitthvað ánægðari með sinn hlut — því að nú skyldi vesöld þeirra vísindálega sönrauð og síðan uppáskrifuð af þeim sjálfum. En þetta með uppáskriftina var kannski misskilningur, þvi í mínu starfsman nafél agi hafa aðferðir og niðurstöður starfs- matsins aldrei verið kynntar, hvað þé bornar undir okkur félagana. En stjómar- og nefndairmenn eru væntanlega veíl settir enda í háum laiuna- flokkum fyrir. Eittihvað eru þeir líklega að feQa, því til hvers er pukrið ef ekki til að greiða fyrir samningamakki þeirra við Manga Mel og hös- kolla hans? Láglaunafólkið í landinu hefur ekiki góða feynsflu Sf þeim kjarasamn- ingum sem gerðir eru á bak- við það sjálft. Þar er þá nefni- lega oftast verið að stjmkja það nútíma réttlæti, semhelzt msetti tjá svofelldum orðum: „Sá sem mikið heflur, skal meira fá“. Og nú ku þeir, trún- aðanmenn okkar í háu launa- flokkunum, að vpra að sem/ja um kaupið. Ég og mínir lík- ar bíðum eftir úrslitunum heldur hnípnir í bragði. Fáir útvaOdir ráða, og það Tætur að likum hvernig þeir dæma mdlli verðugra og óverðugra: Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm, fagnaðarsælan heyri ég róm, í þínu nafni útvalder útvalinn kalla mig hjá sér. Svo bið ég blessað sálma- skáldið afsökunar á hnupllinu. Einn starfsmetinn. Bæjarpóstur góður. Islenzkir fjölmiðlar skýra gjaman frá menninigarlegri kúgun hinum megin á hnett- inum og þó ednkum austan við okkur, og er mikið hæft í þeim fréttaflutningi. Víða um heim fá listamenn ekki að skrifa eins og þeir vilja, né miála eftir því sem andinn blæs þeim í brjóst eða þáfestanót- ur á papi>ír efltir eigin vild. í rauninni er ekki hægt að þvertaka fyrir að þeir geri þetta, en útgáfa og flutningur þessara vcrka er bannaður, þannig að admenningur fær ékki notið snilligáfu lista- mannanna. Hér á landi er ekki menningairileg kúgun í þessu tilliti, hér mála menn, skrifa og semja eins og þá lyst-r og hafa tíma til frá bra.uðstritinu, en saimt sem áður hefur almenningur cft ekki tök á því að njótaverk- anna, því að verðlag menn- ingarinnar er of hátt. Að vissu leyti eruim við því á- móta illa settir og menningar- lega kúgaðar þjóðir. Hér kosita nýútkomnar bæk- ur mörg hundruð krónur, — þannig að ógemingur er fyr- ir láglaunaimann að stunda bókakaup í ríkuim masli. Segja má seim svo, að þennan vanda megi leysa með því aðslkipta við bókasöfn, en þar getur bið eftir nýrri og athyglis- verðri bók numið ménuðum Ef mann langar til að bjóða f jölskyldu sinni í leikhús, kostai það venjulega ekki minna en þúsund krónur, og þann mun- að er ekki hægt að leyfa sér nema tvisvar þrisvar á ári. Sama gildir um tónleika, og hér erum við raunar komin að ástæðu þess, að ég staikk niður penna. Fyrir nokkrum árum kostaði miðd á Sinfón- íutónieika innan við 100 kr. Krónan hefur að vísu fallið nokkrum s’nmim síðan og verðlag á öllum sviðum hefur hækkað, en varla svo mikið að rétfllæta megi hina gífur- legu hækkun aðgangseyris að tónleifcunum. Sæmileg sæti kosta nú á 3. hundrað króma, þannig að tónleikaferö fyrir 5 manna fjölskyldu kostar rúmlega þúsund kr. Þegar miðaverðið var skaplegt, þurfti maður að hafla mikið fyr'rþví að komast á tónleika, og Há- skólabíó var jaflnan hóttskipað tónlistarunnendum. Þá sjald- an sem ég læt eftir mér að fara á Sinfóníutónleika nú orðið er salurinn venjulega aðedns hálfsetinn, og það er ömiurileg sjón, einkum og sér í lagi þegar maður vedt. að fjöldi manns hefur áihuga á að s:tja i auðu stólunum, en pyngjan leyfir það ekki. Að verðleggja mienninguna svona hátt er að mdnni hyggju afar vafasöm ráðstöfun, og þau yfirvöld, sem þannig meina þegnum sínum að njóta hennar, hafa hreinteikki efni á að hneyksllast á menn- ingarilegri kúgun annars stað- ar f heiminum Með þökk fyrir bmtinguna. Þriggja barna faðir. Nýyrðum fjölgar, — Mogg- itm orðheppinn að vanda Ég las í Morgunblaðinu. á 2. síðu þess hinn 23. sept. sl., innrammaða srein. Það var samtíningur og spádómar úr Norðurlandablöðum um kosn- ingiairnar í Svíþjóð, sem þá stóðu yfir. Spádómamir voru þess efnis, að atkvæðatölur Olofs Palme mundi verða svo rýr að hann yrði aO styðjiast við annan flokk. Fyrirsögnin í Mogganum var svohljóðandi: „Munu nota kommúnista sem atkvæðaclýr". Þeflta orð. at- kvæðadýr. hef ég aldred séð á prenti fyrr og finnst mér það frekair ólýðræðislegt, sérstak- lega skairtar það illa á siOum Morgunblaðsins, sem er blað þeirrar ríkisstjómar, sem ár- um saman hefur notið styrks Alþýðuflokksins tdl þess að komia sinum málum fram. En Mogginn smjattar á þessu ný- yrði. þvi að seinna í grein- inni segir ritstjórinn orðrétt: „Má telja víst að sósíaldemó- kratar fari með kommúnista sem atkvæðadýr, sem neydd eru til að greiða því atkvæði sem ríkisstjórnin leggur fram". Ekki trúi ég öðru en gler- auigun hafi h-rokkið af þeim Alþýðuflokksmönnum við lest- urinn sem á Alþingi fslendinga hafa á síðustu árum stuðlað að flram.gan.gi allra þeirra mála sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur barið fram. Það er til gam- alt orðtak eða spakmæli sem hér á vel viO: , Gerðu illum gott, og þakkaðu fyrir að hann drepur þig ekki“. Því stuðningur Alþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn er að verða honum til hnekkis og má bú- ast við að verði hans bana- biti, ef ekfci verða ðflúg straumhvöirf og alþýðusamtök- in velti af sér doðanum og nafnigiftinni, sem Morgunblað- ið nefnir vinstri sinnaða stnðn- intrsmehn ríkisstjórnarinnar. Hér á íslandi hefuir í blöðum og úfcvarpi verið talað um kjósendur sem menn, en ekki sem dýr. En við lestur spá- dómsorða blaðs allrastétta- flokksinis um meðferð mála á þjóðþingi Svía vaknar spurn- ing: Hefur höfundur ramma- greinar Moggans ekki hlaupið svolítið útundan sér i skáld- leigum draumum um notkun atkvæða á Alþingi? Atkvæða- dýr er ekki fallegt orð um þá menn, sem greiða öllu atkvæ’ði sem ríkisstjómin leggur til. Sjálfstæðisílokkurinn hefði ekki getað án stuðnings á Al- þingi fellt flest frumvörp sem fulltrúar vinnand; stétta hafla borið fram til hagsbóta fyrir þá landsmenn sem vinna þjóð- arbúinu með heila og hönd til lands og sjávar, ef hann hefðd ekki notið stuðnings þeirra siem á Alþingi sjtja fyrir Alþýðu- flokkinn, en hafa leikið djarf- an leik í þjónustu sdnni við þann braskaralýð sem Alþýðu-, flokkurinn var fyrrum stofnað- ur til að hamla á móti; sorg- legt en satt að stefnan er breytt, alþýðunnj til tjóns. Og má um það segja eins og skáld eitt sinn sagði um misheppn- aðan mann: „Hann er verstur Sjálfum sér og svo eru fleiri". Það grimma hatur, siem oft má lesa út úr ummælum heild- sala og atvinnurekenda rit- stjóra stjómarblaðanna, er undra vert. Hvaðain hefðu þeir gjaldeyri til að státa með, ef verkafólk til sjós og lands mial- aði þejm ekki gull? Moggin segir skýrt og skor- inort frá því meðal annars 4. október að heirinn sé hér hafð- Ur til að verndia ríkisstjómina fyrir verkalýðnum, vama þvi að fólk fái bætt kjör sín. Inni í blaðinu. Mogganum, seair frá verkfalli sem verkafólk I hafði fyrir nokkrum áirum háð | eftir að allar aðrar leiðir til bættra kjara höfðu lokazt vegna þjösnalegrar og fjand- samlegrar framkomu þeinra manna &em ganga í fjársjóðd þá sem vinnandi fólk , skapar. Eftir að bréfritarinn er búinn að lýsa því hvað þetta verk- fall hafi verið háð af miklu harðfengi, segir hann orðrétt: „Þetta var ein meiriháttar her- æfing, sem að öllum líkindum hefði endað með valdaráni, ef forinigjar hennar og liðþjálfar hefðu ekki haít beyg af setu- liðinu á Keflavíkurvelli“. Þetta stóð í Morgunblaðinu 4. þessa mánaðar, um þær mund- ir sem sjómenn voru að gera tilraun til þess a’ð rétta hlut sinn í kjarabaráttu sinni. Sem - sa'gt: penin.frahand- hafar íslands þurfa að hafa her frá NATÓ til að grípa til, ef verkalýður til lands og sjáv- ar krefst réttmætra kjarabóta. Vonandi opnast augu margra fyrir því, hver tilgangur her- setu er hér í vopnlausu landi. Hann er ekki hér til að verja okkur, sauðsvarta, stritandi al- þýðu, fyrir ágenigni hervelda. Það vorum við nú búin að fá vitneskju um og sjá þégar þorsfcastríðið var háð hér í okkar landhelgi og Bretamir rændu forðabúrið okkár," gérðu út hersfcipaflota til að verja sína ræningja, höfðu í hátun- um og gierðu ítrekaðar til- raunir til að drepa sjómennina okkar. Við, sem áttum fólkið okkiar á sj ónum þá og oftar við öflum matar í þjóðarbúið og gjaldieyris til framkvæmda og menningarlífs á íslamdi, heyrð- um ekki né sáum i blöðum stjórniarvalda eða útvarpj á- skorun til hersins á Keflavík- urvelli að kcana íslenzkum so'ó- mönnum til aðstoðar í þedm lífsháska sem þeir voru. Nei, herinn svaf vært og ríkis- stjómin vakti hann ekki þá. Herinn verður að hverfa til sinna heimkynna að því verð- ur að vinna. Nógu len.gi hefur hann verið hér sem hraeða í varphólma tuska og hattur og prik, sem ránfluglar hræðast ekki hót, enda ekki til þess ætlazt. 14. okitóber 1970. Viktoría Halldórsdóttir, frá Stokkseyri. Tilkynning til viðskiptavina S/GURPLASTS HF. Höfum flu'tt verksimiðjuna og afgreiðsluna að Elliðavogi 117 (inngangur frá Duggu- vogi). SIGURPLAST H. F. Elliðavogi 117, símar 35590 — 32330. IbúB óskust! Ung og reglusöm hjón með 1 bam óska eftir 2ja herb. íbúð á leigu. — Fyrirframgreiðsla Upplýsingar í síma 38701.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.