Þjóðviljinn - 23.10.1970, Page 7

Þjóðviljinn - 23.10.1970, Page 7
Fösfcudiaigur 23. októtoer 1970 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA J OLAFUR H. TORFASON: VINNUM Á ÞEIM PILTAR! „Vér erum sannfœrðir «n að kvilcmyndin er með nútímalegustu og vísdndalegustu aðferðum til þess að hafa áhrif á fjöldann. Þess vegna getur engin ríkisstjóm látið kvikmyndirnar um sig sjálfar“. Dr. Joseph Goebbels. Hrópa bandarísku mannvin- irnir Green Berets í Austurbæj- arbíói þessa dagana og græða fótarmein víetnamskra bama. Vinnum á þeirn, hvísla þeir hver að öðrum og pynta and- stæðinga sína undir vegg. Vinn- um á þeim, hugsa þeir og panta meiri skot. Vinnum á þeim sem okkur er sagt að vinna á — það er atvinna okkar, hugsa þeir og svo hu,gsa þeir ekki lengra. Þjálfarar þeirra hafa kennt þeim að þeir þurfi ekki að hugsa lengra —yfirvaldið hugs- ar fyrir þá. 1 Austurbæjarbíói á nú að afla liðsmanna með sömu aðferð. Kennararnir eru bandarískdr iðnrekendur — þá langar að fá að græða í friði mannagreyin. Það er engin furða þótt þeir leggi mikið á sig til þess að kenna fólki sem víðast- að hugsa á æskilegan hátt — aðstaða þeirrq hefur farið heldur versnandi u-ndan- farið — alltoif margt fólk hefur séð og skilið rök þei-rra. Sagt er: myndin er frá Víet- nam. Það er diáldið rangt — þessi mynd er ekki heimild um Víetnam frekar en Morgunblað- ið eða Ljósberinn. Þetta er fals- mynd — ly-gi. Hún gerist í smiðjum bandarískra auðvalds- kó-mga. I fyrsta lagi létu þeir gera hana til þess a-ð réttlæta árás Bandaríkjanna í Víetnam — í öðru lagi til þess að hafa áfram fé af fólki með því að höfða til lágkúrulegra árásar- og ofibeldishvata þess. Um ára- þil hafa k vikmjm daframleið - endur gætt þess i bvívetna að halda þessum hvötum við — æsa þær og nýta í þágu síns frjálsa framtaks. Því er rétt að veita athygli vegna þess að þessi ásteytingarsteinn minn er að langmestu leyti hefðbundin stríðsmynd — á því stigi sem framieiðendur hafa uppgötvað að gefur mestan arð — er auð- veldast að útbúa. „Og stríðs- myndir hafa — hvemig sem á því stendur verið vinsælt kvik- myndaefni um heim allan“, segir Óli Tynes í Morgunblað- inu í gær — lauigardag 17. okitó- ber. Hvemig sem á því stendur spekúlerar Óli. Já, hvemig skyldi standa á því í þjóðfélög- um þar sem f-rumskógalögmál og villimennska í samski-ptum eru lögð til grundvall-ar í regll- um um lífsskipan fólks? 1 þjóð- félögum þar sem atvinnumorð- ingjar og ofibeldissveitir hins npinbera eru dýrkuð og send um „heim allan“ til þess að halda bandarískri röð og reglu? Þar sem höm eru alin upp við það að hinn sterki og ósvífni ko-mist einn áfram — og hinn sterfci hafi ávallt rétt fyrir sér? Já, stríð hefur ævinlega vakið álhuiga ffólks og gróðaspekimenn eru venjulega fljótir að nýta áhuga fólks. Um styrjaldir hef- ur því verjð gerður aragirúi kvifcmynda — þæði eftir að þær gerðusit og á síðari árum einnig meðan þœr stóðu yfir. Það hef- ur vtakáið sérstak-a athygli kvik- myndafræðinga að stríðsmyndin The Green Berets er því nær einstæð í kvikmyndasögunni. Heimsstyrjöldin síðari og Kóír- eustríðið til dæmis fæddu sam- tímis sér u-rmul kvikmynda og mokuðu gróða til kvikmynda- framleiðenda. En á undan Green Berets hafði aðeins ein einasta bandarísik kvi-kmynd verið gerð um heimsfrægt stríðið í Víet- nam. Hét hún Attack in Viet- nam o-g hlaut sömu útreið í siðmenntuðum löndum og átti fyrir Green Berets að liggja — hún flæmdist af vettvangi, enda þótt reynt væri að bja-rga henni með naifnbreytingum inn i bíóin aftur: með því að fella nafnið Víetnam úr titlinum og setja orðið frumskógur í stað- inn. En hver er skýringin — hvers vegna tékur Hollywood ekki viðbragö eins og vanalega og græðir 4 stríði? Kannski er hún sú, að Víetnamstríðið er ekki alls staðar jafn vinsælt og á vinnustað Óla Tynes. Fram- ledðendum hefur löngu skilizt að viðbjóðslegt og ó-réttlætan- legt stríðið í Víetnam mundi' ekki borga sig á tjaldinu. Um það er ek'ki hægt að sikapa hetjudýrkun eins og áður. Og þegar mannviitsbrekkan John Wayne gerði Grænhúfnatilraun sína, mistóíkst það rækilega — vegna andstöðu og baráttu við dyr kvikmyndahúsanna. Áróðurskvikmyndir eru löngu hefðbu-nddð og skil-greint fyrir- bæri og svotil allar þeirra hlíta nákvæmlega sömu reglurn um röðun og uppbyggingu: 1) ham- in-gja — ró — þægile-g áhrif, 2) hótun — ógnun — óveðurs- blika á lofti, 3) sigursæl vam- arbarátta þess góða við hið illa. Tilbrigðin eru enda-laus um víða veröld. Og svokallaðar sölu- myndir eins og Sound o-f music eru ævinlega byggðar upp á þennan hátt. Heimsstyrjaldar- árin síða-ri voru hressilegustu vaxtarskeið áróðursmynda. En á hápumkti kalda stríðsins, upp úr 1950, ærðust Bandaríkjamenn loks í hatursmyndum sínum gegn kommúnismanum. Enda staðfestist það þar með hæstar- réttardómi árið 1951, að komm- únismi væri ekki stjómmála- stefna heldur samsæri. Þetta var kafili MaCarthys. Öll frjáls- lynd öfl í Bandaríkjunum stimplaði hann og óameríska nefndin kommúnista í miklu írafári. í kvikmyndunum vom þeir svo sakaðir um samsæri, afbrigðilegt kynferðislíf, guð- leysi og almenna taugabilun. Einna frægust þessara mynda eftirá er „Big Jim Maclain" og oft til hennar vitnað um fá- bjánaleifc. Höfundur hennar var alþekiktur fhaldsböggull fyrr og síðar — John Wayne. Verkið an-gar af slílcu ofsóknarbrjálæði, | að hún þykir ennþá rannsókn- arefni. Kom-mar ætla að hneppa gervallt mannkynið í þrældóm, eitra höfin og láta skjóta alla óvini sína. Kommúnistaskelfinn Mclain tók John sjállfur að sér að túika. Og svipmót ættar- nafnanna Mclain og McCarty var alls engin tilviljun — hann var fýrirmyndin — hetjan. Þessi mynd hefur verið kölluð lof- söngurinn um óamerískiu nefnd- ina. Nú átti áróðurinn að verða magnaðri en nofckm sinni fýrr. En „til ifyans — edns og allra annarra mikilfen-glegra list- greina, er sumt ffólk alveg sér- staklega fallið...“ (dr. Joseph Goebbels í Adolf Hitler. Myndir úr lífi foringjans, Hamþorg/ Bahrenfeld 1936). Sem betur fer reyndist. John Wayne ekki al- mennilega uppfylla þennan flokk Goebbels. Að minnsta kosti vetour hún 20 árum seinna ekkert annað en ískrandi hlát- urvein og miskunnariausa Ifor- vitni um afikomendur John Waynes. Persónur og atburðir i The Green Berets eru gamalkunn, stöðluð áróðursfyrirþæri. fiæssi dularfullu gæðahlóð í úrvals- sveitum bandaríska hersins, kyrjandi slagorð eða baráttu- söng sdnn, verka ekki síður kitl- andi á hláturtaugar nútimafólks en kommaveiðamar hjá Jim Mclain. Hvorid hryllingssögur þeirra né miskunnarverk í Víet- nam em sérstaklega sannfær- andi eða áhrifamiklar fyrir þá sem einhverjar upplýsingar hafa fengið um þennan hildarleik. Það er of áberandi, hve forðazt er að fjalla um sögu, tilgan-g og eðli þessarar baráttu — en-ginn framleiðandi hefði þorað að hleypa myndinni út i slíka Mæðfilettingu ofbeldissteifnunn- ar. Ein regla sálfræðihemaðar- ins er sú að stilla upp aðila sem því orði er komið á að hann sé hlutlaus. Síðan er fólk gabbað til þess að trúa þessum dulbúna gesti — í myndinni Green Berets hjartagóðum en einarðlegum blaðamanni, sem hafa vill þgð sem sannara reyn- ist. 1 upphafi er hann á móti hemaði Bandaríkjanna í Víet- nam og flytur hárheittar spum- ingar — að vísu ekki þær sem við hefðum borið upp — og niðursallandi svör atvinnumorð- ingjans vekja hann til umlhugs- unar og síðan ferðalags um bardagasvæðin. Áhorfandinn er látinn fylgjast með þessum góðviljaða manni og sjá atburð- ina og heyra á sama hátt og hann. Vitanlega er efnið leyst upp í hjéfcátlega væmnisleðju. Víetnamar eru sýndir sem van- þróuð og vitlaus þjóð — þorps- höfðinginn þarf að fá sérstakar útskýringar á því hjá bjarg- vætti sínum John Wayne, hvað peningar eru — hermenn gauika sætind-um stanzlaust að tötra- lýð við búðimar — yfirmenn Þjóðfrelsisfylkinigarinna-r sýndir s-em kynóðir svallarar í gílæst- um höllum í frumskóginum — auk nolckurra brandara um her- manninn sem kemst áfram og er hrósað sérstaklega, vegna þess hve útsmoginn hann er að stela af birgðum annarra deilda hersins — frjólst fram- tak er leiðin til vegs og virð- ingar! Loks er blaðamaðurinn genginn í bandaríska herinn. Sérfræðingur herflokksins í skemmdarverkum er að því s-purður við starf sitt undir víetnamskri brú, hvað valdi ofurást hans á því að sprengja hluti í loft upp. Hann segist hafa fengið gefins efnaíræði- tæki í æsfcu og: „Þau tóku hug minn allan‘‘. Þetta er sem sagt andlegur starisbróðir visinda- manna sem leiðzt hafa út í að eyða hæiffileikum sínum og hug- viti í smíði k.i am-orku vopp a, sýklavopna og framleiðsilu benzínhlau-ps og sprengikúlna. Manna sem tekizt hefur að firra siðferðishugmyndum og mannúðarhugsjónum með for- tölum, peningum eða þvi sem hættulegast er — lævíslegu og hljóðlausu hemámi hugans. O-g enda þótt flestir einstaklingar séu geðhraustari en svo, að „hugur þeárra takist allur“ af þvælu á borð við þá, sem’látin er snúa blaðamanninum í Green Berets til fylgis við blóðbað- verði Kennedys, Johnsons og Nixons, væri yfirleitt í svipuð- um tilvik-um nóg að vísa til meiðyrðalöggjalfar um athuga- semdir mínar við sýningu þess- arar kvitomyndar. Þjóðfrélsis- fylkingin og hugarefni eru sem sé kynnt á fremur villandi og mannorðsskemmandi hátt. En hvers vegna vil ég láta taka þessa mynd af sýningar- sfcránni 'að óbreyttu ástandi? Það er af sömu ástæðu og ég vildi láta fjarlægja napalm og tauigagas úr verzlunum, sem hefðu það til sölu, ásamt upp- lýsinigum og hva-tningum um notkun þess gegn þeim sem maður hefði ímu-gust á. Auðvit- að fengjust fæstir Islendingar til þess að no-tfæra sér þá þjónustu verzlananna. En það er efcki einkamál þeirra fiáu sem af mannhatri eða glópsku keyptu og notuðu þennan varn- ing að kaupin væru gerð. Á sama hátt kemur það öllum Is- lendingum við, ef reynt er í Austurbæjarbíói að leggja b-lessuin sína yfir og tékst að réttlæta fyrir einhverjum áhorf- endum misþyrmingar, kúlna- dembur og stei-kingar á fólki, vegna skoðana þess: vegna bar- áttu þess gegn ofbeldi óboðinna gesta. Velsmurðar snúningsvélar sannleikans, hvort héldur er í Pentagon eða Morgunblaðshöll- inni, kynnu að nefna þetta rit- skoðunarvilja. Eða ofbeldissinn- að kvikmyndaeftirlit öfgafullra rétttrúnaðarmanna, svo notað sé orðalag leiðarahöfundar Vísis. Ólafur H. Torfason En við förum ekki fram á neitt bann. Hins vegar er o-kfcur það kappsmál, að slikt níð tflái ekki að blómstra athu-gasemdalaust. Að áhorfandinn hafi raunveru- lega aðstöðu til þess að „meta gildi hennar sjálfur“, eins og Vísir óskaði hógværlega eftir. Forstjóri sýningarhússins gum- aði af því, að hann léti ékki pólitísk sjónarmið ráða vali á myndum. Það er annað hvort frábær hundinigjaháttur eða af- ar pólitísk sjónarmið sem valda því að sami sýnin-garstjóri hafn- ar hvoni tveggja: að stöðva annað hvort ófyrirleitinn róg og áróður eða leyfa okkur að bera fram örfá vamaðarorð og andmæli gegn svo hranalegri lygigusu á áhorfendur hverju sinni. Og enn um pólitísku sjónarmiðin: Það er trúarjátn- ing íslenzkra bíóstjóra á þjóð- skipulag Bandaríkjanna — auð- valdsskipulagið í úrkynjaðastri mynd — og samþykki við rit- skoðunarlög og stefnu MPAA — samtök bandarískra kvifc- myndaframleiðenda — að velja sýningarefni sitt að 60 hundr- aðshlutum frá þessu stórvéldi. Yrði það kannski ékki álitin heldur betur pólitís-k afstaða einhvers íslenzks bíóstjóra — nú eða sjónvarpsins — að velja 60°/o mynda sinna frá Sovét- rfkjunum eða öðrum komm-ún- istalöndum? Auðvitað er það rammpólitísk stefna að flytja því nær eingöngu inn hugsun- Framhald á 9 síðu. Ég ákseri Stór þjóð, lítil þjóð vörður frelsis og réttlætis, bjargvættur heimsdns og réttd-ræpur boðberi sósdalismans. X>eiiTa er sviðið. Um eitraða jörð, brennda skóga, rústir ma-rgra ára, í gegnum líkkesti og logandi bensínhlaup læðist ságurimi borinn af þúsundum, sigu-rvissum þúsundum. En handan hafsins er rætt um, hvort senda eigi fleiri biblíur til stríðsins eða hvort myrða skuli fleiri óvini í tilefni fæðingarda'gs forsetans. Á meðan deyja menn, konur og böm til einskis fyrir dollara, því að blóðug augu bjargvættarins sjá ekki lífið og byssur hans heyra ekki stunur fómarlamibsins. Samt mun sósíalisminn sigra. Og ég áfcæiri. Ég ákæri þig, stóra þjóð, fyrir morð á þriggja ára gömlum dreng. Hönd þín drap hann, þar sem hann lék sér í umkomuleysi að ryðgaðri bjórdós í blóðlituðum polli skammt frá rústum heimilis. sem einu sinni var. Réttdræpur boðberi sósíalisma stóð í skýrslutti þínum. Ég ákæri og þjóðin dæmir sig sjálf ..... En, þ’jóð mín, ert þú verjandi hennar? ari trausti 70. t I i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.