Þjóðviljinn - 22.11.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.11.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. nóvemlbar 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Sameinuðu þjóðirnar og Kína Jjað hefur nú gerzt í fyrsfa sinni að tillaga á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna um viður- kenningu á rétti Kína í samtökunum hlaut meiri- hluta atkvæða, 51 ríki greiddi tillögunni atkvæði, 49 ríki greiddu atkvæði á móti en 25 sátu hjá, m.a. ísland. Þetta verður þó ekki úrslitaatkvæðagreiðsl- an um málið, því Bandaríkjastjórn tókst enn að smala nógu imörgum atkvæðum um tillögu, sem kvað á um að tvo þriðju atkvæða þyrfti á allsherj- arþinginu svo aðaltillagan teldist samþykkt. j£ína var sem kunnugt er eitt stórveldanna sem stofnuðu Sameinuðu þjóðirnar og á fast sæti í öryggisráðinu, með neftunarvaldi og öðrum rétt- indum sem því fylgja. En það skrípalega ástand hefur ríkt allt frá stofnun alþýðulýðveldis í Kína, að „stjórn“ Sjang Kajséks á Taívan hefur farið með aðstöðu stórveldisins Kína í samtökum Sam- einuðu þjóðanna, að sjálfsögðu ekki sem stjórn þess eylands, heldur sem stjórn alls Kína! Seta „kínverska" fulltrúans með stórveldisaðstöðu í ör- yggisráðinu er að sj'álfsögðu skrípaleikur einn, og það er Bandaríkjastjórn sem tekizt hefur að við- halda þeim skrípaleik fram á þennan dag, til álits- hnekkis og vanvirðu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Nú skilja það fleiri með hverju ári að þeim skrípa- leik verður ekki haldið áfram til lengdar, fleiri og fleiri ríki tengjast Kína stjórnmálasambandi og brölt Bandaríkjastjórnar verður með hverju ár- inu fáránlegra. jyjeðal fyrstu ríkjanna sem voru nógu raunsæ til að viðurkenna stjórn Alþýðulýðveldisins Kína voru Bretland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Ríkiss'tjóm íslands hefur hins vegar kosið að dindlas’f aftan í Bandaríkjastjórn og m.a. skoríð sig úr hópi annarra Norðurlandaríkja, sem viljað hafa viðurkenna þau réttindi sem Kína ber samkvaamt stofnskrá og lögum Sameinuðu þjóð- anna. Það er vansæmandi fyrír íslenzku þjóðina að kynna sig ár eftir ár á alþjóðavettvangi dingl- andi með B'andaríkjunum á þennan hátt. Hitt ætti að vera sjálfsagt mál að íslendingar viðurkenndu þá staðreynd, að s't'jóm Kína situr í Peking en ekki á Taívan, og draga þá ályktun af þeirrí viðurkenn- ingu staðreynda að taka upp virkt stjómmálasam- band og viðskiptasamband við Kína, og greiða því atkvæði á þingi Sameinuðu þjóðanna að sú stað- reynd verði einnig viðurkennd í þeim samtökum. Þjóðabandalag, sem útilokar fulltrúa fjölmenn- ustu þjóðar heims og sviptir hana réttindum, skortir mikið á að geta gegnt hlutverki sínu. Því er vel að meirihluti hefur nú fengizt á þingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir því, að þessi staðreynd verði viðurkennd. Bandaríkjastjórn mun ekki 'fakast lengi að neita staðreyndum, og óneitanlega væri æskilegt að ríkisstjórn íslands yrði ekki hin síð- asta sem hætti að dindlast með Bandaríkjunum til skemmdarverka á Sameinuðu þjóðunum. — s. I ! ! i bæjar- pósturinn LBNGRA MÁL birtum við yf- irleitt sjaldan hér í póstinum, því að við teljum styttri og fleiri efnisþætti æskilegri. Aðsend bréf eru þvi iðulega stytt, ekki sízt þegar höfundur mælist undan nafnbirtinigu. Nokkru öðru máli gegnir um bréf og gneinar, sem birtar eru undir fiullu nafni höf- undar; þá er ekki um stytt- ingu að ræða nema í samráði við greánarhöfunda. ★ 1 DAG er síðara brðfið eða greinin í lengra lagi, en fyrra bréfið er styttra og svolhljóð- andi: Nýlega hitti ég á fömum vegi áhugasaman liðsmann í verkalýðshreyfingunni. Sagði hann mér að á næstunni yrði haldinn ársfundur Menningar- og firæðslusambands alþýðu, en stofnun þessi hefur með höndum fræðslu- og uppeldis- störf meðal launþega að til- hlutan Alþýðusambandsins. Sagðist maðurinn hafa séð dagskrá þessa fiundar og það með, að aðalefni fiundarins yrði erindi Sigurðar E. Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra Húsnæðismálastofnunar ríkisins, um fræðslustarf verkalýðssamtakanna á ná- grannalöndunum. Gott er það, sagði ég í einfeldni minni. Gott og ekki gott, sagði kunn- ingi minn. Nú, og hvað um það? Jú, ég hef það fyrir satt, að nefndur embættismaður hafi nýlega greitt atkvæði með bvi að ræna launþéga umsömdum verðlagsuppbótum, sem koma eiga til greiðslu 1. des. n. k., en embættismaður þessi er nefnilega í filokks- stjórn Alþýðufloklísins og átti þess vegna atkvæðisrétt uro afstöðu flokksins til kauprans- laganna. Nú var mér öllum lokið. Hvernig mátti það vera að maður sem ætlar að hafa for- ustu um að mennta og ala upp meðlimi verkaiýðssam- takanna geti gengið svt> í ber- högg við hagsmuni þeirra og einróma samþykktir Alþýðu- sambandsins? Ég spurði því manninn hverjir stjórnuðu þessum mál- um. Hann nefndi nafn, og sagðist ég þá ekki trúa því, — sá tilnefndi hefur fagurlega rauða skel og myndi aldrei draga slíkan mann sem Sigurð til forustu í menningar- og fræðslumálum ailþýðunnar, sagði ég. Samtai okkar varð ekki lengra, en ef rétt er með farið um afstöðu þessa menn- ingarvita samtakanna, þá er tími til kominn að taka fram- kvæmd fræðslumála innan Aiþýðusambandsins fastari tökum eftirleiðis. SXP. ★ OG SVO er síðari greinin, sem Kristvin Kristinsson skrifar: Það fyrirtæld, sem er hvað þekktast í þessu landi, er Eimskipafélag Islands. Það leikur vart á tveim tungum að þetta fyrirtæki er stórt og öflugt, og heifur marga í sinni þjónustu. Um árabii hafa góð- ir stárfskraftar þjálfazt þar upp og eru margir þeirra tald- ir með þeim beztu á sínu sviði. Eimskip hefur því feng- ið gott orð á sig sem flutn- inga- og þjónustufyrirtæki, en til þess að fá gott orð, þarf að hafa gott starfsfólk. Þetta hafa forystumenn fyrirtækis- ins gert sér ljóst frá upphafi, en þáttaskil eiga sér stað hjá Eimskip ekki síður en annars staðar. Fyrr á árum völdust góðir verkstjórar, . ekki síður en góðir verkamenn; þá var oft- ast friður á milli þeirra og verkamannanna sem varð til þess að störfin urðu létt og i flestir ánægðir, en með nýjum tímum koma nýir herrar og þegar að svo er komið er hætt við að mistök geti átt sér stað í mannavali. Þessar stað- reyndir hafa blasað við okkur verkamönnum á síðari árum. Nýr forstjóri hefur tekið við daglegum rekstri fyrirtækis- ins. Hann hefiur tekið þá stefnu að breyta daglegum rekstri fyrirtækisins, þó nokk- uð mikið, og það hefur óneit- anlega komið mikið niður á starfsfólki Eimskips. Það má vera, að það hafi verið nauðsynlegt, að breyta mörgu vegna breyttra tíma og gera viðeigandi ráðstafanir, en hræddur er ég um að verka- fólkinu hafi þótt fullróttækar ráðstafanir sem framkvæmda- stjórinn hefur oft gert, þó ég persóulega álíti að hann sé ekki höfundur að þeim öllum. Framkvæmdastjórinn, Öttar Möller, byrjaði á því fyrir SKÁKIN Ritstjórar: Bragi Kristjánsson og Ólafur Björnsson Afmælismót T.R. Snaggaraleg skák Þegar þessar línux eru ritað- ar er iokið sex umferðum á millisvæðamótinu á Mallorca. Efstu menn eru. 1. Fisolier (Bandar.) 4V2 vinning og bið- skák við Hort. 2.-5, Panno(Arg- entínu), Ujtumen (Mong.). Glig- oric (Júgósl.), Húbner (V- Þýzkal.), allir með 4 vinninga ÓMtíð er nokkiruan biðskákuim, og því er erfitt að gera sér grein fýrir heildarstöðimni. Fischer byrjar af mikilum krafti eins og við mátti búast. Sigur hans yfir Smysllov í 2. urnferð er sérstaklega mikil- vægur. Mangólinn Ujtumenhef- ur komið mest á óvart. Hann lagði tvo stórmeistara aö velli í tveim fyrstu umferðunúm, þá Kaupránsmenn í samtökum launþegfa. — Er að skapast hættuástand hjá Eimskip? ! nókkrum árum að böla i burtu elztu starfskröftum félagsins á þeim fiorsendum að það væri nauðsynlegt vegna breyttra tíma. Útaf fyrir sig er það rétt, að þegar fólk er orðið sjötiu ára gamalt fái það umbun sinnar starfsævi og geti setzt í hélg- an stein, en þjóðfélagsaðstæð- ur eru þannig að þetta gamla fólk var ekki við því búið að skapa sér möguleika til að lifa lengur. Það hefði verið mannlegt að bíða með svo róttækar ráð- stafanir þar til þjóðfélagið var búið að skapa þá mögu- leika. Um árabil hefur verkalýðs- hreyfingin hamrað á þessu í samningum en það varð ekki fyrr en 1969 að tókst að fá fram lífeyrissjóð fyrir okkur. Hefði þessi sjóður verið kom- inn í gagnið þegar Óttarr Möller sagði upp þessum mönnum vegna aldurs, þá hefðum við starfsmenn hans og aðrir ekki legið honum á hálsi fyrir það. Ég álít að þessi aðgerð ein sýni, að nú er ekki lengur hugsað um fó’llkið, heldur ein- göngu um hag fyrirtækisins. Hræddur er ég um að meðal- aldur fólks í landinu verði ekki eins hár, þegar við lesum næstu skýrslur um meðalald- ur í landinu. 1 framhaldi af þessu hljót- um við að hugsa, hvort Óttarr Möller hafi ekki valið sér samstarfsmenn sem hafa sama hugsanagang gagnvart verka- fólki félagsins, ég hef a. m. k. kynnzt því a£ eigin raun. Eflaust má búast við því, þar sem margir vinna, að uppi séu mismunandi skoðanir á hlut- unum, en verkamennirnir eru á þeirri skoðun að eftir því sem starfsaldur þeirra hækkar eigi þeir að fá aðstöðu til þeirrar vinnu, sem þeir eru færir um að leysa af hendi. Við skulum taka dæmi: Þeir sem vinna á vélum og bílum, þeir byrja á eldri tækjunum og vinna sig síðan upp á betri tæki. Þessi meginregla var í heiðri höfð fyrr á árum, en nú hin síðari ár hefiur þetta snúizt þannig, að lífci yfir- verkstjóra félagsins ekki við manninn, þá skal hann gjalda þess með því að vera alltaf á lélegum tækjum. Sætti hann sig ekki við það, þá skal hann fara heim. Þama er sem sagt komin valdníðsla í stað verkstjómar. Svona fi’amlcoma orsakar sífelldan Aófrið á vinnusvæðinu og að sjálfsögðu minni afiköst. Þetta tel ég mjög hættulegt, og getur skapazt það ástand; að allir fari að fylgjast með öllum í þeim eina tilgangi að klekkja á mönnum, og raunar er ástandið þannig núna. Með þessum línum er ég ekki að segja að ekkert sé at- hugavert við verkamenn fé- lagsins, sáður en svo, en hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Framkoma firamkvæmda- stjóra og yfirverkstjóra gagn- vart mér er máske þess eðlis að ekki er sanngjamt gagn- vart lesendum að segja frá henni í smáatriðum, en hún sýnir í ríkum mæli þá vald- níðslu sem ég talaði um áðan, og mun ég rekja hana í smá- atriðum ef tilefni gefst til síð- ar. Það má vera að í þessum línum skíni í gegn mikil beiskja í garð framkvæmda- stjóra og yfirverkstjóra vegna framkomu þeirra við mig og skal ég ekki neita því að svo er, en það eitt knúiði mig ekki til að skriifa þetta grein- arkorn, heldur það, að það er að skapast hættuástand hjá Eimskip vegna mannavals hjá stjórn félagsins á þessum mönnum sem eiga að sjá um daglegan rekstur, mönnum sem eiga að vera tengiliðir á miili stjórnar annars vegar og verkamanna hins vegar. Það segir sig sjálft að það er ekki hægt fyrir okfcur að bera virðingu fyrir þeim sem segja Oklcur fyrir verfcum, sem eru þannig, að annað hvort tala þeir til okkar með ónotum og jafnvel hatri eða þá að ekki er hægt að tafca mark á þeim af öðrum orsökum. Ég vil að endingu beina því til formanns félagsstjórnar Eims'kips að kynna sér hivort allar aðgerðir framtavæmda- stjóra og yfirveikstjóra gagn- vart verkafólski komi til með að standast fyrir félagsdómi, og mun ég vera fús að vera honum innanhandar með skýrslugerðir þar að lútandi, þvi félagsstjóminni þer skylda til að gæta hagsmuna hlut- haifa, þar á meðal mín og sjá um að verkstjórar séu þess fuUfærir að sinna þeim störf- um sem þeim er treyst fyrir, en láta ekki valdníðslu vera sítt eina leiðarljós. Kristvin ÍCristinsson. I ! Reshevsky og Matulovic. Einnig hefur hann gert jafntefli við Gligoric og Poluigajevsky. Vest- ur-Þjóðverjinn Hubner heiEur einnig staðið sig vél, ekki tapað skák ennþá, m.a. gert jafinteiflli við Fischer, Tajmanov og Hort. Brasifl íumaðurinn Medking, fyrr- um undrábam, en nú orðinn 19 ára, hefur teflt við mjögsterka andstæðinga það sem af er. Hann hefur unnið Hort og Smyslov, svo hann er til alls líklegur. Slök frammistaða Smyslovs. fyrrverandi heims- meistara og Horts befur vakr.ð undrun raanna. ★ Enn hatfia eklki borizt neinar sitaákiir firá milKsvæðamlóltdinu. 1 staðinn sjáum við snaggaraflega sfcák frá aifmælissfcáikmóti T.R. Hvítt: Jón Þorsteinsson Svart: Jónas Þorvaldsson GRUNFELDS VÖRN (Breytt leifcjaröð). 1. d4 d5 2. c4 Rf6 Óvenjuilegur leifcur. Ofitast er leifcið 2. — e6, 2. — c6 eða 2. — dxc4. 3. cxdð Rxd5 4. Rf3 g6 5. e4 Rb6 6. Rc3 ' — Bezt er 6. h3, til að hindra BG4. 6. — Bg7 Náfcvæmara er 6. — Bg4, því í tveim næstu leifcjum færhvít- ur tæfcifæri til að. leifca h3. 7. Be3 ; 0-0 8. Be2 Bg4 Lotosins! 9. Dd2 — Eðlilegra er 9. 0-0 Rc6, 10. d5 o.sifrv. 9. — Rc6 10. Hdl — Ekifci gengur 10. |d5 Bxf3, 11- gxf3 (11. dxcö Dxd2f, 12. Bxd2 Bxc3, 13. Bxc3 Bxe4), 11. — Reð og svartur hefur góða sitöðu. 10. — Bxf3 11. gxf3 : e5 12. d5 Rd4! 13. Rb5? — Framihald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.